Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 23 veginn sjálfgefið að tómarúmið hjá henni eigi að fylla upp með því að láta hana yfirtaka það hlutverk, sem SVFÍ hefur gegnt hingað til í þessum málum. Félagið hefur með starfi sínu sem miðstöðvaraðili tengt saman störf sjálfboðaliða og n'kisstofnana að þessum málum. Eg leyfi mér einnig að fullyrða að framkvæmd þessara mála hafi ver- ið farsæl og skipulagning björgun- araðgerða er ekki og hefur ekki verið neinn höfuðvandi í sambandi við sjóbjörgunarmál eins og skilja hefur mátt á umræðum að undan- förnu. Frjáls félagasamtök — ríkisstofnun Ein aðalröksemdin gegn því að SVFI reki sjóbjörgunarmiðstöð er sú, að félagið er ekki ríkisstofnun og því sé ekki unnt að fela því ábyrgðarhlutverk í þessum málum. Því er hér til að svara í fyrsta lagi, að félagið hefur í reynd gegnt þessu hlutverki í áratugi, svo sem hér var áður rakið. í öðru lagi eru fordæmi fyrir því að ríkið feli frjálsum fé- lagasamtökum ákveðin verkefni fyrir samfélagið og er hér að sjálf- sögðu nærtækast að nefna, að löggjafinn hefur falið SVFÍ umsjón Tilkynningaskyldunnar. Fyrir því eru einnig fordæmi í öðrum löndum, að samtökum á borð við SVFÍ séu falin þau verkefni, sem hér er um rætt. Þannig hefur v-þýska sjó- björgunarfélaginu, sem er frjálst og óháð félag, verið falinn rekstur sjóbjörgunarmiðstöðvar fyrir Eystrasalt og Norðursjó með sér- stökum samningi við ríkið og rekur félagið höfuðstjórnstöð í Bremen. Er félaginu með samningnum falið að sjá til þess að v-þýska ríkið full- nægi ákvæðum alþjóðasamþykktar- innar að þessu leyti. Öryggishagsmunir sjó- manna ráði niðurstöðu Hér hafa verið rakin nokkuð þeirra sjónarmiða, sem lýst var fyr- ir stjómvöldum í desember 1985, þegar stjóm SVFÍ taldi rétt að leggja þetta mál fyrir þau til úr- lausnar. I umræðum hefur af hálfu félagsins verið lögð höfuðáhersla annars vegar á mikilvægi þess að sem nánust tengsl séu milli sjó- björgunarmiðstöðvar og Tilkynn- ingaskyldu íslenskra skipa og hins vegar á stórt hlutverk sjálfboðaliða og samtaka þeirra í sjóbjörgunar- málum, sem hafa verður í huga við lausn þessara rhála. Því miður hefur dregist um of að niðurstaða fengist í þessu máli. Hver sem hún verður, þegar hún loks liggur fyrir, er vonandi að hún feli í sér farsæla lausn, er stuðli að auknu öryggi sjómanna. Höfundur er forseti Slysavarnafé■ lags Islands. kafinn og hefði hann notað höndina óspart við að leggja saman tölur á reiknivél. Annar maður segist hafa þurft að punga út $ 500.00 í fóta- sérfræðing til að fjarlægja líkþom af fæti 14 ára sonar síns. Eftir einn eða tvo matlystarauka er gestum boðið í sjálft ármiðið. í borðstofunni skartar hlaðið borð með alls kyns morhádkræsingum í svipuðum dúr og lýst var hér að framan. Taka nú gestir við að troða í vömbina á sér til að slökkva í þeim litlu glæðum, sem þeir vom búnir að kveikja með blóð-Maríum eða öðru eldsneyti. Með matnum er dmkkið kaffi í bollavís. Upp úr eitt heldur svo hver til síns heima með bros á vör. Það er búið að fara í gleðskapinn, en samt er meirihluti sólríks sunnudags ónotaður. Ekki veit ég, hvort þetta menningarfyrirbæri á erindi til ís- lands. Vel get ég trúað, að margir landar myndu gjarnan vilja taka daginn svona snemma, en vandinn verður bara að slútta. . . Höfundur er ræðismaður Islands íSuður-Flórída og framkvæmda- stjóri hjá fisksölufyrirtæki í Miami. Sjálfstæðiskonur: Fuiidur um málefni aldraðra á Selfossi LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna heldur ráðstefnu um málefni aldraðra á Selfossi nk. laugardag 24. janúar. Ráðstefn- an verður haldin að Hótel Selfossi og sett af formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni, kl. 10.00. Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mun siðan slíta ráðstefnunni um kl. 17.00. Málefni aldraðra vom valin sem sérstakt ráðstefnuefni vegna þess að mikið hefur verið unnið að und- anförnu að stefnumörkun í málefn- um aldraðra um allt land. Markmiðið er að fá sem besta heild- arsýn yfir þessi mál frá sjónarhóli opinberra aðila og einstaklinga. Frummælendur á ráðstefnunni verða: Árni Sigfússon, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi, Brynleifur Stein- grímsson, yfirlæknir og bæjarfull- trúi á Selfossi, Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, Ingibjörg J. Rafnar, lögfræðingur og fyrrver- andi borgarfulltrúi, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður bygg- ingarnefndar VR-hússins við Hvassaleiti og séra Sigurður Helgi Guðmundsson einn af aðstandend- um Skjóls, nýbyggingar við Hrafn- istu. Ráðstefnustjóri verður Arndís Jónsdóttir, frambjóðandi á lista sjálfstæðismanna á Suðurlandi. . IBM SVSTEM/36 Oskatök á atvinnurekstrinuin Tölva atvinnumanna. Það er engin tilviljun hve mikið kveður að IBM SYSTEM/36 í atvinnulífinu. Af fjöl- mörgum notendum má nefna: Iðnfyrirtæki, bæjarfélög, kaupfélög, banka, heildsölur, smásölur, vél- smiðjur og fyrirtæki i sjávarútvegi. Að duga i samkeppninni. Þegar fyrirtækið er vaxið upp úr einmenn- ingstölvunni er ekki hyggilegt að leita bráðabirgðalausnar. Sjálfsagt er að hefja strax alvörutölvuvæðingu með IBM SYSTEM/36. Þar tekur reynslan af öll tvímæli. Alvörutölvuvæðing eða tölvuvæðing til málamynda? Ljóst er að í mjög náinni framtíð stóreykst notkun á tölvum. Þróun hugbúnaðar verður enn stórkostlegri en áður. Nauðsyn- legt er að fyrirtæki séu viðbúin fram- þróuninni og komi sér upp réttum vélbún- aði í tæka tíð. Allt hálfkák er til óþurftar, það getur reynst dýrkeypt síðar meir að sitja uppi með óhentugan vélbúnað. IBM SYSTEM/36, árgerð 1987, er ný fjölnotendavél með geysilega öflugum örgjafa. Hún er tæknilega fullkomin, auðveld í notkunog hagkvæm í rekstri enda sérhönnuð til að veita þér óskatök á atvinnurekstrinum. Hringdu eða littu inn hjá okkur. Þú ert aufúsugestur lijá IBM. VANDVIRKNI í HVÍVETNA Skaftahlið 24 105 Reykjavik Simi 27700 ARGUS/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.