Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 58
í«£ 58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 tfCBAAnn ¦c M pab gebjrvc/i& ágsett ab we.ro. fl/ótur tiL^en n6 árlámiUjón fyrir Kríst," ást er, fJ^ 5-IS ... að hafa viss áhrif á hann. TM Reg. U.S. Pat. Ofl.-all rlghts rcserved 01986 Los Angeles Times Syndlcate Þau tóku því með still- ingu að við unnum lokarúbertuna, þótti mér! Nei, ekki búin að því. Þú hringdir einmitt þegar ég ætlaði að segja honum það... HÖGISTI HREKKVISI Var þá jarðhitinn hefndargjöf ? Hneykslaður borgari skrifar: Mikið eigum við Islendingar af reiknimeisturum, háskólalærðum snillingum, sem líta á annað nám sem hálfgert fúsk og fara þar af leiðandi fram á hærri laun en aðr- ir. En hvað á nú sauðsvartur almúgamaðurinn að halda þegar litið er á verk snillinganna? Tökum sem dæmi hitaveitur landsins. Þær skulda nálægt fjóra milljarða og eru sem sagt flestar á hvínandi hausn- um. Hvað er að ske hérna hjá okkur, eru allir snillingarnir meira og minna fúskarar sem ekki hafa hundsvit á því sem þeim er trúað fyrir? Það er hart að heita vatnið, sem kemur beint upp í fangið á okkur sem gjöf frá landinu, skuli nú vera dýrara en oía flutt frá Pers- aflóasvæðinu. Hver mundi trúa þessu erlendis? Er ekki eitthvað meira en lítið að hjá okkur? Raf- magnið er svo dýrt hér að það borgar sig betur að hita hús með olíu. Eru þá bæði fossar landsins og heita vatnið í iðrum jarðar hér, hefndargjöf frá Guði vors lands, eða eru hér hreinir asnar við stjórn þessara mála? Já manni ofbýður. Væri ekki umhugsunarefni fyrir þá sem sitja á þessu þingi okkar að huga að þeim kjarabótum sem fælust í því að koma þessum ór- áðsíu-fyrirtækjum, sem um er rætt hér að framan, þ.e. bæði rafmagn- sveitum og hitaveitum, til hjálpar svo lækka megi verulega hitunar- kostnað húsa sem og rafmagns- hitunar, sem er að verða yfirþyrm- andi, og láta þá aðra menn fara með stjórn þessara veitna? Þeir sem stjórna veitunum virðast ekki vera færir um að gera það, þar virðist sá hugsunarháttur ríkjandi að bák- nið megi þenjast út, fólkið sé bara heppið að fá orkuna. Að ausa fé í kvikmyndagerð, svo ekki sé annað nefnt, meðan allar hitaveitur eru á hausnum, er hrika- legt dæmi um óraunsæi. Klám- og ofbeldismyndir vantar okkur ekki, en hita viljum við fá fyrir minna en aðrir íbúar hér á norðurhjara, landið gaf okkur það. Landið gaf almenningi heita vatnið og fossana, það var ekki gjöf til tiltölulegra fárra óráðsíumanna. Spilið meira af hæg- um og ljúfum lögum „HEvfcPO-ERr Þ6 Etaa „Rto"hrekkv/Ií;! ?/" Ágæti Velvakandi. Mig langar til þess að fá að koma ósk á framfæri til Bylgjunnar og Rás 2. Hæg og ljúf lög valin saman í vandaða þætti heyrast því miður alltof sjaldan og þá helst eftir klukkan þrjú á næturna þegar svefninn er að síga á brá. Væri ekki hægt að ráða bragar- bót á þessu? Ég held að það yrði mjög vinsælt einkum og sér í lagi ef þess er vandlega gætt að hafa fáar auglýsingar og stuttar kynn- ingar á lögunum, og að lögin séu spiluð frá upphafi til enda. Svo vil ég að lokum senda stuðn- ingskveæður til Alfa-útvarpsins. Virðingarfyllst, J.G. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17 og 18, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar Mikið er það bagalegt hve illt er að treysta því að eitthvað sé að marka tímasetningu dag- skrárliða í ríkisjónvarpinu einkan- lega. Núna í jólamánuðinum keyrði að venju um þverbak. Kannski er þetta óviðráðanlegt og þó. Þeír ráða ágætlega við þetta i útlandinu þar sem Víkverji þekkir til: þar má setja klukkuna sína eftir þeim þar sem menn kunna best til verka. Þessi glundroði í dagskránni hjá þessu afsprengi gufuradíósins gamla er ekki síst til ama fyrir þá sem ráða yfir myndbandstækjum eins og sífellt gerist hversdagslegra og vilja festa áhugavert sjónvarps- efni á myndband þegar annir eða fjarvistir valda því að þeir verða ella að láta það fara framhjá sér. Síðast þegar undirritaður vildi beita þessari ágætu aðferð fékk hann fyrst svosem fimmtán mínútna bunu af poppi og auglýsingum á bandið áður en þátturinn sem hann hugðist taka upp lét loksins svo Iítið að sýna sig. Það eru vitanlega auglýsingarn- ar fyrst og fremst sem eru sökudólgurinn með því að þær leika lausum hala í dagskránni ef svo mætti segja. Þeim eru ekki sett nein tímamörk að best verður séð eða afskaplega lausleg að minnsta kosti. En mætti ekki setja undir þennan leka með því að loka fyrir móttöku auglýsinga. drjúgt fyrr en nú er gert? Ef skilafresti lyki til dæmis degi fyrir birtingu dagskrá vikunn- ar, þá væri það borðleggjandi við útgáfu hennar hve mikið „pláss" auglýsingar gleyptu á hverjum degi og menn gætu farið að tímasetja aðra dagskrárliði í alvöru í stað þess að hafa þetta, þegar verst lætur að minnsta kosti, „allt í plati" eins og krakkarnir segja. Eflaust mundi allt ætla um koll að keyra í fyrstu og forsvars- menn auglýsingastofanna, sem sjá orðið að mestu um þetta, rykju upp til handa og fóta með kveinstöfum og bægslagangi. Það er viðbúið að menn yrðu jafnvel eins sárir eins og þegar hlaupin byrjuðu um dag- inn með fréttatímann. En svo féll allt í ljúfa löð ef marka má reynsl- una. Það er meira að segja aldrei að vita nema þeir á auglýsingastof- unum yrðu einmitt fegnastir. Sem fyrr segir fer obbinn af auglýsing- unum, sem við sjáum í sjónvarpinu, um hendurnar á þessum stofum og eiga þar að auki einatt langan að- draganda. Happa og glappa aðferðin við samningu dagskrár er hætt að vera einungis hvimleið og sérviskuleg. Hún er ekki í takt við tímann og er orðin til verulega óþæginda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.