Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 21
H- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 21 O, sei sei Athugasemd við síðari grein dr. Wolfgangs Edelstein eftir Braga Jósepsson I byrjun desembermánaðara birt- ist grein í Morgnnblaðinu eftir dr. Wolfgang Edelstein. Þar er vikið nokkuð ítarlega að rannsókn minni á námi og kennslu 7 ára barna. Grein þessi hefur á sér fræðilegt yfirbragð en er í raun lævís tilraun tii að gera lítið úr niðurstöðum, sem farið hafa fyrir brjóstið á þessum yfirmanni Max-Planck-rannsóknar- stofnunar menntamála í Vestur- Berlín. I grein þessari úir og grúir af villum, bæði tölfræðilegum og almenns eðlis. Þó hefði mátt ætla að sérfræðingur sem telur sig dóm- bæran um tölfræðileg vinnubrögð ætti að ráða við einföldustu hlutföll. Ég svaraði þessari ritsmíð dr. Wolfgangs í grein sem birtist í Morgunblaðinu 3. janúar. Þar tók ég fyrir, lið fyrir lið, þau atriði sem greinarhöfundur gerði athuga- semdir við efnislega. Það verður ekki endurtekið. Nú hefur dr. Wolfgang sent frá sér aðra grein. Hann hirðir að vísu ekki um að biðjast afsökunar á rangfærslum sínum og útúrsnún- ingi enda greinilegt að honum er mikið í mun að sýna fram á tækni- lega galla í umræddri rannsókn. Og nú birtast ný rök í málinu. I þessari seinni grein sinni segir dr. Wolfgang: „Ábyrgir rannsóknar- menn forprófa að jafnaði spuming- ar sínar og tryggja gildi rannsókna sinna á ýmsan veg.“ Þarna er gefið í skyn að spurningarnar hafí ekki verið forprófaðar. Þær voru hins vegar forprófaðar eins og fyrirliggj- andi gögn bera með sér. Bollalegg- ingar greinarhöfundar út frá þessum röngu forsendum eru því út í hött. Dr. Wolfgang leyfir sér að full- yrða að ég telji að mælingar frumrannsókna þurfi hvorki að vera Hugmyndafræði Hitlers var líka miklu frumstæðari og verr útfærð en hugmyndafræði kommúnista, en það er e.t.v. skiljanlegt, þar sem nasistar ríktu aðeins í fá ár og höfðu ekki tíma til að fínpússa kenningu sína jafn vel og marxistar hafa getað dundað við í tæp sjötíu ár. Það er vert að undirstrika, að innihald hugmyndafræðinnar, sem alræðisherrar beita sér til réttlæt- ingar og til að ná sálrænum tökum á þegnum sínum og erlendum liðs- mönnum, skiptir litlu sem engu máli. Málið er, að menn trúi henni, því völd flokksins byggja á hug- myndafræðinni öllu öðru fremur. Kommúnistar eða nasistar geta ekki komið á alræði nema stór hluti þegnanna trúi á og sé vel kunnugur kenningunni. Þetta er ekki ólíkt því, að kaþólska kirkjan hefur því aðeins völd, að fólk sé kaþólskt. Af þessum sökum er linnulaus og ósvífinn áróður mjög nauðsynlegur alræðisstjórnun, en hér gefst ekki rúm til að ræða þá hlið málsins. Um hugmyndafræði Gúlagsins að öðru leyti er það að segja, að það er skoðun mín, og hefur lengj verið, að allt of miklu púðri sé eytt á hjárænuvísindi þeirra Marx og Leníns. Enginn nennir nú að hrekja „vísindalega" bull það, sem Hitler og menn hans notuðu til að ná sál- rænum tökum á þjóð sinni. Það sem máli skiptir varðandi stjórn nasista eru vcrk hennar. Sama máli gegn- ir um marxista. Framtíðin mun meta þá af verkum slnum. Þau verða munuð löngu eftir að ábúð- armikið orðagjálfur kommúnista og annarra vinstri manna — liðsmanna Gúlagsins — er gleymt. Að deila við marxista er að sýna blóði drif- inni kenningu þeirra virðingu, sem hún á ekki skilið. gildar né áreiðanlegar. Orðalag fræðimannsins er svohljóðandi: „Svo er á honum að skilja, að ekki verði krafist af frumrannsóknum að mælingar séu gildar og áreiðan- legar.