Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 23 Berlínarbúum innanborðs. Það var svo ekki fyrr en í október 1950 sem Hamborgarbúar tóku við stjóm vallarins að nýju. A sjötta áratugnum var efnahag- ur Þýskalands endurreistur á eftir- minnilegan hátt enda oft talað um þýska efnahagsundrið í því sam- bandi. Endurreisninni fylgdi gífur- leg aukning_ í farþegaflugi í Þýskalandi. Árið 1954 fóru 450 þúsund farþegar um Fuhlsbiittel. Það sama ár fengu þýsk yfirvöld óskorað vald yfir flugmálum lands- ins og þá hófst á ný áætlunarflug Lufthansa, sem hafði legið niðri frá því í lok stríðsins. Lufthansa ákvað þegar að gera Hamborg að aðal viðhaldsmiðstöð flugvéla sinna og heitir Lufthansa-Werft og stendur á 60 hektara svæði við austan- verðan Fuhlsbiittel-flugvöll í dag. Fyrsta þotan lenti í Hamborg árið 1959. Þotumar hrundu af stað mikilli aukningu í fólks- og vöm- flutningum um allan heim svo sem alkunna er. Til að mæta þotuöldinni og ört vaxandi umferð henni sam- fara vom flugbrautimar á Fuhls- buttel lengdar og nokkmm sinnum hefur orðið að byggja við flugstöð- ina og vöruskemmur. Árið 1960 fór 1 milljón farþega um völlinn og 1970 vom þeir orðnir 3 milljónir. Fyrir þremur ámm kom til Ham- borgar farþegi númer 75 milljón síðan 1950! Arnarf lug heldur uppi merki íslands íslensk flugfélög hófu áætlunar- flug frá íslandi til Hamborgar á sjötta áratugnum. Áður höfðu þau stöku sinnum flogið þangað ein- stakar leiguferðir. Loftleiðir mddu brautina í áætlunarfluginu með fyrstu ferðinni árið 1953 en hættu því tíu ámm síðar, m.a. vegna þess að umsvif félagsins í Luxemborg uxu sífellt. Flugfélag íslands hóf áætlunarferðir til Hamborgar árið 1955 og hélt því uppi í sjö ár, eða til ársins 1962. Loks var það 23 ámm eftir að Loftleiðir hættu Ham- borgarfluginu að Amarflug tók upp þráðinn með áætlunarflugi sem hófst sl. vor. Loftleiðir höfðu mikil umsvif í Hamborgarflugjnu. Árið 1957 störfuðu 12 manns á vegum félags- ins í Hamborg og höfðu Loftleiða- vélar viðkomu þar íjómm sinnum í viku. T.d. árið 1953 vom Hamborg- arferðirnar 26% af öllum flutning- um Loftleiða. Á því tímabili sem Loftleiðir stunduðu flug til Ham- borgar, 1953—63, flutti félagið 24.488 farþega á leiðinni, eða rúm- lega tvö þúsund á ári að meðaltali. í dag er það Amarflug sem heldur merki íslands uppi á Fuhlsbúttel- flugvelli. Nú 75 ámm eftir að menn ákváðu að reisa loftskipaskýli á Fuhlsbtittel sjást auðvitað engin loftskip þar lengur og blaðamaður, sem oft hef- ur átt leið um völlinn, hefur aldrei orðið var við neitt sem minnir á þau og fínnst eiginlega hálfgerð synd að ekkert skuli vera til minja um þann mikla stórhug sem tengdist loftskipatímabilinu í Hamborg. í stað loftskipanna forðum em nú breiðþotumar allsráðandi á Fuhls- btittel. Á síðasta ári fóm 4,9 milljónir farþega um völlinn, 60 þúsund tonn af frakt og 13 þúsund tonn af pósti. Að vísu hefur tekið mannsald- ur að ná þessu marki með öllum þeim sigmm og bakslögum sem orðið hafa í þýskri flugsögu. Þrátt fyrir allan afmælisglauminn í ár hafa flugvallaryfirvöld