Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
n Lóðféttar rendur láta þig
áreióonle^a 5ýna*fc grennr)."
að við getum byijað
tröppusmíðina eftir svo
sem þrjár vikur.
Með
morgimkaffinu
Pabbi, boltinn er aftur
fastur í þakrennunni.
HÖGNI HREKKVÍSI
Eða er misrétti
í Rússlandi?
Heiðraði Velvakandi.
Nú er langt liðið frá leiðtogafund-
inum á íslandi og ekkert breyst í
alþjóðamálum, enda fundurinn fyr-
irfram ákveðinn og skipulagður sem
áróðursherferð Rússa gegn Banda-
ríkjunum og kappkostað að ekkert
annað kæmi fram í fjölmiðlum.
Gorbashov sagði beinum orðum
að Reagan væri geðbilaður og þyrfti
lyíjameðferð. Á þessu sést vel að
Rússinn er ekkert að ganga frá
gömlu stefnunni, að þeir skuli sett-
ir í meðferð á hæli sem ekki
samþykkja rússneska marxismann.
Málamyndatillögur Gorbashovs átti
að samþykkja svo hann sýndist
góði maðurinn, en Reagan ómark-
tækur geðsjúklingur, þar sem hann
getur ekki fallist á þessar góðu til-
lögur rússnesku leiðtoganna,
þessarar elskulegu þjóðar, sem
elskar friðinn í öðru orðinu, en
myrðir og sprengir í tætlur sak-
laust fólk víða um heim í fram-
kvæmd.
Samkomulagsleysi er Rússum í
hag, þá telja þeir sig ekki bundna
að gera gera neitt til bóta í Afgan-
istan-málinu og yfirgangi kommún-
ista um víða veröld.
Frá samtök-
um aldraðra
Á stjórnarfundi Samtaka aldr-
aðra 15. jan. sl. var eftirfarandi
ályktun um ellilaun samþykkt.
Stjórnin harmar það, að hækkun
ellilauna skuli ekki fylgja hækkun
„lægstu launa" og skorar á stjómir
þessara mála að endurskoða þann
úrskurð, sem nýlega var gefinn út
um hækkun ellilauna og tekjutrygg-
ingar fyrir aldraða.
F.h. Samtaka aldraðra
Hans Jörgensson
Þeir sem ekki taka kommúnism-
anum eru áfram yfírlýstir geðbilaðir
og hljóta meðferð eftir því í sam-
ræmi við lækningu á andkomm-
únískum sjúkdómi.
Ruásum var það kærkomið tæki-
færi að komast nú til íslands undir
friðarsamkomulagsyfírskini, gott
tækifæri að sjá nú herstöðina við
Keflavik sem kommamir hér eru
búnir að magna upp með kjama-
vopnabúnaði uppdiktuðum. Rúss-
amir sáu, mynduðu og kortlögðu
og efa ég ekki að þeim hafí þótt
lítið til koma miðað við þeirra her-
virki.
Gorbashov talaði fjálglega um
frelsi og frið, þvílík hræsni gerir
manni þungt í huga. Hvergi er líf
andmælenda lítilsvirt freklegar en
þar sem kommúnistar stjóma. Þetta
sést best á því hvemig þeir bijóta
undir sig lönd og útrýma þjóðlegri
menningu og skal ég þar til nefna
Eistland, Lettland og Litháen. Afg-
anistan stendur nú í hreinsunareld-
inum og er þar framkvæmd ein
sóðalegasta útiýmingarherferð sem
sögur fara af.
Gorbashov sagði að helstu mann-
réttindi væm að lifa. Samt brýtur
hann þessi réttindi á alsaklausu
fólki víðast hvar, þar sem hans
flokksmenn eru til. Allt annað, hvað
mannréttindi varðar, er undir valdi
kommúnismans komið, lá í loftinu
og er óskráð saga þar á bæ, vald
hans á að móta hvem einstakling
eftir villutrúarkenning marxismans.
Frú Gorbashov sagðist ekki vera
trúuð, það mun líka mikill hluti
rússnesku þjóðarinnar vera, enda
unnið markvisst að útrýmingu
kristindóms þar, en boðun kristin-
dóms er aðalsmerki bræðralags.
Mannréttindabrot er afleiðing trú-
leysis.
Ég entist ekki tii að hlusta á
blaðamannafund Gorbashovs, enda
illa þýddur sem vonlegt var. Öll sú
þvæla sem hann ruddi úr sér, síend-
urtekin, sem raunar mætti setja
saman í stutta málsgrein og mála-
lengingar gerðar til að villa fólk.
Þetta álit mitt á þessu er svo, eftir
að hafa lesið ræðu hans í Morgun-
blaðinu.
Fróðlegt væri að fá fram allt sem
sagt var á leiðtogafundinum, þá
væri í raun hægt að meta útkom-
una.
