Morgunblaðið - 25.01.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.01.1987, Qupperneq 46
/4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 býr. Eftir að öll nöfn eru horfín og annar fundur annars staðar tekinn við af þessum skilur leið- togafundurinn eftir þá mynd að þessi fámenna þjóð hér sé af þeirri gerð og getu að dugir til að ráða við stærsta verkefni með engum fyrirvara. Og að til þess þurfum við ekki að veifa há- timbruðum glæsihöllum. í þessu látlausa hvíta húsi tek- ur Reykjavíkurborg á móti gestum sínum og það dugir fyrir hvaða gesti sem er. Alltaf hefí ég dáðst að honum Geir Hallgríms- syni, þáverandi borgarstjóra, sem fór bramboltslaust og smám sam- an að láta gera upp Höfða til þess hlutverks og drap þarmeð hljóðlega samhljóða hugmynd fyrri borgarstjómar um ráðhús- bákn í tildurstíl Norðurlanda úti í Tjörninni. Nú sannast að þetta er húsið sem okkur hæfir vel, hveija sem á okkar fjörur rekur af stórmennum. Ekki satt? Og blæbrigði endast kannski lengur en nöfn í þessum hverfula fjöl- miðlaheimi. Sælir em hógværir, því að þeir munu landið erfa, stendur í merkri bók og óve- fengdri í tvö þúsund ár. Má vera að Höfði sé nýr stak- steinn sem stikla má á til heims- frægðar. En nafn Reykjavíkur hefur fyrr flögrað um heims- byggðina um sinn. Rifjast upp árið 1972, er ég um hánótt kom í áætlunarbíl á landamæri Malasíu og Singapore. Vegabréfsmaður- inn í lúgunni leit á skilríkin og sagði: „Þú ert á vitlausum stað!" Hvert er ég nú komin hér úti í frumskógi?" hugsaði ég skelfd. Stundi þó upp kokhraust: „Svona vegabréf hefur víst aldrei sést hér áður?“„ Nei, en með því að vera ekki í Reykjavík missirðu af heimsmeisstaramótinu í skák,“ svaraði sá dökki og skein í hvítar tennur í myrkrinu. Stundarfrægð vor er víst mikil og margvísleg. B. MAGNUSSON HF. HÓLSHRAUNI2 - SÍMI 52866 - P.H.410 - HAFNARFIRÐI Garur •Hlr Elfnu Pálmadóttur Frægðin er víst dulítið duttl- ungafull. Ekki alltaf gott að spá í það hvenær og hvemig hana ber að. Það má margur bráðduglegur baráttumaðurinn, sem alla æfi stritar af hetjuskap við að koma sér í sviðsljósið og hveija stund lífs síns undirbýr næsta þrep áleiðis upp á frægðartindinn, fínna á sínum skrokki. Svo er bara allt í einu orðið heimsfrægt eitt gamalt, hljóðlátt hús út með sjó: Höfði. Frægðin kemur hér að vanda að utan. Enda gripin fegins hendi á heimaslóðum. Bjarminn af þessu hvíta húsi gæti kannski fallið á þjóðina bregðumst við snarlega við. Ef við grípum gæs- ina og leggjum 20 milljónir í að gera Höfða að friðarverðlauna- húsi, svo sem hugmyndaríkur mað ur reifaði á sjónvarpsskerminum. Úti á meginlandi Evrópu skaut frægðarsól Höfða hratt upp á himininn. Franska sjónvarpið fann upp á því, meðan ekkert var farið að gerast á staðnum og ekk- ert myndaefni að hafa, að búa til hvíta lakadrauga og láta þá sog- ast inn um gluggana á Höfða undir fréttalestri um væntanlegan leiðtogafund. Og öll meginlands- pressan tók snarlega við sér. Vesalingur minn lenti í þyrlinum. Europa 1-útvarpsstöðin setti út net sín. Vildi fá viðtal vegna leið- togafundarins í Reykjavík, sem íslendingur í París vissi mest lítið um. Reyndust raunar ekki á eftir neinni speki um leiðtogana og fund þeirra á íslandi. Það væri húsið sjálft sem menn hefðu mest- an áhuga á. Vissi undirrituð ekki