Morgunblaðið - 25.01.1987, Page 49

Morgunblaðið - 25.01.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —- atvinna Fasteignasala — sölumaður Óskum eftir sölumanni á skrifstofu okkar. Fjölbreytilegt starf, mikil vinna og góð laun fyrir dugmikinn starfskraft. Vélritunarkunn- átta æskileg. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. feb. 1987 er greina frá aldri, menntun og fyrri störfum merktar: „X — 5436“. Húsgagna- framleiðsla Vegna síaukinnar eftirspurnar á framleiðslu- vörum okkar þurfum við að bæta við okkur starfsfólki: Húsgagnasmið Við leitum að duglegum, vandvirkum og áreiðanlegum húsgagnasmið (manni eða konu). Æskilegt er að viðkomandi hafi starfs- reynslu. Aðstoðarmann Við leitum að starfskrafti (manni eða konu) sem er stundvís og áreiðanlegur. Við bjóðum hæfu starfsfólki góð laun ásamt fyrsta flokks starfsaðstöðu í nýju húsnæði okkar á Hesthálsi 2-4, Reykjavík. Unnið er eftir bónuskerfi. Uppl. veittar á skrifstofu verksmiðjunar á Hesthálsi 2-4, Reykjavík. áf\ KRISTJflfl fí<|SKGEIRSSOn HF. " smmúmsm « Lögfræðingur Óskum eftir að ráða góðan lögfræðing til almennra lögfræðistarfa hjá góðri bókhalds- stofu úti á landi. Leitað er eftir dugmiklum aðila sem hefur góða þekkingu og reynslu á bókhaldi, upp- gjöri og skattamálum. ★ Góð vinnuaðstaða. ★ Fjölbreytt og mikil verkefni. ★ Góðir tekjumöguleikar. Tilvalið tækifæri fyrir ungan, reglusaman fjöl- skyldumann sem vill vinna að hluta til sjálfstætt og er tilbúinn til að setjast að úti á landi. sjmspjúmm % BrynjoKur Jonsson • Noatun 17 105 Rvik • simi 621315 • Alhliöa radningaþjonusta • Fyrirtækjasala • Fjarmalaraógjof fyrir fyrirtæki BLÖÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS Frá Blóðgjafafélagi ís- lands Aðalfundur og fræðslufundur félagsins verð- ur haldinn 2. febrúar kl. 21.00 í fundasal Rauða kross íslands að Rauðarárstíg 18. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: Hjartaskurðlækningar og blóð- bankastarfsemi. Fyrirlesarar: Hörður Alfreðsson, læknir og Soili Hellman Erlingsson, læknir. Stjórnin. Tölvuvinnsla — innsláttur Ráðgarður leitar eftir starfskrafti fyrir einn af viðskiptavinum sínum. Fyrirtækið ertraust og þekkt í framleiðsluiðnaði og leiðandi í sinni grein. ★ Starfið felst í: innslætti gagna og al- mennri vinnslu á IBM-tölvu system 36. ★ Krafist er: skipulegra vinnubragða, ná- kvæmni í gagnavinnslu og algjörrar reglusemi. ★ Laun: í samræmi við hæfni þess, sem verður ráðinn. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. ★ í boði: starf hjá trauctu fyrirtæki. Til greina kemur að ráða tvo starfskrafta í V2 starf. ★ Æskilegt: að umsækjendur hafi Verzlun- arskólapróf eða hliðstæða menntun og reynslu í tölvuvinnslu. ★ Skriflegar umsóknir sendist fyrir 29. janú- ar til Hilmars Viktorssonar, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. RÁÐGAraXJR STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁDGJÖF NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 Framkvæmdastjóri Æskulýðs- og íþróttamál Stór félagasamtök í æskulýðs- og íþrótta- málum vilja ráða framkvæmdastjóra til starfa, fljótlega. Framtíðarstarf. Æskilegt að viðkomandi hafi viðskipta- menntun, stjórnunar- og bókhaldsreynslu, trausta og örugga framkomu, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og mikið eigið frum- kvæði. Tungumálakunnátta nauðsynleg vegna erlendra samskipta. Laun samningsatriði. Uppl. á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar, fyrir 5. febr. nk. (tUDNT Tónsson RÁÐC) ÓF fe RÁÐ N 1 N CA RI110 N 11 STA TUNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÖSTHÓLF 693 SIMI 621322 Afgreiðslustarf Kaupfélag á Vesturlandi óskar eftir að ráða fólk til afgreiðslustarfa í matvöruverslun sem fyrst. Húsnæði er fyrir hendi. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra er veitir nán- ari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSNIANNAHALD Auglýsingateiknari — aðstoðarmaður Kristján Kristjánsson, Teiknistofa og auglýs- ingaþjónusta sf., Akureyri, óskar að ráða: Auglýsingateiknara Við leitum að hugmyndaríkum og vandvirkum teiknara. Aðstoðarmann Við leitum að manni með teiknikunnáttu til ýmissa starfa á stofunni. Hálfs- eða heils- dagsstarf. Einnig höfum við áhuga á að komast í sam- band við hugmyndasmiði og textahöfunda í sérstök auglýsingaverkefni. Fjölbreytt og spennandi verkefni. Skriflegar umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 201, 602 Akur- eyri, fyrir 8. febrúar. Kristján Kristjánsson Teiknistofa & auglýsingaþjónusta sf Tryggvabraut 1, Akureyri Framleiðslustörf Sláturfélag Suðurlands er stórt fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi, í kjötiðnaðardeildinni er nú mikið að gera þannig að vart er hægt að anna eftirspurn. Þess vegna viljum við ráða nú þegar nokkra starfsmenn bæði karl- menn og konur til ýmissa framtíðarstarfa við framleiðslustörf. Við leitum að duglegum og kraftmiklum aðil- um sem eru tilbúnir að ná árangri í starfi og eiga þannig þátt í að framleiða góðar vörur. í boði er starf hjá traustu fyrirtæki, ágæt laun og auk þess er frítt fæði í hádeginu. Allar nánari uppl. um störf þessi veitir starfs- mannastjóri á skrifstofu fyrirtækisins á Frakkastíg 1, R. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald. Óskum að ráða sjúkraliða til starfa að Sjúkrastöðinni Von, Bárugötu 11, Reykjavík. Góð laun í boði. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 622344. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Óskar að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Upplýsingar veitir Ankie Postma, sjúkraþjálf- ari í síma 96-22100. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Ankie Postma, fyrir 1 mars nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Atvinna óskast Danskt par, 18 og 20, ára óskar eftir vinnu og húsnæði frá 1. mars. Vinna við landbúnað eða garðyrkju, helst á Norðurlandi kemur sérstaklega til greina. Hanne Lise Knudsen, KHdevej 29, 6940 Lem, sími 07341960.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.