Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 lan Rush skoraði og Liverpool vann! • Bogdan Wenta fór á kostum [ gær. Snjall leikmaður eins og íslendingar sáu á dögunum f leikj- um Víkings og Gdansk. Pólverjar sigruðu PÓLVERJAR gerðu sér li'tið fyrir og unnu Sovétmenn óvænt í fyrsta leik sínum í Eystrasalts- keppninni í gær með 27 mörkum gegn 24 eftir að hafa haft yfir 13:10 í leikhléi. Leikurinn liðanna var mjög skemmtilegur á að horfa en ekki að sama skapi góður. Bæði liðin leika óagaðan handknattleik þar sem mest er byggt á einstaklings- framtakinu. Lítið er um leikkerfi þar sem heildin vinnur saman en þess í stað eru hinir geysisterku einstaklingar beggja liða látnir njóta sín. Þetta gerir það að verk- um að gaman er að horfa á leiki liðanna. Það voru Pólverjar sem höfðu yfir mest allan tímann þó svo mun- urinn væri aldrei mikill, þetta 1 til 3 mörk. Bodgan Wenta fór á kost- um hjá Pólverjum og var bókstaf- lega allt í öllu. Gamli refurinn Jerzy Klempel átti einnig góðan dag og varamarkvörður liðsins, Wieslaw Goliat, gerði sér lítil fyrir og varði öll þrjú vítaköst sem Sovétmenn fengu í leiknum. Hjá Sovétmönnum bar einna mest á hinum tröllvaxna línu- manni, Andrej Zepkin, sem hvað eftir annað skoraði skemmtilega á línunni. Af leik þessara liða er Ijóst að íslenska liöið verður að leika vel ef þeir ætla að eiga möguleika gegn þessum hávöxnu og þreknu leikmönnum. ísland leikur við Pól- land á morgun, föstudag, og á laugardaginn gegn Sovétríkjunum. Báðir þessir leikir fara fram í Wi- smar. Körfubolti: Leikið íkvöld TVEIR leikir fara fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik i kvöld. Haukar og KR leika i Hafnarfirði og ÍBK og Fram í Keflavik. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. UMFG og ÍR leika í 1. deild karla kl. 20.00 í Grindavík og ÍBK mætir Haukum í 1. deild kvenna í Keflavík kl. 21.30. Fyrsta jaf ntef lið -Beglin fótbrotnaði Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morg- unblaðsins á Englandi. LIVERPOOL sigraði Everton 1:0 með marki lan Rush fjórum mínútum fyrir leikslok í deild- arbikarnum i' gærkvöldi og Arsenal sigraði Nottingham Forest, 2:0. Metaðsókn var á Goodison Park í gærkvöldi, eða 53 þús- und áhorfendur. Það byrjaði heldur illa fyrir Liverpool því Jim Beglin var borinn af leikvelli fótbrotinn eftir aðeins 25 mínútur. Hann lenti í samstuði við Gary Stevens með fyrr- greindum afleiðingum. Það var svo markamaskínan lan Rush sem skoraði sitt 26. mark á tímabilinu fyrir Liverpool 4 mín. fyrir leikslok og tryggði sigur- inn. Liverpool er því komið í fjögurra liða úrslit deildarbikar- keppninnar og einnig Arsenal. Charlie Nicholas og Martin Hayes skoruðu mörkin fyrir Arsenal í 2:0 sigri gegn Forest. í ensku bikarkeppninni voru fjórir leikir. Newcastle sigraði Northampton, 2:1, Sheffield United sigraði Brighton, 2:1, Norwich sigraði Hudersfield, 4:2 og Chelsea vann Aston Villa eftir framlenginu, 2:1. Paul Goddard og Andy Thomas skoruðu fyrir Newcastle gegn Northampton á St. James’s Park þar sem áhorfendur voru 23.000. Fyrir Norwich skoruðu Philan, Rosero, Drinkell og Gordon. Gordon Durie og Mike Hazard skoruðu fyrir Chelsea á Stamford Bridge en Steve Hunt gerði mark Villa. í skosku úrvalsdeildinni fóru fram tveir leikir. Celtic sigraði Hibernian, 1:0, og skaust þar með uppfyrir Rangers á toppi deildarinnar. David Provan skoraði eina mark leiksins. Þá sigraði Aberdeen Hearts, 2:1, í skosku úrvalsdeildinni. Símamynd/ADN • Ingolf Wiegert, hinn harðskeytti li'numaður og fyrirliði Austur- Þjóðverja, skorar eitt marka sinna í gær. Á myndinni sjást einnig Páll Ólafsson, Peter Pysall og Kristján Arason. , Varnarleikur Islands f rábær - sagði Wiegert fyrirliði Austur-Þjóðverja „VARNARLEIKUR íslands var það sem gerði útslagið í þessum leik. Hann var alveg frábær og einnig markvarslan," sagði hinn stór- skemmtilegi línumaður og fyrir- liði Austur-Þýskalands Ingolf Wiegert í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir jafntefli ís- lands og Austur-Þýskalands. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og vorum undir það búnir en þegar margir leikmenn í liði okkar leika ekki vel eins og í kvöld getum við ekki unnið jafn gott lið og ísland. Þegar Þorgils Óttar tók Frank Wahl úr umferð, var eins og við dyttum úr sambandi og ekkert gekk upp hjá okkur. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt jafn- tefli." Getum þakkað Schmidt fyrir að ná jaf ntefli - sagði Paul Tiedemann þjálfari Austur-Þjóðverja „ÉG held að við getum verið þakklátir fyrir að fá annað stigið úr þessum leik og fyrst og fremst var það frábær markvarsla Schmidt sem færði okkur annað stigið," sagði Paul Tiedemann, þjálfari Austur-Þýskalands eftir leikinn gegn islandi í gær. „ísland er með eitt af bestu handknattleiksliðum heims og það er enginn skömm fyrir okkur að gera jafntefli við þá, þó á heima- velli sé. Leikurinn í kvöld var að vísu ekkert sérstaklega góður. Þeir leikmenn mínir sem eru í Evr- ópukeppni félagsliða voru alveg Lemgo tapaði Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Vestur-Þýskalandi. DORTMUND sigraði Lemgo i' I desligunni í handknattleik í mjög hörðum leik, 17:11, í Bun- | gærkvöldi. Sigurður Sveinsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo. Leikurinn var harður og leik- menn meira og minna útaf. Harkan var svo mikil að framkvæmdastjóri Dortmund sló þjálfara Lemgo í gólfið. Dómarar leiksins sáu þó ekki atvikið og því engin athuga- semd gerð. Staðan í hálfleik var 9:5 fyrir Dortmund. Sigurður Sveinsson lagði af stað akandi til móts við islenska lands- liðið í Rostock strax eftir leikinn. úti á þekju í þessum leik og þar réði miklu um hvernig fór. Skota- nýting okkar var léleg og Stefan Hauch skoraði t.d. ekki eitt einasta mark. Þegar svo mikilvægir leik- menn eiga allir slakan leik á sama tíma getum við ekki búist við miklu," sagði Tiedemann. Ekki annað hægt en að vera ánægður - sagði Guðmundur Guðmundsson í gærkvöldi „ÞAÐ er nú bara ekki hægt annað en að vera ánægður með þetta jafntefli, en engu að si'ður var dálítið grátlegt að missa þetta niður í lokin,“ sagði Víkingurinn Guðmundur Guðmundsson eftir að íslenska landsliðið hafði náð þeim stórmerka árangri að gera jafntefli við Austur-Þjóðverja i' opnunarleik Eystrasaltskeppn- innar í gær. „Eftir að þeir skoruðu átta mörk í röð í fyrri hálfleik, small varnar- leikur okkar saman og hann, ásamt frábærri markvörslu Einars, varð öðru fremur til þess að við náðum jafntefli. Þetta sést ef til vill best á því að þeir skoruðu ekki nema 17 mörk í leiknum, sem er ekki mikið. Leikkerfin hjá okkur gengu þokkalega upp og bara nokkuð vel ef við höfum í huga að við erum að koma saman í fyrsta sinn í eina 7 mánuði. Við vorum lengi að átta okkur á varnarleik þeirra í byrjun en síðan small þetta saman hjá okkur." - Hvernig leggst leikurinn við Vestur-Þjóðverja í þig? „Ég vonast auðvitað til að við náum að vinna þá og við ætlum allir að gefa okkur í það eins og hægt er. Við vorum ákveðnir fyrir mótið að vinna Vestur-Þjóðverja en núna er ég dálítið hræddur um að við séum nokkuð hátt uppi eft- ir jafntefli gegn Austur-Þjóðverjum þannig að við verðum að ná okkur niður á jörðina sem fyrst til að eiga möguleika," sagði Guðmundur að lokum. ÍSLENDINGAR og Austur-Þjóð- verjar hafa háð 22 landsleiki í handknattleik um dagana og þeg- ar litið er á úrslit þeirra leikja kemur í Ijós að við stöndum mjög höllum fæti i' samanburði við þá. Þjóðverjar hafa unnið 20 leiki og ísland einn eins og flestir muna eflaust eftir. Leikurinn í gær var fyrsta jafntefli þjóðanna. Reyndar hefur austur-þýska landsliðið náð mjög góðum ár- angri frá upphafi. Einu þjóðirnar sem þeir hafa neikvæða útkomu gegn eru Sovétmenn og Rúmenar. Við þá fyrrnefndu hafa þeir leikið 49 landsleiki, unnið 21, tapað 22 og gert jafntefli í 6. Gegn Rúmen- um hafa þeir leikið 47 leiki, um.ið 20, tapað 23 og gert 4 jafntefli. íslenskum dómurum boðið til Þýskalands AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR hafa boðið íslensku dómarapari til A-Þýskalands i' mars til að dæma á kvennahandboltamóti. Það er greinilegt á þessu að íslenskir handknattleiksdómarar eru að vinna sér sess á erlendri grund. íslenskir dómarar hafa aldrei fengið eins mörg verkefni erlendis og að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.