eitthvað um það? Hvort maður þekkti sögu þess! Hafandi einmitt staðið að formlegri friðun þess í borgarstjórn. Og trúboðinn gamli fyrir málefnið Island úti í heimi skaut upp höfðinu. Ef ein stærsta útvarpsstöð Evrópu vildi breiða út fróðleik frá fóstuijörðinni, bæri þá ekki hveijum landa að standa sína plikt? Snarlega sendur spyrill m_eð hljóðnema. Viðmælandinn frá ís- landi hóf að segja sögu Höfða. Einkum þar sem hún tengdist væntanlegum hlustendum, Frökk- um. Húsið væri byggt af frönsk- um konsúl, Monsieur Brillouin, á þeim tíma þegar enn voru um 4000 franskir sjómenn á skútum kring um Island. Því væri enn yfír dyrunum í salnum þar sem leiðtogamir mundu ræðast við franskt skjáldarmerki, nafn Brillouins og ártalið 1909. Nokkru seinna eða á árunum i924-a» hefði þar enn búið maður með sérstaka skírskotun til Frakka, Matthías Einarsson læknir, fyrsti yfirlæknir Franska spítalans í Reykjavík, sem þeir ráku á Is- landi í mörg ár fyrir sjómenn sína. Með fyrra stríði snarfækkaði frönskum sjómönnum hér og út- sendur ræðismaður óþarfur. Fréttamaðurinn virtist hafa tak- markaðan áhuga á tengslum hússins við hlustendur. Hann vildi draug. Nú hann fékk að vita að á eftir konsúlnum franska hefði eitt ástsælt höfuðskáld íslendinga, hugsjóna- og framkvændamaður mikill, Einar Benediktsson, búið þarna. Auk þess sem hann var sagður draughræddur eftir upplif- un norður í landi, hefði hann líka verið „bon viveur“, kunnað að meta góð vín eins og Frakkar, og þar sem húsið væri nú móttöku- hús borgarstjómar Reykjavíkur þá lýsti draugagangurinn sér helst þegar glösin glopruðust úr hönd- um gesta eða úr þeim skvettist. Menn segðu þá rétt sí svona: „þar sækir einhver í glasið!" Ekki þótti svona draugagangur nógu magn- aður. Spyijandi vildi fá ekta enskan hallardraug í hvítu laki, sem baðaði út skönkunum og eng- ar refjar. Ekki hafði viðmæl- andinn heyrt að neinn hefði séð þessháttar draug í Höfða. Ekki heldur þessi breski ræðismaður sem var aleinn og draughræddur að skrölta þama í húsinu á skammdegisnóttum á íjórða ára- tugnum, þegar Höfði stóð enn í flæðarmálinu og brimgnýnum langt fyrir innan byggðina. Hann vildi auðvitað losna úr þessu voða- lega húsi og drauggangur tilvalin rök til að fá að selja það. Hvort hvítlaka hallardraugar komu þar við sögu fylgdi ekki sögu húss ins. „Blaðamenn fullyrða helst það sem þeir eru ekkert vissir um, en diplomatar gæta þess að fullyrða ekki það sem þeir vita upp á hár,“ er haft eftir hinum vísa De Re- musat. Og hvað ragar okkur um það hvers kyns frægðarorðið er á fjölmiðlaöld. Bara ef nafn er nefnt! A síðasta ári hefur Íslandi orðið vel ágengt í þeirri frægð sem kemur að utan. Alheims fegurðar- drottning hefur sannað að ísland á a.m.k. eina fallega stúlku og þá líkur til að þar fínnist fleiri. Heimsmeistari í kraftlyftingum hefur sýnt heiminum að hér eru menn með krafta í kögglum, og það einn miklu geðfelldari sort en almennt á heimsmarkaðinum. Og margt sinnið grunar nú að draug- ar fínnist á íslandi. Vonir standa til að allt þetta muni selja ófáa fiska og ullartrefla, segja fróðir. Hversu marga fiska sem draugur- inn í Höfða á eftir að selja, þá hefur myndin af þessu látlausa húsi líklega varpað nokkuð geð- felldum blæ á þá þjóð sem hér 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.