Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 ÚT V ARP / S JÓN V ARP Jólaleikritið Bara þýðingin hans Helga er efhi í greinarkorn. Ég hef að vísu ekki borið nákvæmlega saman frum- texta (útgáfutexta) Rómeó og Júlíu við þýðingu Helga, en fyrri saman- burður og kynnin af frumtextanum hafa sannfært mig um að snilld Helga Hálfdanarsonar er söm við sig. Það er svo aftur annað mál hvort glæsileg- ur bókmálstexti á ætíð erindi í munn leikara. Um slíkt má deila, ekki síst þegar Shakespeare á í hlut, þessi mikli andi er gæðir sumar setningar svo margræðu lífi að það er nánast aðeins á færi skáldjöfra að rata á hið rétta skráargat. Ég veit ekki hvort ástæða er til að rekja efnisþráð Rómeó og Júlíu, þekkja ekki allir söguna af elskendunum ungu í Verónu, hinum fagra Rómeó af Montage-ættinni og sveitablómans Júlíu af Kapúlett-ættinni, en það er alkunna að þessar ættir bárust á bana- spjót í verkinu. Nær væri að spyrja áhorfendur hvort efnisþráður Rómeó og Júlíu eigi erindi til kaldhamraðrar , tæknialdar þar sem rómantíkin er blandin ugg ekki aðeins þeirrar vissu að einn daginn muni fingurinn rata á rauða takkann og slökkva lífsneistann — og hvað um vágestinn eyðni (orð úr smiðju Helga), er ógnar ungu kyn- slóðinni? Undirritaður er lítt hrifinn af ástarsögum en þó gerði ég mér til dundurs að rannsaka ofurlítið þann grunn er Shakespeare byggir verk sitt á og komst þá að því að í augum sam- tíðarmanna meistarans var ástarsaga þeirra Rómeó og Júlíu ekki svo mjög óraunsæ, þannig var stórfjölskyldan traust í sessi og þar réði faðirinn að sjálfsögðu lögum og lofum og hafði fullan rétt á að gifta dætur sínar, samanber föður Júlíu. Hvort Shake- speare efast um feðraveldið skal ósagt látið en persónulega er ég þeirrar skoðunar að meistarinn hafi hér aðeins viljað pota svolítið í tárakirtla áhorf- enda, rétt eins og höfundur Love Story. Veit ég vel að fyrrgreind kenn- ing mín er lítt haldbær, en ef verk Shakespeare eru skoðuð í víðara sam- hengi gréinum við viðast hvar stríð einstaklingsins við kerfið og oftast nær fer nú einstaklingurinn halloka — samanber þau hin frægu Makbeð-hjón - ekki satt? Ástæða þess að ég vík hér að þessu máli er einfaldlega sú að ég efast stór- lega um að ástarsaga Rómeó og JúlSu eigi erindi við nútímamanninn nema þá innan viðja stórfenglegrar sviðs- myndar er endurskapar hið róm- antíska andrúm. Útvarpsleikrit verða að snerta áhorfendur án slíkra tækni- brellna fyrst og fremst í krafti nærgönguls texta er málar leikstjöldin jafn óðum með hjálp þess raunveru- leika er áhorfandanum er nærtækur. Ég er ekki að krefjast þess að verk útvarpsleikhússins verði einvörðungu af raunsæum toga, en þau verða að skírskota til okkar með einhverjum hætti. Ástarsaga Rómeó og Júlíu skírskotaði beint til samtíðarmanna Shakespeares en svo fjarlæg er hún raunveruleika okkar að þar þarf að kitla skilningarvitin með glæsilegum leiktjöldum, leikbúningum og undur- fögrum leikurum í aðalhlutverkum. Finnst mér persónulega að hinn metn- aðarfuili leiklistarstjóri við Skúlagöt- una ætti að gefa gaum að því hversu sum verk — þótt klassísk séu — henta illa til flutnings í útvarpi. En hér erum við komin að hinu skáldlega innsæi er áður gat. Annars var í sjálfu sér ekki hægt að kvarta yfir flutningi jóla- leikritsins, leíkstjórn Þorsteins Gunnarssonar styrk og þau Kristján Franklín og Guðný Ragnarsdóttir nutu sín prýðlega í aðalhlutverkunum. Tel ég reyndar að með Guðnýju Ragnars- dótturhafi björt stjama kviknað á íslensku leiksviði. Eg hef áður látið stór orð falla um unga leikara og vona að hin unga leikkona fái færi á að þroska sérstæða leiklistarhæfileika sína þrátt fyrir að hólið komi út penna gagnrýnanda. Tónlistina við verkið samdi Hjálmar H. Ragnars og var hún flutt af Sinfóníuhljómsveit íslands og sannar sá flutningur stórhug leiklist- ardeildarinnar. Ólafur M. Jóhannesson Stöð tvö: Hernaðarleyndarmál ¦¦¦¦ Séu menn gefnir OQ30 fyr'r rökfastar ^ð-"" alvarlegar kvik- myndir, er þeim ekki ráðlagt að horfa á kvik- myndina „Hernaðarleynd- armál" eða Top Secret, sem verður á dagskrá Stöðvar tvö í kvöld. Séu þeir hins vegar hrifnir af viðstöðu- lausu gríni og glensi, sem enga stoð á sér í raun- veruleikanum, er myndin þeim vafalaust að skapi. Kvikmynd þessi var gerð árið 1984 af sömu háð- fuglum og áður gerðu kvikmyndirnar Airplane I og //. Þeir eru við sama hey- garðshornið og láta allt flakka, í þeim tilgangi ein- um að skemmta áhorfend- um. Er þá söguþráðurinn látinn lönd og leið, raun- veruleikanum týnt og hvorki Guð né kvikmynda- gerðarmennirnir eru látnir óáreittir. Sagan greinir frá ungri bandarískri poppstjörnu, sem fer í ferðalag austur fyrir járntjald. Þar lendir hann fljótt í útistöðum við yfirvöld, en að sjálfsögðu eru allir klæddir í nazista- búninga. Hann kynnist dóttur brottnumins vísindamanns, kynnist meðlimum frönsku and- spyrnuhreyfingarinnar, sem fyrir einhverra hluta sakir eru staddir í Austur- Þýskalandi löngu eftir stríð. Annað er eftir þessu. Poppstjarnan tekur nokkur létt spor. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 30. desember 6.4S Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Jón Baldvin Halldórsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30. og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Máríuerlan" eftir Björn Blöndal. Klemenz Jónsson les fyrri hluta sög- unnar. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð, fram- hald. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Hvað segir læknirinn? Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 „Sveitafólkið góða", saga eftir Flannery O'Con- nor. Anna María Þórisdóttir þýddi. Guörún Alfreðsdóttir ies síðari hluta. 14.30 Tónlistarmenn vikunn- ar. Comedian Harmonists. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- endur: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. a. „Morceau de Concert" op. 54 eftir Fernando Sor. Göran Söllscher leikur á gitar. b. Óbósónata í c-moll eftir Antonio Vivaldi. Heinz Holli- ger og Edith Picht-Axenfeld leika á óbó og sembal. c. Divertimento í D-dúr eftir Joseph Haydn. Jörg Bau- mann og Klaus Stoll leika á selló og kontrabassa. 17.40 Torgið — Samfélags- mái. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson. Tilkynningar. , 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.35 „Hundamúllinn", gam- ansaga eftir Heinrich Spoerl. Guðmundur Ólafs- son lýkur lestri þýðingar Ingibjargar Bergþórsdóttur (14). 20.00 Tætlur. Umræðuþáttur um málefni unglinga. Stjórn- endur: Sigrún Proppé og Ásgeir Helgason. 20.40 (þróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson. 21.00 Perlur. Nina Simone og John Denver syngja. 21.20 Blaðað f lífsbók Guð- SJÓNVARP ^ ÞRIÐJUDAGUR 30. desember 18.00 Dagfinnur dýralæknir (Dr. Dolittle) — Ellefti þáttur. Teiknimyndaflokkur gerður eftir vinsælum barnabókum eftir Hugh Lofting. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey (Butterfly Island) Fimmti þáttur. Ástralskur myndaflokkur í átta þáttum fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suð- urhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteins- son. 18.45 Skjáauglýsingarogdag- skrá 18.50 íslenskt mál — Tíundi þáttur. Fræðsluþættir um mynd- hverf orðtök. ¦ Umsjónarmaður Helgi J. Halldórsson. 18.65 Poppkorn Tónlistarþáttur fyrir táninga á öllum aldri. Þorsteinn Bachmann kynnir músík- myndbönd. Samsetning: Jón Egill Berg- þórsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Sómafólk (George and Mildred) 8. George fer i sumarfrí Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar 20.35 Fröken Marple Nýr flokkur — 1. Líkið í bóka- stofunni Breskur sakamálamynda- flokkur í tíu þáttum um eina vinsælustu söguhetju Agöt- hu Christie. Aðalhlutverk: Joan Hickson. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 21.30 i brúðuheimi (The World of Puppetry) Nýrflokkur — Fyrsti þáttur. Breskur myndaflokkur í sex þáttum. Jirn Henson, sem skóp Prúðuleikarana góðkunnu, kynnir sex snjalla brúðuleik- húsmenn í ýmsum löndum og list þeirra. Þýðandi Hallveíg Thorlac- ius. 22.25 Seinni fréttir. 22.30 Reykjavík — Reykjavík Leikin heimildamynd gerð í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavikurborgar. Höfundur og leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. Kvikmynda- taka: Tony Forsberg. Hljóð: Gunnar Smári Helgason. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Aðalhlutverk: Katrín Hall, Edda Björgvinsdóttir, Sig- urður Sigurjónsson, Gott- skálk Dagur Sigurðsson. Myndin lýsir daglegu lífi í Reykjavík eins og það kem- ur fyrir sjónir íslenskri stúlku sem hefur búið erlendis frá barnæsku en kemur nú í heimsókn til fæðingarborg- ar sinnar. Jafnframt er brugðið upp svipmyndum í fréttastíl frá þeim tima sem myndin var gerð, á árunum 1982-1984. 00.15 Dagskrárlok. STOD7VO ÞRIÐJUDAGUR 30. desember 17.00 Myndrokk. 18.00 Teiknimynd. Gúmmí- birnirnir (Gummi Bears). 18.30 iþrottir. Hraðmót íhand- knattleik sem fer fram dagana 29., 30. og 31. des. og kemur handknattleikslið KFUM í Árósum til landsins í tilefni þess. Auk Árósaliðs- ins taka lið Vals, Hauka og Breiðahliks þátt í mótinu. Umsjónamaður er Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 19.65 Klassapíur (Golden Girls). Þættirnir fjalla um fjórar eldri konur sem ætla að eyða hinum gullnu árum ævt sinnar í sólinni í Flórída. 20.20 Ungu gestirnir (Young Visiters). Bresk sjónvarps- kvikmynd með Tracy Ullman í aðalhlutverki. í myndinni er sagt frá ástarævintýrum og stéttarbaráttu fullorðinna frá sjónarhorni hinnar niu ára gömlu Daisy Ashford. Daisy skrifaði þessa sögu þegar hún var níu ára, árið 1890 og í myndinni er öllu lýst með hennar sérstaka málfari. 21.60 Sjónhverfing (lllusions). Bandarisk kvikmynd frá 1983 með Karen Valentine, Brian Murrey og Ben Mast- ers ( aðalhlutverkum. Virtur tískuhönnuður (Valentine) flækist (alþjóðlega leynilega ráðagerð á sama tlma og hún leitar eiginmanns míns sem sagður er látinn ( Frakklandi. Leikstjóri er Walter Grauman. 23.30 Hernaðarleyndarmál (Top Secret). Bandarísk kvikmynd frá 1984 með Val Kilmer og Lucy Gutteridge í aðalhlutverkum. Hér er gert stólpagrín að kvik- myndum af öllu hugsanlegu tagi: táningamyndum, njós- namyndum, strfðsmyndum og ástarmyndum. 01.00 Dagskrárlok. mundar góða. Karl Guð- mundsson les siðari hluta eríndis eftir Hermann Páls- son prófessor í Edinborg. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 22.30 Gengið um garðinn. Jökull Jakobsson og Sverrir Kristjánsson staldra við hjá leiðum Ástríðar Melsted og Sigurðar Breiðfjörð í kirkju- garðinum við Suðurgötu. (Aður flutt á jólum 1970). 23.20 íslensk tónlist a. „Little music" eftir John Speight. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur; Páll P. Páls- son stjórnar. Einleikari: Einar Jóhannesson. b. Svita úr „Blindingsleik" eftir Jón Ásgeirsson. Sin- fóníuhljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 30. desember 9.00 Morgunþáttur ! umsjá Kolbrúnar Halldórs'dóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Barnadagbók í umsjá Guðríðar Haralds- dóttur að loknum fréttum kl. 10.00, Matarhornið og getraun. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 16.00 i gegnum tíðina. Þáttur um íslenska dægurtónlist í umsjá Ragnheiðar Davíðs- dóttur. 17.00 i hringnum. Helgi Már Barðason kynnir lög frá átt- unda og niunda áratugnum. 18.00 Létt tónlist. Ásgerður J. Flosadóttir kynnir. Fréttir eru sagðar kl. 19.00. 20.00 Plata ársins. Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason kynna úrslit í kosningum sem efnt var til meöal hlust- enda um bestu erlendu hljómplötu ársins 1986. 22.00 Tindasmellir. Gunnar Salvarsson og Gunnlaugur Helgason kynna vinsælustu lög ársins hér á landi og erlendis. 01.00 Dagskrárlok Fréttir eru sagðar kl. 9.00,m 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00 og 19.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30—18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1. 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Trönur Umsjón: Finnur Mágnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningarlif og mannlíf al- mennt á Akureyri og í nærsveitum. * ÞRIÐJUDAGUR 30. desember 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hiustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Síminn er 611111. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaðurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavik síðdegis. Hallgrimur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Þorsteinn J. yil- hjálmsson kynnir 10 vinsael- ustu lög vikunnar. 21.00-23.00 Vilborg Hall- .dórsdóttir. Vilborg sníður dagskrána við hæfi ungl- inga á öllum aldri. Tónlist og gestir í góðu lagi. 23.00-24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá fréttamanna Bylgj- unnar. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. AIFA Kriattleg Atvu-psstM. FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 30. desember 13.00-16.00 Hitt og þetta. Blandaður tónlistarþáttur í umsjón Johns Hansen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.