Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 59
Bjarni Guðmundsson:
Mjög
gott
„ÞETTA var reglulega gott og
skemmtilegt allt saman. Við náð-
um að taka okkur á í síðari
hálfleik eftir frekar dapran fyrri
hálfleik,11 sagði hornamaðurinn
snjalli, Bjarni Guðmundsson, eftir
leik íslands og Ausdtur-Þýska-
lands i gærkvöldi
Bjarni lék vel eins og reyndar
allir leikmenn íslenska landsliðs-
ins. Hann fékk, í fyrri hálfleik, mjög
góð marktækifæri en hinum frá-
bæra markverði, Wieland Schmidt,
tókst að verja frá honum. íslenska
liðið fékk 12 tækifæri úr dauðafær-
um en Schmidt varði alltaf. Er ekki
full mikið að fara þannig með 12
dauðafæri?
„Jú, auðvitað er það full mikið,
en þetta er nú einu sinni svona í
handknattleiknum. Mér fannst
vörnin hjá okkjur mjög góð og hún
ásamt góðri markvörslu Einars
bjargaði jafnteflinu. Leikkerfi okkar
gengu þokkalega upp miðað við
stuttan æfingartíma og okkurtókst
að túlka það sem Bodgan setti
fyrirokkuráður en leikurinn hófst.
Þorgils Óttar
Mathiesen fyrirliði:
„ÞETTA var betra en ég bjóst við
fyrirfram og sérstaklega þegar
haft er í huga að undirbúningurinn
hefur ekki verið neinn fyrir þetta
mót. Ég er auðvitað ánægður með
þá staðfestingu sem við fengum
nú um að við værum meðal þeirra
bestu í heiminum í handknattleikn-
um í dag. Annar fannst mér leikur-
inn sem slíkur ekki nógu góður.
Bæði liðin gerðu mikið af mistök-
um og sóknarleikurinn hjá okkur
greinilega ekki nógu samæfður.
Það var dálítið svekkjandi í lokin
að tapa niður þessu marki sem við
höfum yfir en á hinn bóginn má
segja að við höfum verið heppnir
þegar Bjarni stal boltanum og
skoraði okkar 17 mark. Jafntefli
gegn A-Þjóðverjum hér í Rostock
þar sem þeir hafa ekki tapað lands-
leik hlýtur að vera gott.
- Hvað rædduð þið um í leik-
hléi?
Það var nú ekkert annað en það
sem við gerum venjulega. Við ák-
váðum að berjast eins og við
gætum næstu 30 mínúturnar og
það tókst okkur. Ég var látinn taka
Wahl úr umferð en það hef ég
gert áður þannig að það var ekk-
ert mál, þannig séð,“ sagði Þorgils
Óttar fyrirliði að lokum.
Sfmamynd/ADN
• Bjarni Guðmundsson skoraði 17. og síðasta mark íslands f leiknum í gær er aðeins 17 sekúndur voru eftir af leiknum - en það dugði ekki
til sigurs því A-Þjóðverjar náðu að jafna. Hór svífur Bjarni inn af Ifnu og skorar eitt þriggja marka sinna í leiknum. Wieland Schmidt er f
markinu. Dirk Schnell og Stefan Hauck fylgjast með.
íslendingar hárs-
breidd frá sigri
Frá Skúla Sveinssynl, blaöamanni Morgunblaðsins, I Rostock.
Eystrasaltskeppnin:
Skúli Sveinsson
skrifar frá
Austur-Þýskalandi
Það er víst óhætt að segja að
fslenska landsliðið f handknatt-
leik hafi komið skemmtilega á
óvart f gær er það gerði jafntefli,
17:17, við Austur-Þjóðverja í opn-
unarleik Eystrasaltskeppninnar.
Nokkuð sem engan óraði fyrir. í
leikhléi hafði Austur-Þýskaland
fjögurra marka forustu, 11:7.
Það munaði ekki nema hárs-
breidd, eða þremur sekúndum, að
ísland næði að vinna sinn annan
sigur á Austur-Þjóðverjum í hand-
knattleik. Staðan var 17:16 fyrir
ísland, og Bjarni Guðmundsson
hafði skorað úr hraðaupphlaupi er
17 sekúndur voru eftir. Pysall náði
þó að jafna er þrjár sekúndur voru
eftir með langskoti og var þetta
jafnframt eina mark þessa
skemmtilega leikmanns íleiknum.
Það gekk ágætlega framan af í
fyrri hálfleik og staöan um tíma
5:2 en síðan kom herfilegur kafli
hjá íslenska liðinu þar sem þýskir
skoruðu átta mörk í röð og staðan
þá orðin 10:5. Aðeins tókst að laga
stöðuna fyrir leikhlé.
