Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
Kveðja:
Þuríður Vigfús-
dóttirfrá Isafirði
Látin er í hárri elli vinkona okk-
ar, Þuríður Vigfúsdóttir frá Isafirði.
Ellin reynist á stundum grimm í
fangbrögðum sínum og svo var um
vinkonu okkar að hart var hún leik-
inn á síðustu ævidögum og hvíldin
eilífa því kærkomin.
Þuríður Vigfúsdóttir fæddist í
Hafnarfirði 23. nóvember árið
1900. Foreldrar hennar voru nafn-
greint fólk á sinni tíð, sem á marga
afkomendur í Hafnarfirði og víðar.
Jón Gestur, bróðir Þuríðar, eignað-
ist tólf böm með konu sinni,
Sesselíu Magnúsdóttur, og er álit-
legur hópur fólks út af þeim
kominn.
Hinn 30. apríl 1929 gekk Þuríður
að eiga Einar Guðmundsson, klæð-
skerameistara frá ísafírði. Einar
var Reykvíkingur að ætt og upp-
runa, einn systkinanna sem kennd
voru við Skálholt en í þeim hópi var
skáldið Vilhjálmur.
Einar Guðmundsson hafði ungur
að árum ráðizt til starfa hjá Þor-
steini Guðmundssyni, klæðskera á
ísafirði, þar sem hann nam iðnina
og stundaði síðan alla ævi. Þar
kynntist hann tengdaföður undirrit-
aðs, Kristjáni Tryggvasyni frá
Kirkjubóli í Skutulsfirði. Stofnuðu
þeir félag með sér 1926 og hófu
rekstur verkstæðis og síðar verzlun-
ar einnig og ráku sem sameignarfé-
lag til dánardægurs Einars, 18.
febrúar 1961, en Kristján einn um
tíu ára bil eftir það. Var samvinna
þeirra með ágætum og einlæg vin-
átta ríkjandi milli þeirra og fjöl-
skyldna þeirra alla tíð.
Mér hefir verið sagt að þau hjón
hafi vakið mikla athygli um ísafjörð
er þau stigu þar land hinn 1. maí
1929. Einar var glæsimenni í sjón
og raun og hinn höfðinglegasti og
Þuríður hans jafningi, fríð og
fönguleg. Þau settu mikinn svip á
ísafjörð um sína daga. Tóku enda
framan af ævinni mikinn þátt í fé-
lagsstarfi í bænum, bæði á leiksviði
og Einar í kórum.
Þeim Þuríði varð ekki barna auð-
ið, en ólu upp sem sínar eigin dætur
Sigrúnu, dóttur Jóns Gests og Sess-
elíu, og Sigríði Guðmundsdóttur,
bróðurdóttur Einars. Sigrún er gift
Yngva Guðmundssyni, rafmagns-
eftirlitsmanni hjá Orkubúi Vest-
fjarða. Eignuðust þau fjögur börn,
Þuríði, Guðmund Geir og tvíburana
Auði og Einar, en urðu fyrir þeirri
djúpu sorg að missa Geir úr ólækn-
andi sjúkdómi um tvítugsaldur.
Sigríður er gift Jónasi Helga-
syni, vélstjóra, frá Isafirði, en þau
hjón fluttust brott af landi fyrir
margt löngu til Ameríku og hefir
vegnað vel þar. Börn þeirra eru
Einar, rafvirki, búsettur í
Reykjavík, Sigríður og Sigurveig,
sem eru giftar og húsfreyjur þar
vestra.
Heimili Þyrí og Einars var með
höfðingjabrag og af eldri skólanum
myndi það kallað nú, vandað og
glæsilegt. Þau hjón voru einkar
samhent um allan beina, gestrisni
og elskusemi. Ég á margar ljúfar
og góðar minningar frá kynnum
af þessum framúrskarandi góða
fólki. Ég minnist þeirrar stundar
glöggt þegar glæsimennið Einar
flutti ræðu til heiðurs okkur Grétu
í brúðkaupi okkar. Þar talaði hann
til Grétu sinnar eins og hún væri
hans eigin dóttir, enda var sambýli
þessa fólks með þeim hætti að ein
fjölskylda rnátti kallast. Allur hugur
þeirra systra, Grétu og Elísabetar,
til Þuríðar var sem til annarar
móður. Enda var væntumþykja
hennar með sama móti sem móður
til dætra. Og börnin okkar Grétu
sem hennar eigin barnabörn. Það
er sjaldhitt jafn elskurík kona og
Þuríður Vigfúsdóttir var og glað-
sinna alla tíð. Ekki þar fyrir að
einörð var hún og einbeitt þegar
það átti við, en hlý og góð mann-
eskja svo af bar.
