Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
Lýðræðis-
rásin
Igrein er Ólafur Hauksson, blaðaút-
gefandi og einn umsjónarmanna
þáttarins í takt við tímann, ritar hér
í blaðið í gær og fjallar um pelsasýn-
inguna margfrægu í Bláfjöllum, má
finna þessi fleygu orð: Sjónvarpið er
búðargluggi þjóðarinnar. Persónu-
lega finnst mér þessi setning segja
meira um þá tíma er við lifum en lang-
ar ræður stjórnmálamannanna. Hefði
slík setning getað hrotið úr penna
þeirrar kynslóðar er stofnsetti og
mótaði ríkisútvarpið? Hér rifjast upp
lýsing Jónasar frá Hriflu á einhveijum
mesta eldhuga er Island hefir fóstrað,
Sigurði Guðmundssyni málara: Sig-
urður Guðmundsson sinnti ekki, svo
að heitið gæti, þeim málum, sem gáfu
arð í hönd, heldur eingöngu óarð-
bærum hugsjónum.
HólmgöngustaÖur
En sjónvarpið getur ekki bara
breyst í „búðarglugga þjóðarinnar",
það getur og breyst í hólmgöngustað
eins og áhorfendur sáu í fyrrakveld
þá Sturlumálið bar á góma. Ónefndur
maði'r hringdi í Pál á Bylgjunni í gær
og vildi að oftar yrði sýnt frá Alþingi
og bætti svo við: Til hvers eru svona
margir á þingi og allir þessir auðu
stólar? Ég er innilega sammála mann-
inum um að fjarvistir þingmanna,
spígspor um þingsalinn og kjaftagang-
ur uppvið stól forseta var til hreinnar
skammar fyrir Alþingi. Hér var tekist
á um ákveðin grundvallaratriði lýð-
ræðsins, en alþingismenn líktust sumir
hverjir leikskólakrökkum er nenntu
ekki að hlýða á fóstruna. Sá grunur
læddist að aðákveðinn hópur al-
þingismanna hefði hvorki skilning né
áhuga á þessu mikilsverða máli. En
því skyldu menn ekki gleyma að sjón-
varpið er ágengur og miskunnarlaus
miðill og fram hjá vökulu auga sjón-
varpsvélanna sleppur maðurinn ekki,
sé hann á annað borð innan sjónsviðs
upþtökuvélanna.
Múrar Jeríkó
Hvað varðar þá hugmynd að sýna
meira frá Alþingi í sjónvarpinu þá er
ég því innilega sammála að sjónvarps-
menn mættu vaka yfir umræðum á
Alþingi. Lýðræðislega kjörnir umboðs-
menn okkar er heima sitjum hafa ekki
bara gott af auknu aðhaldi heldur hlýt-
ur lýðræðið að verða virkara og
lífrænna þá múrar hins háa Alþingis
verða ósýnilegir á skerminum og kjós-
endur þáttakendur í rás viðburðanna.
Fyrrgreind útsending frá Sturlumálinu
sýndi hið háa Alþingi sem lokaðan
yfirstéttarklúbb er hafði rænt meiri-
hluta þingmanna jarðsambandi. Þessu
getur sjónvarpið breytt með því að
sýna nánast daglega frá fundum á
hinu háa Alþingi og það sem meira
er — ég vil að sýnt sé frá þingfundum
og fundum í nefndum. Kjósendur eiga
fullan rétt á því að vita hvað þjónar
alþýðunnar eru að bauka. Tími hins
lokaða lýðræðis hlýtur að vera fyrir
bí. Tími hins opna lýðræðis, þar sem
öll þjóðin situr á Alþingi, er í sjónmáli.
Ög ég vil ganga lengra. A fundum
ríkisbankanna eru teknar mikilsverðar
fjármálalegar ákvarðanir er snerta
okkur kjósendur. Þangað skulu sjón-
varpsvélamar. Og hvað um fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur, þar sem
gjarnan er fjallað um daglega hagi
höfuðborgarbúa? Hvernig stendur á
því að sjónvarpsmenn rata ekki inná
þá fundi? Og svo má ekki gleyma öll-
um bæjarstjórnarfundunum úti á landi
og sýslunefndarfundunum. Svo sann-
arlega er af mörgu að taka.