“ Ef dr. Wolfgang hefur dregið þessar ályktamr af orðum mínum, sem ég dreg reyndar mjög í efa, þá eru þær ályktanir rangar eins og svo fjölmargt annað sem greinarhöfundur hefur látið frá sér fara. Ég tel reyndar með ólíkindum að forstöðumaður Max-Planck- rannsóknarstofnunar menntamála hafí aldrei séð tölfræðilegar niður- „Þó hefði mátt ætla að sérfræðingur sem telur sig dómbæran um töl- fræðileg vinnubrögð ætti að ráða við einföld- ustu hlutföll.“ stöður settar fram með þeim hætti sem gert er I umræddri skýrslu. Það hefur komið skýrt, fram að umrædd rannsókn er hluti af stærra verkefni, sem nú er verið að vinna að í Grunnskólum Reykjavíkur. í þeim hluta rannsóknarinnar, sem hér er til umræðu og gefinn var út „sem handrit", eins og segir í skýrslunni, er að finna gagnlegar, fræðilegar niðurstöður, sem við- komandi skólamenn kunna vel að meta. Þeir líta ekki svo á að hér sé verið að ráðast á einstaka skóla eða skólategundir, eins og dr. Wolf- gang gefur í skyn. Samvinna við skólastjóra, kenn- ara, foreldra og nemendur hefur verið einstaklega góð. Ég hef lagt mig fram við að vinna þetta verk af samviskusemi og samkvæmt við- urkenndum rannsóknaraðferðum. Viðbrögð dr. Wolfgangs eru honum ekki til sóma og síst til þess fallin að efla rannsóknarstarf í skólamál- um hér á landi. Hann hefði fremur átt að kynna sér það verk sem hér er verið að vinna 5 stað þess að ala á tortryggni. Ég mun ekki svara frekari að- dróttunum um þetta mál í blaða- grein nema sérstakt tilefni gefist til. Hins vegar er ég fús til að ræða við dr. Wolfgang um rannsóknina ef hann hefur í raun áhuga á að kynna sér málið. Höfundur er doktor í uppeldis- fræði og dósent við Kennarahá- skóla Islands. Þú svalar lestrarþörf dagsins áBfóum Moggans! ggr í -s'íSg i " _, m íiÉIWSSÉ Frá kr. 22.478, NÚ ER GLETTILEGA ÓDÝRT AÐ FLJÚGA BEINT TIL ORLANDO Hvort sem þú dvelur í Orlando eða á Madeira Beach, örskammt frá St. Petersburg, áttu dýrðardaga í vændum. Á Flórída getur þú valið úr fjölda skemmti- og veitinga- staða, farið á tónleika, sirkus og kynnst ævintýraheimi Walt Disney, Epcot Center og ótal fleiri staða. Dollarinn er á góðu verði þannig að verðlag er líka sérlega hagstætt. Merb* Hótel Staður Dvöl A Kr. 22.478 Days Inn Orlando 11 dagar B Kr. 26.030 Days Inn Orlando 18dagar C Kr. 25.063 Madeira Place Madeira Beach 11 dagar D Kr. 30.260 Madeira Place Madeira Beach 18dagar $ i ! m i Innifalið í verði er: Flugferðir og gisting. Ókeypis rútuferðir frá Orlando til St. Petersburg. * Verð á mann í 4ra manna fjölskyldu (tvö börn undir 12 ára aldri) Ótal fleiri ótrulega ódýrir möguleikar. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Upplýsingasími: 25100 FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu, Hótel Esju og Álftabakka 10. / Höfundur er ritstjóri bókaflokks- ins íslenskur annáll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.