Morgunblaðið - 25.01.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 25.01.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1987 45 og jarðvegi við landnám, en gróður- eyðing af manna völdum hefur ekki síst verið stór þáttur þar. Fram til þessa hefur skort heild- stæða stefnumótun í umhverfismál- um hér á landi, ólíkt því sem er í flestum nágrannalöndum okkar. Engin heildarlöggjöf hefur enn ver- ið sett um þennan mikilvæga málaflokk og með ýmsa þætti um- hverfismála er nú farið í níu ráðuneytum. Markmið þessarar þingsályktun- artillögu er að fela ríkisstjóminni að marka ákveðna heildarstefnu í umhverfísmálum þar sem ijallað verði um það hvemig þessum mál- um verði best skipað í framtíðinni Dæmi um mengun sem auðvelt er að kippa í lag. bæði í löggjöf í stjómsýslu, og gmndvöllur lagður að samvinnu allra, sem hér eiga hlut að máli, um nýskipan þessara mikilvægu mála. í þeim efnum þarf m.a. að hyggja að því að hve miklu leyti æskilegt og skynsamlegt er að endurskipu- leggja yfírstjóm einstakra þátta umhverfísmála í Stjómarráði ís- lands og taka upp skipulagsbundna samvinnu allra þeirra stjórnsýsluað- ila sem hér eiga hlut að máli. Þá þarf einnig að huga að endurskoðun laganna um náttúruvemd, en sú endurskoðun er þegar vel á veg komin. Gæta þarf sérstaklega að því að hagnýtingu lands verði ætíð hagað svo að um gróðureyðingu verði ekki að ræða, m.a. með takmörkun beit- ar og framkvæmd ítölu, en vemleg gróðureyðing á sér stað ár hvert eins og nú standa sakir. Jafnframt þarf að endurskoða ákvæði um mengunarvamir í íslenskum lögum en þar er fýrst og fremst um að ræða kafla í lögum nr. 109/1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseft- irlit. Þá þarf að undirbúa sérstakt átak til þess að draga úr megnun frá frárennsli í þéttbýli og frá verk- smiðjum og öðmm iðnaði, en slík mengun er nú vaxandi vandamál víða um land. Þar kemur til greina að auðvelda sveitarfélögum kostn- aðarsamar úrbætur vegna frá- rennslis með sérstakri lánafyrir- greiðslu. Mað mótun nýrrar umhverfis- málastefnu þarf einnig að taka tillit til mjög vaxandi umferðar ferða- manna og setja nýjar reglur um umgengni þeirra og samgönguhætti til vemdar náttúm landsins. Þá þarf að auka vemlega frá því sem nú er fræðslu í skólum landsins og í fjölmiðlum um mikilvægi um- hverfísverndar og þann þátt sem hún getur átt í bættum lífsskilyrð- um og lífsgæðum þjóðarinnar á komandi ámm. Hér hafa aðeins verið talin nokk- ur þeirra atriða sem huga þarf að við mótun heildarstefnu í umhverf- ismálum. Ýms vandamál sem nágrannaþjóðir okkar eiga við að etja þekkjum við enn aðeins í litlum mæli vegna strjálbýlis í landinu. Engu að síður er vissulega tíma- bært að þessu máli verði meiri gaumur gefínn af hálfu stómvalda og Alþingis en hingað til og farsæl framtíðarstefna mótuð um vemdun lífs og lands.“ Með þessum orðum lýkur grein- argerðinni. Vonandi er að þingmenn beri gæfu til að flýta afgreiðslu til- lögunnar á næstu mánuðum svo hægt verði að taka á þessu máli af festu og koma því í gott horf á næsta kjörtímabili. - HV Unglingar vinna að snyrtingu og fegrun umhverfis hér á landi og er það þakkarvert. Stúdentar MR '67 Umræðufundur í tilefni 20 ára útskriftar verður í Hreyfilshúsinu v/Grensásveg fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30. Bekkjarráö. FLUGSKÓLI Nú er tækifærið!! Flugskólinn Vesturjlug býður uppá eftirfarandi nám: 1. Sóló-próf. Fyrstu réttindi, flýgur einn undir eftirliti frá kennara. 2. Einkaflugmannsréttindi, bókleg og verkleg. Fyrir þá sem vilja njóta flugsins sem tómstundagamans. 3. Blindflugsréttindi, bókleg og verkleg. Gefur aukna möguleika fyrir einkaflugmenn, m.a. nauðsynlegt ef flogið er til útlanda. 4. Atvinnuflugmannsréttindi, verkieg. Uppgangur er í flugi, hafa því atvinnumöguleikar sjaldan verið betri. 5. Endurhæfing, bókleg og verkleg. Fyrir alla flug- menn. Vesturflug er staðsett í nágrenni innanlands- flugs Flugleiða. Næsta námskeið hefst 2. febrúar næstkomandi. Hringdu í síma 28970 eða líttu inn. „Sjarmerandi" satínnáttföt, jakki, buxur og sloppur. Sérstaklega vandað satín, mjúkt og létt. Fallegir litir, mildir eða líf- legir að vild. ŒB AUGíySINGAPjONUSTAN/ SÍA Þau eru komin! litið magn. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Pósthússtræti 13, sími 22477.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.