Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 25
er aaaMasa < MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 25 Unnið að undirbúningi fyrir fyrstu leiksýningu hússins. A myndinni sjást þeir Stefán Oskarsson og Þorlákur Þórðarson að störfum. með Lewis hnefaleikamanninum snjalla, að vega 97 kfló. Ég æfði hnefaleika um nokkurn tíma og æfingarnar fóru fram hér í þessu húsi. Eitt sinn sem oftar kom ég á æfingu hér og þá vildi þannig til að Hrafn Jónsson var að æfa sig. Ég var spurður hvort hann mætti ekki æfa sig á mér og lemja mig svolítið og ég var til í tuskið. Þessi æfing mín endaði með þeim ósköpum að Hrafn sendi mér vænt hægri handar högg og rotaði mig. Þegar ég rankaði við mér sá ég ekkert nema stjömur. Ég vissi ekki þá að ég ætti eftir að sjá fleiri stjömur í þessu húsi og vinna með þeim,“ segir Þorlákur og hlær innilega. „Eftir þetta rothögg hætti mér að lítast á að verða hnefaleikakappi og tók að æfa handknattleik. Ég keppti fyrir Víking í þessu húsi um þriggja ára skeið. Seinna gerðist ég dómari í knattspymu en það er nú önnur saga.“ Þorlákur er augljóslega afar stoltur af því að vinna hjá Þjóðleik- húsinu og vera yfírmaður hins nýja leikhús. Hann segist hafa gaman af starfinu og hann hlakki alltaf til að mæta til vinnu að morgni. „Auðvitað er þetta stund- um erfitt, en ánægjan sem fylgir starfinu verður ekki frá mér tek- in,“ segir hann ákveðinn. „í Kjall- aranum var ég eini fastráðni starfsmaðurinn svo ég hljóp í öll störf sem til féllu. Ég var sýninga- stjóri og að auki sá ég um leik- myndir og leikmuni fyrir og eftir sýningar. Oft á tíðum sá ég um hljóðið og ef þannig stóð á var ég einnig í fatahenginu og dyravörslu. Ég hefði viljað fá þetta leikhús fyrir 15 ámm. Eða þá vera 15 árum yngri en ég er,“ segir hann og glottir. „Þegar ég sé að lang- þráður draumur er að rætast, langar mig að gera svo stóra hluti. Mér finnst gaman að vinna innan um ungt fólk. Mig langar ekki að hætta að vinna og mér býður í gmn að ég verði viðloðandi leik- húsið þó ég hætti störfum opin- berlega. Leikhúsbakterían er eins og víms. Þú losnar ekki við hana með nokkmm ráðum. Vona að hér verði fyrst og fremst íslensk verk Ég er mjög ánægður yfir því að leikrit Þómnnar Sigurðardóttur skuli vera fyrsta verk hússins. Ég vona að það verði stefna hússins að hafa fyrst og fremst íslenskar sýningar í þessu húsi. Ég vona innilega að vagga íslenskrar leik- listar fái að þróast hér. Við hjá Þjóðleikhúsinu vomm lengi búin að hafa augastað á þessu húsi og ég minntist stundum á það við Jón heitinn Þorsteinsson, sem byggði húsið. Hann var mjög jákvæður gagnvart þessari hugmynd og vildi að Þjóðleikhúsið nyti hússins eftir hans dag. Ég hugsa þess vegna að hann fyrirgefi okkur alla þessa röskun og þær breytingar sem em nauðsynlegar til að breyta leik- fimihúsi í leikhús." Þórhallur Sigurðsson leikstjóri: „Ég er afar ánægður með að fyrsta verk hússins skuli vera leikrit Þórunnar." ,/smásjá“frumsýnt ínýja leikhúsinu við Lindargötu 2 Uppgjör við líf og starf Rœtt við höfund og leikstjóra leikritsins urnar em ijórar og með hlutverk þeirra fara þau Anna Kristin Arngrímsdóttir, Amar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sig- urður Skúlason. „{ leikritinu em sögupersónum- ar tvenn hjón. Þrjú þeirra em starfandi læknar og leikritið hefst á því að einn þeirra fær alþjóðlega viðurkenningu," sagði Þómnn Sig- urðardóttir. „Þau þurfa að endur- meta líf sitt og starf þegar óvæntir hlutir gerast,“ bætti Þórhallur við. Að öðm leyti vildu þau sem minnst tjá sig um innihald leikritsins, „við viljum ekki eyðileggja ánægjuna sem fylgir forvitninni," sagði Þór- hallur. í leikritinu er notast við mynd- bandatækni sem hefur lítið sem ekkert verið notuð í leikhúsum hér á landi til þessa. Þá er ieikin tón- list eftir Mozart í ákveðnum köflum leikritsins. „Það má segja að hugmyndin að þessu leikriti hafi kviknað út frá því að ég hiust- aði á píanókonsert eftir Mozart,“ sagði Þórunn. „Þessi tónlist teng- ist síðan verkinu á ýmsan hátt.