Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 43 höfðingjanna og að Andspyrnan slævðist. Við upphafi hernaðar þeirra í Afganistan höfðu þeir ekki miklar áhyggjur af nokkrum her- skáum mönnum með gamla riffla uppi í fjöllum. Þeir vissu hvað gera þurfti; kalla andstæðingana „glæpamenn", halda aðalvegunum, stærstu borgunum og lykilherstöðv- unum þremur er sneru að íran, Paskistan og Persaflóa. A meðan og með hjálp flokksins mundu þeir koma á laggirnar sínu sósíalíska ríki. „Glæpamennirnir" í fjöllunum mundu missa móðinn um síðir. Leonid Brezhnev flokksformaður • sagði við Jacques Chaban-Delmas, sem batt enda á heimsókn sína í Moskvu sem mótmæli við hinni sovézku innrás: „A þremur vikum munum við hafa komið á röð og reglu og geta horfið á brott aftur." Rauði herinn fór yfir landamærin og fallhlífasveitir tóku Kabúl og aðrar borgir. Svo átti að heita, að Hafizullah Aminhafibeðiðum hjálp frá Sovétríkjunum. I raun og veru barðist hann gegn innrásarliðinu í nokkrar klukkustundir. Hann var drepinn í forsetahöllinni ásamt fjöl- skyldu sinni. Svoétmenn komu þeirri sögu á kreik, að hann hefði verið „útsendari CLA". Babrak Karmal, sem kom með sovézku hersveitunum, léði ríkis- stjórninni nokkurn svip hógværðar. Hann sleppti nokkrum föngum og fylgdi hinni hefðbundu stefnu að etja fjölskyldum, ættbálkum og höfðingjum hverjum gegn öðrum. En það eru mörg fjöll í Afganistan og margir dalir. Innrásin hratt af stað nýrri bylgju nýliða til And- spyrnunnar. Anour, sem var Afganistan-meistari í glímu, átti að vera fulltrúi þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Moskvu. Honum tókst að komast undan á leiðinni þangað og gerðist foringi skæru- liðasveitar. Verkfræðingnum Massoud tókst að setja niður flokkadrætti og sameina Mujahedd- in í Panshir. Þegar Sovétmenn gerðu sér grein fyrir því að tíminn vann ekki með þeim breyttu þeir um bardagaað- ferðir. Einn skæruliðaforingjanna á hernaðarráðstefnu okkar líkti And- spyrnunni við tré. „í fjögur ár," sagði hann, „létu Sovétmenn sér nægja að saga af óþægilegar grein- ar. Núna eru þeir að reyna að grafa okkur upp með rótum." „Þeir virða ekkert," bætti annar við sem jafnframt var sagnamaður staðarins. „Þeir reka stríð jafnvel að vetri til." „Eina nóttina í síðustu viku sendu þeir víkingasveit frá herstöð sinni í Chagasari og gerðu fyrirsát á einum stíganna okkar. Guði sé lof, þeir voru of fljótir á sér og náðu bara fyrstu sveitinni, mönnum Mawlawis. Hinar sveitirnar tvær, frá tveimum stjórnmálaflokkum öðrum, voru aftar og gátu því skip- að sér til bardaga og bjargað þeirri fyrstu. En hvað verður ef Sovét- menn taka upp okkar eigin bar- dagaaðferðir, á okkar eigin stígum og að nóttu til?" „Gott og vel, hvers vegna gerum við ekki árás á þá strax?" lagði annar ráðgjafi til. „Það er heil bryn- varin lest hérna núna." „Það er nógu auðvelt fyrir þig að stinga upp á þessu, þú ert ekki þessari sveit. Ef við skjotum einu einasta skoti koma flugvélarnar þeirra og brenna þorpin okkar til ösku. Það er ennþá fólk í þessum dal eins og þú veist." „Nú, er ekki hægt að koma því