Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 4
4
' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987
Skoðanakönnun DV:
Sjálfstæðisflokkur
fengi 40% atkvæða
UM 40% þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun DV um fylgi
stjórnmálaflokkanna sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef nú
væri kosið til Alþingis. Er það heldur hærra hlutfall en kaus
flokkinn í kosningunum 1983 en mun meira en í síðustu skoðana-
könnun DV er innan við 35% aðspurðra kváðust kjósa flokkinn.
Fylgi Alþýðuflokksins hefur minnkað verulega frá skoðanakönn-
un DV í desember en fylgi annarra flokka er svipað og þá,
samkvæmt könnuninni.
í skoðanakönnuninni voru 600
manns spurðir. 157 vildu ekki
svara spurningunni eða voru
óákveðnir. Þeir sem afstöðu tóku
skiptast þannig: Alþýðuflokkur
19% (26,4% í skoðanakönnun DV
í desember, 11,7% í kosningunum
1983). Framsóknarflokkur 17,8%
(17% í desember, 19% í kosningun-
um 1983). Bandalag jafnaðar-
manna 0,3% (0 í desember, 7,3%
1983). Sjálfstæðisflokkur 39,9%
(34,7% í desember, 39,2% í kosn-
ingunum 1983). Alþýðubandalag
12% (13,4% j' desember, 17,3%
1983). Samtök um kvennalista
8,2% (7,1% í desember, 5,5%
1983). Flokkur mannsins 1,2%
(0,6% í desember). Stefán Val-
geirsson 1,7%.
Þingsæti myndu skiptast þann-
ig á milli flokkanna eftir þessum
niðurstöðum samkvæmt útreikn-
ingi DV: Sjálfstæðisflokkur 26
þingmenn (hefur 23), Alþýðu-
flokkur 12 (6), Framsóknarflokkur
12 (14), Alþýðubandalag 8 (10),
Samtök um kvennalista 5 (3),
Bandalag jafnaðarmanna 0 (4).
VEÐUR
Morgunblaðið/Júlíus
Umferðarspegillinn, sem komið var upp á horni Amtmannsstígs og
Þingholtsstrætis, kemur ökumaönnum nú að litlu gagni, því hann
hefur verið skemmdur. Þremur öðrum speglum hefur verið stolið.
Þremur umferðarspegl-
um af sex var stolið
AF SEX umferðarspeglum sem
settir hafa verið upp í Reykjavík
hefur þremur verið stolið og einn
brotinn i skemmdarfaraldri sem
gengið hefur yfir borgina.
Að sögn Inga Ú. Magnússonar
gatnamálastjóra var sex umferðar-
speglum komið fyrir víðsvegar um
borgina með það í huga að auðvelda
ökumönnum yfirsýn á blindhornum
eða beyjum. Aðfaranótt síðastliðins
föstudags brá hins vegar svo við
að þremur speglum var stolið. Þeir
voru á horni Grettisgötu/Frakk-
astígs, Grettisgötu/Vitastígs og
Skálholtsstígs/Grundarstígs en
spegillinn á horni Amtmannstígs
og Þingholtstrætis var brotinn.
Sterkasta skákmót
ársins að öllum
A
líkindum á Islandi
I/EÐURHORFUR í DAG:
Yfir norðaustanströnd Grænlands er 1025 millibara hæð sem fer
heldur minnkandi. Hæðahryggir liggja frá henni suðaustur um
ísland og allt til Bretlandseyja. Hiti breytist Iftið.
SPÁ: í dag verður hægviðri á landinu, og sum staðar frost, en
heldur vaxandi suðvestanátt og hlýnar þegar líöur á daginn. Sunn-
an- og vestanlands verður skýjað og sums staöar þokuloft eða
dálítil súld, en þurrt austanlands og jafnvel bjart veður.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FIMMTUDAGUR: Suðvestlæg átt og hiti um eða yfir frostmarki.
