Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
33
Fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn:
Fasteignagj öld lækka,
en útsvörin hækka
í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir
árið 1987, sem var til fyrri umræðu
á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag-
inn, er gert ráð fyrir tekjum að
upphæð rúmlega 711 milljónum
króna. Stærsti tekjuliðurinn er úts-
vör að upphæð 383 milljónir, en
útsvarsálagning hækkar úr 10,2%
í 10,6%.
Fasteignagjaldsálagning á íbúð-
arhúsnæði lækkar um 5%, en
heildartekjur af sköttum á fasteign-
ir eru áætlaðar tæpar 121 milljón
króna. Rekstrargjöld eru áætluð
rúmlega 560 milljónir króna. Gjald-
færður stofnkostnaður er rúmlega
63 milljónir kr. Áætlað er að ný lán
verði að upphæð 88 milljónir króna.
Frá ríkissjóði koma 28,6 milljónir
kr. í opinberar byggingar.
Bæjarstjóri, Sigfús Jónsson,
gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni
á bæjarstjórnarfundi í gær en hún
var þar til fyrri umræðu. Af öðrum
fjárhagsliðum má geta þess, að
reiknað, er með að gjaldskrá raf-
magnsveitu hækki um 10% og
hafnargjöld að meðaltali um 15%.
Pólskir gestir á tón-
leikum í Borgarbíói
TÓNLEIKAR til styrktar Minn-
ingarsjóði Þorgerðar S. Eiriks-
dóttur verða haldnir i Borgarbíói
á Akureyri nk. laugardag 24.
janúar og hefjast þeir kl. 15.00.
Sérstakir gestir á tónleikunum
verða pólsku tónlistarmennirnir
Waelaw Lazarz flautuleikari og
Dorata Manczyk píanóleikari sem
leika saman tónlist eftir John Den-
ver, Glinka, Szeligowski og Monius-
zko. Þau starfa bæði á Dalvík og
hafa þau hlotið verðlaun og viður-
kenningar fyrir leik sinn í heima-
landi sínu og víðar.
11 nemendur úr Tónlistarskólan-
um flytja tónverk eftir Eccles,
Vivaldi, Fiocco, Purcell, Haydn,
Schubert, Brahms, Gordon Jakob,
Waclaw Lazarz
Kabalevsky, Katsehaturian og
Walters. Leikið verður á fiðlur,
klarinettur, flautu, kornett, saxó-
fóna, píanó og selló. Kristinn Om
Kristinsson píanókennari við skól-
ann leikur með í nokkrum verk-
anna.
Minningarsjóður Þorgerðar S.
Eiríksdóttur var stofnaður árið
1973, einu ári eftir fráfall Þorgerð-
ar, eins efnilegasta nemanda sem
stundað hefur nám í píanóleik við
Tónlistarskólann á Akureyri, en hún
hafði þá hafí framhaldsnám í London.
Sjóðurinn hefur þegar styrkt 20
efnilega tónlistamemendur til fram-
haldsnáms. Tekna aflar sjóðurinn
með sölu minningarkorta, móttöku
ftjálsra framlaga og aðganseyri að
tónleikum.
Morgunblaðið/M.G. Pétursson.
Málverkið af Heiðreki til hægri en Guðmundi Frímanni til
vinstri, en þau eru bæði eftir Kristin.
Gaf málverk af Heiðreki
KRISTINN G. Jóhannsson list-
málari afhenti sl. laugardag
Amtsbókasafninu á Akureyri
olíumálverk af Heiðreki Guð-
mundssyni skáldi.
Kristinn hafði áður gefið Amts-
bókasafninu málverk af Guð-
mundi Frímanni skáldi.
Afhendingin á málverkinu af
Heiðreki fór fram að viðstöddu
skáldinu, menningarmálanefnd
Akureyrarbæjar, forseta bæjar-
stjórnar, Gunnari Ragnars, sem
flutti þakkarræðu, og nokkmm
aðstandendum skáldsins.
Nokkrir þeirra sem voru viðstaddir afhendinguna, talið frá
vinstri: Ingólfur Ármannsson menningarmálafulltrúi Akur-
eyrar, Lárus Zophaníasson yfirbókavörður á Amtsbókasafninu,
Gunnar Ragnars forseti bæjarsljórnar, Heiðrekur Guðmundsson
skáld og Kristinn G. Jóhannsson.
hafi verið vísað á þennan fjár-
lagalið við greiðslu kostnaðar
vegna sérkennslu.
Vísast hér einnig til fundar-
gerðar fræðslustjórafundar
með öllum deildarstjómm og
ráðuneytisstjóra 26. ágúst
1985 þar sem vísað er til
nefnds íjárlagaliðar af Örlygi
Geirssyni skrifstofustjóra fjár-
málaskrifst. Einnig vísast til
bréfs fræðslustjóra til ráðu-
neytis dags. 6. mars 1986 þar
sem hann tilkynnir um heimilað
kennslumagn og bendir á að
verði ekki ráðstafað fjármun-
um af nefndum fjárlagalið
komi til greiðsluvandræða.
