Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Meðganga, fæðing og sængiirlega eftírOlafíuM. Guð- mundsdóttur Grein þessi er skrifuð í tilefni af útkomu bókarinnar „Nýtt líf — f róðleikur um meðgöngu, f æð- ingn og barnið fyrsta árið. Það er ekki vandalaust að gefa út fræðslubækur ætlaðar almenn- ingi. Ég tel það víst að þessi bók sé æ'tluð verðandi foreldrum til upp- lýsinga og leiðsagnar í þeim nýstárlegu aðstæðum sem þeir eru í þegar barn á að bætast í fjölskyld- una. Til að skila því ætlunarverki þarf fernt að koma til: í fyrsta lagi: Bókin þarf að vera á auðskiljanlegu máli. f öðru lagi: Hún þarf að vera einfóld í uppsetningu. í þriðja lagi: Hún þarf að vera nútímaleg, þ.e. segja það sem gerist í dag. I fjórða lagi: Hún þarf að vera vel^ staðfærð. í fyrstu þremur atriðunum finnst mér ekki ástæða til að gera neina athugasemd og mér finnst bókin góð að því er þau atriði varðar, en hvað varðar síðasta atriðið þá hrein- Iega kemst ég ekki hjá því að gera athugasemdir við nokkur atriði í köflum bókarinnar þar sem talað er um meðgöngu, fæðingu og sæng- urlegu. Þar eru nokkur atriði sem eru svo bresk að ég, sem íslensk ljósmóðir, kannast bara alls ekki við þau og hefði vel mátt koma í veg fyrir að þau væru í þessri íslensku Jþýðingu, sem ég ætla að sé fyrir Islendinga. Þar er fyrst að geta um mæðra- vernd — kafli 2. Þar er talað um heimafæðingar og mæðravernd al- mennt. Þar er og talað um hverfis- ljósmæður, sem er stétt sem ekki er til á íslandi nema í örfáum héruð- um þar sem ennþá starfa héraðs- ljósmæður og eru þær aðallega úti á landi. Þeirra hlutverk átti að fær- ast inn á heilsugæslustöðvarnar, en af einhverjum ástæðum hafa marg- ar heilsugæslustöðvar ekki séð ástæðu til að ráða ljósmæður (en það er víst önnur saga, en sorgleg samt). Þá er það kafli 3 um vand- kvæði á meðgöngu. Þar eru m.a. nefndar sónarrannsóknir eða óm- skoðanir — ekki ætla ég á neinn hátt að gera lítið úr því að sónar- skoðun sé vandaverk, langt því frá — til þeirra rannsókna þekki ég betur en svo. En það er staðreynd að ómskoðanir á meðgöngu eru framkvæmdar af ljósmæðrum ásamt sérfræðingum á Kvennadeild Landspítalans, svo er einnig á þeim stöðum úti á landi þar sem ómsjár eru til. í kafla 6, þar sem m.a. er fjallað um fæðingu á sjúkrahúsi, er sagt að þegar kona telji sig vera komna með hríðir, þá hafi hún samband við lækni eða ljósmóður. Ég veit hvergi til að læknar á sjúkrahúsum sinni slíku — enda ekki í þeirra verkahring. í öllum venjulegum tilvikum hringir konan á 1) fæðingardeild Landspítalans og hefur samband við ljósmóður á fæðingarvakt, 2) sjúkrahús og fær samband við vakt- hafandi ljósmóður. Sjái hinsvegar ljósmóðir ástæðu til þá kallar hún á vakthafandi lækni. Það er svo aftur annað mál að sumir heilsugæslulæknar óska eftir því að konurnar láti vita af sér þegar þær fara til að fæða. í þessum kafla er sérstaklega tilgreint hvað konan þarf að hafa með sér á sjúkrahús. Eg þekki til á 3 sjúkrahúsum úti á landi auk Fæðingardeildar Landspítalans, og enginn þessara staða ætlast til að konur komi með allan nátt- og nærfatnað að heiman — og hvað þá