Morgunblaðið - 25.01.1987, Page 51

Morgunblaðið - 25.01.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 51 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélstjóra og vélaverði vanta á mb Eyvind Vopna NS 70 og Lýting NS 250 sem gerðir eru út frá Vopnafirði. Upplýsingar í síma 97-3143 á daginn og síma 97-3231 á kvöldin. Trésmiðir Vantar nokkra trésmiði í byggingarvinnu. Mikil verkefni framundan. Upplýsingar í síma 16637 frá kl. 8.00-18.00 frá mánudegi til föstudags. Stýrimaður óskast á m/b Albert Ólafsson KE 39. Upplýsingar í síma 92-1333 eða 92-2304. Sunnuhlíð Kópavogsbrouf I Simi 45550 Við leitum að starfsmanni á aldrinum 35-45 ára til fjölbreytilegra starfa á skrifstofu. Starf- ið er hlutastarf. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu, staðgóða almenna menntun, ásamt góðri vélritunarkunnáttu. Æskilegt er að viðkomandi kunni skil á launaút- reikningum og geti hafið störf 1. mars 1987. Umsóknirmerktar: „Sunnuhlíð— 1766“ legg- ist inn á auglýsingádeild Mbl. fyrir mánudag- inn 2. febrúar 1987. Ritari Opinbert fyrirtæki vill ráða ritara til starfa eftir hádegi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. janúar nk. merktar: „SB — 2000“. JL-húsið auglýsir eftir starfskrafti í leikfangadeild. Einn- ig afleysingafólk um helgar í ýmsar deildir. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sumar 87 Spennandi tækifæri Hefur þú áhuga á að skapa þér nafn sem matreiðslumaður? Á einum vinsælasta mat- sölustað á landinu er laus staða fyrir sjálf- stæðan og hugmyndaríkan kokk. Umsóknir með öllum upplýsingum sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Hótel — 2069“ fyrir 1. febrúar. Hjúkrunarfæðingar — Sjúkraliðar Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða nú þegar eða síðar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 92-7151. Dvalarheimili aidraðra, Suðurnesjum, Garðvangur, Garði. RIKISSPITALAR LAUSARSTÖÐUR Yfirlæknir óskast við Röntgendeild Landspítalans. Á sérsviði yfirlæknis þessa er forstaða, stjórn- un og þróun sérhæfðra myndgerðarrann- sókna í hjarta- og æðakerfi. Ennfremur þátttaka í stjórnunarstörfum deildarinnar samkvæmt erindisbréfi. Umsækjandi skal hafa staðgóða sérfræði- menntun í almennri röntgen- og myndgrein- ingu, en auk þess sérhæfða menntun, reynslu og starfsþjálfun í röntgen- og öðrum mynd- gerðarrannsóknum á hjarta- og æðakerfi. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðulæknir deildarinnar, Ásmundur Brekkan prófessor. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna skulu sendar stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 27. febrúar 1987. Aðstoðarlæknar óskast við Kvennadeild Landspítalans. Um 4 stöður er að ræða. Ein eins árs staða veitist frá 15. mars nk. Tvær ársstöður veitast frá 1. júní nk. og ein 6 mánaða staða veitist frá 1. júlí nk. Umsóknir á umsóknareyðublöðum fyrir lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 25. febrúar nk. Upplýsingar veita yfirlæknar Kvennadeildar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingar óskast við Vistheimilið Vífilsstöðum einkum á kvöldvaktir og um helgar. Sveigjanlegur vinnutími mögulegur. Starfsfólk óskast við Vistheimilið Vífilsstöðum sem er meðferðardeild fyrir vímuefnaneytendur. Uppýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunarstjóri Vistheimilisins Vífilsstöðum í síma 656570. Hjúkrunarfræðingar óskast við blóðskilunardeild Landspítalans (gervinýra) nú þegar eða eftir samkomulagi. Unnið er á dagvöktum. Boðið er upp á aðlög- un og þjálfun á staðnum. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á lyflækningadeild 3 (hjartadeild). Boðið er upp á aðlögun. Upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkr- unarframkvæmdastjóri lyflækningadeildar í síma 29000-485 eða 487. Fóstra óskast nú þegar til afleysinga í hlutastarf við dagheimili ríkisspítala á Vífilsstöðum. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimil- isins í síma 42800. Starfsmaður óskast á skóladagheimili ríkisspítala Litluhlíð í hálfa vinnu frá kl. 15.00-19.00 á virkum dögum. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimil- isins í síma 29000-667. Reykjavik, 25.janúar 1987. Mjög góður starfskraftur óskar eftir vinnu. • Vanur vélabókhaldi. • Stærðfræði- og tölvukunnátta á háskóla- stigi. • Mjög góð tungumálakunnátta í norður- landamálum og ensku. • 6 ára starfsreynsla erlendis. • Margt kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „S — 2065“ fyrir 30. janúar. Afgreiðslustörf Óskum að ráða duglegt og áreiðanlegt starfsfólk í verslun okkar Skeifunni 15. - í kjötborð (heilsdagsstarf). - í skódeild (hlutastarf eftir hádegi). - Á kassa (heilsdagsstarf). - í herradeild (hlutastarf eftir hádegi kemur til greina). - Hraustan ungling allan daginn. Við leitum að fólki sem hefur góða og örugga framkomu og á auðvelt með að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmsnnahald. 0 Afgreiðslustarf f matvöruverslun Við viljum ráða nú þegar starfsfólk til ýmissa afgreiðslustarfa í SS-búðirnar. Leitað er að snyrtilegum og duglegum ein- staklingum sem hafa áhuga á og gaman af að umgangast fólk, eru tilbúnir til að veita góða þjónustu og taka þátt í að selja og af- greiða 1. flokks vörur. í boði eru skemmtileg störf hjá stóru og traustu fyrirtæki, góður aðbúnaður fyrir starfsmenn og auk fastra mánaðarlauna er greiddur sölubónus. Þeir sem áhuga hafa eða vilja fá frekari upp- lýsingar um störf þessi vinsamlegast snúi sér til starfsmannastjóra sem staðsettur er á skrifstofu fyrirtækisins á Frakkastíg 1, R. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald. 4» Fulltrúi f fjárhagsbókhald Sláturfélag Suðurlands vill ráða starfsmann í stöðu fulltrúa í fjárhagsbókhaldi á aðalskrif- stofu fyrirtækisins. Starfið er sjálfstætt, fjölbreytt og krefjandi en er aðallega fólgið í endurskoðun bók- halds, afstemmingu, millifærslum ásamt ýmsum sérstökum verkefnum sem unnin eru upp úr bókhaldi fyrirtækisins. Við leitum að aðila sem hefur verslunarskóla- próf eða aðra sambærilega menntun og hefur starfsreynslu á sviði bókhalds. í boði er staða hjá góðu fyrirtæki, ágæt laun og sveigjanlegur vinnutími. Allar nánari uppl. um starf þetta veitir starfs- mannastjóri á skrifstofu fyrirtækisins á Frakkastíg 1, R. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald. Lagerstarf Heildverslun í Reykjavík óskar að ráða mann til lagerstarfa. Æskilegur aldur 30-45 ára. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. febrúar merkt: „R — 2066“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.