Ekkert svar liggur fyrir né
heldur að ráðuneytið fyrirskip-
aði að þjónusta skyldi skert til
að halda sér innan fjárveitinga
sem gmnnskólar á Norðurlandi
gætu ráðstafað.
Einnig er rétt að hafa í huga að
fyrir árið 1986 hefur engin
staðfesting borist á því að
kostnaður vegna framhalds-
dei'da hafi verið bakfærður,
þrátt fyrir að ítrekað hafi verið
um það beðið og vísast þar til
endurtekinna samtala skrif-
stofustjóra fræðsluskrifstofu
við starfsmenn ráðuneyta fjár-
mála og menntamála, og
fundar fræðslustjóra, form-
anns fræðsluráðs og Trausta
Þorsteinssonar með starfs-
mönnum menntamálaráðu-
neytisins í byijun október
1986.
Varðandi flugufregnir um
að heimiluð hafi verið fram-
kvæmd almennrar kennslu og
sérkennslu umfram úthlutun
ráðuneytis (t.d. á Akureyri)
skal á það bent að sveitarfélög-
in em sjálf ábyrg fyrir því sem
þar fer framúr. Þannig hefur
verið kennt á Akureyri umfram
úthlutaðan kvóta frá sept.
1986 sem nemur 213 st./viku
í sérkennslu og 150 st./viku í
almennri kennslu sbr. af-
greiðslu skólanefndar Akur-
eyrar.
Svo hefur einnig verið nokk-
ur undanfarin ár og vísast til
uppgjörs á skólakostnaði milli
Akureyrarbæjar og ríkisins
eins og það hefur verið af-
greitt v/85 og yfirlits v/86.
Einnig hafa fleiri sveitarfé-
lög gengið í ábyrgðir vegna
sérkennslu á yfirstandandi
skólaári.
c) Varðandi „útgáfu og opin-
bemn“ greinargerðar sem
gerð var af þingmönnum
Norðurlandskjördæmis
eystra og færð þeim af
nefnd 5 einstaklinga hinn
27. nóv. 1986 á fundi í
húsnæði Alþingis. Greinar-
gerð þessi var niðurstaða
fundar skólastjórnenda og
fræðsluráðs ásamt for-
mönnum skólanefnda og
haldinn var á Akureyri 21.
nóv. 1986. Á þeim fundi
lá fyrir uppkast að greinar-
gerð þeirri sem um ræðir
og á grundvelli hennar var
ákveðið að skipa þar um-
rædda nefnd. Skólastjórn-
endur fólu Sverri
Thorstensen og Ber.edikt
Sigurðarsyni að fara með
umboð sitt til að ganga frá
þessari greinargerð og
ganga á fund þingmanna
— viðstaddir skólanefndar-
menn fólu Trausta Þor-
steinssyni forseta
bæjarstjómar á Dalvík að
fara með umboð sitt, og á
fundi fræðsluráðs sama
dag var formanni fræðslu-
ráðsins, Þráni Þórissyni,
falið ásamt framkvæmda-
stjóra fræðsluráðsins,
Sturlu Kristjánssyni, að
vinna málinu framgang.
Nefndin gekk frá greinar-
gerð sem fyrir liggur og
lagði hana fyrir þingmenn-
ina „í fullum trúnaði" og
ítrekað að hér væri um að
ræða okkar skýrslu til
þeirra sem ekki yrði af
okkar hálfu birt né rædd
efnislega meðan málið
væri á vinnslustigi. Það er
því ráðherrann einn sem
hefur farið með efni henn-
ar í fjölmiðla þar til nú
eftir að hún var notuð sem
opinbert sakargagn á
hendur einum manni.
Það er ekki síður ástæða
til að taka fram vegna
ítrekaðra ummæla
menntamálaráðherra að
ekki var í þessu máli geng-
ið frá greinargerð til
fjölmiðla, því miður fyrst
málin hafa tekið svo alvar-
lega stefnu sem nú hefur
gerst.
7. Skólastjórnendur hafa oft
komið saman til funda á undanföm-
um árum vegna niðurskurðar og
greiðslutafa. Sl. sumar komu skóla-
stjómendur saman til fundar í lok
ágúst og mótmæltu með ályktun
boðuðum niðurskurði á framkvæmd
sérkennslu. í lok september fund-
uðu sömu aðilar og sendu frá sér
ályktun og greinargerð sem einnig
var samþykkt af fundi BKNE og
færð þingmönnum kjördæmisins og
send ráðherra.
