Morgunblaðið - 25.01.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987
Þannig var umhorfs í Vestmannaeyjum viðupphaf vélbátaútgerðar skömmu eftir aldamótin. Myndin sennilega tekin um 1910. Frá örófialda var hafnarsvæðið opið fyrir ágangisjávar
og austan vinda. Voru stórslys og ijón tíð áður en hafnargarðarnir á Hringskeri og Hörgeyri komust upp. Meðþeirri mannvirkjagerð tókst að bægja mestum hættum frá. Garðamir
voru byggðir með ótrúlegriþrautseigju og dugnaði á árunum 1912 til 1930. Á ýmsu gekk og enn er til í munnmælum öldunga kviðlingur erþá varð til: Jóhannes staflar steinun-
Jiám / með sterkum handleggsbeinunum / næsta dagspyr náunginn / Nielsen, hvar ergarðurinn?
Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja 125 ára:
Hóf starfsemina með því
að tryggja ellefu stórskip
Sjálfstæðisbaráttan á
öldinni sem leið
markaði heillarík
spor, sem þjóðin býr
að og upp úr standa
víða kennileiti og
minnisvarðar sem
vert er að huga að og heiðra. Frá
því sögur hófust hafa Vestmanna-
eyjar og íbúar þeirra verið samofnir
hafínu sem þær umlykur. Eða eins
og kveðið var: „Þangað lífsbjörg
þjóðin sótti, þar mun verða stríðið
háð.“ Lífsafkoman hefur fyrst og
fremst byggst á öflun lífsviðurvær-
is úr greipum hafsins.
Um aldaraðir var sjórinn sóttur
á opnum skipum og á þeim tímum
var handfærið einasta veiðarfærið
og notað allt fram undir síðustu
aldamót. Oft þrengdi að með afla-
og gæftaleysi og þá var hungur og
allsleysi jafnan nærri bæjardyrum
manna. I byijun 19. aldar var íbúa-
tala Vestmannaeyja komin niður í
174 en var 237 manns árið 1787.
Þegar kom fram á öldina fór
Félagið hefur átt þátt í mörgum
framfaramálum byggðarlagsins
Morgunblaðið/Sigurgeir.
Eftirjarðeldana 1973 heyra áhyggjur sjómanna og útgerðarmanna um báta sína íaustanveðrum ogland-
synningi sögunni til. Vestmannaeyjahöfn er orðin meðþeim skjólbestu á Iandinu. Fremstá myndinnimá
sjá skrúf una af gamla Þór á veglegum stöpli innst í Friðarhöfn. Hún er til að minna á framtak Vestmann-
eyinga og forustu í björgunarmálum. Þór var fyrsta björgunar- og varðskip íslendinga og upphafið að
Landhelgisgæslunni.
~ Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja verður 125 ára næstkomandi mánudag, 26.janúar.
Sannkallaður merkisatburður sem vert er að minnast. Félagið er langelst allra tryggingafé-
laga á landinu og það á að baki ákaflega merkilegan starfsferil. Því hefur fylgt mikil gifta
allt frá upphafi. Það hefur vel verið byggt undir það sem enn stendur, 125 árum eftir
að frumheijarnir reistu merkið. Félagið er enn í vexti og það dafnar vel. Á þessu merka
félagi sjást engin ellimerki og það hlýtur að vera ósk allra Vestmanneyinga félaginu til
handa á þessum merku tímamótum, að það megi halda áfram að dafna og eflast. Frétta-
ritari Morgunblaðsins gekk á fund Jóhanns Friðfinnssonar, forstjóra Bátaábyrgðarfélagsins,
og það sem hér fer á eftir er byggt á upplýsingum sem hann lét blaðinu í té. Ekki eru tök á
því að gera þessu merkisafmæli þau skil sem vert væri, því sagan er jú löng.
Mb. Ófeignr III VE 325 var fyrsti sérsmíðaði stálfiskibáturinn fyrir
íslendinga. Eigendur Ólafur Sigurðsson frá Skuid og Þorsteinn Sig-
urðsson frá Blátindi. Ófeigur hefur reynst hin mesta happafleyta
og rær enn til fiskjar frá Eyjum.
IBrautryðjandinn. Frumkvöð-
ullinn að stofnun Báta-
ábyrgðarfélags Vestmanna-
eyja varBjamiE. Magnússon
sýslumaður (1831-1876). Mik-
ill merkismaður sem markaði
djúp spor ísögu Vestmanna-
eyja. Bjarni var sýslumaður
Vestmannaeyjasýslu í 11 ár,
frá 1861 til 1871 aðhann
fékk veitingu fyrir Húna-
vatnssýslu. Þegar á öðru ári
veru sinnarí Vestmannaeyj-
um gekkst hann fyrir stofnun
Skipaábyrgðarfélags Vest-
mannaeyja. Hann lét sér og
mjögannt umýmis önnur
framfaramál í Eyjum, var
einn helsti hvatamaður að
stofnun Lestrarfélags Vest-
mannaeyja og eignaðist
góðan bókakost. Hann var
ötull forvígismaður að barna-
fræðslu og ræktunarstarfi á
Heimaey. BjarniE. Magnús-
son varð bráðkvaddur 45 ára
gamall, 25. maí 1876 og var
öllum harmdauði.
heldur að rofa til og farið var að
gæta tilslakana á einokunarvaldinu
sem svo lengi hafði þjakað þjóðina.
