Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 17 Mogungblaðið/Úlfar Minningarathöfn á Isafirði Minningarathöfn um sjómenn- ina, sem drukknuðu þegar Tjaldur ÍS 116 sökk í Jökulfjörð- um, fór fram í Isafjarðarkirkju á laugardaginn. Sjómennirnir hétu Hermann Sigurðsson, Guð- mundur Víkingur Hermannsson og Kolbeinn Sumarliði Gunnars- son. Þessi mynd var tekin þegar blómsveigur var, eftir athöfnina, lagður að minnisvarða sjómanna á Isafirði, og standa björgunar- sveitarmenn frá Slysavarnafé- lagi Islands og Hjálparsveit skáta heiðursvörð. Borgarnes: 20 ára afmæli Sjálfstæðis- kvennafélags Borgarfjarðar Borgarnesi. NÝLEGA hélt Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjarðar upp á 20 ára afmæli sitt í Sjálfstæðishúsinu við Brákarbraut í Borgarnesi. Félagar og velunnarar fjölmenntu og þáðu veitingar í boði félagsins. Formaður félagsins er Kristjana Leifsdóttir á Brúarreykjum, Staf- holtstungum. Sagði Kristjana að margir góðir gestir hefðu komið í afmælishófið, mætti þar nefna Þór- unni Gestsdóttur formann Lands- sambands Sjálfstæðiskvenna, Friðjón Þórðarson alþingismann og Guðnýju Jónsdóttur formann „Bár- unnar“ sem er sjálfstæðiskvennafé- lag Akraness. Sjálfstæðiskvennafé- lag Borgarfjarðar var stofnað 19. október 1966 í Borgarnesi. Aðal- hvatamaður að stofnun þess var Ásgeir Pétursson sem þá var sýslu- maður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og formaður fulltrúaráðs. Um hlut- verk félagsins sagði Kristjana að væri fjallað í þriðju grein laga félags- ins, en þar sepr „hlutverk félagsins er að vinna að heillavænlegri þróun landsmála á grundvelli stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins svo og að sér- stökum framfaramálum Borgar- fjarðarhéraðs.“ Að sögn Kristjönu hefur félagið í gegnum árin meðal annars beitt sér fyrir ráðstefnum og félagsmálanám- skeiðum. Þá hefðu fulltrúar félags- ins sótt fundi víða um land. - TKÞ Morgunblaðið/Kr. Ben. Minningararhöfn í Hvalsneskirkju Minningarathöfn um Jón Eð- valdsson og Jóhannes Pálsson, sem fórust með Arnari ÍS 125 frá Sandgerði, fór fram í Hvalsneskirkju sl. laugardag. Séra Hjörtur Magni Jóhanns- son sóknarprestur þjónaði fyrir altari og flutti minningarorð og séra Sigurður Helgi Guð- mundsson sóknarprestur í Víðistaðasókn í Hafnarfirði las bæn og ritningarorð. Eftir at- höfnina, sem var fjölmenn, var lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins í kirkju garðinum þar sem minnisvarði um drukknaða sjómenn stend ur. Myndin var tekin í Hvalsnes kirkju meðan minningarat- höfnin stóð yfir. Morgunblaðið/Theodór Þessi mynd er tekin i 20 ára afmælishófi Sjálfstæðiskvennafélags Borgarfjarðar, sem haldið var i Sjálfstæðishúsinu við Brákarbraut í Borgarnesi. Á myndinni má meðal annarra sjá Kristjönu Leifs- dóttur formann félagsins og Þórunni Gestsdóttur formann Lands- sambands Sjálfstæðiskvenna, ásamt nokkrum af frumkvöðlum félagsins. Línur til Sverris Hermannssonar Ég get ekki setið á mér að skrifa þér fáeinar línur, Sverrir, í opnu bréfi. Vona ég, að þær gleðji þig á erfiðum tímum. Aldrei fyrr hef ég í hjarta mínu verið jafn stoltur af einum af „framkvæmdastjórum“ ríkis- stjórnarinnar og verkum hans og ég er nú, sem þegn hins íslenska lýðveldis. Þú ert von um betri tíð, Sverrir! Styrkur þinn og festa í orðum og athöfnum svo og dreng- skapur þinn við umbjóðendur þína og starfsramma þinn, lögin, sanna betur en nokkuð annað, að hér er réttur maður á réttum stað. Sumar ákvarðanir eru erfiðar og hafa þungar afleiðingar í för með sér. Ræðst það ekki síst af ytri aðstæðum — þ.e. hvenær þær koma til framkvæmda — hver eftirleikurinn verður. í þessu til- viki hefur þurft mikinn kjark til þess að standa á sannfæringu sinni og ert þú meiri fyrir vikið. Við erum ábyrg gerða okkar og til hvers setjum við lög nema til þess að fara eftir þeim. Gagnvart þessu stöndum við jöfn að vígi og embættismenn eru engar heil- agar kýr. Haltu áfram á sömu braut. Það færi betur ef fleiri tilheyrðu þínum hópi, létu af meðalmennskunni og atkvæðaskrekknum og þyrðu að takast á við agnúa kerfisins, óskiptir. Kveðja, Jakob P. Jóhannsson f ramkvæmdastjóri 'ítíiian almenn enska i íT-ssarÆ SíÍkrPi,manSPrófer jhk '“k "amskeiðsins. ' auk.V. \°gð á: maffr*ði, Mkmn orðaforða, skrifa eftir upplestn, ritgerðir, iýsingar °g bref. ALÞJOÐLEG PRÓFl ENSKU VERSLUNAR ENSKAI Pitman English For business Communications — elemantary. Kennt er fjóra daga í viku, tvær klukkustundir í senn í fjórtán vikur. Pitmanspróf er tekið í lok námskeiðsins. Áhersla lögð á: samin verslunarbréf eflir ítarlegum minnisatriðum varðandi kaup og sölu, kvartanir, fyrirspurnir o.fl.; persónuleg bréf fyrir vinnuveitenda varðandi meðmæli, hamingjuóskir o.fl.; móttaka og sending skilaboða gegnum sima og telex. TIMI: 2. febrúar — 22. maí kl. 13-15 eða 16-18 ENSK VERSLUNARBRÉF Skriflegar æflngar í enskum verslunarbréfum. 10 vikna námskeið. Kennt einu sinni í viku tvær klukkustundir i senn. 26. janúar — 3. apríl kl. 13.30-15.30. Vilt þú auka möguleika þina á vinnumarkaði? Stöðugt fleirl störf krefjast staðgóðrar kunnáttu i erlendum tungumálum. Námskeiðin hjá Mimi eru einhver aðgengilegasta leiðin til þess að bæta þekkingu þína. Leitaðu til Mímis — og málið er leystl Upplýsingar og innritun í síma 11109/10004/21655 ■ANANAUSTUM 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.