Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 31 JMmrpiM Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Emangrunarhyggj a í Bandaríkjunum Aundanförnum misserum hafa töluverðar umræður orðið um það austan hafs og vestan, að einangrunarhyggja eigi sér æ fleiri stuðningsmenn í Banda- ríkjunum. Kemur þetta fram í ýmsum myndum. Til dæmis eru meiri líkur á því nú, eftir að demó- kratar fengu merihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings, að sett verði lög um verndartolla fyrir einstakar atvinnugreinar. í örygg- ismálum snúast þessar umræður einkum um hlut Bandaríkjamanna í vörnum Evrópu. Þeim viðhorfum, sem þar eru efst á baugi, hafa lesendur Morgunblaðsins fengið að kynnast síðustu daga. Lars Gustafsson, sænskur pró- fessor og rithöfundur, sem býr í Bandaríkjunum, af því að hann getur ekki sætt sig við ofstjórn í ættlandi sínu, segir í viðtali við Tom Höyem, danska Grænlands- málaráðherrann, að sú skoðun njóti æ meira fylgis hjá íhaldssöm- um Bandaríkjamönnum, að rétt sé að láta Evrópumenn sjálfa um að veija sig. Þar með yrðu varnir Evrópumanna sterkari en jafn- framt yrðu Evrópumenn jákvæð- ari gagnvart hervörnum, þótt þeir yrðu að vísu fátækari. Gustafsson telur, að eftir 10 ár verði skoðan- ir af þessu tagi orðnar almennar í Bandaríkjunum. Nú sé óánægja með Evrópu og NATO mjög út- breidd í Bandaríkjunum. I gær birtist síðan frásögn hér í blaðinu af fundi, sem efnt var tii í Menningarstofnun Banda- ríkjanna í Reykjavík. Buðu starfs- menn bandarísku ríkisstjórnarinn- ar mönnum til að hlýða á Jed Snyder, sem er aðstoðarforstjóri öryggismáladeildar Hudson- stofnunarinnar. Hermann Kahn, framtíðarfræðingur, var fnim- kvöðull í starfi þessarar stofnunar og Alexander Haig, fyrrum utanríkisráðherra og væntanlegur forsetaframbjóðandi, er nú í for- ystu fyrir rannsóknum hennar á sviði öryggismála. Snyder var ómyrkur í máli um einstök Evr- ópulönd og stefnu þeirra, þegar hann útskýrði hvers vegna ein- angrunarsinnar ættu hljómgrunn í Bandaríkjunum. Hann sagði til dæmis, að þær þjóðir, sem gætu ekki sætt sig við, að bandamenn þeirra stundi lífsnauðsynlegar æfingar innan landamæra þeirra, ættu ekkert erindi í Atlantshafs- bandalagið. Nefndi hann sérstak- lega Norðmenn í því sambandi og bann þeirra við heræfingum í ná- grenni sovésku landamæranna og við því, að æfð sé meðferð kjarn- orkuvopna. Sjálfur sagðist hann ekki talsmaður einangrunar- hyggju í þeim skilningi, að Bandaríkjamenn hættu þátttöku í vörnum Evrópu, en menn með sínar skoðanir ættu í vök að verj- ast, ef evrópskir bandamenn Bandaríkjamanna sýndu banda- rískum sjónarmiðum ekki meiri skilning en raun ber vitni. Séu undirstraumar í banda- rískum' stjórnmálum á þann veg, sem hér hefur verið lýst með vísan til orða þeirra Lars Gustafsson og Jeds Snyder, eigum við von á breytingum í okkar heimshluta. Kalt mat á sögulegum staðreynd- um og alhliða hagsmunum hvort heldur í viðskipta- eða varnarmál- um hnígur að því, að stefna einangrunarsinnanna í Bandríkj- unum sé röng; byggist á skamm- sýni og rembingi. Hún er engu að síður fyrir hendi og um hana þarf að ræða og við henni þarf að bregðast með réttum hætti. Bæði Bandaríkjamenn