Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 60
Rættum sérmál félaga í BSRB Á FUNDI samninganefnda BSRB, rikisins, Reykjavíkur- borgar og Launanefndar sveitar- félaga í gær var ákveðið að tillögu BSRB að aðildarfélög Bandalagsins héldu áfram við- ræðum um sérmál sín og viðræð- um um kröfugerð heildarsam- takanna yrði frestað á meðan. Öll aðildarfélög BSRB utan þrjú, Landssamband lögreglumanna, Starfsmannafélag Akraness og Starfsmannafélag Siglufjarðar, ^_hafa samþykkt að hafa samflot um samningagerð fyrir þetta ár, en með breytingum á lögum nú fyrir jól, færðist samninga- og verkfalls- réttur frá heildarsamtökunum í hendur einstakra félaga. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði í gærkveldi í samtali við Morgunblaðið, að menn hefðu verið á því að ræða þyrfti betur sérmál einstakra félaga, áður en tekist yrði á við heildarkröfumar, en viðræður um þær eru mjög stutt á veg komnar. Hann sagði óvíst hvenær viðræðum um þessi sérmál lyki. Farmannadeilan: Boðað til fund- ar í dag? TIL nýs samningafundar hefur ekki verið boðað í kjaradeilu undirmanna á kaupskipum og kaupskipaútgerðarinnar, eftir að upp úr viðræðunum slitnaði á miðnætti í fyrrinótt. „Eg sagði þeim eftir að upp úr slitnaði að ég myndi boða fund ef annar hvor aðili óskaði þess eða ef ég teldi ástæðu til þess að boða fund. Sú staða hefur ennþá ekki komið upp, en hún getur komið upp á morgun. Það er bara að biða og sjá,“ sagði Guðlaugur Þorvalds- son, ríkissáttasemjari, í gær- kveldi í samtali við Morgunblað- ið. Kaupskipaflotinn er nú óðum að stöðvast og má búast við að öll T^kip Eimskipafélagsins nema þijú, Goðafoss, Bakkafoss og Skógar- foss, hafi stöðvast um helgina, samtals 12 skip. Fjögur skip skipa- deildar SÍS, Hvassafell, Stapafell, Skaftafell og Dísarfell, hafa stöðv- ast og þau tvö skip sem eftir eru, Jökulfell og Amarfell, eru á leið til landsins. Samkvæmt upplýsingum Sjómannafélags Reykjavíkur hefur vinnustöðvun einnig verið boðuð á Akranesi og í Grundarfirði og því munu þau skip sem skráð eru þar einnig stöðvast ef þau koma til ^-íslenskra hafna. Flutningaverkamenn á Norður- löndum hafa samþykkt þá málaleit- an Sjómannafélags Reykjavíkur að stöðva íslensk skip í erlendum höfn- um. Amarfellið fékk þó afgreiðslu í Falkenberg í Svíþjóð í gær og er á leið til landsins, eins og fyrr sagði. Sjá ennfremur fréttatilkynn- m ingu frá VSÍ á bls. 35 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst í gærkvöldi. Fórst með flugvél á Isafjarðardjúpi Guðmundur Matthíasson, framkvæmdastjóri Flugumferðarþjónustunnar, sagði að flugmaðurinn hefði haft samband við flugradíóið á Isafirði kl. 19.48 og sagðist þá vera staddur yfír Reykjanes- skóla og vera að hefja aðflug. Hann fékk upplýsingar um veður á ísafirði, en þar var slydda og 6 til 7 kílómetra skyggni, en sæmilega bjart, þannig að sást í íjallabrúnir. Síðast heyrðist í flugmanninum kl. 19.56, eða 8 mínútum eftir að aðflug hófst. Kallaði flugmaðurinn hátt og skýrt upp ísafjarðar- flugradíó, en þegar honum var svarað, þá svaraði hann ekki á nýjan leik. Varðskipið Oðinn, sem var statt í Djúpinu, ná- lægt Æðey, náði sendingum frá neyðarsendi rétt um kl. 20 og nam þær í um 20 mínútur. Flugvélar vamarliðsins og Flugmálastjómar og þyrla_ Landhelgisgæslu héldu þegar af stað vestur. Yfir Isafjarðardjúpi gekk á með éljum í gærkveldi og voru leitarskilyrði misjöfn. Guðmundur sagði að laust fyrir kl. 22 í gærkveldi hefði Óðinn á nýjan leik numið veikar sendingar frá neyðarsendinum. Allar björgunarsveitir við Isafjarðardjúp voru þeg- ar í stað kallaðar út og allir tiltækir bátar. Um klukkan 22.45 fundu leitarmenn höfuðpúða úr vélinni og sjúkrakassa á floti, utan við Arnarnes, auk þess sem olíubrák sást á sjónum. Laust fyrir miðnætti fannst hálfur vængur á floti, norðaustan við svonefnda togarabauju. Er leitarmenn á bátunum hugðust ná vængnum og koma honum um borð í Óðinn fundu þeir lík flugmannsins. Leit var hætt 11 mínútum eftir miðnætti, en áætlað var að hefja leit á ný í býtið í dag. FLUGMAÐUR lítillar tveggja hreyfla flugvélar frá flugfélaginu Erni á Isafirði fórst í gær- kveldi um klukkan 20 á Isafjarðardjúpi. Flugmaðurinn var einn um borð i vélinni, sem lenti í sjónum utan við Arnarnes i mynni Skutuls- fjarðar. Lik hans fannst i sjónum laust eftir miðnætti. Vélin var af gerðinni Piper Chieftain