Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Grimmdarverk í Afganistan Alaugardaginn voru sjö ár liðin frá því að Sovétmenn hófu innrásarstríð í Afganistan. Enn er barist í landinu. Her- menn hinnar sovésku lepp- stjómar betjast við hlið um 115.000 sovéskra hermanna gegn illa vopnuðum og lítt skipulögðum sveitum frelsis- hermanna. A árinu 1985 féllu 37.000 almennir borgarar í Afg- anistan vegna innrásarstríðsins; fram tii ágústloka í ár hafa 12.000 til 15.000 borgarar fall- ið í valinn. Fimm milljónir flóttamanna hafa yfírgefíð Afg- anistan og um ein milljón manna hefur flúið heimili sín innan Iandamæra Afganistan. Stríðið hefur verið til umræðu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna ár hvert síðan það hófst. Átta sinnum hefur meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna hvatt Sovétmenn til að kalla herafla sinn á brott frá Afganistan. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna, dr. Felix Ermacora, lagaprófessor frá Vínarborg, hefur fjórum sinnum lagt fram skýrslur um mann- réttindabrot og ódæðisverk innrásarhersins og sovésku leppanna. Þrátt fyrir allt þetta halda Sovétmenn stríðsrekstrin- um áfram. í lýðræðisríkjunum verður ekki vart við neina skipu- lagða hópa, er halda málstað frjálsra Áfgana á loft af þeim þrótti og með þeim fordæming- armætti, sem hann verðskuldar. Eða eins og dr. Felix Ermacora orðar það í nýlegu viðtali við bandaríska vikuritið Newsweek: „Þeir, sem standa fyrir mót- mælum, virðast leggja sérstakt pólitískt mat á ástandið og kom- ast að þeirri niðurstöðu, að annað risaveldið hafí ávallt rangt fyrir sér en hitt geti ekki haft rangt fyrir sér. . . Frá mannúðarsjónarmiði er ekkert jafn hroðalegt að gerast í ver- öldinni og stríðið í Afganistan.“ Síðasta skýrsla Felix Ermac- ora til Sameinuðu þjóðanna er dagsett 31. október síðastliðinn. Sérstaka athygli hefur vakið, að skýrslunni var ekki dreift í heild til fjölmiðla og almenn- ings; því var lýst yfír, að fjórtán blaðsíður í henni væru ekki op- inbert skjal; var sú skýringgefín af aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, að þetta væri gert af spamaðarástæðum! I þein) hluta skýrslu Ermac- ora, sem aðeins var dreift til fastaneftida aðildarþjóða Sam- einuðu þjóðanna, eru rakin einstök dæmi um þau grimmd- arverk, sem sovéski innrásar- herinn og leppar hans vinna á almennum afgönskum borgur- um. Meðal annars tekur sovéski herinn afgönsk böm í sína vörslu og sendir þau síðan í inn- rætingar-skóla í Sovétríkjunum. Sum þeirra em send á heima- slóðir sínar innan tiltölulega skamms tíma sem njósnarar. Öðmm er ætlað það hlutverk að verða hin nýja stétt í Afgan- istan. I Newsweek segir Ermacora: „Ef til vill verða þau fullþjálfuð, þegar þau hafa náð 19 ára aldri 1990 og þá gætu þau snúið aftur til að taka við stjóm landsins. Sovéski herinn kann að hafa verið kallaður heim 1990 en eftir situr öflug pólitísk fylking Afgana, sem stjómar landinu." Erindreki Sameinuðu þjóð- anna segist hafa fengið stað- fest, að kommúnistar noti eiturgas gegn andstæðingum sínum í Afganistan. Þá segist hann hafa heyrt fjögur dæmi um að efnavopnum hafí verið beitt og önnur fjögur um beit- ingu á napalm og fosfórsprengj- um. Ermacora segist hafa upplýsingar um að hermenn hafi ráðist inn í þorp í hefndar- skyni eftir átök við frelsissveitir, drepið 30 manns, rist konu á hol. með byssusting og skorið af henni brjóstin og lamið nokk- ur böm til bana. Loks hefur trúnaðarmaður Sameinuðu þjóðanna sagt frá því, að sárir, gamlir menn hafí verið settir í handjám og bundið hafí verið fyrir augun á þeim, áður en þeir em dregnir um borð í þyrl- ur, sem hefja sig upp í 10 til 15 metra hæð, þaðan er hjálpar- lausum mönnunum kastað niður til hermanna, sem drepa þá með byssum sínum. Þetta em hroðalegar lýsingar á villimannslegu atferli. Þeir, sem vaða blóðið í axlir á vegum Kremlverja í Afganistan, vita, að þeir verða aldrei kallaðir fyr- ir dómstóla til að standa ábyrgir gerða sinna, þótt þær stangist á við alþjóðlegar samþykktir um framgöngu í hemaði og bijóti í bága við siðferðiskennd sið- menntaðra