Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Hugleiðing um staðgreiðslukerfí eftirJón Benedikts- son Eskilstuna, 14. desember. Tilefni þeirrar greinar sem hér fer á eftir eru þær tillögur sem ASI og VSÍ hafa í sambandi við nýgerða kjarasamninga lagt fram og fela í sér að gerð skuli á snöggsoðinn hátt grundvallarbreyting á hinu íslenska skattakerfi. Fjármálaráð- herra hefur þann 6. desember með bréfi til samningsaðila gefíð viss fyrirheit um að frumvarp um þessi mál skuli lagt fram og afgreitt á því þingi sem nú situr þannig að unnt verði að taka upp staðgreiðslu beinna skatta 1. janúar 1988. Eg sem þetta rita hef nú síðan um mitt ár 1985 verið búsettur í Svíþjóð og þar með verið skattþegn í hinu sænska staðgreiðslukerfi en þar áður verið íslenskur skattþegn. Þær hugleiðingar sem hér fara á eftir byggja því á reynslu af og samanburði á þessum skattkerfum eins og þau koma mér fyrir sjónir sem venjulegum skattborgara, ég hef undanfarna daga og vikur fylgst með fréttum íslenskra blaða af fyrr- greindum hugmyndum um breyt- ingar á skattakerfinu. Ýmislegt í þessari umræðu er athugavert og fyrirhuguð meðferð málsins virðist ætla að einkennast af fljótaskrift og flumbrugangi. í fyrsta lagi er það undarlegt að stjórnvöld gefi út yfirlýsingu um að gera skuli ákveðna breytingu á skattakerfí, sem snertir alla skatt- þegna landsins, samkvæmt kröfu eða beiðni eins stéttarsambands í sambandi við kjarasamninga þess án þess að haft sé samráð við önn- ur stéttarsambönd og hagsmuna- hópa. I öðru lagi kemur það spánskt fyrir sjónir ef í lok árs 1986 á að ákveða breytingu sem þessa, keyra frumvarp síðan í gegnum Alþingi á nokkrum vikum og láta síðan breyt- inguna taka gildi 1. janúar 1988. Hér er um flóknara og viðameira mál en svo að ræða að slík fljóta- skrift sé réttlætanleg. í þriðja lagi vekur það athygli að í blaðafregnum af þessum málum er lítið fjallað um hvað staðgreiðslu- kerfi skatta felur í sér, fram kemur að ASÍ og vinnuveitendur hafa sett fram ákveðnar hugmyndir; svo er að heyra sem fjármálaráðherra sé þeim sammála og að spurningin sé ekki hverju skuli breyta og hvernig, heldur aðeins hversu fljótt og að þvf fyrr sem það sé unnt þeim mun betra fyrir alla aðila. En hvað fela þá þessar hugmynd- ir ASÍ og VSÍ í sér. Lítum aðeins nánar á það: Beinir skattar einstaklinga verði staðgreiddir þ.e. tekjuskattur, út- svar o.fl. Skattkerfið verði einfaldað með samruna þessara skatta og niðurfellingu frádráttarliða en tekn- ir verði upp „sérstakir skattaaf- slættir" svo sem almennur afsláttur, afsláttur vegna barna, húsnæðisafsláttur og sjómannaaf- sláttur. Skattleysismörk verði hækkuð og að skatthlutfaU verði aðeins eitt og lækki frá því sem það er nú að meðaltali. Þá verði skatta- eftirlit hert og sérstaklega eftirlit með því að óhjákvæmilegir frá- dráttarliðir vegna öflunar tekna fyrirtækja og einstaklinga séu ekki misnotaðir. Að lokum felst í hug- myndum þessara aðtfa að þeim verði tryggð þátttaka í áframhaldandi undirbúningi málsins. Þessar hugmyndir eru að ýmsu leyti góðra gjalda verðar og stað- greiðslukerfi skatta er að mörgu leyti eðlilegasta og heilbrigðasta greiðslukerfi skatta. Staðgreiðslu- kerfíð sem slíkt er þó í sjálfu sér engin trygging fyrir því að skatta- kerfið verði einfaldara eða réttlát- „Einn er