Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 Borgarfulltrúar minnihlutans Bjami P. Magnússon, Alþýðuflokkij Ingibjðrg Sólrún Gísladóttir, Kvenna- framboði, Gurún Ágústsdóttir, Ossur Skarphéðinsson og Kristín Olafsdóttir, Alþýðubandalagi og Sigriín Magnúsdóttir, Framsóknarflokki kynna breytingartillögur sínar við fjárhagsáætlun. Framkvæmd söngva- keppni mótmælt GÍSLI Helgason og Herdís Hall- varðsdóttir hafa sent útvarps- stjóra, formanni útvarpsráðs og fjöhniölum bréf, þar sem þau mót- mæla framkvæmd söngvakeppni sjónvarpsins og telja að reglur um keppnina hafi verið þverbrotnar. Þau segja í bréfinu að í það minnsta tvö af sigurlögunum tíu hafi verið hljóðrituð og send inn eftir að skila- frestur rann út, um áramót, en engin framlenging hefði verið auglýst. Þau liig er hér um ræðir eru lög Gunnars Þórðarsonar og Mezzoforte-félaganna Friðriks Karlssonar og Gunnlaugs Briem. „Við vitum að Gunnar Þórðarson og Olafur Haukur Símonarson voru látnir breyta textanum við lagið Hunastél, þar sem hann þótti ekki nógu góður. Að okkar mati brýtur þottu í bága við reglur sem settar voni um keppnina. Þar var talað um að jiifn áhersla yrði liigð á lög og texta og hvergi sagt að breyta mætti liigum eða textum eftir að búið væri að velja þau,“ segja þau meðal ann- ars í bréfum sínum. „í DV 17. janúar sl. lætur Bjöm Björnsson að því liggja að þeir hafi einungis verið að bíða eftir pósti utan af landi og erlendis frá og talar um að þetta sé „sönglagakeppnf en ekki MINNIHLUTAFLOKKARNIR í borgarstjórn héldu í gær blaða- mannafund til þess að kynna sameiginlegar breytingartillög- ur sínar við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Breytingar- tillögurnar eru alls 70 og útgjöld- in sem þeim fylgja 270 milljónir króna. Borgarfulltrúar minni- hlutaflokkanna sögðu að ekki ætti að þurfa að auka álögur á borgarbúa ef þessar tillögur yrðu samþykktar þar sem gert væri ráð fyrir niðurskurði til móts við tillögurnar og stuðst við aðrar forsendur en meirihlutinn hvað varðar t.d. fjölgun útsvars- greiðenda. Kristín Ólafsdóttir (Abl.) sagði það vera mikil pólítísk tíðindi að þetta samstarf hefði tekist milli minnihlutaflokkanna varðandi fjár- hagsáætlun og taldi að það ætti að afsanna „glundroðakenningu" sjálf- stæðismanna. Borgarfulltrúar minnihlutans sögðu breytingartillögurnar ganga út á það að skera niður „flottræfils- háttinn“ og draga úr útgjöldum til ýmissa „gæluverkefna“ meirihlut- ans, s.s ráðhús bílastæðahús og ýmsar fjárfestingar í fasteignum, en auka í staðinn útgjöld til ýmis- legrar félagslegr-ar þjónustu. í breytingartillögunum er m.a. lagt til að framlag borgarinnar til fjár- festinga í þágu stofnana aldraðra verði hækkað um 100 milljónir í alls 218 milljónir. Þetta 100 milljón króna auka- framlag á að skiptast þannig niður að stofnaður verði sérstakur öldrun- arsjóður og til hans varið þeiri'i upphæð sem í frumvarpinu er ráð- gert að veita í ráðhússjóð, eða samtals 60 milljónir króna, að haf- ist verði handa við hönnun nýs mannvirkis fyrir aldraða á lóð BUR við Meistaravelli (10 milljónir), fest kaup á tveimur húsum sem hentað GENGIS- SKRANING Nr. 13 - 21. janúar 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl.09.15 Kaup Sala gengi Dollari 39,700 39,820 40,580 St.pund 60,143 60,327 59,145 Kaii.dollari 29,229 29,317 29,400 Dönsk kr. 5,6694 5,6865 5,4561 Norskkr. 