Morgunblaðið - 11.01.1987, Side 32

Morgunblaðið - 11.01.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 mm m % 8 m II % ttmm- & KVENNALEIKFIMI ■5K"«?SS*p- feíSSss' KJALLARINN HAMRABORG 20 A KÓP. S: 46191. KCLLatex TAKIU HIUTMA FÖSTUM TÖKUHI KCL Latex gúmmíhanskarnir eru afar hentugir þar sem hreinlætiö er í fyrirrúmi. Þeir eru þunnir en sterkir og verja hendurnar gegn skrámum, óhreinindum, sterkum efnum og annarri óáran sem þær geta komist í tæri viö í daglegu eldhúsamstri, viö hreingerningar o.þ.u.l. KCL Latex hanskarnir eru búnir sérstökum gripfleti í lófanum sem gerir þér kleift að taka hlutina föstum tökum. Farðu vel meö hendurnar þínar notaðu KCL Latex gúmmí- hanska. K.RJCHTERhf. Afmæliskveðja: Guðmundur Bjarna- son Stykkishólmi Einn af traustum borgurum hér í Hólminum varð 70 ára 6. þ.m., Guðmundur Bjamason vélstjóri, sem hefir átt heima hér í Stykkis- hólmi í rúm 44 ár. Ég hitti Guðmund alltaf öðru hvoru, því við höfum ýmislegt átt saman að sælda um áratugi. Ég var með honum stofn- andi útgerðarfélagsins Bjargar árið 1962 og síðar stofnuðum við ásamt fleirum útgerðarfélagið Sævar og loks útgerðarfélagið Sæfell. Þá var ég í stjóm Flóabátsins Baldurs meðan Guðmundur var þar vélstjóri. Guðmundur er fæddur að Litla- Nesi í Múlasveit. Foreldrar hans vom þau Sólveig Árnadóttir og Bjami Magnússon sem síðar áttu heima í Búðardal. Var Guðmundur elstur 8 bama þeirra. Þriggja ára flutti Guðmundur að Hömmm í Laxárdal og var þar til fermingar, en þá lá leiðin að Stóra-Vatns- homi. Þar var hann uns hann fór til Vilhjálms Ögmundssonar að Narfeyri, hins landsþekkta reikni- meistara. Guðmundur byijaði snemma að vinna og vann eins og ævinlega húsbændum sínum af alúð og trúmennsku. Eftir að hafa verið um skeið á Narfeyri lá leiðin til Stykkishólms. Þar hóf hann búskap og kvæntist Herdísi Torfadóttur og hafa þau átt heimili á Víkurgötunni lengst af. Þau eignuðust 4 börn sem öll em gift og hafa stofnað eigin heimili. Um 40 ára skeið var sjómennska aðalstarf Guðmundar. Hann hóf sjóróðra á mb. Olivette, undir skip- stjóm Bergsveins Jónssonar. Á sumrin var hann á smábátum. Á flóabátnum Baldri var hann sam- fleytt í 13 ár og frá þeim ámm kann hann margar sögur af ævin- týraríkum ferðum, bæði um Breiða- Qörð og víðar. Hann var einnig lengi vélstjóri á mb. Gullþóri, mb. Sæ- ljóni, og mb. Tjald svo nokkrir séu nefndir og alls staðar vélstjóri. Honum var sýnt um vélar þótt lær- dómur væri ekki mikill nema sjálfs- nám. Vélamar hjá honum Guðmundi vom altaf í lagi og hann tók vel eftir ef vélahlutir fóm að slitna og hafði varahluti til taks. Er því ekki ofmælt að hann hafi verið þarfur þeim útvegum sem hann vann á. Nú vinnur hann í fisk- vinnslu Sig. Ágústssonar hf. hér í Stykkishólmi. Guðmundur er fast- heldinn á hið forna en þó altaf opinn fyrir nýjungum. Sumarsins njóta þau hjón uppi í Álftafírði í hjól- hýsinu sínu og þar ber margan gest að garði. Góðan bíl á Guð- mundur og heldur honum vel við eins og öllu því sem hann hefir undir höndum. Vinfengi hans hefi ég fengið að njóta og þeirra hjóna alla tíð frá viðkynningu og þar hefi ég átt traustum og tryggum vinum að mæta. Hann er góður borgari síns bæjarfélags. Arni Skemmtikraftamir Þuríður Sigurðardóttir, Hermann Gunnarsson, Ragnar Bjarnason og Ómar Ragnarsson ásamt undirleikaranum Hauki Heiðar, en auk hans annast undirleik í Þórskabarett hús- hljómsveitin í Þórscafé, Santos sextettinn. Nýr Þórskabarett settur á svið Söng-varinn Tommy Hunt í hópi skemmtikrafta NÝR Þórskabarett hefur göngu sina í veitingahúsinu Þórscafé föstudaginn 16. janúar næstkom- andi. í kabarettinum koma fram þekktir islenskir skemmtikraftar og erlendir gestaskemmtikraftar, en hinn fyrsti þeirra er bandaríski söngvarinn Tommy Hunt. Þórskabarett hefur um árabil verið ein vinsælasta skemmtidagskrá sem flutt hefur verið í veitingahúsinu Þór8café. Skemmtunin er einkum hugsuð fyrir matargesti og hefst að lokinni þríréttaðri veislumáltíð. Þeir innlendu skemmtikraftar sem bera uppi Þórskabarett að þessu sinni eru Þuríður Sigurðardóttir, Hermann Gunnarsson, Ragnar Bjarnason og Ómar Ragnarsson auk dansara, hljómsveitar og ýmissa gesta- skemmtikrafta bæði innlendra og erlendra. Fyrstur kemur fram sem gestur í Þórskabarett bandaríski söngvarinn Tommy Hunt, en hann hefur meðal annars komið fram með stórstjörnum á borð við Sammy Davis jr., Stevie Wonder og Diönu Ross. Undirleik í Þórskabarett annast Haukur Heiðar píanóleikari auk hús- hljómsveitarinnar í Þórscafé, Santos sextettsins en hljómsveitina skipa: Halldór Olgeirsson trommur, Gunnar Guðjónsson bassi, Sveinn Guðjónsson hljómborð, Þröstur Þorbjömsson gítar og saxafónleikaramir Sigurður Jóns- son og Einar Bragi Bragasona. Jón Möller píanóleikari leikur dinnertón- list fyrir matargesti. Að lokinni skemmtuninni verður stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik Santos og söngkonunnar Guðrúnar Gunnars- dóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.