Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 4

Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 VEÐUR ÚtförAxels Einarssonar ÚTFÖR Axels Einarssonar hrl. var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavik í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Hjalti Guðmundssom dóm- kirkjuprestur jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju Guðmundur Pétursson hrl., Jón G. Tómasson Morgunblaðið/ÓI.K.Mag. borgarlögmaður, Hörður Sigurgestsson for- stjóri, dr. Björn Sigurbjörnsson forstjóri, Pétur Guðmundarson hrl., Rúnar Bjarnason slökkvi- liðsstjóri, Ragnar Halldórsson forstjóri og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra. ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gser) I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir Grænlandi er 1015 millibara hæð, en 973ja millibara lægð 700 kílómetra suðaustur af Hvarfi sem þokast austur. Yfir sunnanverðri Skandinavíu er 970 millibara lægð á leiö austur. Viö sjóinn verður frost víða á bilinu 0 til -5 stig, en -6 til -12 stig inn til landsins. SPÁ: í dag verður austan- og norðaustanátt, víðast hvar gola eða kaldi. Dálítil él verða við austur- og suðausturströndina, en úrkomu- laust annars staðar. Frost verður á bilinu 0 til -5 stig við sjóinn, en -6 til -12 stig inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: GAMLÁRSDAGUR OG NÝÁRSDAGUR: Austlæg átt og hiti nálægt frostmarki á suður- og austurlandi, en nokkuð frost annars stað- ar. Dálítil él með suðaustur- og austurströndinni og á annnesjum norðanlands. Annars má yfirleitt búast við björtu og þurru veðri síðasta dag ársins og þann fyrsta á komandi ári, 1987. TAKN: Heiðskírt •á Léttskýjað ■á Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * *.*■** Snjókoma * • * “10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl weflur Akureyri -3 úrk.fgr. Reykjavik -4 skýjað Bergen 0 slydduél Helsinki -10 snjókoma Jan Mayen -2 snjóól Kaupmannah. 5 lóttskýjað Narssarssuaq 0 skafrenn. Nuuk —8 féttskýjað Osló -6 léttskýjað Stokkhólmur -1 skýjað Þórshöfn 2 snjóél Algarve 14 helðskfrt Amsterdam 9 skýjað Aþena 11 léttskýjað Barcelona 11 heiðskfrt Berlín 9 rigning Chicago -2 skýjað Glasgow 3 rigning Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt 9 rigning Hamborg 6 skýjað Las Palmas 19 skýjað London 10 rignlng Los Angeles 9 heiðskfrt Lúxemborg 7 rigning Madríd 6 heiðskírt Malaga 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Miami 16 þokumóða Montreal -1 alskýjað NewYork 2 skýjað Paris 10 skýjað Róm 14 alskýjað Vfn 9 rignlng 1 Washington -3 þokumóða , Winnlpeg -3 snjókoma L Hilmar Olafsson arkitekt látinn. HILMAR Ólafsson arkitekt and- aðist að heimili sínu siðastliðinn sunnudag, 50 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Rann- veigu Hrönn Kristinsdóttur, og þijá syni. Hilmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957. Hann stundaði síðan nám í árktektúr við háskólann í Stuttgart og var á námsárum sínum einn af fyrstu formönnum Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Hilmar starfaði hjá Húsnæðisstofn- un ríkisins eftir heimkomu sína en var síðan skipaður forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur- borgar. Undanfarin ár hefur hann ásamt öðrum rekið Teiknistofuna að Laugavegi 96. Auk verkefna í borgarskipulagi er Hilmar einn af höfundum Hagkaupshússins og Verzlunarskóla íslands í Kringlu- mýri. Hilmar var formaður Arki- tektafélags íslands um árabil og sat Hilmar Ólafsson í stjórn Germaniu. Einnig sat Hilm- ar í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Húsavík: Frú Gertrud Frið riksson látin Húsavík. FRÚ Gertrud Friðriksson, ekkja séra Friðriks A. Friðrikssonar prófasts á Húsavík, andaðist laugardaginn 27. desember síðastliðinn á 85. aldursári. Hún var dóttir Holgers Nielsens, skjalavarðar í Kaupmannahöfn. Hún kom fyrst til íslands 1921 sem kaupakona að Staðarstað á Snæ- fellsnesi og kynntist þá séra Friðrik og þau giftu sig 1925. Dvöldu hjón- in síðan í Kanada og Bandaríkjun- um til ársins 1933. að séra Friðrik gerðist prestur á Húsavík, en hann hafði áður verið prestur Vestur- íslendinga í 10 ár. Frú Gertrud tók mikinn þátt í starfi manns síns og var organisti í Húsavíkurkirkju í 25 ár. Einnig vann hún mikið að öðrum félags- málum síns byggðarlags, var einn af stofnendum Slysavamardeildar kvenna á Húsavík, starfaði mikið í Kvenfélaginu og var einleikari fyrir bæði kóra og einsöngvara, svo nokkuð sé nefnt. Hún var meðal Gertrud Friðriksson. forgöngumanna að stofnun kven- skátahreyfingarinnar á Islandi. Frú Gertrud var góður íslending- ur af dönsku bergi brotin. Fréttaritari. Af leiðingar þess að meinatæknar hætta á Borgarspítalanum: Hætt að taka við nýjum sjúk- lingum og slysadeild lokað „VIÐ vonum auðvitað í lengstu lög að ekki komi til þess að meinatæknar hætti um áramót en fari svo skapast mjög alvar- legt ástand hér á spítalanum," sagði Magnús Skúlason, aðstoð- arframkvæmdastjóri Borg- arspítalans. Magnús sagði, að ef meinatækn- ar hættu störfum myndi það hafa þær afleiðingar að spítalinn yrði að hætta að taka við nýjum sjúklingum auk þess sem líklegt væri að slysa- deildinni yrði lokað. „Hér er einnig fullt af fárveikum sjúklingum sem þurfa á miklum rannsóknum að halda og svo gæti farið að við yrð- um að senda þá á aðra spítala. Þetta er vissulega mjög alvarlegt mál þar sem þessar rannsóknir meinatækna eru rpikilvægur hlekk- ur í allri starfsemi spítalans. Neyðarvaktin mun ekki breyta neinu þar um þar sem það er svo takmarkað sem hún getur komist yfir af þessum verkefnum," sagði Magnús. Uppsagnarfrestur 40 meina- tækna á Borgarspítalanum rennur út frá og með 1. janúar takist samn- ingar ekki fyrir þann tíma. Í kröfum sínum fara meinatæknar meðal annars fram á 45% áhættuálag vegna smithættu svo og 16 daga vetrarfrí, og munu það einkum vera þessi atriði í kröfum þeirra sem viðsemjendur þeirra telja sig ekki geta fallist á. Stjóm Meinatæknafélags íslands sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem lýst var fullum stuðningi við meinatækna á Borgarspítalanum og þar er tekið fram, að aðrir meinatæknar muni ekki vinna störf þeirra ef til vinnustöðvunar kemur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.