og Evr- ópubúar þurfa að líta í eigin barm, þegar þeir meta stöðu sína í þessu efni. Auðvitað er sjálfsagt og eðli- legt, að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir því, að Islendingar jafnt sem aðrir Evrópubúar fái að kynn- ast skoðunum eins og þeim, sem Jed Snyder kynnti. En er það brýnasta verkefni þeirra manna, sem segjast vilja auka öi-yggi Vesturlanda á norðurhveli jarð- ara, að hafa í hótunum við Norðmenn með Jieim hætti, sem Snyder gerði? Astæða er til að efast um það. Hótanir eða dylgjur leiða ekki til bestu niðurstöðu í þessu máli frekar en öðrum. Samstarfið inn- an Atlantshafsbandalagsins byggist á því, að þjóðirnar virði sjálfsákvörðunarrétt annarra og finni bestu og skynsamlegustu kosti á þeirri forsendu. Örlög Wallen- bergs Einhver dularfyllsta örlaga- saga samtímans er um Svíann Raoul Wallenberg. Hann vann að því að bjarga gyðingum í Búdapest undir lok síðari heims- styijaldarinnar, þegar Sovétmenn handtóku hann. Meira en 40 ár eru liðin síðan þessi atburður gerðist. Enn fullyrða menn, að Wallenberg sé á lífi í Gúlaginu. Lesa mátti frásögn um það í Morgunblaðinu í gær, að Efim Mushinski, fyrrum starfsmaður KGB, sem nú er búsettur í ísrael, segist hafa fengið bréf frá Wallen- berg, nú síðast í desember. Það er með ólíkindum, að ekki skuli unnt að binda enda á þetta mál. Þar ræður auðvitað mestu leyndarhyggja Sovétmanna. Nú er sagt, að hún sé minni en áður og ætti því að vera minni „fórn“ en ella fyrir sovésk stjórnvöld að skýra öllum heiminum frá örlög- um Wallenbergs. Helmut Kohl gengur sigurviss við fögnuð fundarmanna. Johannes Rau svarar spurningum Giselu Marx. Kosningabaráttan í Vestur-Þýskalandi: Munurínn á stærstu flokkunum kom vel í ljós á kosningafundum SPD reynir eitthvað nýtt en CDU heldur í horfinu *• - eftirOnnu Bjarnadóttur FORMENN vestur-þýsku þing- flokkanna fimm munu koma fram í svokölluðum „fílahringborðsum- ræðum“ í vestur-þýska sjónvarpinu í kvöld. Það verður síðasta tæki- færi þeirra til að höfða til þjóðarinn- ar úr sjónvarpssal og vinna stuðning kjósenda fyrir þingkosn- ingarnar á sunnudag. Kristilegu bræðraflokkunum, CDU og CSU, hefur verið spáð sigri frá upphafi baráttunnar og talið er víst að sam- steypustjórn þeirra og fijálsra demókrata, FDP, starfi áfram und- ir forystu Helmuts Kohl að kosning- um ioknum. En frambjóðendur stjórnmálaflokkanna hafa þó ekki legið á sínu. Flokksvélarnar hafa verið í fullum gangi síðan um ára- mót og kosningafundir haldnir daglega út um allt land. Nú er bar- áttunni að ljúka og komið að kjósendum að gera upp hug sinn. Fundir með kanslaraefnum stærstu flokkanna vöktu mesta at- hygli í kosningabaráttunni og voru best sóttir. Johannes Rau, kanslara- efni jafnaðarmanna, SPD, ferðaðist um landið vítt og breytt í járn- brautarvagni, sem var sérhannaður fyrir Ribbentrop, utanríkisráðherra Þriðja ríkisins. Tók Rau þátt í meira en 80 fundum. Kohl flaug milli staða og kom við á yfir 60 stöðum. Kvöldfundir þeirra voru mikilvægir. Tugir þúsunda sóttu þá þrátt fyrir snjó og kulda. Þeir voru með gjör- ólíku sniði. Jafnaðarmenn rifu sig úr viðjum hefðbundinna kosninga- funda og Rau boðaði stefnu sína á þaulskipulögðum kvöldskemmtun- um. Kristilegir demókratar eru íhaldssamir að eðlisfari og héldu sig við gamla lagið. Kohl hélt langa ræðu á klassískum kosningafund- um og laðaði kjósendur að án þess að boðið væri upp á nokkur skemmtiatriði önnur. „Fólkið vill hlusta á músíkina en ekki ræðuhöld“ Fijálsir demókratar og kristilegir sósíalistar héldu samskonar fundi og CDU. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra, og Otto Graf Lambsdorff, fv. viðskiptaráðherra, voru vinsælustu ræðumenn FDP en Martin Bangemann, formaður flokksins, „trekkti“ þó einnig. Fundir með Franz Josef Strauss, formanni CSU, þykja ávallt for- vitnilegir og er yfirleitt húsfyllir hvar sem hann kemur fram. Græningjar buðu upp á svokall- aða „Vetrartöfra“ og ferðuðust um landið með fjölda hljómlistarmanna og skemmtikrafta. Þeir seldu inn á skemmtanirnar og héldu örstuttar ræður. Mismargir töluðu á hverjum stað. Aðeins einn frambjóðandi, Thomas Ebermann, kom fram á skemmtun þeirra í Freiburg. Hann talaði snemma og bað áheyrendur að kjósa Græningja einungis ef þeir gætu ómögulega kosið annan flokk. Ræðu hans var vel tekið en seinna um kvöldið gekk hann einn um salinn í rifnum buxum og vakti sáralitla athygli. Hann hafði greinilega drukkið þó nokkuð marga bjóra og tók hvorki sjálfan sig né aðra allt of hátíðlega. Hann sagði að skemmt- anir sem þessar skiptu ekki máli. „Fólkið vill hlusta á músíkina en ekki ræðuhöld." Hann mun sitja á þingi í tvö ár ef hann nær kosn ingu. „Það er verst að deilur Islend- inga og Breta um Roekall munu standa í vegi fyrir baráttu minni fyrir friðsamlegri sameiningu allrar Evrópu," sagði hann og bætti við að Bjarni Guðmundsson væri besti handboltamaðurinn í Vestur-Þýska- landi. Græningjar deila með sér þing- sætum og deildu með sér verkefnum í kosningabaráttunni. Enginn á að vera fremri öðrum í flokknum. Jutta Ditforth, sem er svokallaður „Fundi", tekur þátt í „fílahring- borðsumræðunum“ í kvöld. Græn- ingjar eru stoltir af kvennapólitík • sinni en Ebermann sagði, og það vottaði fyrir beiskju, að konurnar vildu frekar taka þátt í mikilvægari verkefnum en skemmtikvöldi í Frei- burg. Kosning’afundur í líki sj ón varpsdagskrár Stóru flokkarnir lögðu sig meira fram við undirbúning kosninga- fundanna en Græningjar. Kosn- ingaskrifstofurnar í Bonn skipu- lögðu þá með löngum fyrirvara. Sviðsetning fundanna var alls stað- ar mjög svipuð og frambjóðendurnir endurtóku sífellt sömu ræðuna. Svo vildi til að kanslaraefnin komu fram í samkomuhúsi borgarinnar Rav- ensburg í sömu vikunni og kjósend- um þar gafst kostur á að sjá þá báða með aðeins sólarhrings milli- bili. Yfir 3.000 manns sóttu fundinn með Rau en mun fleiri, eða tæplega 6.000 manns, hlýddu á Kohl kvöld- ið eftir. Ravensburg er 30.000 manna bær skammt fyrir norðan Bodensee í Baden Wúrttemberg. CDU á miklu fylgi að fagna á þess- um slóðum og var því engin furða þótt fundur kanslarans væri betur sóttur en fundur SPD. En jafnaðar- menn gátu verið ánægðir með sitt. Fólki þótti fundurinn foivitnilegur og ræða Raus góð. Munurinn á stóru flokkunum kom vel í Ijós þessi tvö kvöld í Ravensburg. Fyrirkomulag á fund- unum var gjörólíkt og tónninn í ræðum kanslaraefnanna mjög