Spumingar blaðamannanna vom
ekki nærgöngular við stefnu Rúss-
anna í alþjóðamálum og hefði verið
þörf að þjarma að Rússanum við
þetta tækifæri.
Ekki var hægt að gefa þeim
heppilegri gjöf en Biblíuna. Annað
mál er það, hvað orðið hefur af
henni og líklegt þykir mér að hún
hafi lent í ruslatunnu áður en heim
kom, því miður.
Fólk í Rússlandi hefur verið
handtekið og mátt þola margvísleg-
ar raunir fýrir að koma með Biblíu
inn í landið.
Eftir því að dæma mætti aðalrit-
ari Kommúnistaflokksins búast við
að vera settur af. Eða er misrétti
í Rússlandi?
Það væri nú þokkalegt ef leið-
toginn færi að pukra með eitthvað
við landamærin. Nei annars, það
er ekki tollskoðað hjá slíkum mönn-
um.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
Yíkverji skrifar
að er ánægjulegt til þess
að vita, að hreyfing er
komin á flugvélakaup Flugleiða.
Þótt ofsagt hafi verið í Morgun-
blaðinu í fyrradag, að félagið
væri búið að panta nýjar vélar
hjá Boeing-verksmiðjunum
bendir greiðsla staðfestingar-
gjalds og skrásetning í númera-
röð til þess hvert stefnir. Að
vísu eru dæmi um það, að flug-
félög tryggi sér með þessum
hætti heimild til kaupa en selji
svo réttinn. Ef Víkveiji man
rétt greiddu Loftleiðamenn í
gamla daga skrásetningargjald
vegna kaupa á Electru-vélum
frá Lockheed-verksmiðjunum,
sem aldrei komu til landsins.
Hins vegar högnuðust Loft-
leiðamenn á þeim viðskiptum
að því er sagt var.
En hvað sem því líður er
löngu tímabært, að Flugleiðir
taki til við að endurnýja flug-
flota sinn. DC-8 þotumar, sem
félagið notar á Atlantshafsleið-
inni standa svo langt að baki
þeim vélum, sem stærri flugfé-
lög nota nú orðið að að því
hlýtur að koma að samkeppnis-
staða félagsins versni vegna
gamalla flugvéla. Líklega hefur
síðasta ár verið gott ár hjá Flug-
leiðum og er það vel, því að
félagið stendur ekki undir þeirri
gífurlegu fjárfestingu, sem
kaup nýrra flugvéla er, nema
rekstur þess skili verulegum
hagnaði.
XXX
Nú er komið út vestan hafs
nýtt tölublað af National
Geographic og er helzta efni
þess um ísland. Þeir, sem fylgd-
ust með vinnubrögðum þessa
tímarits vegna vinnslu þessarar
greinar gátu ekki annað en
fyllst aðdáun á þeim. Víkveiji
hefur ekki séð blaðið og getur
því ekki dæmt um hvemig til
hefur tekizt, en allur undirbún-
ingur var einstæður. Sumarið
1985 komu hingað ljósmyndari
og blaðamaður frá þessu þekkta
riti. Ljósmyndarinn var hér á
þriðja mánuð og ferðaðist um
landið. Blaðamaðurinn var hér
í tæpa tvo mánuði og fór um
land allt. Þetta fólk kom svo
aftur sl. haust til þess að fylgj-
ast með leiðtogafundinum hér.
Þegar blaðamaður og Ijós-
myndari höfðu lokið verki sínu,
sem svo mikil vinna var lögð í,
tóku við aðrir starfsmenn tíma-
ritsins. Þeir könnuðu nákvæm-
lega allar staðreyndir og
tilvitnanir í texta blaðamanns-
ins og hringdu hvað eftir annað
til Islands til þess að ganga úr
skugga um ákveðin atriði.
Víkveiji leyfir sér að fullyrða,
að hvorki dagblað né tímarit í
útlöndum hafi áður lagt svo
mikla vinnu í eina grein um land
okkar og þjóð.
xxx
Sverrir Hermannsson er
vafalaust umdeildastur ráð-
herra nú um stundir. En eins
og sjá mátti í návígi Stöðvar 2
í fyrrakvöld er hann jafnframt
einn litríkasti persónuleiki, sem
nú situr á Alþingi. Annars var
fróðlegt að fylgjast með svörum
ráðherrans, þegar hann var
spurður, hvort hann yrði ráð-
herra í næstu ríkisstjórn. í
fyrstu fullyrti hann að svo yrði.
Þegar hann var minntur á yfir-
lýsingu „unga mannsins“, eins
og hann nefndi gjaman for-
mann Sjálfstæðisflokksins, þess
efnis, að hann ætlaði að skipta
um fólk í ríkisstjóm, dró ráð-
herrann í land. Víkverja segir
svo hugur um, að það verði
sviptingasamt í Sjálfstæðis-
flokknum ef Sverrir Hermanns-
son verður ekki á ráðherralista
unga mannsins!