burt? Verðið þið ekki að öðrum kosti alltaf svo hræddir við hefndar- aðgerðir að þið getið aldrei barizt?" „En þau hjálpa okkur! Hvar vær- um við staddir með mat án þeirra — og hvað með fréttir?" „Eg legg til að við gerum fyrir- sát. Eg veit um góðan stað þar sem enginn hefur búið í óratíma. Það er ótækt, að við látum Sovétmenn aka þessum trukkum sínum um vegina okkar án þess að við hrærum legg eða lið!" „Ég ætla að fara til baka til heimadalsins míns. Ég verð að vera þar ef gerð verður sovézk árás." „Ég fer undir eins. Við verðum að leggja upp núna ef við ætlum að ná sovézku lestinni við sólar- upprás." „Ég fer ekki með. Eg verð að vera kominn til Peshawar eftir tvo daga. Það er hvort eð er enginn vegur að átta sig á þvi hver ykkar, þessara Paþana, hefur rétt fyrir sér. Þið eruð alltaf í mótsögn við sjálfa ykkur og játið aldrei, að þið hafið rangt fyrir ykkur." Það var borið fram meira te. „Á þó nokkrum svæðum," sagði einn skæruliðaforingjanna, „hefur Andstaðan þegar sameinazt." „Hún gerir það, hún gerir það," sagði annar. „Fiskurinn er alltaf ferskur þegar pú veiðir hann." „Við verðum allir að gera okkar bezta," sagði sá þriðji. „Hver er sannleikurinn," spurði sagnamaðurinn. „Það er engum að trúa nema Guði." Herráðstefnunni var lokið. Sumir fóru að sofa, aðrir kveiktu í sígar- ettum; þeir, sem ætluðu að gera fyrirsátina, spenntu á sig beltin og tóku vopn sín. Næst þegar Sovétrik- in hæfu sókn í Pakita, mundu Mujaheddin geta fengið liðsauka langt að, jafnvel heilu bflfarmana af liðsmönnum. • Oumayoum, hávaxinn, skeggjað- ur, miðaldra maður með „turban", hafði komið sér fyrir í leyniskyttu- hreiðrinu sínu, steinbyrgi, sem hvarf inn í landslagið, og gaf gott útsýni fyrir veginn um 500 metrum neðar. „Ætlarðu að vera hérna," spurði Walid. „Þetta er minn venjulegi staður. Ég skýt mjög vel héðan." „Ekki skjóta á undan hinum. Ég þarf tíma til að koma sprengjuvörp- unni fyrir. Þeir tveir með RPG- sjöuna þurfa iíka sinn tíma." Walid og hinir úr hópnum hurfu milli klettanna og trjánna. í austri byrjaði að daga, ljósflóð breiddist yfir fjallatoppana og læddist niður dalinn í átt til vegarins. Það mundi ekki liða á löngu unz sovézka lestin kæmi. Einn framvarðanna gaf merki að hún nálgaðist og fyrir henni færi skriðdreki, jeppi og tveir trukk- ar. Þegar skriðdrekinn var kominn á móts við Oumayoum miðaði hann með Lee-Enfield-rifflinum sínum. Drekaforinginn opnaði turninn og sneri sér við til að hyggja að lest- inni. Oumayoum skaut og hæfði beint í mark. Turnhlerinn skall aft- ur, ekillinn steig hemlana í botn og skellti í bakkgír. Skriðrekinn rakst á jeppann. Oumayoum hló. Hinir Mujahedd- arnir hófu skothríð með sprengju- vörpunni, en þeirra skot voru ekki eins nákvæm. Skriðdrekinn losaði sig frá jeppanum og þaut niður veginn. Ein RPG-eldflaugann hæfði annan trukkinn og hann stóð í ljós- um logum. Hinn trukkurinn ýtti honum út í skurð, tók upp þá sem eftir lifðu og geystist burt. Skæru- liðarnir birtust undan fyrirstöðu- veggjum dalsmegin og undan eikartrjánum hinum megin vegar- ins. Þeir ráku upp siguróp og klifruðu upp á