Morgunblaðið - 28.01.1987, Síða 2
'2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987
Tvöföldun á sölu
á loðnu og loðnu-
hrognum til Japan
SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús-
anna hefur samið við japanska
kaupendur um sölu á 5.000 lestum
af frystum loðnuhrogfnum og
sama magni af frystri loðnu. I
fyrra seldi SH 2.800 lestir af
hrognum og 1.800 lestir af loðnu
til Japans. Samið var um svipað
verð í yenum talið og í síðasta
samningi, en það samsvarar rúm-
lega 20% verðhækkun í íslenzkum
krónum. Japanir munu eins og i
fyrra greiða fyrir afurðir þessar
með dölum. Samtals fást 650 til
700 milljónir króna fyrir loðnuaf-
urðirnar að þessu sinni.
Yenið kostaði um 0,20910 krónur
um áramótin 1985—1986 en
0,25136 um síðustu áramót. Hækk-
unin er 20,16%. Þó samið hafi verið
um svipað verð í yenum talið og í
fyrra, er samningurinn í dölum eins
og þá. Friðrik Pálsson, forstjóri SH,
var spurður hvers vegna samið hefði
verið í dölum miðað við fallandi
gengi þess gjaldmiðils. Hann sagði,
að þó annað hefði komið til um-
ræðu, hefðu samningsaðilar orðið
ásáttir um að semja með þessum
hætti. Að öðru leyti vildi hann ekki
tjá sig um samninginn. Við gerð
síðustu samninga högnuðust jap-
önsku kaupendumir nokkuð á því,
að greiða fyrir loðnuna með dölum,
en þróun daisins næstu þrjá mánuði
ræður úrslitum um það, hvort svo
verður að nýju. Loðnan og hrognin
verða flutt utan í marz og apríl, en
til að ná 5.000 lestum af hrognum
þarf um 62.500 lestir af loðnu upp
úr sjó.
Verð á loðnu til bræðsiu hefur
verið fijálst á yfirstandandi vertíð,
en vaninn undanfarin ár hefur verið
sá, að annað verð hefur verið ákveð-
ið á loðnu til hrognatöku og frysting-
ar en til bræðslu. Líklega verður
verð á loðnu til hrognatöku og fryst-
ingar frjáist að þessu sinni, en
endanleg ákvörðun um það hefur
enn ekki verið tekin.
Viðar Elíasson, verkstjóri í
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að iíklega gæti frysting loðnu hafizt
10. til 15. febrúar. Loðnan væri fryst
í tveimur flokkum eftir hrognafyll-
ingu, 13 tii 15% og yfir 15%. Fyrst
í marz yrði líklega hægt að hefja
hrognatökuna, en hún miðaðist við
22 til 23% hrognafyllingu í loðn-
unni. Hann sagði að gott þætti að
ná um 8% nýtingu út úr hrognatök-
unni.
Morgunblaðið/Þorkell
Kvenréttindafélagið 80 ára
KVENRETTINDAFELAG Islands varð 80 ára
í gær. Afmælisins var minnst í veislu á Hallveig-
arstöðum og var hún mjög fjölsótt. Fjórar
konur, sem unnið hafa ötult starf í félaginu,
voru gerðar heiðursfélagar, Guðrún Gísladótt-
ir, Lóa Kristjánsdóttir, Sigurveig Guðmunds-
dóttir og Valborg Bentsdóttir. Formaður
Kvenréttindafélags íslands er Lára V. Júlíus-
dóttir. Myndin var tekin í afmælishófinu í gær.
Björg Einarsdóttir rithöfundur er í ræðustól,
en hún flutti erindi um stofnanda félagsins,
Brieti Bjarnhéðinsdóttur.
Enn engin lausn í sjón-
máli í farmannadeilunni
V estmannaeyjar:
Snót undir-
ritar samning
SAMNINGUR milli verkakvenna-
félagsins Snótar og vinnuveitenda
í Vestmannaeyjum var undirritað-
ur í gær með fyrirvara um
samþykki félaganna. Fyrirhugað
er að bera samninginn undir at-
kvæði á félagsfundi í Snót á
fimmtudaginn kemur.
Samningurinn er grundvallaður á
samningum ASÍ og VSÍ frá því í
desember, en auk þess eru í honum
ákvæði um starfsaldurshækkanir og
um hækkun á fatapeningum. Starfs-
menn, sem unnið hafa í fískvinnslu
í 5 ár, fá 2% hækkun á grunnlaun,
starfsmenn sem unnið hafa í fisk-
vinnslu í 10 ár hjá sama vinnuveit-
anda fá 3% og þeir sem unnið hafa
í 15 ár í fískvinnslu hjá sama vinnu-
veitanda fá 4% hækkun á grunnlaun.
