Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 64
STERKTKDRT **gmiÞIfiMfe ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. 300 þúsund krónum og ávísanaheftum stol- ið af heimili kaupmanns: Fjórðainn- Jbrot þjófs- ins á sama heimilið BROTIST var inn á heimili kaupmanns aðfaranótt Þor- láksmessu og stolið þaðan um 300 þúsund krónum í pening- um og ávísunum, tveimur ávisanaheftum og fleiru. Þjófurinn hefur ekki náðst en talið er fullvist að þar hafi verið að verki ungur ^maður sem brotist hefur þrisvar áður inn á sama heim- ili. Ásgeir Ebenezersson kaupniaður opnaði verslun sína, Markus — tískuhús, í Austurstræti lOadaginn fyrir Þorláksmessu. Eftir lokun tók hann dagsöluna heim með sér. Þegar heimilisfólkið vaknaði á Þor- láksmessumorgun kom í ljós að brotist hafði verið inn í húsið um nóttina og peningunum stolið ~"3&amt tveimur ávísanaheftum, lyklum og fleiru. Ásgeir sagði í gærkvöldi að þetta væri í 6. skiptið sem brotist væri inn á heimilið og að fullvíst væri talið að þarna hefði verið að verki ungur maður sem brotist hefur inn hjá honum þrisvar áður. Hefur hann setið í fangelsi að undan- förnu, meðal annars vegna þessara innbrota. Félagi þjófsins var hand- tekinn eftir jólin og situr nú í gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem leit- að er að er með tvö ávísanahefti Ásgeirs í Iðnaðarbankanum og hef- ur hann gefíð út ávísanir úr þeim, meðal annars úr AL-reikningi þar js»$m nafn Ásgeirs er prentað á eyðublöðin. Annatími við bálkestina UM allt land vinna ungir sveinar kappsamlega að þvi að hlaða bálkesti sem brenndir verða á gamlársdag. Er tækifærið notað til að koma í lóg margvíslegu drasli. Stærsta brennan í Iieykjavík verður að þessu sinni borgarbrenna við Stekkjarbakka í Breiðholti. í gær var verið að hlaða þar myndarlegan bálköst. Morgunblaðið/Ingvar/Þorkell Ósamið um f iskverð - harka hlaupin í sjómannadeiluna: 31 skip skráð í sigling- ar - löndunarbanni hótað FYRSTI sáttafundur eftir j61 í kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna verður hjá ríkissáttasemj- ara klukkan 14 í dag. Mikið ber á niilli deiluaðila en sjómenn hafa boðað verkfall frá áramót- um. Talsverð harka virðist vera hlaupin í deiluna vegna skipa sem fara fyrir áramót á veiðar fyrir erlenda markaðí. Snorri Hjartarson látinn SNORRI Hjartarson skáld lézt í Reykjavík laugardaginn 27. desember 80 ára að aldri. Hann var eitt helzta ljóð- skáld sinnar samtíðar og hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981 fyrir ljóðabókina „Haust- rökkrið yfir mér". Jóhann Hjálmarsson bók- menntagagnrýnandi Morgun- blaðsins segir eftirfarandi við lát Snorra Hjartarsonar: „Snorri var einn af formsnillingum íslenzkrar ljóðlistar, eins og tvær fyrstu bækur hans, „Kvæði" og „Á Gnitaheiði", vitna svo glögglega um. En með síðari bókunum, „Laufi og stjörnum" og „Haust- rökkrinu yfir mér", verður tjáning hans einfaldari í samræmi víð ýmis ljóð fyrri bókanna og í anda tímans. Snorra tekst í síðarnefndu bókunum að koma til móts við nýja strauma í ljóðlist og auðga þá." Snorri fæddist 22. apríl 1906 á .Hvanneyri í Borgarfírði. Foreldrar hans voru Hjörtur Snorrason skólastjóri, síðar alþingismaður og bóndi á Skeljabrekku í Anda- kíl og í Arnarholti í Stafholtstung- um, og Ragnheiður Torfadóttir frá Ólafsdal. Snorri stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og síðan í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti námi 1926 vegna heilsubrests. Hann var síðan við listnám í Kaupmanna- höfn 1930 og á listaháskóla í Ósló 1931 til 1932. Fljótlega sneri hann sér að rit- störfum og gegndi um leið stöðu bókavarðar við Borgarbókasafn Reykjavíkur frá 1939 til 1943 og var yfírbókavörður frá 1943 til 1966. Snorri átti sæti í stjórn Rithöfundafélags íslands 