Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 42
. 42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Klukkan tvöeftir miðnætti um; launsátur að nóttu til á stíga frelsissveitanna; ógnarárásir á þorpin til þess að reka íbúana á brott og tæma sveitirnar. Þegar þær hörfuðu aftur eftir síðustu stóráras höfðu sovézku her- sveitirnar lokað hinni mjóu ræmu milli árinnar og brattrar fjallshlíð- arinnar. Framvarðasveitin, sem kannaði leið okkar, missti tvo menn á jarðsprengjusvæðunum er lögð höfðu verið með fallbyssum Rauða hersins. Þetta var lfka ný tækni — jarðsprengjur lagðar með fallbyssu- skotum. Frá búðum þeirrá eða brynvörðum herflokkum er skotið fallbyssukúlum er tvístrast í lofti í minni skot. Þessi skot springa þeg- ar þau skella í jörðina og dreifa litlum jarðsprengjum yfir stórt svæði. Jarpsprengjurnar eru litlar og bleikleitar, á stærð við manns- hönd og með skarpa, óreglulega brún. Eftir að hópi skæruliða hefur verið komið á óvart í einhverju þorp- inu eða á hergöngu er unnt á nokkrum mínútum að um um- kringja hann með jarðsprengjum, tryggilegar en gaddavír nokkurra fangabúða gæti gert. í dagsbirtu er unnt að sjá sprengjurnar á jörðinni — ef þú ert nægilega athugull. En það tekur langan tíma að losa sig við þær. Mujaheddin gera það með slöngu- skotum, sprengja þær eina og eina í senn. Hljóðið verður fljótlega kunnuglegt á hergöngunni eins og fjarlægur sprengju- og byssugnýr- inn eða geltið af og til í AK-47. Að næturlagi er áhættan skelfileg. Það eru of margir menn nú þegar með fætur slitna af um hné. Vegna þessa urðum við að leggja lykkju á leið okkar og fórum aftur um fjallaskarð í 3—4000 m hæð í djúpum snjó þar sem ekkert múldýr mundi voga sér. Við vorum svo þreyttir, að okkur leið eins og hver og einn bæri annan mann á bakinu. Afganski foringinn, sem heilsaði okkur í næsta örugga húsi er við gistum, var bóndi með skær augu og hafði þegar særst tvisvar. I næstu sovézku árás týndi hann lífinu. Sá bardagi kostaði frelsis- sveitirnar hundrað fallna, en Rauði herinn missti tuttugu skriðdreka og nokkrar þyrlur. í skjóli hins örugga húss bar einn mannanna fram te. Allir difu brauði sínu í skál með feitu kjötseyði. Við sátum á mottum á gólfinu og hern- aðarráðstefnan hófst. Skæruliðarn- ir, sem þarna voru samankomnir, voru bændur, kennarar, íslamskir fræðimenn eða múllar og háskóla- stúdentar auk þorpsöldunganna, sem mynduðu minnihlutann. Þetta var tylft manna alls, svæðisforingj- ar auk nokkurra farfugla, sem notfærðu sér hið venjulega vetrar- hlé á bardögunum til að fara til Peshawar að hitta stjórnmálalega stuðingsmenn og biðja um hjálp og vopn. Þeir vonuðust líka til þess að hitta fjölskyldur sínar í flótta- mannabúðunum. Einn foringjanna sagði: „Úr þessu megum við heita svo gott sem dauðir, ef við höldum áfram að berjast hver í sínu lagi. Við verðum að sameinast. Ef þeir skilja það ekki ennþá í Peshawar, þá verðum við að koma því í kring sjálfir, hér á staðnum og án þess að bíða eftir þeim..." Annar bætti við: „Gamla