mis- jafn. Vestur-þýskir kjósendur geta ekki kvartað undan að flokkarnir séu allir sama tóbakið. Jazzhljómsveit frá nágrannaborg Ravensburg lék „dixieland" í hálftíma áður en fundurinn með Rau hófst. Nokkur borð og stólar, eins og á frönsku kaffihúsi, stóðu til hliðar fremst á sviðinu. Borð og þrír hægindastólar voru aftar undir stórri, bleikri plöntu. Ræðustóll var fyrir miðju sviðinu. Litir vestur- þýska fánans skreyttu vegginn fyrir aftan ræðustólinn og þar stóð stór- um stöfum: „Deutschland braucht wieder einen Kanzler, dem man vertrauen kann, Johannes Rau“ (Þýskaland þarfnast aftur kanslara, sem maður getur treyst). Oberschwabenhalle var þéttsetin, en þó ekki full, þegar Rau gekk í salinn á slaginu átta. Hljómsveitin lék hressilegt lag og áhorfendur gátu fylgst með kanslaracfninu ganga í gegnum mannþröngina í salnum á tveimur stórum kvik- myndatjöldum sitt hvorum megin við sviðið. Rau fékk sér sæti í hæg- indastól en frambjóðendur flokksins á staðnum og aðrir frammámenn settust við kaffihússborðin. Einn frambjóðendanna bauð gesti vel- komna en Gisela Marx, þekkt kona úr sjónvarpinu, stjórnaði skemmt- uninni. Ung vísnasöngkona söng nokkra pólitíska söngva, Marx átti Thomas Ebermann, fulltrúi Græningja á fundinum í Frei- burg. stutt samtal við þingmenn SPD í héraðinu og kynnti svo „djöflafiðl- ara“ sem lék allæðislega við undir- leik bassa- og gítarleikara. Þá var komið að stuttu, persónulegu sam- tali við Rau og síðan lék tríó nokkur lög. Guðfræðiprófessor frá Túbing- en settist á meðan í hægindastól hjá Rau og Marx og þau ræddu saman um bréf kaþólskra presta um kosningarnar, rétt fólks til að mótmæla og mörk mótmælaað- gerða o,_ lögbrota. Tríóið lék lítið lag til viðbótar og Rau steig í ræðu- stól. Hann talaði í tæpan hálftíma. Marx sagði að hápunkti kvöldsins væri náð að ræðu hans lokinni og kosningafundinum lauk á slaginu klukkan tíu. Jafnaðarmenn buðu upp á ánægjulega kvöldstund sem líktist helst sjónvarpsþætti með blönduðu efni. Ekkert atriðanna var of langt og aðalgesturinn bar umhyggju fyr- ir landi og þjóð. Áhorfendur gátu horft á „þáttinn“ á sviðinu eða séð nærmyndir af þátttakendunum á kvikmyndatjöldunum. Skemmti- kraftarnir vöktu lukku en ræða Raus var aðalatriðið. Hann var heldur mildur í máli en hnýtti þó nokkrum sinnum óbeint í Kohl og stjórn hans. Hann gaf í skyn að hann myndi gera hlutina betur ef hann yrði kanslari en fullyrti ekk- ert um það. Hann talaði um mikil- vægi félagslegs réttlætis; gagnrýndi atvinnuleysið í landinu, án þess þó að kunna lausn á því; lagði áherslu á mikilvægi umhverf- isverndunar og sagði að þjóðin ætti að snúa baki við kjarnorkufram- leiðslu. Hann fékk góðar undirtektir þegar hann sagði að það ætti að herða refsiákvæði vegna mengunar. Hann vill auka útflutning Vestur- Þýskalands á ýmiss konar mengun- arhreinsitækjum en draga úr útflutningi á vopnum og orustubún- aði. Hann vill halda samstarfi þjóðarinnar við bandamenn hennar áfram en leggur til að hún verði virkari þátttakandi, leggi fram nýj- ar tillögur og gleypi ekki við hugmyndum erlendra þjóðhöfðingja orðalaust. Hann er andvígur sam- vinnu við Bandaríkjamenn um rannsóknir vegna geimvarna og telur