Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 51
¦t- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 51 Minning: Ólafur Sigurðs- son á Krossi Hann Óli okkar á Krossi er látinn og verður jarðsunginn í dag, þriðju- daginn 30. desember, frá kirkjunni á Krossi í A-Landeyjum. Það^ eru ekki nema nokkrar vikur síðan Olaf- ur kom til okkar í Gunnarsholt, fullur af starfsáhuga en sláttumað- urinn gerir sjaldnast boð á undan sér. Ólafur var fæddur í Dufþaksholti 26. júlí 1919 og var hann eina barn hjónanna Sigurðar Ólafssonar og Maríu Magnúsdóttur. Þau hófu bú- skap í Miðeyjarhólmi, A-Landeyjum árið 1920. Arið 1927 fluttu þau að Krossi, þar sem þau bjuggu síðan, þar til að María lést árið 1951. Ólafur tók við búi á Krossi 1952 og bjó til ársins 1967 þegar núver- andi ábúendur, Sveinbjörn Bene- diktsson og Olga Thorarensen, tóku við en Ólafur dvaldi hjá þeim alveg til dauðadags og naut aðhlynningar þeirra. Ólafur var alla tíð barngóður og er hans sárt saknað af systkin- unum á Krossi. Meðan Ólafur stóð fyrir búi á Krossi vann hann auk þess ýmis tilfallandi verk þar á meðal við sandgræðslu á Landeyjarsöndum. Þegar Ólafur hætti búskap starfaði hann hjá Sandgræðslunni að ýms- um landgræðslustörfum öll vor og sumur. Á haustin vann hann í frystihúsi á Hvolsvelli en seinni part vetrar var hann á vertíðum, fyrst á Eyrarbakka en síðan í Vest- mannaeyjum. Nú þegar að leiðir okkar Ola skilja um sinn þá er mér efst í huga þakklæti fyrir frábærlega unnin störf í þágu landgræðslu. Olafur Það er margs að minnast að er rita skal fátækleg kveðjuorð um Olaf Sigurðsson. Ólafur var fæddur í Dufþaksholti í Hvolhreppi 26. júlí 1919, sonur sæmdarhjónanna Sig- urðar Ólafssonar og Maríu Magnús- dóttur. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum fyrst í Dufþaksholti og síðan lá leiðin að Miðeyjarhólmi 1920 og loks að Krossi 1927. Ólafur vann að búi foreldra sinna uns hann tók við búinu 1952 og bjó til haustsins 1967, þegar hann selur undirrituð- um en er samt heimilisfastur hér til dauðadags. Ólafur var forkur til verka, ósérhlífinn og samviskusam- ur með afbrigðum. Fljótlega eftir að Olafur brá búi fór hann að vinna hjá Landgræðslu ríkisins á sumrum, en var þó ætíð til taks ef á þurfti að halda heima við er heyskapur stóð yfir. Hjá Landgræðslunni ríkti sama trúmennskan og annars stað- ar. Eitt lítið dæmi því til staðfesting- ar: Það var eitthverju sinni að dráttarvél sú er Ólafur vann með festist í sandbleytu og tók það hann þrjá tíma að ná henni upp. Svo er var einstaklega vinnusamur maður og með traustustu og trúverðugustu mönnum. Hann var alla jafnan fá- skiptinn en hreinskiptinn og áhug- inn á sandgræðslustarfinu var ógleymanlegur. Sunnan við Landeyjarnar var fyrir 40 árum um það bil 6000 hektara sandeyðimörk. Þetta land var þá friðað af Sandgræðslunni fyrir forgöngu margra mætra manna, því sandurinn sótti sífellt inn á gróðurlendið og eyddi gróðri. Ólafur vann að því með einstakri þolinmæði og þrautseigju að sá melfræi í sandinn og hlúa að mel- gresinu. Naut hann þar dyggrar forustu hins merka sveitarhöfð- ingja, Erlendar Árnasonar á Skíðbakka, sem enn hefur á hendi umsjón með sandgræðslunni á sandinum. Saman sáu þeir sandinn smátt og smátt gróa upp, nokkur hluti landsins nú orðinn algróinn þó enn séu þar verk óunnin, en sandfokið og sandágangurinn er stöðvaður, þó margir teldu það áður óvinnandi verk. Nærri má geta að vinnuaðstaða hefur oft verið erfíð í grenjandi sandfoki svo ekki sá út úr augum. Unnið var myrkranna á milli við að byggja fokvarnargarða en aldrei var gefist upp. Starf 01- afs í röðum sandgræðslumanna á Landeyjarsandi verður vandfyllt. Ólafur var sannur sandgræðslu- maður. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Ólaf, hafi hann þökk fyrir. allt og allt. Ég votta aðstandendum Ólafs og heimilisfólkinu á Krossi ihnilega samúð mína. Sveinn í Gunnarsholti það um tíuleýtið um kvöldið, er hann var búinn að borða kvöldmat- inn, mætti ég honum ferðbúnum í vinnu. Ætlar þú að fara að vinna, spurði ég. Já, svarar hann, ég kem aftur upp úr eitt. Ég þarf að vinna upp tímann sem ég tafðist þegar ég var að ná upp vélinni. Svona var allt á einn veg, á engan mátti halla, hvorki einstakling né ríki. Einnig fór Ólafur til vers, fyrst að Eyrar- bakka og síðar til Vestmannaeyja sem hann var einar fimmtán vertíð- ir. Var hann þar eftirsóttur starfs- kraftur vegna ósérhlífni og samviskusemi sem einkenndu störf hans öll. Þá vann hann ennfremur hjá Sláturfélagi Suðurlands í frysti- húsinu á Hvolsvelli, einnig þar dáðu hann ungir sem aldnir. Eitt er það starf sem hér skal á minnst en það er að Ólafur var hringjari við Kross- kirkju um margra ára skeið. Það starf leysti hann með slíkri prýði að vart verður á betra kosið. Stærsti þáttur þess að línur þess- ar eru ritaðar er að þakka alía þá miklu umhyggju sem Ólafur sýndi okkur öllum hér á Krossi. Börnin öll dáðu hann og virtu og einnig var það viðkvæðið hjá Olgu, ef eitt- hvað þurfti að gera: Æ, ég bið hann Ola minn að gera þetta fyrir mig og ekki stóð á því að Olafur leysti úr því með ljúfmennsku. Svona var allt sem að okkur sneri, hann var alltaf reiðubúinn. Síðustu skilaboðin heim voru þau að jóla- gjafir barnanna væru uppi í her- bergi og það mætti ekki gleymast að koma þeim til skila. Hugsunin var skýr þó sárþjáður væri. Það var lán okkar Olgu og barna okkar að eiga slíkan fölskvalausan mann að eins og Ólafur Sigurðsson var. Minninguna góðu munum við geyma sem ómældan fjársjóð um ókomin ár. Guð varðveiti sveitina hans og okkur öll. Hvíl hann í friði. Friður guðs hann blessi, hafi hann hjartans þökk. Sveinbjörn, Olga og börnin. Jóhanna Guðjóns- dóttir - Minning Jóhanna Guðjónsdóttir andaðist í Borgarspítalanum að morgni 23. desember sl., 68 ára að aldri. Hún hafði átt við veikindi að stríða und- anfarin ár. En þrátt fyrir veikindi hennar, sem við gleymdum nú oft í návist hennar, eigum við á mínu heimili bágt með að trúa því, að hún Hanna okkar sé dáin. Hún er svo ljóslifandi í huga okkar þessi hressa, skemmtilega og góða kona, sem alltaf var að gleðja aðra, gefa af sjálfri sér og því sem hún átti. Hún var manna skemmtilegust á gleðistundu og traust eins og klett- ur, ef á þurfti að halda. Kunningi minn sagði um hana: „Hún Hanna, hún var ótrúleg." Dóttir mín sagði líka: „Það er eng- in til eins og Hanna og verður aldrei." Hanna eignaðist 3 börn með Guðmundi Eyjólfssyni: Kristinn, Sigríði og Jörgen. Þau slitu sam- yistum. Síðar giftist Hanna Ögmundi Jónssyni, miklum heiðurs- manni, þau áttu eina kjördóttur, Guðrúnu. Hjónaband þeirra var sérstaklega hamingjusamt. Á fimmtugsafmæli Ogmundar kom fjöldi fólks og lét þá Ögmundur í ljós í þakkarræðu sinni: „Það sem ég er í dag á ég konunni minni að þakka, hún hefur alltaf bent mér á björtu hliðarnar í lífinu." Fleiri getatekið undir þessi ummæli. Ögmundur lést rúmlega fimmtugur. Fyrir nokkrum árum kynntist Hanna Magnúsi Þórðarsyni og hafa þau búið saman undanfarin ár. Magnús reyndist Hönnu sérstak- lega vel í hennar veikindum. Að loknum sérstaklega góðum og traustum kynnum vil ég þakka vinkonu minni samleiðina á mörg- um árum. Þó aldursmunur hafi verið á milli okkar kom það ekkert í veg fyrir að vináttuböndin treyst- ust, hún hafði svo breitt „lífssvið", hún var líka vinkona barnanna minna. Mér kemur í hug mannlýsing sem svo vel á við Hönnu: „Mikilmennska er ekki fólgin í því, að afreka einhverja frábæra hluti og hljóta aðdáun heimsins, mikilmennska felst í göfugri sál og góðu hjartalagi. Dýrmætustu fjár- sjóðir okkar eru ekki gull og gimsteinar, heldur hjörtu göfugra manna. Slíkir menn eru salt jarðar og meira virði en kóngar og keisar- ar." Innilegar samúðarkveðjur flyt ég Magnúsi og börnum hennar. Minning um góða konu mun lifa. Ransý t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúö viö andlát og útför, KRISTBJARGAR JÓNSOÓTTUR, Boðahloín 3, áður á Ægissíðu 96, Jón Vílhjálmsson, Erla S. Jónsdóttlr, Einar Ingl Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför bróður okkar, ÓLA JÓHANNS ARNGRÍMSSONAR, til heimilis að Hrafnistu, áður Hraunbæ 76, fer fram í dag, þriðjudaginn 30. desember kl. 13.30 frá Bústaöa- kirkju. Vilhelmfna Arngrímsdóttir og Kristján Arngrfmsson. t Minningarathöfn um RANNVEIGU ODDSDÓTTUR, frá Steinum verður í Neskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður frá Stafholtskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 14.00. Börn og tengdabörn. t Móðursystir mín, STEFANfA STEFÁNSDÓTTIR, Mánagötu 7, andaðist að Reykjalundi 25. desember. Fyrir hönd aðstandenda, ÓlöfÓlafsdóttir. t Öllum þeim sem sýndu mér vináttu og hlýhug við andlát og jarðar- för, ÁRNA SIGURÐAR EINARSSONAR frá Þingeyri, sendi ég mínar bestu þakkir. Sérstaklega vil ég þakka læknum og starfsfólki deildar 1 A Landakotsspítala, eins félagsmálastofn- un Vonarstræti 4 og Tjarnargötu 11. Guð blessi ykkur öll. Þuríður Einarsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför, HJ ALTA JÓNSSON AR, Týsgötu 4b. Helga Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Kristin Jónsdóttir, Guðfinna Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Jóel Jónsson, Karl Frímannsson, Sigurður Guðmundsson, Arinbjörn Steindórsson, Kristín Nóadóttir. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug vegna láts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Sæunnargötu 8, Borgarnesi. Vigdfs Auounsdóttir, Þorsteinn Auðunsson, Eyþór Kristjánsson, Anna Stefánsdóttir, Inga Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ollum þeim mörgu vinum nær og fjær þökkum við innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS KJARTANSSONAR, skósmíðameistara, áður til heimllis á Hallveigarstfg 9. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks G-deildar Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Guðrún Jónsdóttir, Víðar Jónsson, Gylfi Jónsson, Þorlelfur Gunnarsson, Inga Dóra Guðmundsdóttir, Elin J. Guðmundsdóttir og afabörn. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför STEFÁNS BENEDIKTSSONAR, Lækjarseli 11. Arnbjörg Guðjónsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.