Hvernig lýst mönnum annars á þá
hugmynd að ríkissjónvarpið hleypi af
af stokkunum nýrri rás er við getum
kallað Lýðræðisrásina, þar sem sjón-
varpað verður daglangt frá fundum
þeirra valdsmanna sem kosnir eru til
að stjóma landinu? Við byggjum allt
okkar líf á lýðræðshugsjóninni og það
er aðeins einræðisöflunum í hag að
hindra upplýsingaflæðið frá sölum
þeirra stofnana er hýsa umboðsmenn
lýðsins.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Ingólfur Guðbrandsson með tónsprotann á lofti.
Bylgjan:
Fimmtudagsviðtal
Jónínu Leósdóttur
Spjallað við Ingólf Guðbrandsson
■i í kvöld mun
00 Jónína Leós-
dóttir bjóða
Ingólfi Guðbrandssyni til
sín í hljóðnámu og ræða
við hann um heima og
geima.
Ingólfur er fyrir löngu
orðinn þjóðkunnur maður
— bæði fyrir frumkvöðuls-
störf sín í ferðamálum og
tónlistarmálum. Hann setti
á stofn Ferðaskrifstofuna
Útsýn, sem brátt varð um-
svifamesta ferðaskrifstofa
landsins og hefur svo verið
síðan.
Ekki síður er hann þó
þekktur fyrir tónlistarstörf
sín, en Ingólfur er stjórn-
andi Pólýfónkórsins og
hefur staðið fyrir metnað-
arfyllsta flutningi kórverka
hér á landi.
Jónína mun ræða við
Ingólf um allt mannlegu
viðkomandi, en þess á milli
verður leikin tónlist, sem
Ingólfur mun hjálpa við að
velja.
I
UTVARP
FIMMTUDAGUR
22.janúar
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin. — Jón
Baldvin Halldórsson, Sturla
Sigurjónsson og Guðmund-
ur Benediktsson. Fréttir eru
sagðar kl. 7.30 og 8.00 og
veöurfregnir kl. 8.15. Til-
kynningar eru lesnar kl.
7.25, 7.55 og 8.25.
Guðmundur Sæmundsson
talar um daglegt mál kl.
7.20.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barn-
anna: „Hanna Dóra" eftir
Stefán Jónsson. Ragnheiður
Gyða Jónsdóttir les (14).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.35 Lesiðúrforustugreinum
dagblaðanna.
9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liönum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Morguntónleikar.
a. „Föruljóð" eftir Felix
Mendelssohn. Dietrich
Fischer-Dieskau syngur.
Wolfgang Sawallisch leikur
á pianó.
b. Fiðlusónata í A-dúr eftir
Oesar Franck. Kaja
Danczowska og Krystian
Zimerman leika.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn — Efri
árin. Finnbogi Hermanns-
son ræðir við hjónin Ás-
laugu Jensdóttur og
Valdimar Kristinsson að
Núpi í Dýrafiröi. (Áður út-
varpað í ágúst sl.)
14.00 Miðdegissagan:
„Menningarvitarnir" eftir
Fritz Leiter. Þorsteinn Ant-
onsson les þýðingu sína
(15).
14.30 Textasmiöjan. Lög við
texta Ómars Ragnarssonar.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá
svæðisútvarpi Reykjavikur
og nágrennis.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónskáldatfmi. Leifur
Þórarinsson kynnir.
17.40 Torgið — Menningar-
mál. Umsjón: Þorgeir
Ólafsson.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson
flytur.
19.45 Að utan. Fréttaþáttur
um erlend málefni.
19.55 Vetrardagar i Milanó.
Anna Snorradóttir segir frá.
(Áður útvarpað 9. október
sl.)
20.30 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar islands i
Háskólabiói. Fyrri hluti. Ein-
leikari: Anna Áslaug
Ragnarsdóttir.
a. „Le festin de l'araignée"
eftir Albert Roussel.
b. Pianókonsert í a-moll op.