Menn fóru að horfa til athafnafrels-
is. Og eins og slysfarir og dauði
fylgir öllu lífi höfðu eyjabúar ekki
farið varhluta af manntjónum og
skipssköðum. Oft voru skörðin stór
og sorgin þungbær. Þegar auk
þessa fylgdi óbættur eignamissir
þeirra sem eftir stóðu, er ekki að
undra þótt úrræða hafi verið leitað
til að vega hér upp á móti.
Þetta var í örfáum orðum sagt
forspilið, aðdragandinn, að stofnun
Skipaábyrgðarfélags Vestmanna-
eyja, þann 26. dag janúarmánaðar
árið 1862. Undir þessu nafni starf-
aði félagið fram til ársins 1907.
Það ár var nafninu breytt í Báta-
ábyrgðarfélag Vestmannaeyja enda
var þá öld vélbáta gengin í garð.
Fyrstu vélbátamir gengu til sjó-
róðra vertíðina 1906.
Jóhann Friðfinnsson hefur þetta
að segja um stofnun Bátaábyrgðar-
félagsins: „Sú var gæfa Eyjanna,
að árið 1861 kom hingað ungur
sýslumaður, Breiðfirðingurinn
Bjarni E. Magnússon, en segja má
að með komu hans hafi verið brotið
blað í söguna. Má í því sambandi
nefna forgöngu hans um stofnun
Skipaábyrgðarfélags, bókasafns,
upphaf bamafræðslu og ræktunar
á Heimaey. Stofnun Skipaábyrgð-
arfélagsins er ein hin merkasta sem
um getur meðal þjóðarinnar á þeim
tíma og sú lang árangursríkasta
miðað við að hafa staðið af sér öll
áföll á sínum langa starfsferli. Hún
rís í dag hátt yfir allar sambærileg-
ar tilraunir er síðar vom gerðar
annars staðar í svipuðu skyni. Má
fyrst og fremst þakka það braut-
ryðjandanum og þeim ágætu
mönnum sem gegnum tiðina hafa
haldið kyndlinum á lofti.“
I stofnskrá félagsins segir svo
um tilganginn: „. . . að efla og
styrkja sjávarútveg Vestmannaeyja
með því að tryggja þá, er eiga í
skipum, er ganga til fiskveiða á
vertíð, gegn skaða þeim, er skip
þessi geta orðið fyrir bæði á sjó og
landi.“ í upphafí var aðeins um
tryggingar stórskipa að ræða, en
svo vom tíæringar, áttæringar og
sexæringar nefndir. Voru skip þessi
11 talsins 1862 og hélst tala þeirra
svipuð fram yfir aldamót, en fór
þá vaxandi. Árið 1906 komu vélbát-
arnir til sögunnar. Töluverðar
umræður urðu hvort taka ætti þá
í tryggingu. Fyrsta árið vom tveir
vélbátar í tryggingu hjá félaginu
en árið eftir, 1907, vom 19 vélbát-
ar í tryggingu. Og þá var nafni
félagsins breytt sem fyrr getur.
Árið 1901 vom íbúar í Eyjum 607
en 10 ámm síðar, er vélbátaútgerð-
in var komin vel á legg, vom
íbúarnir orðnir 1.492. Þetta segir
mikla sögu.
Eins og að líkum lætur hafa
skipst á skin og skúrir í rekstri og
afkomu félagsins en ávallt hefur
því tekist að standa við allar sínar
skuldbindingar gagnvart viðskipta-
mönnum. Það var ástæðan fyrir því
að félagið fékk endanlega þá viður-
kenningu löggjafans 1949, að fá
að starfa sjálfstætt samkvæmt eig-
in lögum.
Frá því Samábyrgð íslands á
fiskiskipum var stofnuð hefur Báta-
ábyrgðarfélagið endurtryggt
áhættuna hjá félaginu. Árið 1885
vom fæst skip í tryggingu, 6 að
tölu, 1922 vom bátamir orðnir 53,
1942 81, 1959 104, 1972 68 og
þeir em nú 34. Þessar tölur segja
sína sögu. Eftir 1960 fóm skipin
stækkandi og félagið hafði ekki tök
á að fá þau öll í viðskipti, enda lengi
reglur þar um og ekki eru í skyldu-
tryggingu hjá félaginu skip yfír 100
tonn.
Til að bæta sér upp fækkun skipa
> tryggingu hefur félagið reynt að
auka reksturinn á annan veg. Fyrir
t