Morgunblaðið - 25.01.1987, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987
Viðskiptastnð fram-
undan milli Banda-
ríkjanna og EB?
Washinglon, Reuter, AP.
SAMNINGAMENN Banda-
ríkjanna og Evrópubandalagsins
(EB) áttu að hefja samningavið-
ræður i gær til að afstýra því,
að Bandaríkamenn setji 200%
tolla á innflutt hvítvín frá EB,
sem myndi bitna mjög harkalega
á vínræktarbændum í Vestur-
Evrópu. Ahöld voru um það,
hvort viðræðumar gætu hafizt í
gær, þvi að mikill hríðarbylur
og fannfergi tafði fyrir komu
fulltrúa EB til Washington. Þar
féll allt að 30 cm djúpur snjór í
gær.
Aður en viðræðumar áttu að hefj-
ast, létu þeir Clayton Yeutter,
aðstoðarviðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna og Willy De Clercq,
talsmaður EB í utanríkismálum, svo
um mælt, að þeir væru ekki bjart-
sýnir á að lausn gæti fundist í
deilunni, sem hefur harðnað mjög
að undanförnu. Ástæðan er auknir
tollar á bandarískt korn til Spánar,
eftir að það land gerðist aðili að
EB og gekkst undir viðskiptareglur
bandalagsins 1. marz í fyrra.
Bandaríkjamenn halda því fram,
að þessir hækkuðu tollar hafi kom-
ið í veg fyrir komútflutning þeirra
til Spánar, sem numið hafí 377
millj. dollara á ári. Nú vilja stjóm-
völd í Washington, að þeim sé
bættur þessi skaði með einhveiju
móti. Gera þau kröfu til þess, að
EB flytji inn 400 millj. rúmm. af
komi árlega í staðinn.
Af hálfu EB er það viðurkennt,
að bandarískir bændur kunni að
missa af einhverjum konrútflutn-
ingi til Spánar, en Bandaríkjamenn
eigi að taka tillit til þess, að þeir
muni fá þetta tjón bætt að ein-
hveiju leyti með auknum útflutningi
iðnaðarvara þangað á næstunni.
Samtök bænda í Bandaríkjunum
og fulltrúadeild þingsins þar leggja
hins vegar hart að stjórn Reagans
forseta nú að taka upp harðari af-
stöðu í málefnum, sem varða
verzlunarviðskipti. Hefur stjómin
því séð sig knúna til að hóta tolla-
hækkunum á evrópskum vörum, ef
ekki nást neinir samningar um að
bæta bændarískum bændum þetta
upp. Eiga tollahækkanir Banda-
ríkjamanna að ganga í gildi 31.
janúar nema því aðeins, að sam-
komulag náist við EB um lausn
deilunnar fyrir þann tíma.
Blómaskreytinganámskeið
hefst í næstu viku.
Kennari Uffe Balslev.
Innritun í versluninni kl. 10.00—21.00
daglega
að Ingólfsstræti 6.
Sími25656.
.................................... ' '' ■*
Gódan daginn!
Gerið góð kaup.
Opið kl. 13-18.
það hefur alltaf borgað sig
að versla á Vörumarkaðinum
Vörumarkaðurinn hl
Nýjabæ-Eiðistorgi Sími 622-200
Metbíllinn Lada Samara er
til afgreiðslu með stuttum
fyrirvara.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Lada Samara 4ra gfra:
247 þús.
Lada Samara 5ra gfra:
265 þús.
87
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur