Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Morgunblaðið/Einar Falur Manneldisráð og heilbrigðisyfirvöld kynna manneldismarkmiðin á fréttamannafundi. Frá vinstri eru Hrafn Thulinius, prófessor, Snorri P. Snorrason, prófessor, Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, Hrafn Friðriksson, yfiriæknir í heilbrigðisráðuneytinu, Magnús Gísla- son, yfirtannlæknir í heilbrigðisráðuneytinu og Laufey Steingrímsdóttir, dósent. Manneldisráð setur fram ráðleggingar um mataræði: Islendingar þurfa að draga úr sykuráti og fituneyslu - en borða meira af fiski og kornmat Sykurneysla íslendinga er tvöfalt meiri en æskilegt er og raunar ein sú mesta sem um getur í heimi, fituneyslan er meiri en æskilegt er og einnig saltneysla og íslendingar haga mataræði sínu ekki í samræmi við það "að orkuþörf þeirra hefur stórlega minnkað frá því áður var og afleiðingin er offita sem ymsir kvillar og sjúkdómar fylgja í kjölfar- ið á. Þetta eru nokkrar niðurstöður neyslukannana sem Manneldisráð íslands hefur staðið fyrir og f fram- haldi af því hefur ráðið sett fram manneldismarkmið eða ráðlegging- ar um mataræði fyrir almenning. Þessar ráðleggingar eru byggðar á vísindalegum rannsóknum á nær- ingarefnum og áhrifum þeirra á vöxt og viðgang líkamans. Þessi vísindi hafa verið í stöðugri þróun, sérstaklega síðustu áratugi, og sífellt komið betur í ljós þýðing hollrar fæðu til að fyrirbyggja margvíslega sjúkdóma og viðhalda góðri heilsu. „Fólk getur lifað sínu lífi mun lengur án sjúkdóma, með réttu fæðuvali og forvörnum," sagði Hrafn Friðriksson yfirlæknir í heil- brigðisráðuneytinu á fréttamanna- fundi þar sem manneldismarkmiðin voru kynnt. Hrafn birti einnig tölur sem sýndu að árlega deyja um 850 íslendingar úr sjúkdómum sem rekja má til rangs mataræðis og annarra neysluvenja, þar á meðal tóbaksreykinga. Þeir sjúkdómar sem einkum hafa verið tengdir röngu og gölluðu mataræði eru tannskemmdir, offita, æðakölkun, ýmsir sjúkdómar í melt- ingarfærum, kransæðastífla, sykursýki og krabbamein. Þetta gildir um allar þjóðir sem búa við velmegun, en meðal þróunarþjóða er við önnur vandamál að glíma. Hér á eftir fara manneldismark- miðin sem Manneldisráð hefur sett fram. í Manneldisráðinu eru dr. Snorri P/ Snorrason, yfirlæknir og prófessor, sem jafnframt er formað- ur, Laufey Steingrímsdóttir, dósent, Hrafn Thulinius, prófessor, Bryn- hildur Briem, lyfjafræðingur og MANNELDISMARKMIÐ FYRIR ISLENDINGA: 1. Heildarneysla orkuefna sé miðuð við að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd. 2. Hæfilegt er að úr kolveínum fáist um 50-60% af orkunni, einkum úr grófu korni, grænmeti og ávöxtum, þar af ekki yfir 10% úr sykri. 3. Hæfilegt er að fita veití ekki meira en 35% af orkunni og hlutfall fjölómettaðrar og mettaðrar fitu verði aukið í allt að 0,4. 4. Hæfilegt er að hvíta (prótein) veiti að minnsta kosti 10% orkunnar. 5. Hæfilegt er að neysla á matarsalti sé undir 8 grömmum á dag fyrir fullorðna. 6. Hæfílegt er að D-vítamínneysla fari ekki undir 10 ug (400 alþjóðaeiningar). 7. Stefnt skal að sem fjólbreyttustu fæðuvali úr eftirfarandi fæðuflokkum: Kornmat, mjólkurmat, grænmeti og ávöxtum og kjöti, fiski og eggjum. . ' ¦ : : ! ¦: ::: ¦:.:: ^: : : ¦ ::/ ..... ........... .. . Elísabet Magnúsdóttir, fæðisráð- gjafi. í ráðinu voru til 1. ágúst Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri og Jón Ottar Ragnarsson, næringarfræð- ingur. Greinargerð um mann- eldismarkmiðin Manneldisráð íslands birtir með- fylgjandi manneldismarkmið í þeim tilgangi að efla heilbrigði þjóðarinn- ar með því að veita leiðbeiningar um fæðuval. Leiðbeiningarnar eru í samræmi við þau fræði sem næringar- og manneldisfræði byggir á, en þau eru í