1945 til 1950 og var forseti Bandalags íslenzkra listamanna á árunum 1957 til 1959. Meðal verka Snorra er skáld- sagan „Höit flyver ravnen", sem kom út í Ósló 1934 og ljóðabæk- urnar „Kvæði" árið 1944, „Á Gnitaheiði" árið 1952, „Lauf og stjörnur" árið 1966 og „Haust- rökkrið yfir mér" árið 1979. Að auki stóð Snorri að útgáfu kvæðasafna, „Sól er á morgun", kvæðasafh frá 18. öld og fyrri hluta 19. aldar, sem kom út árið 1945. „íslands þúsund ár", 1 ./¦*<>. „IðUUlUU pUUUl.u M. , Snorri Hjartarson kvæðasafn 1600 til 1800 útgefið 1947, „Sögur frá Noregi" komu út árið 1948, „Islenzk ástarljóð" árið 1949, „100 kvæði" eftir Stein Steinar árið 1949 og ljóðmæli Sveinbjarnar Egilsonar 2. útg. árið 1952. Snorri kvæntist árið 1932 Sol- veigu Björnstad Hjartarson, norskri konu. Þau skildu. Yfírnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins fundaði í gær um nýtt fiskverð sem taka á gildi um ára- mót. Samkomulag náðist ekki og hefur nýr fundur verið boðaður ár- degis í dag. I gær hafði 31 skip verið skráð til ísfisksölu í erlendum höfnum eftir áramót, 16 í Þýskalandi og 15 í Bretlandi, samkvæmt upplýsing- um Kristjáns Ragnarssonar for- manns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Kristján sagði að öll þau skip sem sigla til Þýskalands hefðu verið skráð fyrir jól, áður en verkfall sjómanna var boðað og hluti þeirra sem sigla til Bretlands. Óskar Vigfússon forseti Sjó- mannasambands íslands sagði í gær: „Við teljum að LÍÚ standi fyrir því að komast undan verkfalli með því að hvetja menn til að fara á sjó fyrir áramót. Ég get ekki annað séð en að þetta verði til þess að verðið lækki þar sem markaðirn- ir yfirfyllist auk þess sem skipin koma með skemmda vöru til sölu. Það verður farið að slá í hluta af þessum fiski. Þetta er út í hött og með því að söðla svona um frá sinni fýrri stefnu er LÍÚ að valda umbjóð- endum sínum stórtjóni, ekki síst þeim sem voru með leyfi áður en þetta kom til, því auðvitað fylgjast fiskkaupendur vel með öllu því sem gerist hér." Óskar sagði að Sjómannasam- bandið væri aðili að ITF, Alþjóða flutningaverkamannasambandinu. ITF væri tilbúið til að stöðva land- anir úr þeim íslensku fiskiskipum sem Sjómannasambandið óskaði eftir, en enn hefðu ekki verið tekn- ar ákvarðanir um aðgerðir. Kristján Ragnarsson sagði að í kjarasamningum sjómanna og út- gerðarmanna væru ákvæði sem heimiluðu fiskiskipum að ljúka veiðiferðum, hvort sem aflanum væri landað heima eða erlendis. Hefði það tíðkast meira og minna við öll sjómannaverkföll að menn nýttu sér þennan rétt. Sjómenn hefðu við gerð síðustu kjarasamn- inga gert kröfu um að hafa mislang- an boðunarfrest á verkföllum til að skipin stöðvuðust um svipað leyti, en þeir ekki notfært sér þetta ákvæði nú. Kristján sagði að það væru einnig skýr ákvæði um það að skip sem væru að veiða fisk til sölu í erlendum höfhum mættu vera úti um áramót, þannig að útvegs- menn væru ekki að brjóta kjara- samninga. Hann sagði að yfirlýsingar for- ystumanna sjómanna um að stöðva landanir úr fiskiskipunum erlendis væru markleysa. Þeir hefðu oft áður lýst þessu yfir, en aldrei hefði orðið úr aðgerðum, þeir gætu þetta ekki, auk þess sem slíkt myndi bitna á þeirra eigin félögum. Kristján sagði hugsanlegt að verð á ísfíski myndi lækka á næstunni vegna aukins framboðs á fiski, en sagði þó að engin hætta væri á ferðum þar sem útflutningur á gámafiski myndi leggjast af þegar verkfallið kæmi til framkvæmda. Kristján Ragnarsson sagði að það væri farið að valda erfiðleikum við þessa samninga að ekki væri hægt að fá undir- og yfírmenn saman að samningaborðinu og ekki myndi það laga ástandið ef undir- og yfír- menn á Vestfjörðum yrðu 3. og 4. hóparnir sem ræða þyrfti við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.