ekki gleymt að huga að framtíðinni. Ifyrir nokkmm mánuðum var stefnan sett á árið 2000 þegar ákveðið var að bæta alla aðstöðu vemlega og gera hana nýtískulegri. Hafm er bygging flugöryggismiðstöðvar, fyrirhugað er að reisa flugskýli fyr- ir Boeing 747 risaþotur og byggja landganga sem flugvélar koma til með að leggja að svo fátt eitt sé nefnt sem er á döfinni. Ef Hamborg er í dag óhugsandi án hafnarinnar frægu og góðu þá er Hamborg án Fuhlsbúttel-flug- vallar ekki síður óhugsandi. Þróunarfélagið tek ur 200 millj. kr. lán NÝVERIÐ undirritaði Þróunar- félag íslands hf. lánssamning að fjárhæð tæpar 200 milljónir króna. Lánið er tekið í banda- ríkjadollurum og ætlað til endurlána. Þróunarfélagið leitaði eftir til- boðum hjá nokkmm erlendum bönkum og lánastofnunum og bár- ust félaginu hagstæð tilboð. Einnig var aflað tilboðs frá Framkvæmda- sjóði íslands. Ákveðið var að semja við Framkvæmdasjóð um að annast hina erlendu lántöku og endurlána félaginu. Var þetta gert með hlið- sjón af því að hér var um fyrstu lántöku félagsins að ræða og í til- boði Framkvæmdasjóðs vom sveigj- anleg tímamörk varðandi útgreiðslu lánsins. Undirritun lánssamnings önnuð- ust fyrir hönd félagsins stjómar- mennimir Ólafur Davíðsson og Ólafur B. Thors ásamt forstjóra félagsins Gunnlaugi M. Sigmunds- syni. Sem fyrr segir, verður lánið notað til að veita lán til þeirra verk- efna sem uppfylla þau skilyrði sem félagið setur hvað varðar arðsemi og nýsköpun. Félaginu barst á síðasta ári mik- ill fjöldi umsókna og fyrirspuma. Nokkuð vantaði á að margar um- sóknanna uppfylltu þær kröfur sem félagið gerir til undirbúnings mála og arðsemi verkefna. Tíu mál vom samþykkt frá félaginu á síðasta ári og á annan tug mála em í frekari athugun. Hjá félaginu vinna nú þrír starfs- menn og skrifstofur þess em til húsa að Skipholti 37. I mars nk. er ráðgert að félagið flytji starfsemi sína að Suðurlandsbraut 22. (Fréttatilkynning) Frá undirritun lánssamninga Þróunarfélags íslands hf. við Fram- kvæmdasjóð. Við borðið sitja fulltrúar Þróunarfélagsins, talið frá vinstri: Gunnlaugur M. Sigmundsson forstjóri félagsins, Ólafur Daví- ðsson stjórnarformaður og Ólafur B. Thors stjórnarmaður. Standandi frá vinstri eru Guðmundur B. Ólafsson framkvæmdastjóri Fram- kvæmdasjóðs og Þórður Friðjónsson stjómarformaður. mnMnmai 7 vikna námskeið hefiast 14 Timi: 18.25-20 25 o« ?n J' J5' Síðdegistímar kl nÍ f U5~22-^. mmmmm °8 15. janúar. vegnasamr^ , Enste » ,7' 00-18.20 linli Ify’ reyns|u Kennarar rne» 12 vifena narjisKe heijast ^ Rituð ENSKA/Þ Att þú erfijj með að /Skrifa ensku eða þýsku? 26. janúar hefst 10 vikna námskeið. Kennt rnferdurminu sintii í viku, tyoddukkutíma í senn. / ENSKUSKOLI 12 V I K N A N Á M S K E I Ð H E F J A S T 19. JANÚAR Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldrinum 8-13 ára og þeim er skipt í hópa eftir kunnáttu. Skólinn er starfræktur í BREIÐHOLTI, VESTURBÆ OG HAFNARFIRÐI ÆSKUNNAR pplýsingar og innrituri í síma 11109/10004/21655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.