uppsagnarákvæði samnings um það mál eina viðunandi ákvæði hans. Og hann ætlar að nota það um leið og hann kemst til valda. Rau telur að friður geti haldist ef félagslegt réttlæti nær fram að ganga og vill að meðaldræg kjarn- orkuvopn — „djöfladót“, eins og hann kallar þau — verði fjarlægð frá Evrópu. ÞjóðsöngTirinn og kvik- mynd um kanslarann Helmut Kohl var á öðru máli en Rau um flesta hluti í ræðu sinni. Hann sagðist ekki vera „eldflauga- sjúkur" en taldi að aukinn varnar- viðbúnaður Norður-Atlantshafs- bandalagsríkjanna á undanförnum árum hefði ráðið miklu um að samn- ingaviðræður stórveldanna um afvopnunarmál hófust. Hann sagð- ist ekki vera „kjarnorkusjúkur" en sagði að kjarnorkuframleiðslu skyldi haldið áfram þangað til ann- ar öruggari orkugjafi fyndist. Hann lagði megináherslu á framtíðina og sagði velferð þjóðarinnar komna undir dugnaði og afrekum einstakl- inga sem veigra sér ekki við vinnu og þora að taka áhættu. Hann sagð- ist hafa tekið við mjög slæmu búi af jafnaðarmönnum fyrir fjórum árum en nú væri að komast lag á hlutina. Hann hvatti kjósendur í upphafi og undir lok ræðu sinnar til að fara á kjörstað og minnti þá á að sigurinn væri ekki unninn fyrr en talið væri upp úr kössunum. Hann var landsföðurlegur, nefndi SPD varla á nafn nema þegar hann vitnaði í orð Konrads Adenauer og minnti á að jafnaðarmenn kunna ekki að fara með peninga. Það vakti mikla kátínu í salnum og ræðu kanslarans var vel tekið. Hópur ungs fólks greip fram í fyrir honum í upphafi ræðunnar og var um tíma nokkuð hávær en Kohl sagðist vera feginn að fá tækifæri til að tala við stjórnarandstæðinga sína. Hann sagði að unglingarnir yrðu sam- mála stefnu sinni þegar þeir færu að borga skatta. Kohl talaði í rúman einn og háif- an tíma. Fundarsalurinn troðfylltist þó nokkru áður en fundurinn hófst. Fólk á öllum aldri sótti fundinn. Margir voru með CDU-trefla í þýsku fánalitunum. Kohl lét bíða eftir sér og lúðrahljómsveit frá Berlín spilaði gamla slagara fram yfir klukkan átta. Ljósin í salnum slokknuðu og stutt kvikmynd um embættisstörf kanslarans — Kohl að heilsa Reagan; Kohl að heilsa Gorbachev; Kohl á fundum, að heimsækja verksmiðjur og á tali við börn — var sýnd áður en hann gekk í salinn við dynjandi lófatak og lúðrablástur. Hann gekk hægt í gegnum þvöguna en hljóp upp tröppurnar á sviðið. Þar veifaði liann t.il mannfjöldans og heilsaði frambjóðendum og frammámönn- um flokksins sem sátu'við langborð til hvorrar hliðar við ræðustólinn. Innanlandsráðherra Baden Wúrtt- emberg bauð Kohl velkominn og nefndi nokkur atriði sem kjósendur á svæðinu vildu gjarnan að kanslar- inn tæki til athugunar: atvinnuleysi meðal ungs fóiks, erfiðleika bænda, vegakerfið og lestarsamgöngur. Kohl skrifaði eitthvað niöur hjá sér og steig síðan í pontu. Sviðsetningin var ljósblá, „Weiter so, Deutschland. Zukunft statt Rot Grún. x-CDU x-CDU“ (sem má þýða: Áfram eins, Þýskaland. Framtíð í stað samsteypustjórnar jafnaðarmanna og græningja) var skrifað stórum stöfum fyrir aftan sviðið, hvít blóm voru til skrauts fyrir framan ræðustólinn og kvik- myndatjöld til beggja hliða þar sem Kohl sást flytja ræðu sína í nær- mynd. Þjóðsöngurinn var sunginn undir