og bar einkennisstafina TF ORN. Vélin var að koma frá Akureyri og var í aðflugi út Djúpið frá Reykjanesi, samkvæmt upplýsingum Jóhann- esar Briem deildarstjóra hjá SVFI. Grænlend- ingarhætta við kaup á fiskikössum Astæðan er lönd- unarstopp á græn- lenzka rækjutogara GRÆNLENZKIR kaupendur fiskikassa hafa nú komið þeim skiiaboðum til fyrirtækisins Sæ- plasts á Dalvík, að þeir muni ekki kaupa af þeim fiskikassa eins og fyrirhugað var. Enn- fremur hefur því verið hótað, að þeir hætti veiðarfærakaupum héðan. Ástæða þessa er sú að íslenzk stjómvöld hafa ekki endumýjað löndunarheimildir grænlenzkra rækjuskipa hér á landi. Sú ákvörðun stjómvalda er liður í því, að knýja á lausn í fískveiðideilu landanna. Fundur vegna þess verður með Grænlendingum í Reykjavík á laug- ardag. Umræðuefni fundarins verður nýting á sameiginlegum stofnum og fyrrnefndar löndunarheimildir. Þjóðimar deila meðal annars um nýtingu loðnustofnsins, en Græn- lendingar hafa áskilið sér rétt til ráðstöfunar hluta hans. Ennfremur er deilt um sölu heimilda Grænlend- inga til ýmissa þjóða til veiða úr sameiginlegum fískistofnum eins og karfa og rækju. Talið er að með því sé sókn í umrædda stofna of mikil og hagsmunir okkar séu því í hættu. Ennfremur verður líklega rætt um rækjuveiðar íslendinga við miðlínu milli landanna á Dohm- banka, en íslenzk skip hafa verið ásökuð um landhelgisbrot á þeim slóðum. Síðan veiðar Grænlendinga juk- ust á Dohrnbanka hafa þeir í auknum mæli fengið heimildir til löndunar á afla sínum hér, en héðan hefur hann verið fluttur á markaði með flutningaskipum. Þetta hefur bæði sparað skipunum tíma og fé, en jafnframt skilað íslendingum tekjum fyrir ýmsa þjónustu. Sjá nánar innlendan vettvang á bls. 24 Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans: „Sameining bankanna kemur ekki til greina“ - segir þingflokk Framsóknarflokksins einungis hafa samþykkt yfirtöku Búnaðarbankans á Útvegsbankanum MIKLAR umræður áttu sér stað á löngum þingflokksfundi Fram- sóknarflokksins í gær um sameiningarmál bankanna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er ágreiningur í þingflokkn- um um það hvernig standa beri að sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka og eru ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins með öllu motfallnir hugmyndinni um stofnun hlutafélags um hinn nýja banka. Þá segir formaður bankaráðs Búnaðarbankans, Stefán Valgeirsson, að samein- ing bankanna tveggja komi ekki til greina í sínum huga, heldur einungis yfirtaka Búnaðarbank- ans á Útvegsbankanum. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samþykkt hefði verið á þingflokksfundinum í gær að ráðherrar flokksins gengju til viðræðna í ríkisstjóminni um samruna Búnaðarbanka og Útvegs- banka, eins og Seðlabankinn hefði lagt til í tillögum sínum frá 10. nóvember sl. sem leið númer tvö. „Það liggur fyrir að þingflokkurinn er tilbúinn til þess að ganga til við- ræðna um sameiningu bankanna," sagði Halldór, þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn væri sama sinnis og Stefán Valgeirsson, að Búnaðarbankinn ætti að yfirtaka Útvegsbankann. Halldór sagði að enn lægi ekkert fyrir um afstöðu þingflokksins um hugmyndir um stofnun hlutafélags um nýja bank- ann. Stefán Valgeirsson, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að afloknum þingflokksfundinum í gærkveldi: „Það er svo fráleitt í mínum huga að stofna hlutafélagsbanka upp úr öllu þessu, að slíkt kemur ekki til greina. Við stóðum á sínum tíma að tillögu, sem er enn í fullu gildi, en hún er sú að Búnaðarbankinn yfírtaki Útvegsbankann, að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum. Ég stend enn við þá samþykkt, en hins vegar get ég ekki staðið að því að samein- ing þessara banka verði undirbúin, slíkt kemur ekki til greina. Þar kemur margt til og ekki síst starfs- mannavandamálin. Það blasir við, að Útvegsbankinn er búinn að vera, en starfsfólkið í Búnaðarbankanum vinnur í banka sem hefur sterka stöðu.“ Sagðist Stefán telja það fráleitt að einhveijum starfsmönnum Bún- aðarbankans yrði sagt upp, til þess að rýma fyrir starfsfólki Útvegs- bankans. „Eg vil bara benda á það,“ sagði Stefán, „að ég held að engum hafi á sínum tíma dottið í hug, að sameina Eimskip og Hafskip. Mér sýnist þetta vera ósköp hliðstætt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.