“ Þau Þómnn og Þórhallur sögðu að uppbygging leikritsins væri klassísk. Þetta væri saga um nútímafólk sem gerðist á nokkmm mánuðum. Þau sögðu einnig að mikið og gott samstarf hefði rikt milli þeirra og leikaranna.„Við höfum farið í gegnum verkið í sam- eingingu og reynt sníða af því hugsanlega vankanta, þannig að hvergi sé neitt ofsagt. Þau Þórunn og Þórhallur kváð- ust ákaflega ánægð með hið nýja leikhús. „Smærri verk hafa hingað til verið flutt á litla sviðinu í Þjóð- leikhúskjallaranum, en það var eingöngu til bráðabirgða. Kjallar- inn er skemmtilegur og getur hentað vel í ákveðnar sýningar, til dæmis kabaretta, en hann er ekki nægilega fuilkominn hvað varðar tækniatriði og ýmislegt fleira. Ég sé núna fram á að langþráður draumur ieikara sé að rætast,“ sagði Þórhalur og bætti því við að hann væri afar ánægður með að fyrsta verk hússins skyldi vera þetta leikrit Þómnnar. Þómnn sagði að hún hefði byij- að að fást við leikritið fyrir þremur ámm og fljótlega hafi söguþráður- inn legið fyrir. „Það tekur sinn tíma að vinna formið og stílinn í verkinu og gefa persónunum sjálf- stætt líf. Það fór mikill tími í þetta síðastnefnda atriði hjá mér,“ sagði Þómnn. Hún bætti því síðan við að hún hefði þurft að byija alveg frá gmnni. „það er allt öðmvísi að skrifa leikrit en leikstýra því eða leika í því. Að sjálfsögðu kom reynslan sem ég hef öðlast í leik- húsinu gegnum tíðina sér vel, þó hún sé í öðm fólgin. Annars finnst mér ég alltaf vera að sjá það betur og betur hversu nauðsynleg góð samvinna í leikhúsi er. Persónu- lega finnst mér það forréttindi að fá að taka þátt í henni," sagði Þómnn. Þórhallur sagði að leikritið væri mjög krefjandi fyrir leikarana. „Það er farið inn í persónumar og hugarheim þeirra og þess vegna skiptir nálægð þeirra við áhorfend- ur töluverðu máli. Á stóm sviði hefði þetta verið illmögulegt. Það er viss ögmn við okkur að setja á svið leikrit sem krefst annars af okkur en þau leikrit sem sett em upp á stóra sviðinu. ,“ sagði Þór- hallur Sigurðsson að lokum. Nytt leikhús á vegum Þjóðieikhússins verð- ur formlega tekið í notkun í kvöld, sunnu- dag, er leikrit Þómnn- ar Sigurðardóttur, „í smásjá" verður frumflutt. Að undanfömu hefur verið unnið að því að full- gera hið nýja leikhús sem er í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu (gegnt Þjóðleikhús- inu). Ætlunin er að hafa eingöngu íslensk verk á dagskrá hússins fyrsta starfsárið. Fyrsta leikritið sem flutt verður á hinu nýja leiksviði Þjóðleikhúss- ins er „I smásjá“ eftir Þómnni Sigurðardóttur. Morgunblaðsmenn litu inn á æfingu á verkinu nú fyrir skömmu og ræddu við höf- undinn og Þórhall Sigurðsson leikstjóra. „í smásjá" er annað leikrit Þór- unnar Sigurðardóttur, en fyrsta leikrit hennar, „Guðrún“ var sýnt á fjölum Leikfélags Reykjvíkur fyrir þremur ámm. Þórhallur Sig- urðsson leikstjóri sagði að leikritið gerðist í nútímanum og aðspurður um efni þess sagði hann: „Verkið fjallar um hvorki meira né minna en iífið og dauðann." Sögupersón- Þessi mynd var tekin er undirbúningsvinna fyrir fyrstu sýningu hússins stóð sem hæst. Hér sjást þau Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og Gerla við leikmyndina sem var næstum því fullgerð þegar Morgunblaðsmenn litu inn á æfingu. Morgunblaðið/Þorkell Þórunn Sigurðardóttir, höfundur „í smásjá“, sem er fyrsta leikritið sem flutt er í hinu nýja leikhúsi. Leikritið verður, sem fyrr segir, frumflutt í kvöld og fer miðasala fram í miðasölu Þjóðleikhússins. Gerla gerði leikmyndir og búninga, Árni Harðarson sér um tónlist og leikhljóð, en lýsingu annast Bjöm Guðmundsson. -Btom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.