Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ílf lítfTÍTIfn M<fí M\\ Nokkur orð um ríkisstyrki Umræður að undanförnu um styrki úr ríkissjóði, m.a. í dálkum Velvakanda og Víkverja, rifja upp í huga mér gamalt atvik, er gerst mun hafa á fjórða eða fímmta ára- tugnum. í þann tíð gaf Pétur Sigurðsson, er kallaður var reglu- boði um skeið, út rit sem hann nefndi Einingu, og þótti ýmsum hann fjalla um of þar um sjálfan sig og fjölskyldu sína. Nú sótti Pétur árlega um styrk til útgáfunnar til fjárveitinganefnd- ar Alþingis. I þeim umræðum lét Brynjólfur Bjarnason þau orð falla, að engin þörf væri á styrkveitingu þar að lútandi, því að svo keyrði úr hófi að því er rit þetta varðaði að Einingin væri mun verri en Her- ópið, sem ekki sótti neina fjármuni til ríkissjóðs. Þetta er rifj'að hér upp m.a. vegna fjárveitingar til „reið- hallar". Því mætti skjóta hér að, að um- ræddur Pétur Sigurðsson sendi eitt sinn frá sér bók, er hann nefndi Ástarlíf. Um þá bók sagði Magnús Magnússon, ritstjóri, afi Sigurðar G. Tómassonar, fjölmiðlamanns, að læknar ættu að nota hana við svæf- ingar í stað klóroforms. Sigurður Jóhannsson.Aspar- felli 12, Reykjavík Launakjör alþingismanna Sumir töldu laun þingmanna og ráðhera hafa verið hækkuð nokkuð mikið með ákvörðun kjaradóms s.l. haust. Var hækk- unin ein sér hjá hinum hæstlaun- uðu meiri en nemur heilum lágmarkslaunum. Ráðherralaun urðu sjöföld og áttföld lágmarks- laun. Flokkur mannsins mótmælti þessu í fréttatilkynningu, sem Vísa vikunnar IngólfurMargeirs- isonsegirlausunt- stjórastarfinu 1 MOEGUNBLAÐINU b«r« t «J» jJJSTkílSíÍSinn m» v»n» Ýmsa mun í kolli klæja, sem kollinn nota á annað borð. Og ehe...ehe humm og jamm og jæja, ég á varla nokkuð orð. Hakur birt var í Morgunblaðinu. Lagði flokkurinn til 'að laun alþingis- manna yrðu hin sömu og lág- markslaunin og hækkuðu þannig að lifa mætti af þeim mannsæm- andi lífí af 8 stunda vinnudegi. Önnur og betri tillaga mun hafa verið sett fram af Jónasi Péturssyni, fv. alþingismanni. Hún var á þá lund að þingmenn hefðu ekki sjálfir bein laun en hins vegar greiddi ríkið að fullu þeim sem leystu starf þingmanns af hendi meðan hann sæti á Al- þingi. Það ætti ekki að þurfa að vera lengur en 4 mánuði ár hvert, því að of mörg lög og flókin eru aðeins til óþurftar í svo litlu landi sem íslandi. Það var að mig minnir einn af forvígismönnum Framsóknar- flokksins, sem barðist fyrir því, að þingstarf teldist fullt starf. Þetta var miður heppileg ráðstöf- un. Þegar alþingismenn hafa há laun og hærri eftirlaun en aðrir þegnar, auk margra hlunninda, keppa menn ekki lengur að því að komast á þing hugsjónanna vegna, heldur peninganna vegna, fríðindanna og metorðanna - eins og nú er komið á daginn. M.G. Þakkir til unga manns- ins sem aðstoðaði okkur 4244-2313 skrifar: Velvakandi góður. Mig langar til að þið lesið hér stutta sögu, þar sem svo oft er verið að tala og skrifa um að unga fólkið í dag sé tillitslaust og hugsi ekki nema um sjálft sig. Þannig var að ég var að koma Hvað á Jón Óttarvið? Marta Kjartansdóttir skrifar: Vegna fréttar um Stöð 2 í Morg- unblaðinu 17. desember 1986. Hvað á Jón Óttar Ragnarsson við þegar hann segir að það þurfi að koma á einhverri verkaskiptingu í fjármál- um milli RÚV og Stöðvar 2? Persónulega sé ég ekkert sam- hengi milli þessara tveggja stöðva og get ekki séð að fjármál annarar sé vandamál hinnar. Það er orðið dálítið hvimleitt að hlusta á þessar einkastöðvar tala um menningar- hlutverk ríkisfjölmiðlanna. Það er greinilegt að þeir vilja sitja einir að auglýsingamarkaðinum og gef ég þá lítið fyrir allt þeirra tal um samkeppni. Jón Ottar, löggjafarvaldið þarf ekki að skilgreina hlutverk RÚV upp á nýtt. Það er ágætt eins og það er, hæfíleg blanda af menningu og léttmeti. Tilkoma Stöðvar 2 á ekki að breyta þar neinu. Að lokum skora ég á Stöð 2 að standa sig í samkeppninni og hætta að væla um að RUV láti eitthvað af hendi rakna til ykkar. Þið sögð- ust geta þetta, sýnið þá að þið þolið samkeppni við RÚV. úr Miklagarði og ætlaði gangandi inn í Súðavog. Þegar ég kom á bersvæðið