54 eftir Robert Schumann.
Kynnir: Jón Múli Árnason.
21.20 Bronsriddarinn fallinn.
Illugi Jökulsson segir frá
Puskjin, einkum dauða
hans, en i þessum mánuði
eru 150 ár siðan hann féll
í einvigi.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Fimmtudagsumræðan.
Stjórnandi: Þórir Jökull Þor-
steinsson.
23.10 Kvöldtónleikar
a. Sónatina i F-dúr K.547
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR
23. janúar
18.00 Litlu Prúðuleikararnir
(Muppet Babies) 26. þáttur.
Teiknimyndaflokkur eftir Jim
Henson. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
18.25 Stundin okkar — Endur-
sýning. Endursýndur þáttur
frá 18. janúar.
19.00 Á döfinni
19.10 Þingsjá
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Spítalalíf
(M*A*S*H) Sextándi þáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur sem gerist á neyðar-
sjúkrastöð bandaríska
hersins í Kóreustríðinu. Að-
alhlutverk: Alan Alda.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingarogdagskrá
20.35 í þorrabyrjun
Haukur Morthens og hljóm-
sveit flytja lög af ýmsu tagi.
Sum tengjast frosti og fönn-
um, önnur hækkandi sól og
sumri og mörg ástinni.
Sveinn Guöjónsson ræðir
vð Hauk milli atriða. Stjórn
upptöku: Gunnlaugur Jón-
asson.
21.25 Fröken Marple
Fingurinn — Síðari hluti.
(The Moving Finger).
Breskur sakamálamynda-
flokkur um eina vinsælustu
söguhetju Agöthu Christie.
Aðalhlutverk Joan Hickson.
Þýðandí Veturliði Guðna-
son.
22.20 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Hallur
Hallsson.
22.50 Seinni fréttir
22.55 Gripiö þjófinn
(To Catch a Thief)
Bandarisk biómynd frá árinu
1955. Leikstjóri Alfred
Hitchcocx. Aðalhlutverk
Grace Kelly og Cary Grant.
Alræmdur innbrotsþjófur
hefur sest í helgan stein.
Hann veröur þess þá visari
að einhver hefur tileinkað
sér vinnubrögð hans og
ákveður að finna skálk þann
í fjöru. Þýðandi Þorsteinn
Þórhallsson.
no.45 Dagskrárlok.
STODTVO
FIMMTUDAGUR
22. janúar
§ 17.00 Myndrokk.
§ 18.00 (þróttir. Umsjónar-
maður er Heimir Karlsson.
19.00 Teiknimynd. Glaefra-
músin (Dangermouse).
19.30 Fréttir.
19.55 Ljósbrot. Kynntir eru
ýmsir dagskrárliöir á Stöð 2
ásamt því að stiklað er á
þvi helsta sem er að gerast
i menningarlífinu hverju
sinni. Umsjón annast Val-
gerður Matthíasdóttir.
20.15 Morðgáta (Murder
She Wrote). Bandarískur
framhaldsn.yndaflokkur
með Angela Lansbury i að-
alhlutverkum.
§ 21.00 Hugleysinginn (Cow-
ard Of The County).
Bandarísk kvikmynd með
Kenny Rogers i aðalhlut-
verki. Viö andlát föður sins,
sem dó í fangelsi, gaf
Tommy Spencer loforð um
að hann myndi aldrei gera
neinum mein. Verður þetta
þess valdandi að hann verð-
ur kallaöur hugleysingi af
mörgum, sérstaklega þegar
seinni heimsstyrjöldin hefst
og hann kemst undan her-
skyldu. Leikstjori er Dick
Lowry.
§ 22.35 Hinir ósigruðu
(The Undefeated).
Bandarísk kvikmynd með
John Wayne, Rock Hudson,
Bruce Cabot í aðalhlutverk-
um. Myndin segir frá forn-
um fjendum sem taka
höndum saman að þræl-
astriðinu loknu um að fara
til Mexíkó. Á leiðinni lenda
þeir í ýmsum hrakningum
en þeir deyja ekki ráðalaus-
ir.