jeppann. En nú voru það þeir sem voru góð skotmörk. Uppi í miðri hlíðinni í yfirgefnu þorpi hafði brynvarinn bíll með vélbyssu legið í leyni. Eng- inn hafði séð hann, hann hlýtur að hafa beðið alla nóttina. Hann birtist undan hálfhrundu húsi, stefndi í átt til vegarins og stanzaði beint fyrir neðan byrgi Oumayoums. „Varið ykkur," kallaði hann. „Varið ykkur. Það er brynvarinn bíll!" Enginn heyrði til hans. Hann skaut upp í loftið, en hinir héldu að hann væri að fagna launsátrinu. Vélbyssan í turni brynvarða bflsins færðist hægt niður á við til að ná miði á Mujaheddin-mennina á veg- inum. Oumayoum kastaði frá sér rifflinum og stökk upp á þak bflsins. Hann greip um byssuhlaupið og togaði það upp af öllum kröftum. Vélbyssuskyttan skaut hrinu eftir hrinu og reyndi eins og hann gat að ná niður byssunni, en Oumayo- um hafði betra vogarafl, og skotin fóru öll langt fyrir ofan markið. Oumayoum hékk á byssuhlaupinu. Skothríðin hætti. Nokkrir skærulið- anna höfðu klifrað upp og hent handsprengju inn í bflinn. Þeir fóru allir að tala í einu og lýstu því, sem þeir höfðu séð og gert, hvernig vörubfllinn hafði sprungið, hvernig skriðdrekinn hafði klesst jeppann. „Við skulum taka mynd," sagði Walid. „Við sendum hafa til Pesh- awar. Standið nú allir í kringum jeppann. Þú líka, Oumayoum." „Ég get það ekki," sagði Oumayoum, sem var ennþá uppi á þaki brynvarða bílsins. „Þér er óhætt að sleppa núna. Byssan flýgur ekki burtu." Allir hlógu. „Ég get ekki sleppt. Höndin er föst, hún er brunnin við." Þegar skothríðin stóð út úr vél- byssunni hafði byssuhlaupið, sem hann hélt um, orðið rauðglóandi. Nokkrir þeirra reyndu að losa fing- ur hans, en þeir voru brunnir inn í bein og sama var um lófann. „Reyndu að bjarga þessum fíngri," sagði Oumayoum. „Þetta er sá sem ég skýt með." „Þungur gnýr fyllti dalinn. Sovézkar árásarþyrlur voru á leið- inni. Einn af félögum Oumayoums dró hníf úr skeiðum til að skera hann lausan og reyndi hvað hann gat að bjarga gikkfingrinum. Muja- heddarnir dreifðust í skjól við fyrirstöðuveggi og tré. Sovézku þyrlurnar sóttu hina föllnu einn af öðrum. Þær sprengdu upp bryn- varða bílinn til að hindra að hann yrði notaður aftur og jusu síðan vélbyssuskothríð og eldflaugum yfir skóglendið. Fallbyssukúla hæfði klettinn þar sem Walid var falinn og sprakk í skæðadrífu flísa, ryks og reyks. Þyrlurnar hækkuðu flugið til að forðast skot ofan frá, brynvörnin er eingöngu neðan á þeim. Þegar reykinn lagði frá komu menn Walids hlaupandi til að sjá hvað orðið hefði um hann. Fyrir aftan skundurskotinn klettinn sat hann með rifin föt og reykti sígarettu. „Walid — þetta getur ekki verið — þú hlýtur að vera dauður — segðu eitthvað..." Walid saug fast sígarettuna sína. „Ef ég er dauður," sagði hann, „þá hlýtur það að vera sál mín sem nýtur reyksins." Sumir Mujaheddinanna gengu í lið með Andspyrnunni vegna þess að kommúnistaflokkurinn hafði kollvarpað ríkjandi skipulagi; sumir vegna þess að þeir væntu annars skipulags frá Islam. Sumir höfðu séð fjöldamorð eða misst bróður og tekið hans sess. Þorp sumra þeirra höfðu verið brennd