að þær þurfi að leggja sér til þvottapoka og handklæði. Þetta hlýtur að vera sér breskt fyrir- brigði, nema ef vera skyldi að þetta væri óbein tillaga um sparnað í heilbrigðiskerfinu. Þá er í þessum sama kafla fjallað um heimafæðingu og við það atriði yildi ég benda á að hafi kona á íslandi ákveðið að fæða heima, þá Ólaf ía M. Guðmundsdóttir „Ég veit það sem ljós- móðir að ekkert er konunni á meðgöngu óviðkomandi, og það sem okkur kann að þykja smámunir, skipt- ir hana gífurlega miklu máli." semur hún við ljósmóður og síðan er það í samráði við lækni sem slíkt er ákveðið og það er síðan Ijósmóð- irin sem kallar á lækninn sér til aðstoðar og það er ljósmóðirin sem tekur á móti barninu. Skv. heilsu- gæslulögum eiga heilsugæsluljós- mæður að sinna þessum hluta fæðingarhjálpar. í 8. kafla um eðlilega sængurlegu er sagt, að ef konan rifni eða gerð- ur sé spangarskurður_ þá sé það læknir sem saumar. Á Islandi er það svo í dag, að ljósmæður sauma allar venjulegar rifur svo og spang- arskurði. Þær deyfa spöngina og margar hverjar leggja svonefnda Pudendal Block, eða taugaenda- deyfmgu, sem er sumsstaðar mikið notuð. Það er ekki nema við sérstaklega erfiðar fæðingar, s.s. tangar- eða sogklukkufæðingar, að læknir saumar, eða ef rifnað hefur þannig að meiriháttar aðgerðar er þörf. Ég ætla ekki með þessum skrif- um mínum að kasta rýrð á störf eins eða neins, né að þessu sé beint að neinum persónulega — heldur tel ég að það hefði aukið gildi bókar- innar ef hún hefði verið á þennan hátt betur staðfærð. Einhverjum kann að finnast þetta smámunir og ekki skipta máli — en ég veit það sem ljósmóðir að ekkert er konunni á meðgöngu óvið- komandi, og það sem okkur kann að þykja smámunir, skiptir hana gífurlega miklu máli og ef ekki stendur það sem sagt er í bók, þá getur það leitt til óþæginda fyrir konurnar og til vandræða fyrir okk- ur. Það má ekki gleyma því að það sem ég tek fyrir um þessa bók er jú bara hluti bókarinnar og ég tel að hún sé góð að öðru leyti og eigi erindi til verðandi foreldra — en þó með þessum fyrirvara. Höfundurer\j6sm6ðirogstarfar við Sjúkrahús Suðurlands á Sel- fossi. Siðvæðum unga íslendinga eftírSnorra Oskarsson Þorvaldur Örn Árnason, náms- stjóri í líffræði og kynfræðslu, hvernig heidur þú að tækist til ef námsmarkmið í stærðfræði eða tungumálum væru jafn opin og óglögg og námsmarkmiðin í kyn- fræðslunni? Við vitum báðir svarið. Það stæði ekki steinn yfir steini og meira en það, kennslan og útkoman yrði tómt pjátur. Þetta segir sig sjálft, þess vegna er verið að taka kynfræðsiuna til umfjöllunar og námsskrána til endurskoðunar. Námsskráin: fyrsta hlutverk námsskrár er að gera fólki grein fyrir hugmyndum um mikilvægi námsefnis og til hvers það skal leiða í lífi nemendanna. Menn vilja áreið- anlega vel, undir flestum kringum- stæðum. Og þegar þú spurðir mig í grein þinni, Um kynfræðslu í grunnskólum, sem birtist í Mbl. 31.10. '86, hvað ég vilji og hvort þessi drög sem þú nefnir gætu fall- ið að trúarskoðunum mínum, þá vil ég svara þessu. Ég er nokkuð viss um að þó svo að trúarskoðanir okk- ar fari ekki alveg saman þá gætu ýmis markmið okkar til fræðslunnar verið sameiginleg. Þú nefhir 4 eftir- talin atriði sem „gætu verið" í námsskránni. Ég vil leyfa mér að hafa þau hér eftir með athugasemd- um mínum. 