Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 3 Kísilryk til Bretlands: Fyrsta sendingin bíður útskipunar „Frekari afgreiðslutöf gæti skaðað við- skiptin“ segir Jón Sigurðsson forstjóri járnblendifélagsins ÍSLENSKA járnblendifélagið h.f. á Grundartang’a hefur gert samning við sements- verksmiðju í Bretlandi um sölu á kísilryki en vegna verk- falls farmanna hefur ekki Iðnaðarráð- herra Kenýa hingað í opin- bera heimsókn IÐNAÐARRÁÐHERRA Kenýa er væntanlegur í opinbera heimsókn til Islands í næsta mánuði, í boði Alberts Guðmundssonar, iðnaðar- ráðherra. Albert sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðherrann hefði óskað eftir þvi að koma hingað til lands annað hvort 18. eða 25. febrúar næstkomandi. „Kenýumenn hafa sýnt áhuga á því að kynna sér hvað við erum að gera varðandi jarðhitaleit og ráð- herrann óskaði eftir því að koma hingað í eigin persónu og kynna sér þau mál,“ sagði Albert. Albert sagði að ráðherrann vildi hitta vísindamenn okkar á þessu sviði og ræða við þá. „Kenýamenn eru með talsvert stórt verkefni framundan og hafa augastað á okkar vísindamönnum til þess að vinna verkið og skipuleggja," sagði Albert, „og þessi opinbera heimsókn ráðherrans er ætluð til þess að kynna honum frekar okkar þekkingu og getu jafnframt því sem við viljum fá upplýsingar um það hvaða verkefni hann er með í huga.“ Albert sagði að það væri alveg ljóst af því skeyti sem ráðherrann hefði sent sér, að hann ætlaðist til þess að einhveijir samningar yrðu undir- ritaðir á meðan hann væri staddur hér. Þá sagði Albert að síðar á þessu ári, eða líklega síðsumars, myndi við- skiptaráðherra Kínveija koma hingað og kynna sér á sama hátt hvað Islend- ingar eru að gera á sviði jarðvarma- nýtingar, með það í huga að samningar næðust um frekara sam- starf þessara þjóða á þessu sviði. orðið af útskipun fyrsta farmsins, sem fyrirhugað var að flytja með Urriðafossi til Bretlands. Að sögn Jóns Sig- urðssonar forstjóra gæti frekari afgreiðslutöf skaðað áframhaldandi viðskipti járn- blendifélagsins og bresku sementsverksmiðjunnar, en gert var ráð fyrir að sala á kísliryki gæti numið allt að 3.000 til 4.000 tonnum á ári. Jón Sigurðsson sagði að unnið hefði verið að því talsvert lengi að finna markað fyrir kísilryk er- lendis og hefði sú markaðskönnun leitt til samninga við sementsverk- smiðjuna í Bretlandi. Fyrsti farmurinn, 500 tonn, átti að fara til Bretlands nú í vikunni, en verk- fall farmanna setti þar strik í reikninginn, eins og áður segir. „Við erum auðvitað uggandi vegna þessa, enda er svona af- greiðslutöf ekki góð byijun á viðskiptum, sem við erum búnir að hafa mikið fyrir að ná í,“ sagði Jón. „Hvað úr þessu verður get ég ekki sagt á þessu stigi, en okkur þykir þetta mjög slæmt. Það er nógu slæmt, að vegna þessa verkfalls gætum við einnig misst af okkar útskipunarrétti í sambandi við kíslijárnið sem átti að fara í sama skip, en þetta er jafnvel enn verra.“ Kísilrykið fæst úr reykhreinsi- virkjum jámblendiverksmiðjunnar og hefur að tveimur þriðju hlutum verið selt til Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi. Afgangnum hefur verið hent þar til nú, að samningar tókust um sölu þess til bresku sementsverksmiðjunn- ar. Jón sagði að gert hefði verið ráð fyrir að ef saman gengi með þessi viðskipti myndi breska se- mentsverksmiðjan kaupa á milli 3.000 til 4.000 tonn af kísilryki á ári. Jon kvaðst ekki telja rétt að skýra frá hve miklar upphæðir hér væri um að ræða, en þær skiptu verulegu máli fyrir járn- blendifélagið. Lestun freðfisks getur hafizt um næstu helgi Fiskvinnsla í eðlilegt horf í lok mánaðarins BÚIZT er við því, að lestun freðfisks fyrir Bandaríkjamarkað geti hafizt um og upp úr næstu helgi og fyrstu farmarnir verið komnir vestur um haf fyrri hluta febrúarmánaðar. Það byggist þó á því, að undanþága fáist hjá farmönnum til fiskflutninga, standi verkfall enn, þegar þar að kemur. Stjórnendur SH og Sjávarafurðadeildar Sambandsins telja báðir víst að undanþágu verði leitað, verði henn- ar þörf, enda hafi farmenn sagzt verða við slíkri bciðni. Vinnsla hefst í einhverjum frystihúsum í þessari viku, en verður tæplega komin í eðlilegt horf fyrr en undir mánaðamót. Olafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá SH, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ein- hveijir togarar, sem lönduðu hjá frystihúsum SH, myndu koma með fisk að landi í þessari viku og vinpsla gæti því hafizt fyrir helgi. Lestun í Hofsjökul, frystiskip SH, gæti þá hafizt um helgina og yrði þá allt skrapað upp, sem til væri hringinn í kringum landið. Með því móti gæti skipið verið komið vestur fyrri hluta febrúarmánaðar. Hann sagði, að birgðastaðan vestra væri vægast sagt tæp, en með boði far- manna um undanþágu fyrir flutn- inga á frystum fiski, lagaðist dæmið verulega, færi svo að verkfall þeirra drægist á langinn. Hann sagði stöð- una hjá Icelandic Freezing Plants í Grimsby vera betri en vestra og það færi allt eftir lengd verkfallsins hvort þörf yrði á undanþágu vegna flutninga þangað. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að líklega tæki um þijár vikur að koma fiskinum vestur og um tvær að koma vinnslu í eðli- legt horf. Framleiðsla gæti hins vegar hafizt í næstu viku. Lestun gæti því byijað um eða upp .úr næstu helgi og fiskurinn verið kom- inn vestur um haf um miðjan febrúar. Þá yrði farið að kreppa verulega að, en það bætti vissulega stöðuna, að verkfall sjómanna væri úr sögfunni. Tilboð farmanna um undanþágu fyrir freðfiskflutninga væri mikils vert og eftir undanþágu yrði leitað, yrði hennar þörf. svo FYRIR S VO Uri^ VETRARÚTSALAN STENDUR SEM HÆST vöruúrval 6yS*U* 0 Bun Bonaparte l Austurslræh 22 KARNABÆR LAUGAVEGI 66 - LAUGAVEGI 30 - AUSTURSTRÆTI 22 - GLÆSIBÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.