manna. í Sovétríkj- unum er ekki heldur unnt að virkja neitt almenningsálit í þágu friðsamlegrar Iausnar á hörmungum Afgana. Við, sem njótum friðar og frelsis, megum ekki láta okkar hlut eftir liggja í stuðningi okkar við frjálshuga Afgani. Grimmdarverkin í Afg- anistan em mesta svívirða samtímans. eftír Eric Schwartz Skemmdarverkamenn úr hópi sömu manna og sökktu hvalbát- unum í Reykjavíkurhöfn héldu til Síberíu í ágúst 1981 að eigin sögn og hrelldu Sovétmenn. Paul Watson, foringi Sea Shepherd, stjórnaði Síberíuferðinni. Á heimaslóðum hans á vestur- strönd Kanada þykir Watson bæði montinn og ósannsögull. Hann hlaut lítinn sem engan stuðning í borgarstjórnarkosn- ingum í Vancouver skömmu eftir skemmdarverkin á íslandi. Höf- undur þeirrar greinar, sem hér birtist, Eric Schwartz er kynntur sem blaðamaður. Morgunblaðið fékk þessa grein til birtingar eftir aðgerðir Sea Shepherd- manna hér. Hún gefur vísbend- ingu um, hve langt þeir eru reiðubúnir til að ganga fyrir málstaðinn á sama tima og hún dregur fram sjálfumgleði þeirra. Klukkan er fjögur að morgni og einhver ýtir við hlýjum svefnpokan- um mínum. „Við verðum komnir inn í rússneska landhelgi eftir 15 mínútur," segir kappklædd mann- vera. „Við sjáum brátt til lands í Síberíu." Við erum um borð í gömlum brezkum togara á siglingu í nístandi kulda norðurslóða á leið inn í sovézka landhelgi samkvæmt áætl- un eftir 14.000 mílna, þriggja mánaða siglingu frá Skotlandi til Bandaríkjanna, um Panamaskurð- inn og norður til Alaska. I áhöfn Sea Shepherd eru ein- göngu sjálfboðaliðar, 28 karlar og konur — frá Bandaríkjunum, Ástr- alíu, Kanada og einn frá Vestur- Þýzkalandi. Þeir eru nú að búa sig undir að bjóða mætti Sovétríkjanna byrginn í þeim tilgangi að forða Kyrrahafs-gráhvalnum frá gjöreyð- ingu. Og leiðangursmenn vita ekki hvort Rússamir taki á móti þeim með skothríð. Mikið veltur á kanadíska leiðang- ursstjóranum, Paul Watson, sem er (þegar þetta gerðist) þrítugur, ill- ræmdasta umhverfísvemdarmanni heims — sem sjálfur segist vera „góðviljaði" ofbeldissinninn, óvel- kominn gestur í mörgum löndum. Watson hefur siglt á og sökkt hvalveiðibát, sem stundaði ólögleg- ar veiðar út af Portúgal, og er sakaður um að hafa sprengt upp tvo aðra í höfn á Spáni. Hann hef- ur barizt gegn svartamarkaðsverzl- un með fílabein í Afríku, og átt í höggi við riddaralögreglu Kanada á ísbreiðunni út af Nýfundnalandi. Watson hefur hlotið Iof fyrir að stöðva ólöglegar hvalveiðar á Atl- antshafí og fyrir að binda enda á selveiðar sums staðar í Kanada. En þetta er í fyrsta sinn sem hann lætur til skarar skríða innan rússn- eskrar landhelgi, gegn Sovétrílgun- um. Er hann ekki með öllum mjalla? Við fáum brátt úr því skorið. Við rætur ísiþaktra fíalla Síberíu getum við greint ómáluð húsin í rússneka hvalveiðibænum Loren. Vélar Sea Shepherd em stöðvað- ar þegar við erum tvær mflur ffá landi. Þrír úr áhöfninni halda áleið- is til lands í uppblásnum gúmmíbáti. Watson skipstjóri, Bob Osbome, vélstjóri, og undirritaður blaðamað- ur. Við erum í björgunarbúningum sem gerðir eru fyrir flugmenn bandaríska flughersins við störf á norðurskautssvæðinu. Þeir geta haldið okkur á floti ef báturinn sekkur. En við misstum örugglega meðvitund í ísköldu Beringshafínu, sem er við frostmark. Og það sem verra er — við erum aðeins bæjar- leið frá sovésku Gúlag-fangabúðun- um. „Tveir vopnaðir rússneskir her- menn,“ kallar Osbome upp yfir hávaðann frá vélinni. „Ég sé þá,“ svarar Watson stuttur í spuna. „En ég kom ekki hingað til einskis." Hann bendir á langa timbur- skála, sem standa á stólpum uppi á lágum hamri. „Þetta hlýtur að vera minkabúið — hvalvinnslustöðin er þar fyrir neðan.“ Gúmmíbátnum er siglt meðfram ströndinni og tveir forvitnir her- menn Rauða hersins fylgjast með. Við eram tíu metra frá landi þegar við tökum upp ljósmyndavélamar Ljósmyndir frá Ron Laytner Inc. Áhöfnin á Sea Shepherd tók þessa mynd af hxjóstrugri byggðinni í rússneska hvalveiðibænum Loren vitandi að þeir voru aðeins bæjarleið frá sovésku Gúlag-fangabúðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.