1. „Að nemendur læri að umgang- ast hver annan þannig að sambandið einkennist af virð- ingu fyrir sjálfum sér og öðrum, jafnrétti, hreinskilni og nær- gætni." Aths.: Þetta er ekki annað en sjálfsagt og gott því öll atriðin eru komin úr kristinni siðfræði. Mjög gott atriði til að samþætta við krist- infræðina. 2. „Nemendur setji sig í spor for- eldris og átti sig á hvaða skilyrði beir setji fyrir því að eignast bórn." Aths.: Hér vantar algerlega hvaða skilyrði kristin trú setur fyr- ir þessum atriðum. Ég nefnilega óttast þá tilhneigingu að koma nem- endum upp á það að þeir ákveði eða setji sér reglur í þessum efn- um. Þetta minnir mig nefnilega á það sem hinar nýju heimspekikenn- ingar gera ráð fyrir að gerist. Einmitt það að rétt og rangt sé afstætt og ákvarðist af því sem meirihlutinn samþykkir að gera. 3. „Nemendur fræðist um kynhvöt, kynþroska, kynfæri, kynfrumu- myndun, frjóvgun, fósturþroska og getnaðarvarnir." Aths.: Eðlilegast væri að enda þessa upptalningu á fæðingunni þvf hún ætti að vera eðlilegt framhald af fósturþroskanum. Eftir fæðingu kæmi svo heimilið, fjölskyldan sem tekur við ungviðinu og kemur því til manns. Og ástæðan fyrir þessari athugasemd er ekki hártogun eða útúrsnúningur heldur hitt. Ein teg- und getnaðarvarna er nefnilega fóstureyðingin. Það hlýtur að liggja í hlutverki skólans að sporna við þessum hugsunarhætti að fóstur- eyðingin sé lausn, eða ekki annað en sjálfsögð ráðstöfun. Við erum ennfremur komin að fyrsta atriðinu, sem við settum inn í umræðuna, nefnilega að samband einkennist af virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, þeim óborna manni sem á rétt til að fá hlutdeild í lífinu. 4. „Að koma í veg fyrir ótímabær- ar þunganir, nauðganir, vændi, kynsjúkdóma og eyðni (AIDS)." Aths.: Til að komast í veg fyrir þessa vágesti er kristin siðfræði besta vopnið. Eins og menn sjálf- sagt hafa tekið eftir eru Bretar farnir af stað með mikla herferð í þessu efni, — hvað bjóða þeir uppá? a) í fyrsta lagi hreinlífi og halda sér við maka sinn til dauðadags, einmítt það sem mér hefur fund- ist svo illilega vanta inn i kynfræðsluna. Og þessu til við- bótar birti vikuritið Time, frá 3. nóv. d., útdrátt úr skýrslu banda- ríska læknisins dr. Koop þar sem hann hvetur alla til að fræðast.um AIDS, og segir jafnframt að „ekki sé sýnilegt neitt betra meðal en hreinlífi". Þessi atriði hafa fært É*s->^. Snorri Óskarsson Eins og ég hef áður sagt er þáttur siðfræð- innar vafasamur. Námsskráin allt of opin og ómarkviss. Fjöl- skyldan og hjónabandið kemst ekki einu sinni á blað. okkur heim sanninn um það að kristin siðfræði er ekki sérviska heldur nauðsyn til farsæls lífs. b) Hitt sem þeir bjóða uppá gagn- vart þeim sem treysta sér ekki til að lifa með maka sínum er að nota gímmíverjur. En sá er munurinn hér á landi og hjá t.d. dr. Koop að hann talar um hreinlífið en okkar menn benda aðeins á smokkinn; má ekki nefna hreinlffí hér? Og