bar- dagaaðferðin, þar sem hver um sig skýtur nokkrum skotum og fer svo heim til sín, dugir okkur ekki leng- ur." En það var nú samt þannig, sem Mujaheddin byrjuðu, og þannig er það enn sums staðar og hefur dugað til að negla niður Rauða herinn í fímm ár. Með öllum kostum og öllum styrk eigin frumkvæðis — en með veikleikum þess líka. Amin, sem ræður Wardak-svæð- inu, hafði aldrei fyrr hitt Massoud, leiðtogann frá Panshir. Þegar hann hafði reynt að koma á sambandi hafði hópur keppinauta lokað leið- inni og afvopnað öryggisverði hans. Amin þekkti heldur ekki Abdul, foringja frelsissveitanna í Kabúl. Eg varð sjálfur að kynna þá. „Hver sagði, að við hefðum ekki barizt nema fimm ár?" spurði Abd- ul. „Ég er 27 ár og hef barizt síðan ég var 17." „Það er rétt," sagði Walid. „Tíu ár. Við vorum saman síðasta árið í skóla. Þú barðist þá þegar gegn sonum kommúnískra herfor- ingja.. ." í þeirra huga fór skriðan af stað þegar Daoud prins hafði velt frænda sínum, gamla kónginum, úr sessi. Með hjálp kommúnískra herforingja vildi hann koma á „framsæknu, þjóðernissinnuðu Afganistan" í anda Titós. En þegar hann sá, að stuðningsmenn hans voru að taka stjórnartaumana, sem Forystumenn afganskra ættflokka þinga. arfólk trúað því, að án sovézkrar aðstoðar ~ sem var lögð að jöfnu við kommúnistaflokkinn — mundi afganskt þjóðfélag aldrei ná stjórn- málalegum þroska né efnahagsleg- um framförum. Nokkrum sinnum heyrði ég jafnvel frelsissveitar- mennina sjálfa leggja að jöfnu „tækni" og Sovétríkin. En stjórn Tarakís hafði ekki komið með tækni í farteski sínu, heldur ringulreið og ógnarstjórn. Óraunsæjar og stórskaðlegar breyt- ingar í landbúnaði; óvinsælar breytingar í kennslumálum; her- skátt trúleysi; tilviljunarkenndar handtökur; aftökur án dóms og laga; fjóldi manna hvarf. Til að treysta völd kommúnistaflokksins reyndi Tarakí að tortíma öllum öðr- um. Þegar borgin Herat gerði uppreisn var gerð á hana loftárás; á einum einasta degi týndu meira enn 20.000 manns lífinu. í sumum él * r ^*v^n|!y|tfHL» ^•"•^w* - IKÍftA ^M i ^ÉéSb ^BÍIppP^^^^- &..,.. ^~ "—ii«mi 4. !!im P / ¦ fí.f Miirii.....r ti «f 'JT jTjj " "yJSÍ Wk •* *T* í± *SBÍ 1 '^st.nn^ Lk a MMBMMtt?^ * , .^mm ^%"^IHÍ Sovésk herstöð í Afganistan. umboðsmenn Sovétríkjanna, reyndi hann að afneita þeim og handtaka foringja þeirra. Það var orðið of seint. Kommúnískum herforingjum tókst að snúa hernum gegn honum og hann var skotinn til bana í höll- inni með konu sinni og börnum. Aðalritari kommúnístaflokksins, Tarakí, tók við í hans stað og marx- ismi að sovézkri fyrirmynd varð hin opinbera stefna. Það var þá, sem Ablud hætti í menntaskóla og kom á laggirnar andspyrnuhreyfingu í útjaðri höfuðborgarinnar. • „Mér var alveg sama," sagði hann, „hvort Daoud var frændi konungsins eða ekki. Það sem ég sá var að guðlausir kommúnistar voru að taka völdin og ég mun berjast gegn þeim meðan ég lifi. Ég kæri mig ekkert um þeirra teg- und af þjóðfélagi — né reyndar það gamla heldur. Eg vil okkar eigið — islamskt þjóðfélag réttlætis og sam- stöðu." í