Hinn 21. nóv. var enn fundað og
þá með fleirum eins og komið hefur
fram hér á undan (sbr. greinargerð
til alþingismanna kjördæmisins í
nóv. 1986).
8. Á síðasta vetri kom mennta-
málaráðherra hingað norður og hitti
að máli fjölda skólamanna — átti
fund með fræðsluráði og fleirum.
Voru allar viðræður vinsamlegar
og gáfu vonir um að ráðherrann
mundi beita sér fyrir frambúðar-
lausn þessara mála. Á fundi á Hótel
KEA hinn 30. apríl 1986 hét ráð-
herrann því að boða til ráðstefnu
um lausnir mála með þátttöku
fræðsluyfirvalda og starfsmanna
ráðuneytisins — ráðstefnu er haldin
skyldi í maí 1986. Sú ráðstefna
hefur ekki enn verið haldin hvað
sem hamlað hefur. Við málflutning
ráðherrans á þessum tíma bundu
menn sínar vonir og höfðu enga
ástæðu til að ætla annað en ráð-
stefnan og hinar vinsamlegu
samræður leiddu til niðurstöðu sem
allir gætu unað við.
9. Fundargerðir Fræðsluráðs
berast til menntamálaráðuneytisins
jafnskjótt og þær eru frágengnar
hveiju sinni. Þannig hefur ráðu-
neytinu verið kleift að fylgjast með
öllum afgreiðslum og ályktunum frá
fyrstu hendi.
10. í október sl., í kjölfar fundar
Trausta Þorsteinssonar, Þráins
Þórissonar og Sturlu Kristjánsonar
fræðslustjóra, með starfsmönnum
ráðuneytis, sendi fræðslustjóri
beiðni um aukafjárveitingu að upp-
hæð 5 milljónir — dags. 6. október
'86, til menntamálaráðuneytis, en
við því erindi hefur ekkert svar
borist þrátt fyrir eftirgrennslan.
11. Það hefur komið fram ítrekað
að formaður fræðsluráðs hefur gert
margar tilraunir til að ná símasam-
bandi við ráðherrann en ekki tekist.
12. Á Alþingi fáum dögum fyrir
jól var dreift þingskjali 319 — svari
við fyrirspum frá Steingrími J.
Sigfússyni um sérkennslu og stuðn-
ingskennslu. Við þetta þingskjal er
ýmislegt að athuga. Þar eru ýmsar
upplýsingar villandi og samanburð-
ur sem ekki fær staðist miðað við
raunveruleikann. Á fundi fræðslu-
ráðs 14. janúar lá fyrir athugasemd
frá Sturlu Kristjánssyni við þetta
þingskjal eins og fram hafði komið
á fundi hans með ráðuneytisstjóra
hinn 9. janúar sl.
Hvað gerst hefur síðan 10. jan-
úar vísast til ályktana og staðfestra
fregna um aðgerðir í skólum hér
fyrir norðan.
Akureyri, 19. janúar 1987,
f.h. Fræðsluráðs,
Guðmundur L. Helgason.
Sjónvarp
Akureyri:
Rættvið
Sverri
I návígi
AÐ sögn Bjarna Hafþórs Helga-
sonar sjónarpsstjóra á Sjónvarpi
Akureyrar verður þátturinn I
návígi frá því á þriðjudagskvöld
þar sem rætt er við menntamála-
ráðherra, Sverri Hermannsson,
sýndur í kvöld.
I þættinum er rætt við Sverri Her-
mannsson um fræðslustjóramálið,
þ.e. brottrekstur Sturlu Kristjánsson-
ar. Venjulega eru þættir af Stöð 2 í
Reykjavík ekki sýndir fyrr en eftir
viku, en Bjarni Hafþór sagði, að í
þessu tilfelli væri gerð undantekning
þar sem þátturinn væri þegar kominn
norður, og málið heitt hér um slóðir.
Dagskrá Sjónvarps Akureyrar í
kvöld, fimmtudagskvöld, er eftirfar-
andi:
Kl.20.00 íþróttir. Handbolti, m.a.
leikur KA og KR. Golf, tennis, skíða-
stökk. Þá er viðtal við Eðvald Þ.
Eðvaldsson íþróttamann ársins 1986.
Körfuknattleikur.
Kl. 21.30 í návígi. Fréttamennimir
Páll Magnússon og Ólafur Friðriks-
son yfirheyra Sverri Hermannsson
menntamálaráðherra um Sturlumál-
ið. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 á
þriðjudagskvöld.
Kl. 22.05 Ungfú heimur 1986. Frá
kjöri alheimsfegurðardottningunnar í
Royal Albert Hall í haust.
Kl. 23.25 Oscar Wild. Fyrsti þáttur
af þremur um ævi rithöfundarins.
Kl. 00.25 Dagskrárlok.