Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 39

Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 39 Niðurstaða könnunar Verðlagsstofnunar: Mjög mikil verðsamkeppni ríkir á bifreiðamarkaðnum VERÐBREYTINGAR Á FÓLKSBIFREIÐUM Á ÁRINU 1986. Smásöluverð án ryðvamar (þús. kr.) Tegund Sala 1986, fjöldi bífreiða Verð fyrir tollalækkun, febrúar VERÐ EFTIR TOLLALÆKKUN mars-apríl nóvember-desember Verðbreytingar i % BMW 316 31 746 518 587 13% CHEVROLET MONZA 265 548 414 451 9% DAIHATSU CHARADE 615 389 280 314 12% F1AT UNO 332 229 265 16% FORD SIERRA 132 499 350 453" 29% HONDA CIVIC 151 490 348 376 8% LADA LUX 410 260 182 203 11% MAZDA 323 591 442 317 338 7% SAAB 900 161 798 576 625 8% SKODA 590 218 152 164 8% SUBARU 1800 um 700 700 521 581 12% TOYOTA COROLLA 614 419 309 359 16% VOLKSWAGEN GOLF 285 568 391 464 19% VOLVO 244 214 758 550 619 13% 11 Verö frá 1. október 1986 VERÐLAGSSTOFNUN gerði nýlega ítarlega könn- un á verðbreytingum á fólksbifreiðum á árinu 1986. Athugaðar voru breytingar á verði og verð- myndun á 14 bifreiðateg- undum sem voru dæmigerðar fyrir verð- lagningu bifreiða hjá 13 bif reiðaumboðum. I frétt frá Verðlagsstofnun um könnunina segir: „Eins og kunnugt er voru tollar á bifreiðum lækkaðir allmikið 1. mars á síðasta ári. Voru bifreið- aumboð hvött til að hafa óbreytta álagningu í prósentum eftir tolla- lækkunina, sem í raun hafði þau áhrif að upphæð álagningarinnar lækkaði. Af þeim sökum beindist athygli Verðlagsstofnunar m.a. að þætti álagningar í bifreiðaverð- inu. Helstu niðurstöður könnunar- innar voru þessar: — Ekkert gefur vísbendingu um að álagning hafi hækkað al- mennt á árinu. Dæmi eru um hækkun álagningar þar sem hún var lág áður en jafnframt eru dæmi um álagningarlækkun. — Mjög mikil verðsamkeppni ríkir á bifreiðamarkaðnum. Um- boðin hafa m.a. þurft að hafa hliðsjón af verðinu á þeim bílum sem keppinautar þeirra hafa til sölu er þeir ákveða eigið verð. Eru dæmi um að umboð hafa ekki getað hleypt erlendri verð- hækkun út í verðlagið nema að hluta til vegna samkeppni. Um- boðsmenn hafa vegna samkeppni haldið niðri kostnaði með ýmiss konar hagræðingu t.d. innkaupum á miklu magi, markvissri lækkun flutningskostnaðar o.fl. — Ekkert samráð er á milli bifreiðaumboða um verðlagningu. Mismunandi verðmyndun, þ.m.t. álagning, verðákvarðanir o.fl. sýnir að hvert umboð hagar verð- lagningunni eftir eigin rekstri og markaðsáðstæðum. — Öll gögn sem Verðlagsstofn- un hefur athugað benda til þess að íslenskir innflytjendur bifreiða sæki mjög hart að hinum erlendu seljendum til að ná sem lægstu verði og sem bestum kjörum. Bifreiðaverð hækkaði mismikið á árinu 1986 og réði þróun geng- is einstakra gjaldmiðla og erlend- ar verðhækkanir mestu þar um. Hér verða sem dæmi gefnar skýrningar á verðhækkun þeirra bifreiða sem mest hækkuðu í veðri: - BMW 316 hækkaði um 13% frá 4. mars til 22. desember. Á þeim tíma var gengisbreyting, ásamt erlendri verðhækkun alls 12%. - FIAT UNO hækkaði í verði um 16%. Erlend verðhækkun frá verksmiðju ásamt breytingu á gengi svissneska frankans, en það er sá gjaldmiðill sem Fiat-bifreið- irnar eru greiddar með, voru tæp 17%. - FORD SIERRA hækkaði í verði um 29% á tímabilinu 18. niars til 1. október. Bifreiðirnar sem seldar voru í upphafi voru keyptar af umframbirgðum í Danmörku og voru á eins konar tilboðsverði. Bifreiðirnar sem seldar voru síðar á árinu voru í innkaupum 27% dýrari í dönskum krónum en þær fyrr- nefndu. Gengi dönsku krónunn- ar hækkaði á tímabilinu um 6,5%. Samtals námu því erlenda verðhækkunin og gengisbreyt- ingin tæpum 35%. - TOYOTA COROLLA hækk- aði í verði um 16% frá 17. mars til 25. nóvember. Á sama tíma hækkuðu erlenda verðið og geng- ið á japanska jeninu samtals um rúm 15%. — VOLVO 244 kostaði tæp- lega 13% meira í lok nóvember en í byrjun apríl. Á sama tíma hækkaði verðið frá hinum erlenda framleiðanda um tæp 10% og gengi sænsku krónunnar um rúm 3%. Innkaupsverðið hækkaði þannig um rúmlega 13%. - VOLKSWAGEN GOLF hækkaði úr 391 þús. kr. í 464 kr. frá 7. apríl til 24. nóvember eða um 19%. Gengi vestur-þýska marksins hækkaði á þessum tíma um 14,2% en erlend hækkun var rúm 5%. Heildarhækkun á inn- kaupsverði var því um 20%. Það skal tekið sérstaklega fram að í samanburði Verðlagsstofnun- ar á verðhækkun bifreiða var nýrri árgangur á markaðnum á seinni hluta ársins en á fyrri hlut- anum. Loks skal á það bent að á síðustu vikum hefur orðið mikil röskun á gengi enistakra gjald- miðla þannig að bifreiðaverð er nú annað en það verð sem fram kemur í þessari könnun Verðlags- stofnunar." Þetta er auglýsing frá S Mæörabúöinni Stórkostleg útsala afsláttur Mikið úrval af barnafatnaði á 0—10 ára. Peysur frá kr. 395. Jogging frá kr. 470. Buxur frá kr. 490. Bankastræti 4, sími 12505

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.