fyrstunni var nokkur samúð með Sovétríkjunum í borgunum. Þau virtust fulltrúi valds og fram- fara. í Kabúl hafði margt miðstétt- héruðum hvöttu múllarnir bænd- urna til vopnaðrar andspyrnu. Saga Amins var dæmigerð. „í Wardak var áður fyrr tæpast unnt að tala um kommúnistaflokk yfirleitt. Þá komu flokksforingjarn- ir frá Kabúl og byrjuðu að handtaka múllana og öldungana. Þá, sem voru handteknir, sáum við aldrei framar. Kommúnistarnir völdu fólk til starfa í nýja herlögreglu og gáfuu því oeninga og mat. Þetta fólk er núna dyggustu stuðnings- menn Sovétríkjanna og bitrustu andstæðingar okkar. Það hefur va- lið sinn málstað og það mun deyja fyrir hann, jafnvel með börnum sínum líka ef þörf gerist og það þótt Rauði herinn drægi sig til baka. Það eru líka sovézkir ráðgjafar, en þeir láta lítið á sér kræla. Flokks- foringjarnir í Kabúl og herlögreglan þeirra hafa tekið skóla og sjúkrahús traustataki og gert úr þeim víg- hreiður. Vegna þessa eru i sovézkum áróðri ásakanir um að Andspyrnan ráðist á skóla og sjúkrahús — og það er reyndar satt, en eingöngu vegna þess að slíkar stofnanir eru orðnar að hófuðstöðvum kommún- istanna. Kommúnistarnir þvinga fólk til að fara þangað til að læra að lesa — að lesa áróður. Þeir brenna Kóraninn. Þeir setja stráka og stelpur saman í skóla. Þeir skirr- ast jafnvel ekki við að draga þangað öldungana, sem e.t.v. kunnu ekki að lesa, en voru mjög virtir. Nú eru þeir neyddir til að læra um komm- únisma, um stéttabaráttuna og hina alþjóðlegu köllun Sovétríkjanna. Hver sá sem mótmælir einfaldlega hverfur. Þegar þetta byrjaði hittust grá- skeggirnir á laun og ákváðu að senda nefnd til Kabúl. í áróðri ríkis- stjórnarinnar eru andstæðingar hennar nefndir glæpamenn. Grá- skeggirnir sögðu þess vegna við stjórnina: „Vinsamlegast hjálpið okkur að verja okkur gegn þessum glæpamönnum, sem ráðast á skól- ana okkar og sjúkrahúsin." Rfkis- stjórnin lét þá fá 18.000 riffla, sem gráskeggirnir afhentu Mujaheddin! Þegar herlögreglan fékk veður af þessu tókst þeim að ná helmingnum aftur. En það var á þennan hátt, sem við fengum fyrstu 9.000 riff- lana okkar. Ég var ekki í Afganistan þá — ég vann hjá fýrirtæki í íran. Faðir minn skrifaði mér: „Komdu heim til að berjast." — Eins og afi minn er hann maður, sem fólk virðir, hann barðist gegn Bretunum líka. Hann var vanur að segja að hann væri frægur fyrir þrennt; hugrekki, lærdóm og gestrisni. Til marks um framgang þessara þriggja einkenna lét hann elzta bróður minn fá riff- il, þann næsta bók og mig borðdúk. Eldri bræður mínir búa hins veg- ar í Evrópu með fjolskyldum sínum, og þá fýsir ekki að núa heim aftur. Riffílinn tók ég þess vegna á sjálfan mig. Eg kom gegnum Pakistan yfir fjöllin með mat og vopn á áburðar- dýrum. Þetta var mikil lest — múldýr, hross og úlfaldar. Þú veizt hvers konar einstigi slóðinn er og þarna mætti ég annarri lest, sem fór í andstæða átt til Pakistans. Það var móðir mín, yngri bræður mínir og systur, frændi minn — og faðir minn. Eg hafði engar fréttir fengið af honum