Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANUAR 1987 Hugnr o g hönd List og hftnnun Bragi Ásgeirsson Tímarit Heimilisiðnaðarfélags íslands, „Hugtir og hönd“, er nýkomið út og er þetta 21. árgang- ur. Tímaritið hefur algjöra sérstöðu í hinni ríku tímaritaflóru á íslandi, fyrir hið fyrsta þá er þetta eina tímaritið, sem fjallar sérstaklega um íslenzkan heimilisiðnað og um leið eina tímaritið er tekur fyrir ákveðinn þátt sjónmennta hérlend- is og ekki hefur lagt niður laupana. Samsvarandi tímarit eru gefin út á öllum Norðurlöndum og hafa öll sama meginmarkmið — að efla og viðhalda þjóðlegum arfi í heim- ilisiðnaði og halda hér fram nýjunum, sem byggðar eru á eldri hefð. Ritin koma yfírleitt út annan hvern mánuð, en fimm sinnum á ári í Noregi og einu sinni á íslandi. — Ef einhveijir skyldu halda, að hér sé verið að viðhalda gam- alli og púkalegri hefð úr fortíðinni er það mikill misskilningur, því að einmitt á þessum grunni er hinn heimsþekkti, norræni listiðnaður sprottinn, sem árlega færir þjóðun- um dtjúgar tekjur og einstökum hreint gífurlegar. Svo ber ekki að líta fram hjá auglýsingagildinu fyrir aðrar vörur, sem hinn vand- aði og trausti norræni listiðnaður hefur tvímælalaust. í vaxandi mæli leitar fólk til handunninnar vöru og upprunalegs efnis og stórverzlanir eru alls stað- ar famar að gefa þeirri þörf meiri gaum en áður og einkum eftir að ókostir gerviefna komu fram, en sum þeirra eru beinlínis lífshættu- leg — auk þess sem eiturefnin í úrganginum við vinnslu þeirra ógnar lífríkinu. Eins og forsíður ritsins frá upphafí bera með sér hefur höfuðáherslan verið lögð á að halda fram hinu besta í heimil- is- og listiðnaði hérlendis, en slíkt skarar og ósjaldan það, sem við nefnum hreina myndlist (málara- list, skúlptúr, grafík). I þessu riti eru t.d. kynntir þrír gullsmiðir, sem allir hafa farið langt út fyrir hið hefðbundna svið fagsins, þeir Jens Guðjónsson, Hansína Jensdóttir og Jón Snorri Sigurðsson og ritar hér um Rúna Gísladóttir. Þá er grein um salún- svefnað eftir Sigríði Halldórsdótt- ur, íslenzka sauðféð og sérkenni þess eftir Stefán Aðalsteinsson og tóvinnslukennslu í Laugarnesskól- anum og varðveislu þess menning- ararfs eftir Þóri Sigurðsson. Elsa E. Guðjónsson á grein, sem nefnist „Hefur saumað hvert eitt spor“ og fjallar um krosspor Hólmfríðar Pálsdóttur (Vídalíns lögmanns). Þá er grein um Pijónahönnun og ullariðnað eftir Huldu Jósefsdótt- ur, Þórir Sigurðsson segir frá heimsókn í vinnustofu Hólmfríðar Árnadóttur og Hulda Jósefsdóttir fjallar um Steinunni Marteinsdótt- ur leirlistarmann. Sigríður Halldórsdóttir segir frá pijónuðum hökli í Þorlákskirkju og Rúna Gísladóttir fjallar um handofna hökla. Ingólfur Davíðsson eys af ríkum brunni fróðleiks úr gróðurríkinu og Herborg Sigtryggsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Ragna Halldórsdóttir miðla af þekkingu sinni á þjóðlegum handmenntum. í upphafí ritsins minnist Sigríður Halldórsdóttir horfíns brautryðj- enda, Sigrúnar Stefánsdóttur (1898—1986), en hún vann fyrir Heimilisiðnaðarfélagið í nær 26 ár og var framkvæmdastjóri íslenzks heimilisiðnaðar fyrstu 16 árin. Loks segir Jakobína Guðmunds- dóttir frá Heimilisiðnaðarþingi í Finnlandi 1986 og Sigríður Hall- dórsdóttir fjallar um Heimilisiðn- aðarskólanum. Tímaritið er prýtt fjölda mynda í svart-hvítu og lit. Hönnun annað- ist auglýsingastofan Strik og ferst það vel úr hendi. WESHEt MUNUR SPUT TONIC Nýtísku húsgögn fyrir nútímafólk. TONIC sófasett. Sœnsk gœðavara. í DAG OG NÆSTU DAGA A HALFVIRÐI Rúmgaflar - Rúmfœtur - o.fl. o.fl. GERÐU ÞÉR DAGAMUN HJÁ OKKUR OG EIGNASTU VÖNDUÐ HÚSGÖGN Á VÆGU VERÐI. KRISUAN SIGGEIRSSON LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 MÐ GERUM OKKUR DAGAMUN OGIÆKKJJM VERÐ Á NÝJUM HÚSGÖGNUM. Listi Alþýðu- flokks á Austurlandi FRAMBOÐSLISTI Alþýðu- flokksins á Austurlandi fyrir næstu alþingiskosningar var lagður fram á fundi kjördæ- misráðs sl. laugardag. Listann skipa: 1. Guðmundur Einarsson, al- þingismaður, Reykjavík 2. Magnús Guðmundsson, bæj- arfulltrúi Seyðisfirði 3. Hlíf Kjartansdóttir, húsmóðir Neskaupsstað 4. Grétar Jónsson, rafveitustjóri Stöðvarfirði 5. Katrín Guðmundsdóttir, hús- móðir Eskifírði 6. Rúnar Stefánsson, sjómaður Fáskrúðsfírði 7. Ellert Árnason, skrifstofu- stjóri Vopnafirði 8. Guðrún Árnadóttir, fóstra Seyðisfirði 9. Sigfús Guðlaugsson, oddviti Reyðarfirði 10. Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri Egilsstöðum Opnuð hefur verið skrifstofa Alþýðuflokksins á Egilsstöðum og er hún til húsa að Bláskógum 9. Starfsmaður þar er Karl Birgis- son. Framboð viiLsli’a meg’in við Alþýðu- bandalagið? RÁÐSTEFNA verður haldin nk. laugardag, 24. j’anúar, á Hótel Borg undir yfirskriftinni: Er þörf á framboði vinstra megin við Alþýðubandalagið? Vinstrisósíalistar hafa frum- kvæði að því að boða til ráðstefn- unnar, sem er öllum opin. Rætt verður um málefnalegan og starfs- legan grundvöll fyrir framboði til Alþingis og teknar ákvarðanir um hvert áframhaldið verði. Ráðstefn- an mun hefjast kl. 13.00 og standa fram eftir degi. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.