Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Þjóðleikhúsiö opnar nýtt leikhús „Ekkert grín að breyta íþróttahúsi í leikhús“ Rætt við Þorlák Þórðarson yfirmann litla sviðs Þjóðleikhússins frá upphafi og forstjóra hins nýja leikhúss Þorlákur Þórðarson. Hann kom fyrst inn í íþróttahús Jóns Þorsteinssonar með það fyrir augum að verða afreksmaður í íþróttum. Það var um og upp úr árinu 1937. Nú starfar hann í húsinu sem for- stjóri Litla sviðs Þjóðleikhússins. að vill svo skemmtilega til að þegar ég var ung- ur, ætlaði ég mér að gerast afreksmaður í íþróttum. Ég byijaði hér í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar að æfa glímu með glímufélaginu Ármanni. Ég var að striplast héma um og upp úr árinu 1937.“ Það er Þorlákur Þórðarson sem hefur orðið, en Þorlákur er forstjóri Litla sviðsins, nýs leikhúss á vegum Þjóðleikhússins sem verður form- lega opnað í kvöld, sunnudag. Þjóðleikhúsið opnar í kvöld nýtt leikhús í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu. Húsið er gegnt Þjóðleikhúsinu og kemur til með að leysa af hólmi litla svið- ið í Þjóðleikhúskjallaranum. Hið nýja leikhús hefur hlotið nafnið Litla sviðið og þar verður í kvöld frumsýnt leikrit Þórunnar Sigurð- ardóttur „í smásjá". Þorlákur Þórðarson hefur starf- að við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess og verið yfirmaður litla sviðs- ins í Þjóðleikhúskjallaranum frá upphafi, eða frá árinu 1974. „Mað- ur er búinn að beijast fyrir þessu í fjöldamörg ár og það er verst að vera orðinn svona gamall nú þegar draumurinn er að rætast. Ég á ekki mörg ár eftir hér því ég fer að nálgast eftirlaunaaldurinn," segir Þorlákur brosandi um hið nýja leikhús. Ekki verður annað sagt en hann beri aldurinn vel og hann segist halda sér ungum í anda með því að umgangast ungt og líflegt fólk. Við hittum Þorlák að máli nú fyrir skömmu í húsakynnum Litla sviðsins, en þá var unnið hörðum höndum að því að undirbúa fyrstu sýningu þess. Þorlákur hefur skrif- stofu sína í einu herbergi kjallarans og þar er ýmislegt fróðlegt að fínna, sem gefur til kynna að hann geri annað og meira en að sjá um litla sviðið. Hann hefur meðal ann- ars safnað saman ieikmyndum úr leikritum Þjóðleikhússins. „Ég er langt kominn að safna saman öll- um leikmyndunum, en margar þeirra voru týndar. Ég vonast til að ná þeim öllum saman bráðlega. Ég hef líka safnað saman ljós- myndum úr leikritum Þjóðleik- hússins og á veggina hér ætla ég að hengja upp myndir frá leiksýn- ingum úr Þjóðleikhúskjallaranum," segir Þorlákur. Fyrst Lindarbær, síðan Þjóðleikhússkjallarinn og loks Litla sviðið Lítið svið hefur verið starfrækt um tuttugu og tveggja ára skeið á vegum Þjóðleikhússins. Fyrst í tíu ár í Lindarbæ og síðan í kjall- ara Þjóðleikhússins. Við báðum Þorlák að segja okkur svolítið frá sögu litla sviðs Þjóðleikhússins og hinu nýja leikhúsi sem fylgdi í kjöl- far starfseminnar þar. „Við vorum með óreglulegar sýningar í Lindarbæ um tíu ára skeið," segir Þorlákur. „Eftir að við misstum það húsnæði urðum við af illri nauðsyn að flytja okkur í Þjóðleikhúskjallarann, en það var litið á þann flutning sem bráða- birgðalausn og aldrei ætlunin að vera þar til frambúðar. Þau verk sem flutt eru í litlu leikhúsi, og þar með einnig í Þjóðleikhúskjall- aranum, gera allt aðrar kröfur til leikara og leikmyndar. Þetta stafar af hinni litlu fjarlægð milli leik- sviðsins og áhorfenda. Það er mikilvægt að hafa lítil svið og lítil leikhús til að þjóna þeim leikritum sem gerð eru fyrir þess háttar svið. En það þýðir ekki að aðstaðan eigi að vera lakari en á stóru sviði. Þjóðleikhúskjallarinn hentar mjög illa sem leikhús. Þar eru til dæmis engar geymslur fyrir