5,5598 5,5766 5,4364 Sænskkr. 6,0311 6,0494 5,9280 Fi.mark 8,6155 8,6415 8,3860 Fr. franki 6,4391 6,4585 6,2648 Belg. franki 1,0349 1,0381 0,9917 Sv.franki 25,6253 25,7028 24,7326 HoII.gylIini 19,0664 19,1240 18,2772 V-þ. mark 21,4908 21,5558 20,6672 ít. lira 0,03023 0,03032 0,02976 Austtirr. soh. 3,0566 3,0658 2,9416 Port. escudo 0,2792 0,2800 0,2742 Sp.peseti 0,3059 0,3069 0,3052 Jap.yen 0,25813 0,25891 0,25424 Irsktpund 57,267 57,440 56,123 SDR(Sérst) 50,0265 50,1777 49,2392 ECU, Evrópum. 44,3350 44,4690 42,9296 gætu sem sambýli fyrir aldraða (15 milljónir) og jafnframt keypt hús í einhvetjum af eldri hverfum borgar- innar, sem eftir nauðsynlegar breytingar yrði nýtt til að reka dag- þjónustu fyrir aldraða (15 milljónir). Meðal annara breytingartillagna má nefna að lagt er til að 9 milljón- SAMNINGAVIÐRÆÐUR vinnu- veitenda og Sjómannafélags Reykjavíkur hafa nú siglt í strand eftir að samninganefnd Sjómanna- félagsins greindi frá því á sátta- fundi í gærkvöldi, að hún væri ekki lengur reiðubúin til viðræðna á þeim grundvelli, sem aðilar höfðu áður komið sér saman um, segir í fréttatilkynningu frá Vinnuveitendasambandi íslands og Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna. Þar segir ennfremur: MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi: Reykjavík, 20. jan. 1987. Hr. ritstjóri. Á einum stað í grein Agnesar Bragadóttur um Alþýðuflokkinn í Mbl. í dag segir svo: „Það eina, sem gæti spillt and- rúmsloftinu (í þingflokki Alþfl.) að þeirra mati (hverra? — innskot SB), er ef Sighvatur Björgvinsson nær kjöri sem annar maður á lista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, en honum hefur reyndar enn ekki ver- ið boðið það sæti af uppstillinga- nefndinni." Af þessu tilefni langar mig að taka eftirfarandi fram, sem raunar hefur margoft komið fram opin- berlega: 1. í prófkjöri Alþýðuflokksins á Vestfjörðum var kosið um fyrsta og annað sæti á væntanlegum framboðslista flokksins í kjör- dæminu. 2. Atkvæði töldust ógild nema kos- ið væri í bæði sætin. Þannig hlaut undirritaður nákvæmlega jafn mörg gild atkvæði í annað sætið og Karvel Pálmason í það fyrsta og Karvel með sama hætti nákvæmlega jafn mörg gild at- kvæði í annað sætið og undirrit- aður í hið fyrsta. 3. Þannig var í prófkjörinu gengið með sama hætti frá bæði 1. og 2. sæti framboðslistans. um verði varið til sérstaks tilrauna- verkefnis um 30 íbúðir með búseturétti, 30,5 milljónum til launabreytinga vegna endurmats á störfum kvenna, fimm milljónir fari í framkvæmdir við Völundarhúsið sem miði að því að nýta það sem unglingahús og hálf milljón til að Þessi kjaradeila á sér nokkra for- sögu, því í mars 1986 var gerður hliðstæður samningur við Sjómanna- félag reykjavíkur á við þá, sem almennt höfðu þá verið gerðir við önnur stéttarfélög í landinu. Sá samningur var his vegar felldur í atkvæðagreiðslu. Félagið setti þá fram kröfur sem fóru langt umfram það, sem almennt hafði falist í samn- ingum á vinnumarkaði og hóf verkfall í lok aprílmánaðar. Verkfallið var stöðvað með lögum 9. maí og deil- Menn hafa hins vegar verið að geta sér til um