lokin og fundarmenn fóru sælir heim. Jafnaðarmenn hafa snúið baki við gömlum hefðum og tileinkað sér tækni sem þeir telja að eigi heima í nútímanum. Áheyrendur þurftu ekki að beina athyglinni að neinu atriði of lengi og leiddist ekki. En hvort boðskapur flokksins komst betur til skila með þessum hætti en gamaldags aðferð CDU og hinna flokkanna er erfitt að segja. Kjós- endur um tvítugt sögðust vera ánægðari með stíl SPD en eldri kjósendur sögðust hafa fengið meira út úr ræðu Kohls. Kosninga- fundur SPD var ágæt tilbreyting frá öðrum kosningafundum en skildi ekki miklu meira eftir en ein sjónvarpsdagskrá innan um aðrar á sjónvarpskvöldi. Löng ræða Kohls krafðist meiri athygli og fundurinn risti dýpra. Johannes Rau er geðþekkur mað- ur og góður ræðumaður. Hann er hægrisinnaðri en flestir aðrir kunn- ir frammámenn í SPD. Hann var kjörinn kanslaraefni flokksins í von um að hann myndi vinna flokknum fylgi þeirra sem telja að hann hafi færst of langt til vinstri síðan Hel- mut Schmidt lét af kanslaraemb- ætti. En skoðanakannanir benda til að Græningjar muni vinna fylgi á kostnað jafnaðarmanna. Rau var falið of erfitt verkefni. Hann náði ekki tökum á baráttunni. Ræða hans var ágæt en lin. Það er mikill munur á stærstu flokkunum en Rau tókst ekki að boða stefnu SPD með slíkum sannfæringarkrafti að kjós- endur fylltust eldmóði og hrifningu. Enda er það erfitt í góðæri. Kohl naut velgengni undanfarinna fjög- urra ára. Hann þurfti ekki að grípa til nýjunga eða boða breytingar í kosningabaráttunni. V estur-Þjóð- veijar hafa sjaldan haft það eins gott og þeir hafa það nú, þrátt fyr- ir atvinnuleysi í landinu. Það kæmi því verulega á óvart ef kjósendur ákvæðu að hrófla við stjórninni á sunnudag. Frá æfingu Sinfóníhljómsveitar íslands Sinfóníuhljómsveit íslands: Aðsókn hefur aukíst í vetur -sala áskriftarskírteina hafin AÐSÓKN að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur aukist verulega í vetur frá því sem verið hefur. Á fyrra misseri starfsársins, sen nú er að Ijúka, jókst sala áskriftarmiða á milli 16 og 17 prósent og sala lausamiða á cinstaka tónleika hefur verið mun meiri en undanfar- in ár. Einnig hefur verið mikil aðsókn að aukatónleikum sveitarinnar, en hún flutti Messías eftir H“andel tvi- svar fyrir húsfylli í Hallgrímskirkju í desember og uppselt var á Vínartón- leika sveitarinnar á Akureyri og í Reykjavík nú í janúar. Fyrir jólin lék sinfóníuhljómsveitin vinsæl íslensk dægurlög inn á hljómplötu og seldist hún í um 12.500 eintökum. I vor verður ráðist í upptöku á hljómplötu þar sem sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson leikur með hljómsveitinni sellókonsert eftir Jón Nordal. Á hinni hlið plötunnar leikur Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, með hljómsveitinni verkið Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson, sem hlaut tón- listarvaerðlaun Norðurlandaráðs á síðasta ári. Platan verður gefin út í samvinnu sveitarinnar, Ríkisútvarps- ins og Tónskáldafélagsins. Stjórnandi verður finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari. I júní í sumar mun Sinfóníuhljóm- sveit íslands halda í tónleikaferð um Austfirði og í september er fyrir- hugað