í síðari hálfleik fór vörnin fyrir
alvöru í gang og mér er til efs að
íslenska liðið hafi áður leikið eins
sterkan varnarleik og það gerði í
gær. Austurþýska liðið skoraði
aðeins sex mörk í síðari hálfleik
og einu sinni liðu þrettán mínútur
milli marka hjá þeim. Einar Þor-
varðarson komst í stuð í markinu
og Þorgils Ottar tók Frank Wahl
úr umferð en kappinn sá hafði
gert fimm mörk í fyrrihálfleik.
Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari:
í íslenska liðinu er erfitt að taka
einhvern einn útúr, nema ef vera
skyldi Einar í markinu. Hann varði
mjög vel í leiknum og sérstaklega
í síðari hálfleik. Alls varði hann 12
skot og flest þeirra voru í opnum
færum. Öðru vísi færi fengu þjóð-
verjar ekki gegn sterkri vörn
íslands.
Um aðra leikmenn er aðeins
hægt að segja að allir léku vel,
menn geröu auðvitað mistök en
slíkt er eðlilegt þegar lið er að
koma saman í fyrsta sinn í marga
mánuði.
Wieland Schmiedt markvörður
Austur-Þjóðverja, var að öðrum
ólöstuðum besti maður vallarins.
Hann varði 18 skot í leiknum og
flest úr þannig færum að ekki átti
að vera möguleiki að verja. Skytt-
um liðsins voru mislagðar hendur
ef Whal er undanskilinn. Hauck
skoraði til dæmis ekkert mark í
leiknum og eru örugglega ár og
dagar síðan hann hefur leikið eins
ílla.
Þjóðverjar skoruðu níu mörk úr
hraðaupphlaupum, fimm með
skotum fyrir utan og þar var Wahl
og fjögur af línunni.
Skiptingin hjá íslandi var þannig
að flest mörk voru gerð af línunni,
fimm talsins, fjögur úr hraðaupp-
hlaupum, þrjú úr vítum og annað
eins með skotum utan að velli. Tvö
markanna voru gerð með gegnum-
brotum.
Slakir og hlutdrægir dómarar
voru franskir.
Mörk íslands: Kristján Arason 5/3, Þor-
gils Óttar Mathisen 4, Bjarni Guðmunds-
son 3, Guömundur Guðmundsson 2,
Sigurður Gunnarsson, Alfreð Gislason og
Geir Sveinsson eitt mark hver.
Mörk Austur-Þýskalands: Wahl 5,
Schnell 4, Wiegert 4, Borchardt 2, Strauch
1, Pysall 1.
Góð úrslit en leik-
urinn var ekki góður
„ÞETTA voru góð úrslit en leikur-
inn fannst mór ekki mjög góður.
Bæði liðin gerðu sig sek um mik-
iðaf mistökum," sagði Bogdan
Kowalczyk landsliðsþjálfari eftir
jafnteflið gegn A-Þjóðverjum.
„Bæði og Austur-Þjóðverjar og
íslendingar koma til þessa móts
frekar illa undirbúnir. Þýzk lið hafa
verið í evrópukeppni félagsliða að
undanförnu og leikmenn sem leika
þar léku illa í dag og hvað okkur
varðar hafa leikmenn verið að
tínast hingað síöustu dagana og
því lítið um samæfingu.
Jafntefli gegn Austur-Þjóðverj-
um er alltaf jafntefli og við erum
auðvitað ánægðir með það. Ann-
ars eru úrslitin í leikjum okkar hér
ekki númer eitt. Það skiptir mestu
máli fyrir okkur að ná góðum leikj-
um og að strákarnir geri það sem
fyrir þá er lagt. Við erum ekki í sem
bestri æfingu um þessar mundir,
ailur okkar undirbúningur miðast
við Ólympíuleikana í Seul þannig
að við stefnum aðeins að því að
leika vel hér í þessu móti“.
-Hvernig fannst þér Schmidt
standa sig í markinu í dag?
„Það er okkar leyndarmál hvern-
ig okkur finnast leikmenn annarra
þjóða leika, við eigum eftir að
mæta þeim aftur og því vil ég ekki
segja Schmiedt hvernig mér
fannst hann og hvað hann hefði
getað gert betur," svaraði Bogdan
brosandi. Síðan bætti hann við:
„Schmidt er í mínum huga alltaf
góður og hefur verið undanfarin
12 ár. Hann ásamt Vestur-Þjóö-
verjanum Andreas Thiel eru bestu
markverðir heims."
Skot Mörk Varin Yfir eða framhjá i stöng Feng- in víti Knetti glataö línus. sem gefur mark Skota- nýting
Einar Þorv.son 11 1
Guðmundur Hrafnkelsson
Geir Sveinsson 1 1 100%
Guömundur Guðmundsson 4 2 2 1 1 50%
Bjarni Guömundsson 6 3 2 1 3 1 50%
Sigurður Gunnarsson 5/1 1 3/1 1 1 1 20%
Páll Ólafsson 2 2 1 1
Kristján Arason 12/3 5/3 7 2 41,6%
Alfreð Gíslason 3 1 2 1 1 33%
Þorgils Óttar Mathiesen 5 4 1 2 1 80%