hvort ég sé reiðubú- inn að taka það sæti á framboðslist- anum, sem ég hlaut kosningu til. Afstaða Karvels Pálmasonar í því efni hefur komið fram í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Sjálfur hef ég opinberlega skýrt frá því, að endan- lega ákvörðun í málinu muni ég taka að höfðu samráði við stuðn- ingsmenn mína og kynna hana kjördæmisráði Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, sem mun ganga end- anlega frá listanum. Af þessu má sjá, að hvorki ég né nokkur annar bíður eftir tilboði frá uppstillinganefnd um 2. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Hlutverk nefndarinn- ar er að gera tillögur til kjördæm- isráðsins um önnur sæti framboðs- listans en þau tvö, sem kosið var um í prófkjörinu. Tilvitnaðar stað- hæfingar Agnesar Bragadóttur eiga þvi enga stoð í veruleikanum. Ályktanir og getspár um stöðu og innviði stjórnmálaflokka verða a.m.k. að byggjast á trúnaði við alkunnar og opinberar staðreyndir. Sé þess ekki gætt er hætt við að niðurstöður verði í skötuliki. Með kveðju og þökk fyrir birtingu. Sighvatur Björgvinsson veggspjald fyrir SVR. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar verður afgreidd á aukafundi borgarstjórnar í dag, fimmtudag. Fundurinn hefst klukkann 17.00 og mun væntanlcga standa fram á nótt. unni vísað til kjaradóms. Strax í kjölfarið boðaði Sjómannafélagið verkfall frá 5. janúar 1987. Vinnuveitendurgerðu ítrekaðar til- raunir til að koma viðræðum í gang á sl. hausti, því að þeirra mati var augljóst að ná yrði sáttum með samn- ingum. Þessi viðleitni skilaði þó takmörkuðum árangri, því Sjómanna- félagið stóð fast á því, að ekki yrði gerður samningur fyrir 1987 án þess að gengið yrði að kröfunum frá því í maí árið áður. Það var fyrst eftir að verkfallið var hafið, að fulltrúar Sjómannafé- lagsins féllust á að ganga til viðræðna um samning fyrir árið 1987. Jafn- framt var lögð fram kröfugerð, sem miðaði að tæplega 50% hækkun allra launa auk sérstakrar hækkunar á yfirvinnuálagi. Vinnuveitendur hafa allt frá því á sl. hausti lýst vilja sínum til að hækka föst laun háseta með því að einfalda launaákvæði og draga úr auka- greiðslum sem komið hafa til viðbótar launum fýrir dag- og vaktavinnu, og svara að meðaltali til yfirvinnulauna fyrir 15,2 stundir á mánuði. Meðal- laun háseta fyrir 5 daga vinnuviku eru í reynd 52.000 kr. miðað við 8 mánuða vinnu á sjó og fjóra mánuði í fríi. Vinnuveitendur telja það for- sendu sérstakra kjarabóta sjómanna, að gerðar séu breytingar á samn- ingi, sem leiddi til aukinnar hag- kvæmni í rekstri. Þeir lögðu fram tillögu að slíkri breytingu, sem hefði í reynd hækkað launagreiðslur til sjó- manna um 18%—21% á samningstí- manum, en jafnframt gert launakerf- ið heilbrigðara og líkara samningum yfirmanna á kaupskiptaflotanum en þeim samningum var breytt í nútíma- legt horf árið 1979. Samninganefnd Sjómannafélags- ins hafnaði í upphafi þessum tillögum sem umræðugrundvelli. Síðar varð að samkomulagi að ræða þær nánar og hafa óformlegar viðræður staðið um það mál síðustu daga. Sl. sunnu- dag var svo langt komið, að einungis þijú, en veigamikil atriði, voru óleyst. Undirnefnd aðila var falið að reyna til þrautar að ná samkomulagi um þau fyrri hluta