Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 39 Niðurstaða könnunar Verðlagsstofnunar: Mjög mikil verðsamkeppni ríkir á bifreiðamarkaðnum VERÐBREYTINGAR Á FÓLKSBIFREIÐUM Á ÁRINU 1986. Smásöluverð án ryðvamar (þús. kr.) Tegund Sala 1986, fjöldi bífreiða Verð fyrir tollalækkun, febrúar VERÐ EFTIR TOLLALÆKKUN mars-apríl nóvember-desember Verðbreytingar i % BMW 316 31 746 518 587 13% CHEVROLET MONZA 265 548 414 451 9% DAIHATSU CHARADE 615 389 280 314 12% F1AT UNO 332 229 265 16% FORD SIERRA 132 499 350 453" 29% HONDA CIVIC 151 490 348 376 8% LADA LUX 410 260 182 203 11% MAZDA 323 591 442 317 338 7% SAAB 900 161 798 576 625 8% SKODA 590 218 152 164 8% SUBARU 1800 um 700 700 521 581 12% TOYOTA COROLLA 614 419 309 359 16% VOLKSWAGEN GOLF 285 568 391 464 19% VOLVO 244 214 758 550 619 13% 11 Verö frá 1. október 1986 VERÐLAGSSTOFNUN gerði nýlega ítarlega könn- un á verðbreytingum á fólksbifreiðum á árinu 1986. Athugaðar voru breytingar á verði og verð- myndun á 14 bifreiðateg- undum sem voru dæmigerðar fyrir verð- lagningu bifreiða hjá 13 bif reiðaumboðum. I frétt frá Verðlagsstofnun um könnunina segir: „Eins og kunnugt er voru tollar á bifreiðum lækkaðir allmikið 1. mars á síðasta ári. Voru bifreið- aumboð hvött til að hafa óbreytta álagningu í prósentum eftir tolla- lækkunina, sem í raun hafði þau áhrif að upphæð álagningarinnar lækkaði. Af þeim sökum beindist athygli Verðlagsstofnunar m.a. að þætti álagningar í bifreiðaverð- inu. Helstu niðurstöður könnunar- innar voru þessar: — Ekkert gefur vísbendingu um að álagning hafi hækkað al- mennt á árinu. Dæmi eru um hækkun álagningar þar sem hún var lág áður en jafnframt eru dæmi um álagningarlækkun. — Mjög mikil verðsamkeppni ríkir á bifreiðamarkaðnum. Um- boðin hafa m.a. þurft að hafa hliðsjón af verðinu á þeim bílum sem keppinautar þeirra hafa til sölu er þeir ákveða eigið verð. Eru dæmi um að umboð hafa ekki getað hleypt erlendri verð- hækkun út í verðlagið nema að hluta til vegna samkeppni. Um- boðsmenn hafa vegna samkeppni haldið niðri kostnaði með ýmiss konar hagræðingu t.d. innkaupum á miklu magi, markvissri lækkun flutningskostnaðar o.fl. — Ekkert samráð er á milli bifreiðaumboða um verðlagningu. Mismunandi verðmyndun, þ.m.t. álagning, verðákvarðanir o.fl. sýnir að hvert umboð hagar verð- lagningunni eftir eigin rekstri og markaðsáðstæðum. — Öll gögn sem Verðlagsstofn- un hefur athugað benda til þess að íslenskir innflytjendur bifreiða sæki mjög hart að hinum erlendu seljendum til að ná sem lægstu verði og sem bestum kjörum. Bifreiðaverð hækkaði mismikið á árinu 1986 og réði þróun geng- is einstakra gjaldmiðla og erlend- ar verðhækkanir mestu þar um. Hér verða sem dæmi gefnar skýrningar á verðhækkun þeirra bifreiða sem mest hækkuðu í veðri: - BMW 316 hækkaði um 13% frá 4. mars til 22. desember. Á þeim tíma var gengisbreyting, ásamt erlendri verðhækkun alls 12%. - FIAT UNO hækkaði í verði um 16%. Erlend verðhækkun frá verksmiðju ásamt breytingu á gengi svissneska frankans, en það er sá gjaldmiðill sem Fiat-bifreið- irnar eru greiddar með, voru tæp 17%. - FORD SIERRA hækkaði í verði um 29% á tímabilinu 18. niars til 1. október. Bifreiðirnar sem seldar voru í upphafi voru keyptar af umframbirgðum í Danmörku og voru á eins konar tilboðsverði. Bifreiðirnar sem seldar voru síðar á árinu voru í innkaupum 27% dýrari í dönskum krónum en þær fyrr- nefndu. Gengi dönsku krónunn- ar hækkaði á tímabilinu um 6,5%. Samtals námu því erlenda verðhækkunin og gengisbreyt- ingin tæpum 35%. - TOYOTA COROLLA hækk- aði í verði um 16% frá 17. mars til 25. nóvember. Á sama tíma hækkuðu erlenda verðið og geng- ið á japanska jeninu samtals um rúm 15%. — VOLVO 244 kostaði tæp- lega 13% meira í lok nóvember en í byrjun apríl. Á sama tíma hækkaði verðið frá hinum erlenda framleiðanda um tæp 10% og gengi sænsku krónunnar um rúm 3%. Innkaupsverðið hækkaði þannig um rúmlega 13%. - VOLKSWAGEN GOLF hækkaði úr 391 þús. kr. í 464 kr. frá 7. apríl til 24. nóvember eða um 19%. Gengi vestur-þýska marksins hækkaði á þessum tíma um 14,2% en erlend hækkun var rúm 5%. Heildarhækkun á inn- kaupsverði var því um 20%. Það skal tekið sérstaklega fram að í samanburði Verðlagsstofnun- ar á verðhækkun bifreiða var nýrri árgangur á markaðnum á seinni hluta ársins en á fyrri hlut- anum. Loks skal á það bent að á síðustu vikum hefur orðið mikil röskun á gengi enistakra gjald- miðla þannig að bifreiðaverð er nú annað en það verð sem fram kemur í þessari könnun Verðlags- stofnunar." Þetta er auglýsing frá S Mæörabúöinni Stórkostleg útsala afsláttur Mikið úrval af barnafatnaði á 0—10 ára. Peysur frá kr. 395. Jogging frá kr. 470. Buxur frá kr. 490. Bankastræti 4, sími 12505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.