leikmyndir og búninga og eftir sýningar höf- um við um árabil þurft að taka allt niður á örskömmum tíma, því Kjallarinn gegnir líka hlutverki veitingastaðar. Á föstudögum og laugardögum gátum við ekki haft sýningar því þá eru haldnir dans- leikir í Kjallaranum. Þessi kvöld eru bestu sýningarkvöldin og því slæmt að hafa ekki getað nýtt þau. Þjóðleikhúskjallarinn er skemmtilegur staður og hentar vel fyrir ákveðna tegund af sýningum, til dæmis kabarettsýningar. Um þessar mundir erum við með sýn- ingar á „Valborgu og bekknum“. Það er stórgóð sýning og ég hef tekið eftir því að hópur fólks tekur sig oft saman og kemur að sjá sýningar í Kjallaranum. Það er til dæmis mikið um að bekkjarfélag- ar, saumaklúbbar og spilaklúbbar komi saman. Ég man eftir því þegar ég hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu að þá öf- undaði ég oft leikara hússins sem fengu laun og þurftu ekki að vinna fyrir þeim. Síðan komst ég að því að þeir voru alls ekki öfundsverðir sem „þurftu ekki að vinna“ því það er ekkert eins hræðilegt fyrir leik- ara en að fá ekki hlutverk. Leikar- ar verða að leika til að þroskast." Þorlákur er grafalvarlegur þegar hann segir þetta. Hann situr þög- ull dágóða stund og segir síðan: „Sjáðu alla þessa efnilegu krakka í Leiklistarskólanum. Það er ekki hægt að segja að það sé gaman fyrir þá að koma út eftir fjögurra ára nám og fá hvergi að leika því það er hvergi pláss fyrir þá. Litla sviðið gegndi í upphafi meðal ann- ars því hlutverki að gefa ungum Iþróttahús Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu sem í áratugi hefur verið notað sem íþróttahús. Nú hefur því verið breytt í leikhúsið Litla sviðið. Viðtal: Brynja Tomer Myndir: Einar Falur nýútskrifuðum leikurum kost á að spreyta sig. í upphafi var Litla sviðið í Þjóðleikhúskjallaranum rekið sem eins konar reynsluskóli fyrir unga leikara. Núna hafa allir leikarar hússins leikið þar og ég held að þeim hafi öllum þótt mikið til þess koma að prófa að Ieika á svo litlu sviði. Við vorum með mik- ið af íslenskum leikritum þar og ég vona að þetta hús hér komi til með að gefa íslenskum höfundum, leikstjórum og leiktjaldahönnuðum tækifæri til að þroska sig.“ Ekkert grín að breyta íþróttahúsi í leikhús Þorlákur segir okkur nú frá því að hann og leikarar hússins hafí barist fyrir því í mörg ár að fá „alvöru" lítið svið þar sem aðstað- an væri viðunandi. „Ég er mjög ánægður með aðstöðuna hér,“ seg- ir hann. „Þó fínnst mér að hér mættu vera nokkrir fermetrar til viðbótar. Salurinn tekur frá 90 til 140 manns í sæti eftir því hvar sviðið er, en það er færanlegt og hægt að hafa það í enda salarins eða í miðju eftir því sem hentar hveiju sinni. Við höfum þurft að vinna mikið hér. Það er ekkert grín að breyta íþróttahúsi í leik- hús,“ segir Þorlákur og skellihlær. Er hann er spurður hvenær byijað hafi verið á breytingunum, segir hann ekkert fyrst. Stendur síðan upp og nær í svarta dagbók á skrif- borðinu. Síðan blaðar hann í bókinni svolitla stund og segir: „Jú, jú. Héma er þetta. Við fengum húsið afhent mánudaginn 10. mars síðastliðinn og síðan þá hefur verið unnið hér í áföngum.“ Sá stjörnur eftir rothögg -Þú sagðir okkur áðan frá því að þú hafir fyrst komið í þetta hús með það fyrir augum að gerast afreksmaður í íþróttum. Segðu okkur svolítið frá því. „Ég þótti nokkuð efnilegur glímumaður á sínum tíma,“ rifjar Þorlákur upp. „En það sem skyggði á frama minn í þeirri íþrótt var að Guðmundur Ágústsson, einn mesti glímukappi allra tíma, var upp á sitt besta þá. Þegar ég sá fram á að komast ekki á toppinn í glímunni, sneri ég mér að hnefa- leikum. Ég átti það sameiginlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.