mánudagsins. I þeim viðræðum tókst að ná málamiðlun, sem allir sættu sig við. i framhaldi af því var farið yfir texta annarra greina, sem málið vörðuðu og m.a. liegningarlagakeppni". Hið rétta er að þeir Hugmyndarmenn vissu mæta vel að nokkrir innanbæjaitónlistar- menn voiu að klára sín lög eftir að skilafresti lauk. Þessu mætti líkja við að hringt væri í til dæmis Lottóið og beðið um aö drætti yrði frestað þar sem menn ættu eftir að útfylla seðil- inn,“ sögðu þau ennfremur. Þau bættu því við að undrun hefði vakið að engin kona skyldi hafa verið í þeirri fimm manna nefnd, sem valdi lögin til undanúrslita. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að útvarpsráð hefði farið fram á greinargerð um málið frá Sjón- var])inu og bjóst hún við að málið yrði rætt á næsta fundi ráðsins næst- komandi föstudag. þá grein samningsins, sem kveður á um, að greiða skuli yfirvinnu, þó a dagvinnutíma sé, ef unnið er við lest • un eða losun utan skips. Enginn ágreiningur er eða hefur verið un það, að hásetum verður ekki gert að vinna almenn störf hafnarverka- manna og fráleitt er að þeim verði gert að vinna í pakkhúsum. Hins vegar hafa menn verið sammála um, að ýmis störf í þágu skipsins séu inn- an eðlilegs vinnusviðs háseta, þótt unnin séu utan við borðstokkinn. Vinnuveitendur sýndu samninga- nefnd Sjómannafélagsins vélritað uppkcist að lokatexta og vöktu sér- staka athygli á umræddu ákvæði, því það kynni að þurfa að athugast betur. I stað þess að ræða málið efnislega kusu nokkrir fulltrúar Sjómannafé- lagsins að ijúka á dyr, en þeir tveir sem eftir sátu gerðu athugasemd og fengu þá þegar í hendur texta sem fullt samkomulag var um. Annar þessara manna var formaður Sjó- mannafélagsins. Þannig breytt töldu vinnuveitendur og telja enn að sam- staða sé um þær breytingar á samningnum, sem orðið geti grun- dvöllur samkomulags um launaliði. Sá háttur á viðræðum, sem hér hefur verið lýst, er einfaldlega venju- leg vinnubrögð í samningaviðræðum, þar sem menn reyna í sameiningu að ná samkomulagi um samnings- texta, þegar efnislegt samkomulag er í reynd komið á. Upphlaup samn-. inganefndar sjómannafélagsins er það hinsvegar ekki og gefur ekkert annað til kynna en það, að samninga- nefndinni hafi gengið annað til en að ná samningi á þeim grundvelli sem fýrir lá. Það er hins vegar óvenjulegt og ódrengilegt að hlaupa frá málum með yfirlýsingum um blekkingar og falsanir gagnaðila þegar raunveruleg ástæða er eigið þrekleysi. Þau vinnu- brögð eru sem betur fer fátíð og hafa ekki komið upp í samskiptum vinnuveitenda við önnur verkalýðs- félög um árabil. Það er mat vinnuveitenda að sú ákvörðun samninganefndar Sjó- mannafélags Reykjavíkur, að hlaupa frá þeim samningsgrundvelli, sem fyrir lá, geri frekari samningaumleit- anir mjög torveldar og tefji fyrir endanlegri lausn málsins. Forsenda frekari viðræðna hlýtur að vera breytt afstaða samninganefndar Sjómanna- félags Reykjavíkur. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1987: Minnihlutaflokkarnir leggja fram sameiginlegar breytingartillögur fela listamanni að gera auglýsinga- Vinnuveitendasambandið: Sjómenn breyti afstöðu sinni Athugasemd frá Sig- hvati Björgvinssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.