síðan ég fékk bréf- ið hans í íran. Þau höfðu öll verið í Kabúl, um tíma var auðveldara að felast þar en úti á landsbyggð- inni. En nú var það orðið alveg jafnhættulegt og þau höfðu ákveðið að halda til flóttamannabúðanna. Síðan við fengum þessa 9.000 riffla höfðum við nánast engin frek- ari vopn fengið. Það er þess vegna ekki margt, sem við getum gert gegn MIG-þotunum eða þyrlunum. Sovétmenn gera varðstöðvar og umkringja þær þreföldum jarð- sprengjusvæðum. Það er heldur ekki margt, sem við getum gert gegn þeim. En 80% af landinu okk- ar eru enn frjáls og við erum reiðubúin til þess að deyja, ef við megum til, fyrir frelsið og fyrir trúna. Þetta var það, sem forfeður okkar og formæður gerðu og sömu fórn getum við fært líka, barnanna okkar vegna." • Tarakí hafði farið til Moskvu og kom til baka með umboð Sovét- manna til þess að losa sig við andstæðinga sína í öndverðum armi flokksins. Höfuðandstæðingur hans, Hafizullah Amin, hafði hins vegar fengið njósn og hann varð fyrri til að drepa Tarakí. Þegar Hafízullah Amin hrifsaði til sín völdin bættist Andspyrnunni enn bylgja skæruliða og þar á meðal voru nokkrir kommúnískir herfor- ingjar úr armi Tarakís. Undir forystu höfuðmanns síns héldu næstum allir setuliðsmennirnir í Asmar út í skógana með vopn sín. Héruð eins og Nuristan og Shiita- svæðið í Mið-Afganistan héldu áfram nær fullu sjálfræði. Endur- teknar tilraunir afganska stjórnar- hersins til að kúga þau til hlýðni runnu út í sandinn. Hermenn hans gerðust ýmist liðhlaupar eða sáu Andspyrnunni fyrir vopnum og upp- lýsingum. • Það var á þessum tíma, sem Walid gerðist liðhlaupi úr þjálfun, sem MIG-flugmaður við háskóla flughersins, og hélt heim til þess að gerast fyrirliði skæruliðasveitar. „Sérðu eftir því að hafa ekki komizt í að fljúga MIG-þotu?" „Þjálfunin var fróðleg." „Þú studdir SovétríkinJ)á aldrei?" „Ég er trúr múslimi. Eg hef allt- af vitað, að sá dagur mundi koma að ég yrði að taka þá ákvörðun, sem ég tók. Fyrir löngu síðan var ég sendur á námskeið í Sovétríkjunum. Þeir sýndu okkur andtrúarlegt safn, þar sem áður var klaustrið í Kænu- garði. Næstum allar kirkjurnar þeirra eru núna andtrúarleg söfn. I aðalsalnum var kista með gler- plötu og í henni líkami nunnu, sem orðinn var að múmíu. Það var stórt spjald á veggnum: Þyngd líkama nunnunnar: 43,75 kílógrömm. Fyrir neðan tilgreindu þeir efna- samsetninguna: Kolefni: 12,325 kg Köfnunarefni: 3,2 kg Kalsíum: 1,6 kg o.s.frv. Síðan: Heildarþyngd: 43,75 kg ÞAÐ ER EKKERT PLÁSS FYR- IR NEINA SÁL! Þegar ég var sendur í leyfí fór ég hingað og hér hef ég verið síðan með minni eigin þjóð." Þegar kommúnistastjórnin í Kab- úl reyndist ófær um að ráða við ástandið tóku Sovétmenn ákvörðun um „opinber" afskipti. Rússar eru reyndir nýlenduherrar í þessum heimshluta. Þeir náðu yfirráðum yfir Kákasus og hinum múham- , eðsku héruðum Sovétríkjanna í skjóli opins hervalds, en líka með því að velja réttá tímann — þeir biðu eftir innbyrðis illdeilum milli "t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.