Auk þessa hækka hlífðarfatapening-
ar um rúmar 65 krónur á viku.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins gildir samningurinn frá og
með þessari viku og til áramóta, en
Snótarkonur fá greiddar 3.600 krón-
ur í einu lagi i stað afturvirkninnar.
„Áróðursstríð á hendur okkur,“ segir
Éirgir Björgvinsson, formaður und-
anþágunefndar SFR
FUNDUR undirmanna á kaup-
skipum og forsvarsmanna
kaupskipaútgerðarinnar hjá rik-
issáttasemjara var árangurslaus
i gær og má segja að sama staða
sé ennþá í deilunni og var fyrir
helgina, þrátt fyrir að tilboð hafi
gengið á milli aðila. Boðað hefur
verið til nýs fundar í deilunni
klukkan 14 í dag.
„Það hefur ekki verið tekin nein
ákvörðun um verkbann, en það ligg-
ur beint við að ef þetta verkfall
dregst á langinn þá neyðumst við
til þess. Þar væri um að ræða varn-
araðgerð af okkar hálfu til þess að
hafa stjóm á þessari vinnustöðv-
un,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, aðspurður
hverjar þær vamaraðgerðir væm,
sem minnst er á í ályktun sam-
bandsstjómar VSÍ. Hann sagði að
það gæti reynst nauðsynlegt að
setja verkbann á Sjómannafélag
Reykjavíkur til þess að koma í veg
fyrir að sjómenn í verkfalli fæm
að vinna hjá öðrum. Hins vegar ef
þessi deila kæmist á það stig að
hún ógnaði veigamiklum þáttum í
þjóðlífinu yrði að skoða málið í
víðara samhengi, en VSÍ ætti ekki
í neinni deilu við hafnarverkamenn
eða yfirmenn á farskipunum. Ný-
samið væri við hafnarverkamenn
og þó ósamið væri við yfirmenn
teldi hann að ekki yrði erfítt að
semja við þá eftir að þessi deila
leystist.
Tvær beiðnir hafa borist til Sjó-
mannafélags Reykjavíkur til þessa
um undanþágur frá verkfallinu.
Onnur beiðnin varðar það að skipið
Keflavík, sem liggur í Hafnarfjarð-
arhöfn með saltfarm, fái að fara
til Austíjarðahafna. Birgir Björg-
vinsson, formaður undanþágu-
nefndar Sjómannafélagsins, segir
að ákvörðun verði tekin um undan-
þáguna fyrir hádegið í dag. Jákvætt
svar hafi nánast legið fyrir, en þá
hafi borist um það upplýsingar að
leiguskip með saltfarm væri á leið-
Anna Klemensd. fv. for-
sætísráðherrafrú, látín
ANNA Guðrún Klemensdóttir,
ekkja Tryggva Þórhallssonar
fyrrum forsætisráðherra, lést í
gfær, á 97. aldursári.
Annafæddist 19.júníárið 1890,
dóttir hjónanna Klemensar Jóns-
sonar, landritara og síðar ráð-
herra, og Þorbjargar Stefánsdótt-
ur. Hún var fyrsta símastúlkan í
Reykjavík þegar símstöð var tekin
þar í notkun. Anna giftist Tryggva
Þórhallssyni árið 1913. Tryggvi
var prestur á Hesti, en fluttist
síðan til Reykjavíkur og gerðist
Starfsmenn Búnaðarbank-
ans andvígir sameiningu
Á MJÖG fjölmennum fundi starfsmanna Búnaðarbankans á mánu-
daginn var lýst yfir harðri andstöðu við hugmynd stjórnvalda
um sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka.
fundinum var eftirfarandi vel rekið fyrirtæki og nota eigið
Á fundinum var
ályktun samþykkt og hefur hún
verið send viðskiptaráðherra og
fomiönnum þingflokka:
„Fundur starfsmanna Búnað-
arbankans haldinn 26. janúar
1987 lýstir harðri andstöðu sinni
gegn hugmyndum stjórnvalda um
sameiningu Búnaðarbanka og
Útvegsbanka.
Fundurinn telur það mikla
skammsýni af stjórnvöldum að
ætla að ieggja niður blómlegt og
fé þess til að leysa vanda fyrirtæk-
is sem komið er í þrot.
