Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 VEÐUR ÚtförAxels Einarssonar ÚTFÖR Axels Einarssonar hrl. var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavik í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Hjalti Guðmundssom dóm- kirkjuprestur jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju Guðmundur Pétursson hrl., Jón G. Tómasson Morgunblaðið/ÓI.K.Mag. borgarlögmaður, Hörður Sigurgestsson for- stjóri, dr. Björn Sigurbjörnsson forstjóri, Pétur Guðmundarson hrl., Rúnar Bjarnason slökkvi- liðsstjóri, Ragnar Halldórsson forstjóri og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra. ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gser) I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir Grænlandi er 1015 millibara hæð, en 973ja millibara lægð 700 kílómetra suðaustur af Hvarfi sem þokast austur. Yfir sunnanverðri Skandinavíu er 970 millibara lægð á leiö austur. Viö sjóinn verður frost víða á bilinu 0 til -5 stig, en -6 til -12 stig inn til landsins. SPÁ: í dag verður austan- og norðaustanátt, víðast hvar gola eða kaldi. Dálítil él verða við austur- og suðausturströndina, en úrkomu- laust annars staðar. Frost verður á bilinu 0 til -5 stig við sjóinn, en -6 til -12 stig inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: GAMLÁRSDAGUR OG NÝÁRSDAGUR: Austlæg átt og hiti nálægt frostmarki á suður- og austurlandi, en nokkuð frost annars stað- ar. Dálítil él með suðaustur- og austurströndinni og á annnesjum norðanlands. Annars má yfirleitt búast við björtu og þurru veðri síðasta dag ársins og þann fyrsta á komandi ári, 1987. TAKN: Heiðskírt •á Léttskýjað ■á Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * *.*■** Snjókoma * • * “10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl weflur Akureyri -3 úrk.fgr. Reykjavik -4 skýjað Bergen 0 slydduél Helsinki -10 snjókoma Jan Mayen -2 snjóól Kaupmannah. 5 lóttskýjað Narssarssuaq 0 skafrenn. Nuuk —8 féttskýjað Osló -6 léttskýjað Stokkhólmur -1 skýjað Þórshöfn 2 snjóél Algarve 14 helðskfrt Amsterdam 9 skýjað Aþena 11 léttskýjað Barcelona 11 heiðskfrt Berlín 9 rigning Chicago -2 skýjað Glasgow 3 rigning Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt 9 rigning Hamborg 6 skýjað Las Palmas 19 skýjað London 10 rignlng Los Angeles 9 heiðskfrt Lúxemborg 7 rigning Madríd 6 heiðskírt Malaga 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Miami 16 þokumóða Montreal -1 alskýjað NewYork 2 skýjað Paris 10 skýjað Róm 14 alskýjað Vfn 9 rignlng 1 Washington -3 þokumóða , Winnlpeg -3 snjókoma L Hilmar Olafsson arkitekt látinn. HILMAR Ólafsson arkitekt and- aðist að heimili sínu siðastliðinn sunnudag, 50 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Rann- veigu Hrönn Kristinsdóttur, og þijá syni. Hilmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957. Hann stundaði síðan nám í árktektúr við háskólann í Stuttgart og var á námsárum sínum einn af fyrstu formönnum Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Hilmar starfaði hjá Húsnæðisstofn- un ríkisins eftir heimkomu sína en var síðan skipaður forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur- borgar. Undanfarin ár hefur hann ásamt öðrum rekið Teiknistofuna að Laugavegi 96. Auk verkefna í borgarskipulagi er Hilmar einn af höfundum Hagkaupshússins og Verzlunarskóla íslands í Kringlu- mýri. Hilmar var formaður Arki- tektafélags íslands um árabil og sat Hilmar Ólafsson í stjórn Germaniu. Einnig sat Hilm- ar í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Húsavík: Frú Gertrud Frið riksson látin Húsavík. FRÚ Gertrud Friðriksson, ekkja séra Friðriks A. Friðrikssonar prófasts á Húsavík, andaðist laugardaginn 27. desember síðastliðinn á 85. aldursári. Hún var dóttir Holgers Nielsens, skjalavarðar í Kaupmannahöfn. Hún kom fyrst til íslands 1921 sem kaupakona að Staðarstað á Snæ- fellsnesi og kynntist þá séra Friðrik og þau giftu sig 1925. Dvöldu hjón- in síðan í Kanada og Bandaríkjun- um til ársins 1933. að séra Friðrik gerðist prestur á Húsavík, en hann hafði áður verið prestur Vestur- íslendinga í 10 ár. Frú Gertrud tók mikinn þátt í starfi manns síns og var organisti í Húsavíkurkirkju í 25 ár. Einnig vann hún mikið að öðrum félags- málum síns byggðarlags, var einn af stofnendum Slysavamardeildar kvenna á Húsavík, starfaði mikið í Kvenfélaginu og var einleikari fyrir bæði kóra og einsöngvara, svo nokkuð sé nefnt. Hún var meðal Gertrud Friðriksson. forgöngumanna að stofnun kven- skátahreyfingarinnar á Islandi. Frú Gertrud var góður íslending- ur af dönsku bergi brotin. Fréttaritari. Af leiðingar þess að meinatæknar hætta á Borgarspítalanum: Hætt að taka við nýjum sjúk- lingum og slysadeild lokað „VIÐ vonum auðvitað í lengstu lög að ekki komi til þess að meinatæknar hætti um áramót en fari svo skapast mjög alvar- legt ástand hér á spítalanum," sagði Magnús Skúlason, aðstoð- arframkvæmdastjóri Borg- arspítalans. Magnús sagði, að ef meinatækn- ar hættu störfum myndi það hafa þær afleiðingar að spítalinn yrði að hætta að taka við nýjum sjúklingum auk þess sem líklegt væri að slysa- deildinni yrði lokað. „Hér er einnig fullt af fárveikum sjúklingum sem þurfa á miklum rannsóknum að halda og svo gæti farið að við yrð- um að senda þá á aðra spítala. Þetta er vissulega mjög alvarlegt mál þar sem þessar rannsóknir meinatækna eru rpikilvægur hlekk- ur í allri starfsemi spítalans. Neyðarvaktin mun ekki breyta neinu þar um þar sem það er svo takmarkað sem hún getur komist yfir af þessum verkefnum," sagði Magnús. Uppsagnarfrestur 40 meina- tækna á Borgarspítalanum rennur út frá og með 1. janúar takist samn- ingar ekki fyrir þann tíma. Í kröfum sínum fara meinatæknar meðal annars fram á 45% áhættuálag vegna smithættu svo og 16 daga vetrarfrí, og munu það einkum vera þessi atriði í kröfum þeirra sem viðsemjendur þeirra telja sig ekki geta fallist á. Stjóm Meinatæknafélags íslands sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem lýst var fullum stuðningi við meinatækna á Borgarspítalanum og þar er tekið fram, að aðrir meinatæknar muni ekki vinna störf þeirra ef til vinnustöðvunar kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.