til ösku. Sumir gátu ekki sætt sig við það að strák- ar og stelpur færu í sama skóla. Sumir vildu ekki sætta sig við að útlendingar kæmu og drottnuðu yfir dðlunum þeirra. Aðrir vildu óháð, hlutlaust Afganistan. Enn aðrir trúðu því, eins og Walid, að maðurinn eigi sér sál. Um höfundinn: Jean-Francois Deniau hefur skrifað bók um leynilegar heim- sóknir sínar til skæruliðahópa í Afganistan, Angóla, Eritreu, Kampútseu og Nicaragua (Deux heures aprés minuit", Gasset). Með- al annarra verka hans eru „Le marché commun" (n.e. PUF, 1960), „L'Europe interdite" (du Seuil, 1977), og „La mer est ronde" (n.e. Gallimard, 1980). Hann hefur verið franskur og evrópskur embættis- maður og átt sæti í stjórnarnefhd Evrópubandalagsins; hann var sendiherra Frakklands á Spáni 1976—77, aðstoðarutanríkisráð- herra í ríkisstjórn de Gaulle og ráðherra fyrir utanríkisverzlun í ríkisstjórn Pompidous. Hann á nú sæti á franska þinginu og á Evrópu- þinginu. Þýtt úr breska tímaritinu En- counter September — October 1986 af Sigurði H. Friðjónssyni. Birt í Morgunblaðinu með góðfúslegu leyfi ritstjóra Encounter og höfund- t Móðir okkar og tengdamóöir, GERTRUD FRIÐRIKSSON, fyrrverandi prófastsfrú á Húsavík, lést laugardaginn 27. desember. Björg Friðriksdóttir, Örn Friðriksson, Aldís Friðriksdóttir, Birna Friðriksdóttir, Ingvar Þórarinsson, Álfhildur Sigurðardóttir, Þorvaldur Veigar Guðmundsson. t Móðir mín, SIGRÍÐUR D. KARLSDÓTTIR, Þórsgötu19, Reykjavik, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 28. desember. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Karl H. Petursson. t Móðir okkar, ÞÓREY HELGADÓTTIR, Æsufelli 2, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 26. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurjón Arnlaugsson, Teítur Arnlaugsson, Helgi Arnlaugsson. t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGURJÓNSSON, Breiðvangi 32, Hafnarfirði, lést af slysförum 24. desember. Hera Gísladóttir, Sigurður Sigurðsson, Sigurjön Sigurðsson, Hrönn Sigurðardóttir, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, HINRIK THORARENSEN, fyrverandi lœknir á Sigluf irðl, andaðist 26. desember að Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna Oddur Thorarensen, Ragnar Thorarensen, Ólaf ur Thorarensen, Hinrik Thorarensen, Stella Klara Thorarensen. t Bróðir minn og föðurbróðir okkar, SNORRI HJARTARSON, skáld, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 27. desember. Torfi Hjartarson, Hjörtur Torfason, Snorrl Ásgeirsson, Ragnheiður Torf adóttir, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Sigrún Torf adóttir, Halldor Ásgeirsson, Helga S. Torfadóttir. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, sonur og tengdasonur, STEFÁN HARALDSSON, járnsmiður, Skoljagr anda 1, varð bráðkvaddur 26. desember. Guðrún Sigurðardóttir, Þóra Stefánsdóttir, Haraldur Arnar Stef ánsson, Haraldur Sigurðsson, Þóra Steingrímsdóttir, Sigurður Þorgrímsson. t Eiginmaður minn. lést 28. desember. HILMAR ÓLAFSSON, arkitekt, Kúrlandi21, Rannveig Hrönn Kristinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.