stöðugri þróun eins og önnur vísindi. Jafnframt því sem þekking eykst fer fram sífellt endurmat á manneldismarkmiðum þjóða, getur það leitt til, ásamt breyttum lifnað- arháttum, að misjöfn áhersla sé lögð á vægi einstakra þátta menn- eldis. Skal aðeins nefndur munur sem er á mataræði fátækra þjóða og auðugra. Manneldisráð íslands beinir ráð- leggingum sínum til almennings og sérstaklega þeirra sem bera ábyrgð á manneldi á heimilum og á stofn- unum, svo sem sjúkrahúsum, dvalarheimilum, skólum og mötu- neytum. Einnig ber fyrirtækjum sem stunda matvælavinnslu og matvælaiðnað að taka mið af leið- beiningum Manneldisráðs íslands, m.a. með því að gera fullnægjandi grein fyrir næringargildi vöruteg- unda sinna, svo og innihaldi hálf matreiddra og tilbúinna rétta. Einstakar greinar markmiðanna 1. Orkuefni. Heildarneysla orkuefna sé mið- uð við að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd. Á síðari tímum hefur orðið sú breyting á lifnaðarháttum þorra manna að mikil líkamleg áreynsla við vinnu er úr sögunni. Því þarf að draga úr orkumagni fæðisins í samræmi við það. Samt sem áður þarf að fást í daglegu fæði, jafn mikið af steinefnum og flestum vítamínum eins og áður, ásamt fæðutrefjum sem kyrrsetumenn mega síst án vera. Því er ráðlegt að skerða hlut orkuauðugra og bætiefnasnauðra fæðutegunda, svo sem sætra og feitra matvæla. Kostir þess að orkuefni fæðunnar gefi einungis næga orku til viðhalds störfum líffæranna og orkukræfra athafna, eru einkum að með því er komið í veg fyrir ofeldi og spornað við þeim kvillum sem því fylgja. 2. Kolvetni. Hæfilegt er að úr kolvetnum fáist 50—60% af orkunni, einkum úr kornmat, grænmeti og ávöxtum, þar af ekki yfir 10% úr sykri. Samkvæmt könnun Manneldis- ráðs 1979-1980 gafsykurum 19% að meðaltali af heildarorku fæðis- ins. Draga þarf stórlega úr sykur- neyslu en auka að miklum mun lT MANNELDISRÁÐ, 1986: RÁÐLAGÐIR DAGSKAMMTAR (RDS) AF ÝMSUM NÆRINGAREFNUM FITULEYSANLEGVITAMIN- Aldur A D E Ár (ug) (ug) (mg) BÖRN KARLAR KONUR O-'h Ví-1 1-3 4-6 7-10 420 400 400 500 700 10 10 10 10 10 11-14 1000 10 8 15-18 1000 10 10 19-22 1000 10 10 23-50 1000 10 10 51 + 1000 10 10 11-14 800 10 8 15-18 800 10 8 19-22 800 10 8 23-50 800 10 8 51+ 800 10 8 ÁMEÐGÖNGUTÍMA +200 10 +2 MEÐBARNÁBRJÓSTI +400 10 +3 VATNSLEYSANLEG VITAMIN - C (mg) Þía- Ribó- mín flavín (mg) (mg) Nía- sín <m9> Bg (mg) Fóla- sín Bv. (ug) 35 35 45 45 45 0,3 0,5 0,7 0,9 1,2 50 1,4 60 1,4 60 1,5 60 1,4 60 1,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,4 1,6 1,7 1,7 1,6 1,4 6 8 9 11 16 18 18 19 18 16 0.3 0,6 0,9 1,3 1,6 1,8 2,0 2,2 2,2 2,2 30 45 100 200 300 400 400 400 400 400 0,5 1,5 2,0 2,5 3,0 3,0 3,0 3,0 3,0 3,0 50 U 1,3 15 1,8 400 3,0 60 1,1 1,3 14 2,0 400 3,0 60 1,1 1,3 14 2.0 400 3,0 60 1,0 1,2 13 2,0 400 3,0 60 1,0 1,2 13 2,0 400 ' 3,0 +20 +0,4 +0,3 +2 +0,6 +400 +1,0 +40 +0,5 +0,5 +5 +0,5 +100 +1,0 STEINEFNI- Kalk Fosfór Magn- (mg) (mg) íum ___________________(mg) Járn Zink (mg) (mg) Joð (ug) 360 240 540 360 800 800 800 800 800 800 1200 1200 800 800 800 1200 1200 800 800 800 1200 1200 800 800 800 1200 1200 800 800 800 50 70 150 200 250 350 400 350 350 350 300 300 300 300 300 10 15 15 10 10 18- 18 10 10 10 18 18 18 18 10 +400 +400 +150 +400 +400 +150 3 5 10 10 .10 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 +5 +10 40 50 70 90 120 150 160 150 150 150 150 150 150 150 150 +25 +50 * Aukinní þörf á meðgöngutíma er ekki unnt að mæta meö venjulegu faeöi og því er ráðlegt að tama 30-60 mg af járni aukalega * Járnþörf mjólkandi kvenna er ekki verulega aukin, en þó er skynsamlegt að taka járn áfram um tíma eftir barnsburð svo járnbirgðir líkamans aukist á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.