00.25 Dagskrárlok.
Þeir dagskrárliðir Stöðv-
ar tvö, sem sendir eru
út læstir, eru auðkenndir
með tákninu §.
eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. György Pauk og
Peter Frankl leika.
b. Strengjakvartett nr. 8 i
e-moll op. 59 nr. 2 eftir
Ludwig van Beethoven.
Budapest-kvartettinn leikur.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
22. janúar
9.00 Morgunþáttur i umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Sigurðar Þórs Salvarssonar.
Meöal efnis: Tónleikar helg-
arinnar, tvennir tímar á
vinsældalistum, verðlauna-
getraun og ferðastund með
Sigmari B. Haukssyni.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist i
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Hingað og þangaö um
dægurheima með Inger
Önnu Aikman.
15.00 Djass og blús. Vern-
haröur Linnet kynnir.
16.00 Tilbrigði. Þáttur i umsjá
Hönnu G. Siguröardóttur.
17.00 Tekið á rás. Samúel Örn
Erlingsson lýsir leik íslend-
inga og Vestur-Þjóðverja f
Rostcok á Eystrasaltsmót-
inu i handknattleik.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti rásar tvö.
Gunnlaugur Helgason kynn-
ir tiu vinsælustu lög vikunn-
ar.
21.00 Gestagangur hjá Ragn-
heiði Davíösdóttur.
22.00 Rökkurtónar. I þessum
þætti veröur rætt um söngv-
arana Natalie Cole og
Johnny Mathis og ennfrem-
ur um King Cole-tríóiö.
Stjórnandi: Svavar Gests.
23.00 Svifflugur. Hákon Sigur-
jónsson kynnir Ijúfa tónlist
úr ýmsum áttum.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
17.30-18.30 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
- FM 90,1
18.00-19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni -
FM 96,5
Má ég spyrja? Umsjón:
Finnur Magnús Gunnlaugs-
son. M.a. er leitað svara við
spurningum hlustenda og
efnt til markaöar á Markaðs-
torgi svæöisútvarpsins.
989
'BYLGJANi
W FIMMTUDAGUR
22. janúar
07.00—09.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður litur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Tapað — fund-
ið, opin lína, mataruppskrift-
ir og sitthvað fleira.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Haröar-
dóttur.
Fréttapakkinn. Jóhanna og
fréttamenn Bylgjunnar fylgj-
ast með þvi sem helst er i
fréttum, segja frá og spjalla
við fólk. Flóamarkaöurinn
erá dagskrá eftirkl. 13.00.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Pétur spil-
ar siðdegispoppið og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Tónlistar-
gagnrýnendur segja álit sitt
á nýútkomnum plötum.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00—19.00 Hallgrimur
Thorsteinsson í Reykjavík
síðdegis. Þægileg tónlist
hjá Hallgrimi, hann litur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk-
ið sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—20.00 Tónlist með
léttum takti.
20.00—21.30 Jónína Leós-
dóttir á fimmtudegi. Jónína
tekur á móti kaffigestum og
spilar tónlist að þeirra
smekk.
21.30—23.00 Spurningaleikur
Bylgjunnar. Jón Gústafsson
stýrir verðlaunagetraun um
popptónlist.
23.00—24.00 Vökulok. Frétta-
tengt efni og þægileg tónlist
i umsjá fréttamanna Bylgj-
unnar.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist og upp-
lýsingar um veöur.
ALFA
. Kristlleg átvarpsstM.
FM 102,9
FIMMTUDAGUR
22. janúar
13.00—16.00 Hitt og þetta i
umsjón Hafsteins Guð-
mundssonar.
20.00—24.00 Blandaður þátt-
ur i umsjón Magnúsar
Gunnarssonar og Óla Jóns
Ásgeirssonar
Alfa FM 102,9 er kristileg
útvarpsstöð og er styrkt af
kristnu fólki á íslandi og
færum við öllum stuönings-
aðilum okkar þestu þakkir
og óskir um gæfuríkt ár.