ef við sýnum nemendum okkar einhver villuijós í þessu sambandi skulum við ekki búast við því að framtíðin verði bjartari. Við getum ekki valið lengur hvað við kennum börnunum í siðfræði, það er hin síðasta stund til aðgerða. Sjúkt og spillt hugarfar læknar ekki eyðni eða kynsjúk- dóma. Mig langar einnig til að benda á eitt atriði í viðbót sem tengist kyn- fræðslunni og það er að fræða nemendur um helstu vandamál hjónabandsins s.s. eigingirnina, samskiptaleysið, vinnuálagið, skuldirnar og þess háttar. Tilgang- urinn er að fræða nemendurna um að þessi vandamál eiga sér lausn- ir, vandinn leysist ekki nema á honum sé tekið. Þessi fræðsla mun gera sitt til að auðvelda ungu fólki að byggja upp ástarsamband sem grundvallast á trausti. Þannig mun hjónaskilnuðum fækka til muna. Hvaða kennimenn að leiðarljósi? Þú spyrð mig, Þorvaldur, hvaða kennimenn þið eigið að hafa að leið- arljósi í ráðuneytinu (þá sennilega varðandi hugmyndafræði kyn- fræðslunnar). Þessari spurningu er fljótsvarað af minni hálfu. Kenni- maður sem ég nefni fyrstan er: Jesús frá Nasaret, sonur hins lif- anda Guðs. Kennimenn no. 2 eru: Postular og lærisveinar hans sem ritað hafa Nýja-Testamenntið. Kennimenn no. 3 eru: allir þeir sem tala og kenna samkvæmt orðum þeirra. Ég veit ekki hvort þú getur sam- þykkt þetta eða hvort yfirvöld menntamála vilji aðeins kennimenn með háskólapróf, það er víst enginn neitt nema hann hafi pappír upp á það — þá komumst við ekki fram- hjá því að við erum undir lögum og stjórnarskrá. Þau, grunnskóla- lögin (no. 63/1974, 2. gr.), og stjórnarskrá íslands mæla svo fyrir að við skulum hafa kristni og kristna siðfræði og þá er nú sjálf- gefið hvaða kennimenn skulu hafðir að leiðarljósi. En af hverju gagn- rýni ég kynfræðsluna? Eins og ég hef áður sagt er þátt- ur siðfræðinnar vafasamur. Námsskráin allt of opin og ómark- viss. Fjölskyldan og hjónabandið kemst ekki einu sinni á blað. Svo er efnisvalið við aldur nem- endanna eða þroska ekki í neinu samhengi. T.d. leyfi ég mér að gagnrýna bókina „Maðurinn, fæðing, bernska, kynþroski" því sú bók hef- ur kynþroskann nánast helming af námsefninu. Ég vildi seinka þeim þætti um allt að tvö ár og undirbúa 11 ára nemendur fyrir breytingar á kynþroskaskeiðinu og undirstrika jafnvægið milli umróta tilfinning- anna og þeirra verðmæta að eiga hreint mannlíf án undanlátssemi lauslætisins og lostasemda spilling- arinnar. Þetta er jú lagalegt hlut- verk skólans og einnig lagaleg skylda kennara. Höfundur hefur stundað kennslu sl. 13 ár, enemúforstSðumaður Hvítasunnusafnaðarins i Vest- mannaeyjum. Húsaleiga hækkar um 7,5% SAMKVÆMT ákvæðum í lðgum nr. 62/1984 hækkar leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhús- næði, sem lög þessi taka til, um 7,5% frá og með janúarbyrjun 1987. Reiknast hækkun þessi á þá leigu, sem er í desember 1986. Jan- úarleigan helst óbreytt tvo næstu mánuði, það er í febrúar og mars 1987. Sérstök athygli er vakin á því, að þessi tilkynning Hagstofunnar snertir aðeins húsaleigu, sem breyt- ist samkvæmt ákvæðum í fyrr- nefndum lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.