að hljómsveitin fari til Græn- lands og leiki við opnun Norrænu menningarmiðstöðvarinnar í Nuuk. Meðal nýjunga í starfsemi Sin- fóníuhljómsveitarinnar má nefna að fyrirhugað er að gefa tónlistamem- endum kost á að fylgjast með æfingum sveitarinnar. Endumýjun áskriftarskírteina fyrir síðasta miss- eri starfsársins stendur nú yfír og hafa áskrifendur fyrra misseris for- gang að sætum sínum fram til 26 janúar. Endurnýjun og sala nýrr áskrifatskírteina fer fram í Gimli v Lækjargötu í Reykjavík. Stjórn Samsteypu ísl fiskeldistrygginga. F.v. Gísli Örn Lárussou, Einar Sveinsson og Ólafur B. Thors. Stofna samtök um fiskeldistryggingar YMISS helstu tryggingafélög landsins hafa bundist samtökun og stofnað Samsteypu íslenskra fiskeldistrygginga. Stofnaðilar eru Almennar trygg- ingar, Brunabótafélag íslands, Reykvísk endurtrygging, Sjóvátrygging- arfélag Islands, Tryggingamiðstöðin og Islensk endurtrygging. Tilgangurinn með stofnun sam- steypunnar er m.a. að vinna að því að samræma skilmála og að ákvarð- anir um þá, svo sem iðgjöld, verði teknar hér á landi. Einnig að vinna að því að aðildarfélögin hafi ávallt yfir að ráða sem fyllstum tölulegum upplýsingum um þessar tryggingar og ennfremur að vinna að því að full- nýta möguleika þá sem fyrir hendur eru innanlands á þessu sviði með því að aðildarfélögin endurtryggi hvert hjá öðru, svo sem sérstakir endur- tryggingasamningar og samþykktir samsteypunnar segja til um. í frétt frá samsteypunni kemur fram að fískeldi sé ung atvinnugrein, sem miklar vonir séu bundnar við í framtíðinni, en reynsla bæði hér heima og erlendis hafi hins vegar þegar leitt í ljós að um mjög áhættu- saman atvinnurekstur sé að ræða. Þvi sé mjög mikilvægt þegar í upp- hafi að tekið sé mið af íslenskum aðstæðum og að sú reynsla sem skap- ast, verði notuð til að uppfylla þarfir þessarar atvinnugreinar hvað vá- tryggingar varðar. Fram kemur að vegna tjónareynslu erlendis séu endurtryggingamarkaðir mjög takmarkaðir og það hafi komið niður á íslensku fiskeldisstöðvunum í formi þröngra skilmála og hárra ið- gjalda. Með því að dreifa áhættum innanlands, eins og kostur sé, minnki ekki aðeins þörfin fyrir erlendu endur- tryggingaþörfina, heldur sé vonast til að unnt verði að hafa áhrif til þess að ná betri skilmálum og hagstæðari iðgjöldum. Þá segir að við virðist blasa, að sé ekki faglega að málum staðið, þá gæti það leitt til þess að mjög erfitt og jafnvel útilokað verði að fá fullnægjandi endurtrygginga- vemd, sem yrði öllum aðilum til tjóns. Á vegum samsteypunnar hefur ve- rið skipuð sérstök tækninefnd, sem hefur það meginhlutverk að vera tæknilegur ráðgjafi stjórnar og aðild- arfélaganna á sviði tryggingartöku, iðgjaldaákvarðana, tjónavama og tjó- nauppgjörs. Tækninefndin hefur síðan í þjónustu sinni sérfræðinga á öllum sviðum fiskeldis. Stjórn samsteypunar skipa: Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá, formaður, Ólafur B. Thors, forstjóri Almennra trygginga og Gísli Orn Lámsson, for- stjóri Reykvískrar endurtryggingar en í varastjórn: Ingi R. Helgason, forstjóri Bmnabótar og Gísli Ólafsson, forstjóri Tiyggingamiðstöðvarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.