Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANUAR 1987 Nemendur, stúlkur í hússtjórnarnámi, sumarið 1954 ásamt Bergljótu og Svend Haugaard (8.-9. f.v.). inni með þessum orðum: Höfum hraðan á og scndum hand- ritin aftur til íslands, og látum fulltináa dönsku ríkisstjórnarinnar afhenda þau frá dönsku þjóðinni. Þetta verður hátíðisdagur, sem reynast mun mikilvægur nor- rænni eindrægni og samvinnu um langan aldur“. Um sumarið, þetta sama ár 1957, höfðu þau Bergljót og Svend, verið í heimsókn á Is- landi. í þessari íslandsreisu gerðu þau víðreist hér heima á Fróni. Fóru m.a. til Akureyrar og allt norður í Mývatnssveit. Skoðuðu ýmis náttúrufyrirbæri, svo sem laugar, hveri, vatnsföll, eldstöðvar og komust að rótum HekluQalls. Kynntu sér líf fólks í borg og byggð og sérstaklega framfarir í landbúnaði. Vakti það undrun þeirra, hversu vélvæðing land- búnaðarins var hér á háu stigi. íslandsvinirnir í Skive - Bergljót og Svend Haugaard eftirAsu Guðmundsdóttur, EbbuLárus- dóttur og Guðfinnu Gissurardóttur Bergljót og Svend Haugaard. Niels sonur þeirra, rafmagnsverk- fræðingur í Kaupmannahöfn, til vinstri 23. janúar 1987 er frú Bergljót Haugaard 70 ára. Hún er norsk að uppruna, fædd 23. janúar 1917 í Gausdal, einum hinna fögru þverdala úr Guðbrandsdal, dóttir skólastjóra þar, en hefur alið mestan sinn aldur í Danmörku eða frá því hún giftist ung Svend Haugaard kennara við Vrá-lýð- skólann og seinna skólastjóra við Store Restrup á Norður-Jótlandi. Skóli þessi var sambland af al- þýðuskóla og verknámsskóla fyrir verðandi búsýslufólk í sveit eða ungmenni, sem ætluðu sér að vinna við sveitabúskap í framtíð- inni. Skólinn var líka undirbún- ingsskóli fyrir meiriháttar búfræðinám í bændaskóla. Á árum þeirra hjóna í St. Rest- rup (1949—1966) var þar, undir þeirra stjórn, rekinn sumarskóli í hússtjóm og bóknámsfögum fyrir stúlkur í Danmörku og víðsvegar að af liinum Norðurlöndunum. — Rösklega 100 stúlkur frá íslandi, úr öllum landshlutum, — sóttu þennan skóla á sinni tíð með til- styrk norræna félagsins hér heima. Þetta var góður heimavist- arskóli og um flesta hluti til fyrirmyndar. Var víða þekktur og naut vinsælda. — Skólasetur þetta hafði áður verið herragarður, meðal hinna stærstu í landinu, — og bar enn dám af því. Ýmsar þekktar ættir landsins sátu þetta óðal, — og eru einna kunnastar Gyldenstjemeættin, sem sat þar 14., 15. og fram á 16. öld og Levetzow-aðallinn frá 1685 og fram á 19. öld. Samtök smábænda í Álaborgaramti keyptu og eign- uðust þetta mikla óðal og lendur þess 1912, — og skiptu því í 50 ný býli, en árið 1914 var á sjálfu óðalssetrinu settur á laggimar smábænda lýðskóli, sem varð brátt nokkurs konar miðskóli, milli lýðskóla og bændaskóla. Hafa ýmsir kunnir bændur hlotið sína undirbúningsmenntun í þess- um skóla og sumir þeirra voru seinna kjömir á þjóðþing Dana. Okkur íslenzku stúlkunum, sem sóttu þennan skóla fyrrum, fannst umhverfi hans einkar fagurt og aðlaðandi. Hinn góði andi og bragur, sem ríktu í þessum skóla, mátti rekja til hinna frábæru stjómenda og húsbænda skólans, en þar réðu ríkjum, eins og áður segir, heiðurshjónin: Bergljót og Svend Haugaard, en bæði tvö voru þau miklir persónuleikar, sem nemendur og kennarar báru virðingu fyrir. Þau hjónin reyndust okkur stúlkunum, sem vorum flestar langt að komnar og víðsvegar að, eins og beztu foreldrar og báru hag okkar og velferð mjög fyrir bijósti. Öllum, sem kynntust þeim, hlaut að þykja vænt um þau, sök- um mannkosta þeirra. Þau voru afar samhent við stjóm skólans. Við fundum til öryggis undir þeirra stjóm og okkur fannst allur bragur þarna eins og bezt gerist á góðu og vönduðu heimili. Seinna var Svend Haugaard kjörinn á þjóðþing Dana (fyrir „Radikale venstre“) og sat hátt í tvo áratugi á þingi og lét þar mikið að sér kveða. Um nokkurt árabil var hann formaður þing- flokks „Radikale venstre" og m.a. sat hann á þingi þann tíma, sem flokksbróðir hans, Hilmar Bauns- gaard, var forsætisráðherra Dana, en einmitt þá var handrita- málið í fullum gangi, sem endaði með því, að Danir skiluðu Islend- ingum handritunum, eins og kunnugt er, en þau fyrstu komu hingað heim 21. apríl 1971. Sjálf- ur var Svend Haugaard eindregið fylgjandi því, eins og aðrir dansk- ir lýðskólamenn og flokksbræður hans einnig, að Danir skiluðu handritunum til sinna heimkynna, heim til íslands, — og skrifaði greinar málinu til