sá hópur sem væntanleg breyting yf ir í staðgreiðslukerf - ið kemur til með að snerta meira en marga aðra, þar er um að ræða þann hóp íslendinga sem af ýmsum ástæðum flytur úr landi um skeið og snýr síðan aftur til íslands eftir nokkur ár." ara en núverandi kerfi. Slíkt er algjörlega háð útfærslu þess og framkvæmd í einstökum atriðum. Ýmis rök hafa verið færð fyrir kostum staðgreiðslukerfis. Meðal annars að auðveldara sé fyrir þá sem hafa mjög sveiflukenndar tekj- ur frá ári til árs að rísa undir skattbyrðinni. Þetta er vissulega rétt. En átti þó einkum við áður en innlán voru verðtryggð þannig að nær ómögulegt var að leggja til hliðar þegar vel áraði og geyma til mögru áranna. Þetta á hins vegar ekki við í sama mæli og áður eftir að hægt er orðið að geyma fjár- muni verðtryggða. Annað atriði og sem undirrituðum finnst vega þyngra er að staðgreiðslukerfi gerir mónnum sem komast á eftirlauna- aldur auðveldara um vik að hætta störfum þar sem þeir fá ekki lengur skattreikninginn í hausinn árið eft- ir. Aðalrökin sem nefnd hafa verið í umræðunni undanfarið eru hins vegar þau hversu einfalt stað- greiðslukerfíð sé; orðið „einföldun" kemur fyrir í nær öllum ummælum ráðamanna og aðila vinnumarkað- ar, sem birt hafa verið undanfarið. Eftir reynslu mína sem skattþegn í sænska staðgreiðslukerfinu leyfi ég mér að láta í ljós vissar efasemd- ir um þessa meintu „einföldun". Staðgreiðsla eða ekki stað- greiðsla er fyrst og fremst spurning um innheimtu- og greiðsluform. Eftir sem áður þurfa menn að gera skattframtal og því fylgir sama vinna og skriffmnska hvort sem talið er fram í staðgreiðslukerfi eða hinu núverandi íslenska kerfi. í meginatriðum er sænska stað- greiðslukerfið þannig í framkvæmd að af launþegum er um hver mán- aðamót reiknaður skattur af launum síðasta mánaðar skv. ákveðnum skattstiga. Ef viðkom- andi hefur frádrátt sem hann getur talið fram (t.d. vexti af lánum til húsakaupa, kostnað við öflun tekna o.fl.). Sækir hann um til skattstofu að tekið sé tillit til þessa jafnóðum við útreikning staðgreiðslunnar um hver mánaðamót. Eftir atvikum er síðan slík umsókn samþykkt eða henni synjað. Sé hún samþykkt hefur það áhrif til lækkunar við hverja greiðslu. í janúar þarf síðan hver skatt- borgari að skila skattframtali þar sem gerð skal grein fyrir heildar- tekjum liðins árs ásamt upplýsing- um um eignir ogskuldir, frádráttar- liði o.s.frv. Síðan fara skattstofur yfir framtölin, þá eru þeir frádrátt- arliðir sem menn notuðu til lækkun- ar staðgreiðslu yfírfarnir að nýju og skattur liðins árs síðan reiknað- ur út endanlega. Öllu þessu er ekki lokið fyrr en í nóvember og þá er niðurstaðan vitaskuld á ýmsa vegu. Sumir standa á sléttu, aðrir hafa greitt of mikið og fá til baka og enn aðrir hafa greitt of lítið og þurfa því að punga út með það sem á vantar af skattgreiðslu frá árinu á undan (þessum viðbótargreiðslum er dreift á 3 mánuði og jafnframt eru þá viðkomandi allan tímann að borga staðgreiðsluskatt af áætluð- um tekjum á hverjum tíma). Ég fæ ekki séð að þegar á heild- ina er litið sé þetta neitt einfaldara í sniðum en íslenska kerfið eins og það er nú. Nú kann einhver að segja sem svo að ég sé hér kominn á villi- götur með slíkum samanburði þar sem ég sé að bera saman sænskt staðgreiðslukerfi við núverandi