á Kleppsveginum er rok- ið svo mikið að maður mátti hafa sig allann við að fjúka ekki út á götuna, en með mér voru tvö stálp- uð börn. Allt í einu stansar lítill bíll við hliðina á okkur, út úr bílnum snar- ar sér ungur maður, kallar í okkur og býðst til þess að aka okkur. Hann sagðist ekki geta horft á okkur berjast við veðrið. Ég veit að hann tók á sig krók til þess að aðstoða okkur. Ók hann okkur síðan upp að dyrum á áfangastað. Þessi ungi maður ber vel merki hinnar duglegu ungmenna sem ís- land á í dag. Vil ég gjarnan þakka honum einu sinni enn, þessum unga manni, fyrir hjálpina. Því miður láðist mef að fá nafnið hans en ég sá númerið á bílnum um leið og hann renndi frá okkur og er það R-25466. HEILRÆÐI Kertaljósin gefa þessum árstíma ávallt hátiðlegan blæ. En kert- um þarf að sinna af gætni og umgangast þau með varúð. Þau þurfa að vera vel fest í öruggum kertastjökum og ein er sú regla, sem aldrei má gleymast. Að slökkva á kertum áður en gengið er til náða, farið úr herbergjum eða hús yfirgefin. Oft er mikið um eldfimt skraut f nánd við kertin og því miður hef- ur alltof oft lítið og fallegt kertaljós orðið að stóru, eyðandi báli vegna aðgæslu- og hugsunarleysis. Njótum jólanna með slysalausum dögum. SVAR MITT eftir Billy Graham Hvernig verð ég hólpinn? Eg hef áhyggjur út af sáluhjálp móður minnar. Hún segist ævinlega hafa gert eins vel og hún gat og vonar að hún sé nógu góð til að komast til himins, og ef hún hafi á röngu að standa sé hún orðin of gömul til að fara að breyta til. Mikilvægasta spurning lífsins er þessi: Er eg viðbúinn að mæta Guði? Það er sama hver í hlut á — sú stund kemur að við förum inn í eilífðina, og undan því fær enginn komist. Annað hvort lifum við að eilífu með Guði eða við verðum eilíflega fjarri honum. Eg segi þetta því að það sem móðir yðar hugsar um er meira um vert en nokkuð annað í lífinu, og hún þarf að gera sér þetta ljóst. Nei, hún er ekki orðin of gömul til að ganga úr skugga um hvort hún sé á veginum til himins. En af orðum þínum má ráða að hún treystir því að hún muni ná þangað vegna góðverka sinna, en þau nægja ekki. Biblían segir hvað eftir annað að við séum syndarar í augum Guðs vegna þess að við höfum syndgað gegn honum. Guð er heilag- ur og fullkominn, og meira en það, Biblían segir að við verðum líka að vera heilagir og fullkomnir áður en við komumst inn í himininn. En það erum við ekki, hvorki eg né nokkur önnur mannvera. Hvern- ig getur Guð þá frelsað okkur? Um það er hin dásamlega frásögn guðspjallanna, fagnaðarerindið. Vegna kærleika síns sendi Guð son sinn Jesúm Krist til þess að deyja á krossinum og taka syndir okkar í burtu. Með dauða sínum gerði hann það kleift að eg yrði sáluhjálpin. Eg verð aldrei hólpinn ef eg treysti á góðverk mín, því að eg verð aldrei nógu góður. En Biblían segir okkur að við getum frelsast — fyrir trú á Jesúm Krist. Eg get öðlast hjálpræði með því að treysta honum og því sem hann gerði fyrir mig á krossinum í stað þess að treysta á sjálfan mig. „Af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú, og það er ekki yður að þakka heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum til þess að. enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum" (Efes. 2,8—9). Þú gætir ekki auðsýnt móður þinni meiri kærleika í verki en með því að benda henni á Krist sem einn getur tekið í burtu syndir henn- ar og fyrirgefið henni og búið hana undir himininn. „Ekki er hjálpræð- ið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða" (Post. 4,12). Rover 3500 árg '83 Einn sá allra glæsilegasti. Rafmagnstopplúga, central-læsingar, leðursæti, höfuðpúðar að aftan og framan, stjórnunartafla o.m.fl. Bíll sem tekið er eftir. Skipti möguleg. Til greina koma sjálfsskuldar- ábyrgðarbréf. Uppl. í síma 78577 eftir kl. 18.00. Blac5buröarfólk óskast! UTHVERFI AUSTURBÆR Langholtsvegur 71 -108 Ingólfsstræti Sunnuvegurfrá2 Njálsgata Ártúnshöfði (iðnaðarhverfi) > GARÐABÆR KÓPAVOGUR Langafit Ásgarðuro.fl. Hraunbraut Borgarholtsbraut JltarsmiÞIaMfr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.