stuðnings, t.d. ágæta grein, sem birtist í „Höj- skolebladet“ 22. nóv. 1957, sem bar yfírskriftina: „Hándskrift- erne til Island". í lauslegri þýðingu lauk grein- Fannst þeim ísland vera eins og nýtt land og allt annað land en þau höfðu lesið um og haft spum- ir af. í ársriti skólans 1957, sem er vandað rit, ritar Bergljót skemmtilega grein um þessa Is- landsreisu þeirra hjóna og er hún prýdd myndum héðan. í grein þessari, sem hún kallar blátt áfram — „ísland'* — notar hún tækifærið til þess að minnast á handritin og þörf íslendinga fyrir þau og segir þar m.a. orðrétt í íslenskri þýðingu: „ísland nútím- ans þarfnast handritanna — ekki til þess að þau verði niðurgrafin á einhveiju safni, en sem dýr- gripa, sem munu verða varðveittir af komandi kynslóðum.“ Þessir góðu Islandsvinir, Bergljót og Svend Haugaard, lágu ekki á liði sínu í handritamálinu, fremur en annað lýðskólafólk. ísland átti sannarlega í þeim góða hauka í Store Restrup-skólinn á Norður-Jótlandi. horni, þegar inikið lá við í þessu viðkvæma máli millum tveggja bræðraþjóða. Á þeim þingum Norðurlandar- áðs, sem haldin hafa verið hér á landi, kom Svend Haugaard sem kjörinn fulltrúi danska þjóðþings- ins og var Bergljót nokkrum sinnum með honum. Okkur, nem- endum þeirra, þótti vænt um, hversu hjónin gerðu sér mikið far um að hafa samband við okkur, þrátt fyrir hið mikla annriki og knappa tíma, sem þau höfðu hér, til eigin ferða á meðan á þingi stóð. Mikil var okkar ánægja að fá að hafa þau sem gesti okkar stund og stund, þegar þeim gafst tími til. Þau hafa ætíð verið okkur miklir aufúsugestir. Þau hjónin eru einkar fróð um Island, bæði um menn og mál- efni. Alltaf hafa þau lagt sig fram um að fræðast sem mest um land og þjóð. Þau eru allvel að sér í sögu landsins, fornri og nýrri og bókmenntum, einkum þeim fomu. Heima í Skive leiðir Bergljót lítinn leshring, þar sem lesnar eru íslenzkar bækur og þær ræddar frá ýmsum hliðum. I hvert skipti, sem Svend Haugaard .kom hing- að, var hann ekki í rónni fyrr en hann var búinn að koma á Þing- völl, sem hann leit nánast á sem helga jörð, þar sem elzta núver- andi þing heimsbyggðarinnar hafði verið stofnað. Síðast komu þau hjón, Bergljót og Svend Haugaard, hingað til lands sumarið 1985. Voru þá far- arstjórar fyrir 27 manna hópi áhugafólks um að kynna sér sögu- slóðir Njálu. Þau voru einstaklega heppin með ferðaveður alla dag- ana á Njáluslóðum. ísland skart- aði þá sínu fegursta og allur ferðahópurinn geislaði af gleði yfir því, hversu allir hinir rómuðu sögustaðir Njálu brostu við þeim í sumarblíðunni. Fróðlegt var þá að hlýða á Bergljótu flytja stuttan en áhrifaríkan Njálufyrirlestur yfir þessum útlendu ferðalöngum, sem allir höfðu óslökkvandi áhuga á Njálssögu og umhverfi því, þar sem hinir viðburðaríku atburðir hennar gerst. Greinilegt var, að hún er mjög vel að sér og fær á þessu sviði og menn treystu því, sem hún sagði í þessum fræðum Áhugahópur þessi leit á Njálssögi sem eitt mesta bókmenntaafrek allra tíma. Svend Haugaard lét af þing- mennsku fyrir nokkrum árum — og var langt frá því að hann sett- ist í helgan stein. Er vart unnt að hugsa sér annan mann, sem á jafn annríkt og erilsama daga og hann. Hann er hinn mesti vinnu- þjarkur og afkastamaður og störfum hlaðinn sýknt og heilagt. Hingað til hefir hann gegnt ýms- um störfum fyrir hið opinbera, en er auk þess mikill ferðalangur og eftirsóttur fyrirlesari. Kona hans á þetta sammerkt með honum, enda hefur hún alla tíð staðið dyggilega við hlið manns síns og verið honum mikil hjálparhella. Hann er fæddur þann 30. apríl 1913 og er að verða 74 ára. Hef- ur hann samt enn óbilandi og lifandi áhuga á þjóðmálum og reyndar hveiju því máli, sem snertir mannleg samskipti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hann er mikill og einlægur friðarsinni og það er Bergljót einnig. Og í dag er þessi góða og merka kona — Bergljót Haugaard — 70 ára. Við þijár, sem þetta ritum, vit- um, að við mælum fyrir munn allra hinna hér heima, sem voru á St. Restrup-skóla á sinni tíð, er við segjum: Við, „Restrup-pigeme“, send- um Bergljótu Haugaard og manni hennar, Svend Haugaard, okkar beztu ámaðaróskir og innilegt þakklæti fyrir órofa tryggð þeirra og vinarhug í okkar garð. Heimilisfang þeirra hjóna er: Violvej 2, 7800 Skive, Danmark. Höfundar voru allir nemendur við Store Restrup-skólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.