íslenskt kerfi og að ekki sé víst að hið væntanlega íslenska stað- greiðslukerfi verði jafn flókið og hið sænska. Slíkt má vel vera en það er þó alveg undir því komið hvernig útfærsla kerfisins verður og á það á eftir að reyna. Hugmyndir ASÍ og VSÍ fela ein- mitt í sér að frádráttarliðir verði afnumdir og þar með verði kerfið einfaldara. Vissulega felur þetta atriði í sér einföldun en í hugmynd- um þessara aðila er hins vegar að finna ákvæði um að í stað frádrátt- arliða verði teknir upp „sérstakir skattaafslættir" svo sem almennur afsláttur, barnaafsláttur, húsnæðis- afsláttur og sjómannaafsláttur. Nánari skilgreining á því hvað í þessu á að felast hefur ekki enn sést en upptaka slíkra „sérstakra skattaafslátta" hlýtur að fela í sér verulega skriffinnsku og vinnu við útreikning og útdeilingu þeirra. Það er því enginn kominn til með að segja að nýja kerfið verði þegar upp er staðið einfaldara en núverandi kerfi með frádráttarliðum. Staðgreiðsla sem slík er engin patentlausn á skattsvikum. Mögu- leikar til skattsvika í formi misnotk- unar á frádráttarliðum vegna kostnaðar við öflun tekna fyrir- tækja og einstaklinga með sjálf- stæða atvinnustarfsemi eru óbreyttir þó staðgreiðslan sé tekin .lón Benediktsson upp. í þessu efni þarf annað að koma til og líklega vænlegast að auka hlutdeild neysluskatta á kostnað beinna skatta. í tillögum ASÍ og VSÍ er lagt til að skattleysismörk verði 30 þús. kr. á mánuði og að skatthlutfall verði aðeins eitt og lækki frá því sem það er að meðaltali nú. Þetta get ég stutt heilshugar m.a. vegna reynslu minnar af hinu sænska skattakerfi sem felur í sér stig- hækkandi skattahlutfall og er sem hæst 80—90%. Stéttir sem hér í Svíþjóð þurfa að vinna mikla yfir- vinnu þurfa þannig oft að borga 80—85% af yfirvinnutekjunum í skatt og vinna því aukavinnuna að mestu í sjálfboðavinnu. Þetta er óréttlátt og hefur lamandi áhrif á framtak og vinnugleði og verður þetta vonandi aldrei tekið upp á Islandi eftir frændum vorum, hinum sænsku sósíaldemókrötum. Einn er sá hópur sem væntanleg breyting yfír í staðgreiðslukerfið kemur til með að snerta meira en marga aðra, þar er um að ræða þann hóp íslendinga sem af ýmsum ástæðum flytur úr landi um skeið og snýr síðan aftur til Islands eftir nokkur ár. Viðkomandi dvelja yfir- leitt við störf í löndum þar sem staðgreiðslukerfi skatta er við lýði og borga því skatta af tvennum árstekjum fyrsta árið sem dvalið er erlendis, þ.e.a.s staðgreiða skatt- inn af tekjunum í nýja landinu jafnframt því sem greiddur er skatt- ur af tekjum liðins árs á íslandi. Ekki hefur verið um að ræða nein- ar ívilnanir eða skattaafslætti frá hendi íslenskra skattayfirvalda í þessu sambandi og hafa því viðkom- andi þurft að sýna forsjálni og fyrirhyggju í sínum fjármálum til að lenda ekki í meiri háttar vand- ræðum. Þessi hópur hefur síðan þegar snúið er til baka til íslands unnið þar fyrsta árið án þess að greiða skatta af tekjunum fyrr en eftirá og þar með fengið sína upp- bót fyrir að hafa áður þurft að greiða tvöfaldan skatt eitt árið. Með nýjum skattalögum og stað- greiðslukerfi verða búferlaflutning- ar sem þessir auðveldari en áður að þessu leyti þar sem fólk flytur þá úr einu staðgreiðslukerfi yfir í annað og lendir því ekki í fyrrnefnd- um vandræðum með tvöfaldar skattgreiðslur