Starfsfólk Búnaðarbankans
óttast að nýr banki, sem reistur
væri á grunni Búnaðarbanka og
Útvegsbanka, yrði veikari stofnun
en Búnaðarbankinn er í dag. Með
því er hagsmunum starfsfólks og
viðskiptamanna bankans stefnt í
hættu. Fundurinn leggur því
áherslu á að Búnaðarbankinn
haldi núverandi rekstrarformi svo
að hvorki komi til uppsagna
starfsfólks né að starfsöryggi þess
sé ógnað á annan hátt.
Þá bendir fundurinn á að í
kjarasamningum bankamanna
eru skýr ákvæði um að haft sé
samráð við starfsmannafélag og/
eða SÍB ef um skipulagsbreyting-
ar banka sé að ræða. Greina skal
frá fyrirhuguðum breytingum
strax á byijunarstigi.
Starfsfólk Búnaðarbankans
skorar á stjómvöld að leita ann-
arra leiða til að mæta vanda
Útvegsbankans.
Anna Klemensdóttir
ritstjóri Tímans. Hann var forsæt-
isráðherra árið 1927 tii 1932.
Tryggvi lést árið 1935, 46 ára
gamall.
Anna og Tryggvi eignuðust sjö
börn. Þau eru Klemens, fyrrver-
andi Hagstofustjóri, Valgerður,
fyrrverandi skrifstofustjóri Þjóð-
leikhússins, Þórhallur, fyrrum
bankastjóri Búnaðarbankans,
Agnar, fyrrum framkvæmdastjóri
búnaðardeildar Sambandsins, Þor-
björg, framkvæmdastjóri Fjölrit-
unarskrifstofu Daníels Halldórs-
sonar, Björn, aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans og Anna Guðrún,
barnakennari.
Anna bjó að Laufási við Laufás-
veg og var ætíð kennd við húsið.
inni til landsins á vegum rekstrarað-
ila skipsins og gæti því eins farið
svo að leyfið fengist ekki. Hin und-
anþágan varðar kornfarm um borð
í Grundarfossi. Beðið var leyfis til
að færa skipið, sem liggur við
Ægisgarð, inn í Sundahöfn svo
hægt væri að skipa upp úr því
korni. Birgir sagði að þessari beiðni
hefði verið hafnað, enda væri hægt
að skipa upp úr skipinu þar sem
það væri.
Birgir sagði að talsmenn Sjó-
mannafélagsins hefðu marglýst því
yfir að ekkert væri því til fyrirstöðu
að veita undanþágur frá verkfall-
inu, sem varða undirstöðuatvinnu-
veg þjóðarinnar, sjávarútveginn.
Þannig væri það til dæmis með
útflutning saltsíldarinnar, en engin
beiðni um undanþágu varðandi
hana hefði borist. „Það er eins og
þeir séu hræddir við að biðja um
undanþágur eða vilji það ekki. Við
heyrum ekki um alvarlegt ástand í
atvinnumálum eða nauðsyn á und-
anþágum nema í fjölmiðlum.
Auðvitað er þetta ekkert annað en
áróðursstríð á hendur okkur," sagði
Birgir.
Vegna yfirlýsinga sjómanna um
að skipafélögin séu ekki reiðubúin
til þess að greiða sambærileg laun
og erlendar útgerðir leiguskipa
greiða áhöfnum sínum, hefur samn-
inganefnd kaupskipaútgerðanna
sent frá sér fréttatilkynningu. Þar
kemur fram að laun háseta á leigu-
skipum eru frá 9 þúsund krónum
og upp í 48.400 krónur á mánuði
í heild. Hins vegar segir að sam-
kvæmt tilboði kaupskipaútgerð-
anna til Sjómannafélags Reykjavík-
ur myndi meðaltal heildarlauna
háseta í janúar með yfirvinnu hafa
verið 93.166 kr.
Þá hafa starfsmenn Kjararann-
sóknanefndar sent frá sér fréttatil-
kynningu, þar sem segir að ekki
beri að líta á útreikninga þeirra á
tilboði vinnuveitenda til SFR, „sem
endanlegan úrskurð um væntanleg-
ar tekjubreytingar farmanna yrði
tilboðið að samningi". Við mat á
tilboðinu, sem gert var að beiðni
ríkissáttasemjara, hafi verið miðað
við forsendur um vinnutíma sjó-
manna, sem fyrir liggi úr könnun
Kjararannsóknanefndar frá síðast-
liðnu ári, en engin önnur sjálfstæð
athugun hafi verið gerð á framan-
greindum forsendum.