Hvíldin var að vísu kærkomin því
stríðið var orðið of strangt. Þó er
sjónarsviptir mikill að þessari góðu
konu og kæra vini, en minningin
um Þuríði Vigfúsdóttur mun lifa
með okkur vinum hennar óbrot-
gjöm meðan lífsanda drögum. Ofar
söknuði ríkir þakklætið fyrir líf
hennar og göfugt ævistarf.
Sverrir Hermannsson
Námskeið
um sam-
skipti
foreldra
o g barna
NÝLEGA hóf starfsemi sína
fyrirtækið Samskipti —
fræðsla og ráðgjöf sf. Mark-
mið fyrirtækisins er m.a. að
halda námskeið fyrir foreldra
í samskiptum foreldra og
barna. Þegar hafa verið haldin
tvö námskeið við góðar undir-
tektir þátttakenda.
A námskeiðinu er fjallað um
það, á hvem hátt foreldrar geta
komist hjá valdbeitingu í sam-
skiptum sínum við börn sín og
hvernig þeir geta alið upp og
þroskað þau til að takast á við
vandamál daglegs lífs.
Námskeiðin byggja á hug-
myndum dr. Thomas Gordons
sálfræðings, og hafa verið haldin
í Bandaríkjunum fyrir mörg
hundruð þúsund foreldra. Einnig
hafa þessi námskeið verið haldin
í 20 öðrum löndum, þar á meðal
öllum hinum Norðurlöndunum.
Námskeiðin eru byggð upp með
það í huga að þátttakendur til-
einki sér þær hugmyndir sem
byggt er á og eru kennslu-
aðferðirnar í samræmi við það.
Lítið er um beina fyrirlestra en
þeim mun meir um verkefni sem
þátttakendur vinna sjálfir.
Næsta námskeið byrjar
fimmtudaginn 22. janúar.
40% 40%
ÚTSALA
á sýningarmunum vegna
breytinga á versluninni.
Við bjóðum eftirfarandi með 40%
afslætti.
□ 3 eldhúsinnréttingar
□ 1 baðinnréttingu úr beyki
□ 1 fataskáp, Ijós eik, 120 sm
□ 2viftuhjálma
Auk þess bjóðum við 15% afslátt af
öllum þeim innréttingum sem kaup-
andi vill versla til viðbótar.
Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur
Sími 44011. Pósthólf 167.
Útsala
Útsala
Við flytjum og höfum því útsölu.
Mikill afsláttur. Allt á að seljast. Lítið
við og gerið góð kaup.
/o of London
_Í7C9C3ŒjDGlIíjQ^7
Reykjavíkurvegi 66,
Hafnarfirði. S: 53900.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Sumarhús
Traustur aðili óskar að kaupa sumarhús.
Æskilegast er að það sé á Suður- eða Vest-
urlandi en aðrir landshlutar koma til greina.
Æskilegt er að veiðihlunnindi eða aðstaða
fylgi en þó ekkert skilyrði.
Einnig kæmi til greina að kaupa eyðibýli eða
jafnvel lítið hús í einhverju kauptúni á falleg-
um stað á landinu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1.
febrúar næstkomandi merkt: „Sumarhús —
1514“.
Til sölu verslun
og erlend innflutningssambönd að hluta eða |
öllu. Um er að ræða nýjung í verslunar-
rekstri. Kjörið tækifæri fyrir aðila sem áhuga
hefur fyrir að fara erlendis og gera innkaup.
Upplýsingar í síma 44448, heimasíma 12927.
Borgarbúar!
Úrvals kartöflur beint frá bóndanum, rauðar |
eða gullauga.
Ath. heimsendingarþjónustuna, hún er
ókeypis.
Verð aðeins kr. 32 per. kg.
Eyfirska kartöflusalan,
\/esturvör 10,
Kópavogi.
Sími: 641344.
I húsnæöi í boöi_________________j
Hnjúkasel
Einbýlishús um 220 fm.
til sölu milliliðalaust.
Húsið er íbúðarhæft en þarfnast endurbóta
að innan.
Húsið verður laust til afhendingar 1. febrúar
1987.
| Upplýsingar í síma 42677 í hádeginu og á
I kvöldin.
Verslunarhúsnæði til leigu
Um það bil 150 fm verslunarhúsnæði til leigu
á góðum stað við miðbæinn.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði ca 100
fm í hjarta borgarinnar. Mjög fallegt útsýni.
Leigist frá og með 1. febrúar.
Fyrirspurnir leggist inn á auglýsingadeild
Mbl. merktar: „T — 2658“.
| fundir — mannfagnaðir |
Sólarkaffi ísfirðinga
Sólarkaffi ísfirðingafélagsins verður í Súlna-
sal Hótel Sögu sunnudaginn 25. janúar kl.
20.30.
Miðasala laugardag kl. 16.00-18.00 og
sunnudag kl. 16.00-17.00.
Fjölbreytt skemmtiskrá.
Stjórnin.
óskast keypt