þegar flutt er frá Islandi ogbyrjar síðan að sjálfsögðu að borga skatt af sínum tekjum á íslandi um leið og flutt er heim aftur. Þeir sem verða hins vegar illa úti við fyrirhugaða breytingu eru þeir sem hafa flutt frá íslandi með- an gamla kerfið gilti og snúa síðan heim aftur eftir að staðgreiðslu- kerfi er tekið upp. Viðkomandi greiða þannig tvöfaldan skatt árið eftir að flutt er frá íslandi og hefja síðan að nýju greiðslu skatta um leið og flutt er heim. Viðkomandi fá því enga uppbót fyrir að hafa í eitt ár þurft að greiða skatt af tvennum tekjum svo fremi að ekki verði sett í nýju lögin sérstök leið- réttingarákvæði varðandi þennan hóp. Þessi hópur íslendinga er stærri en margan grunar og mun fylgjast vel með framvindu þessara mála á næstu vikum og mánuðum. Hátt- virtum alþingismönnum og fram- bjóðendum til þings skal bent á að hafa þetta í huga nú þegar skammt er til kosninga. Hér er um mikið hagsmuna- og réttlætismál að ræða fyrir þennan hóp og mun afstaða þessa fólks í komandi alþingiskosn- ingum eflaust að miklu leyti ráðast af meðferð þessa atriðis við samn- ingu nýrra skattalaga. Höfundur er læknir ogstarfar í Svíþjóð. Undirbúnings- menntun fÓstra eftir Ingibjörgu K. Jónsdóttur Vegna umfjöllunar fjölmiðla um menntun fóstra og fósturliðanám, vill stjórn Fóstrufélags íslands koma eftirfarandi á framfæri. Þegar Fósturskólinn var stofnað- ur árið 1946, var „gagnfræðapróf eða sambærileg menntun" inntöku- skilyrði í skólann. Svipaðar kröfur voru þá gerðar í Kennaraskóla ís- lands og Hjúkrunarskóla íslands. Nú er sennilega jafn algengt, að ungt fólk taki stúdentspróf eins og gagnfræðapróf fyrir rúmum 40 árum. Á Norðurlöndum er stúdentspróf eða sambærileg menntun inntöku- skilyrði í Fósturskóla. Fósturmennt- unin fer þar fram í sérskólum að loknu stúdentsprófi eða hún er á háskólastigi. Það er því eðlileg þró- un, að stúdentspróf eða sambærileg „Það er því eðlileg þró- un, að stúdentspróf eða sambærileg menntun verði inntökuskilyrði í Fósturskóla íslands." menntun verði inntökuskilyrði í Fósturskóla Islands. Þess má ennfremur geta að stúd- entspróf er inntökuskilyrði í Þroskaþjálfaskóla íslands. Frá því Fósturskólinn tók til starfa hefur hlutverk fóstra breyst og aukist mjög mikið. Æ fleiri börn dvelja nú á dagvist- arheimilum, jafnhliða aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Mikilvægi foreldrasamstarfs hefur aukist, svo og samstarf við sérfræðinga, og með lögum um fatlaða hefur hlut- verk dagvistarheimila einnig breyst. Á síðastliðnu ári kom út á vegum menntamálaráðuneytisins „Uppeld- isáætlun fyrir dagvistarheimili — Markmið og leiðir". Til þess að fóstran geti framfylgt þeim kröfum er þar koma fram er henni nauðsyn á góðri alhliða undir- búningsmenntun, áður en hún getur tekist á við almennt fósturnám. Stefna Fóstrufélags íslands í menntunarmálum hefur verið skýrt mörkuð og fyrir liggur aðalfundar- samþykkt frá 1984, um að herða menntunarkröfur til inntöku í skól- ann og að stefnt verði að því, að stúdentspróf verði inntökuskilyrði. Stjórn Fóstrufélags íslands telur því, að áður en tekin verði ákvörðun um fósturliðanám, verði tryggt að inntökuskilyrðin í Fósturskóla ís- Iands verði stúdentspróf. Höfundur er formaður Fóstru- félags íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.