Bjart veður norðaustanlands, en skýjað og dálítil súld sunnan- og
vestanlands.
FÖSTUDAGUR: Vaxandi suðaustanátt og heldur hlýnandi. Rigning
um sunnan- og vestanvert landið, og þykknar upp norðaustanlands.
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rígning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* # *
* * * * Snjókoma
* * *
■J 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V El
=E Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
~%w VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
Akureyri hitl -1 veður skýjað
Reykjavlk 2 þokuruón.
Bergen 0 léttskýjaö
Helsinki -17 léttskýjaft
Jan Mayen -10 léttskýjaö
Kaupmannah. -2 alskýjaö
Narssarssuaq 0 slydda
Nuuk -3 frostrlgn.
Osló -B léttskýjað
Stokkhólmur -9 snjókoma
Þórshöfn 1 skýjað
Algarve 18 þokumóða
Amsterdam 2 skýjað
Aþena 16 skýjað
Barcelona 1B mistur
Berlín -2 léttskýjað
Chicago -11 snjókoma
Glasgow 3 mistur
Feneyjar S þokumóða
Frankfurt -1 þokumóða
Hamborg -1 alskýjað
Las Palmas 22 skýjað
London 4 mistur
LosAngeles 14 alskýjað
Lúxemborg -4 þokumóða
Madrtd 12 alskýjað
Malaga 17 mistur
Mallorca 18 skýjað
Miami 11 léttskýjað
Montreal -23 léttskýjað
NewYork -11 léttskýjað
París -1 skýjað
Róm 11 rigning
Vín -1 skýjað
Washington -12 léttskýjað
Winnipeg -6 snjókoma
ÁTTA erlendir stórmeistarar
í skák frá sjö þjóðum taka
þátt í IBM-skákmótinu, sem
hefst á Hótel Loftleiðum 19.
febrúar og stendur til 3. mars
nk., ásamt íslendingunum
Helga Ólafssyni, Jóhanni
Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni
og Margeiri Péturssyni. Þetta
verður sterkasta skákmót, sem
nokkru sinni hefur verið hald-
ið á íslandi og reyndar á öllum
Norðurlöndum.
Meðalstig þátttakenda í IBM-
mótinu eru 2583 stig og er mótið
því í 14. styrkleikaflokki. Allt
bendir til þess, að þetta alþjóðlega
mót sé hið sterkasta sem haldið
verður í heiminum á árinu 1987.
Það er IBM á íslandi, sem í tilefni
20 ára afmælis fyrirtækisins, er
boðsaðili og stendur straum af
öllum kostnaði mótsins. Öll fram-
kvæmd mótsins er í höndum
Skáksambands íslands, sem nýtur
aðgangseyris á meðan mótið
stendur.
Nú er staðfest að eftirtaldir
keppendur taka þátt í mótinu og
með nöfnum þeirra fýlgja nýjustu
skákstigin, samkv. stigalista Al-
þjóðaskáksambandsins FIDE frá
1. janúar sl.:
Stórmeistari frá
1. ViktorKortsnoj, 2625 Sviss
2. Ludimir Ljubovic, 2620 Júgóslavíu
3. NigelShort, 2615 Englandi
4. Lajos Portisch, 2610 Ungverjal.
5. Mikhail Tal, 2605 Sovétríkj.
6. Jan Timman, 2590 Hollandi
7. Lev Polugaevsky, 2585 Sovétríkj.
8. Simen Agdestein, 2560 Noregi
9. Helgi Ólafsson, 2555 íslandi
10. Jóhann Hjartars., 2555 íslandi
11. Jón L. Ámason, 2540 íslandi
12. Margeir Péturss., 2535 íslandi
Eins og listinn ber með sér eru
allir þessir skákmenn mjög þekkt-
ir, en þekktastir þeirra eru Mikhail
Tal, fýrrum heimsmeistari og
Viktor Kortsnoj, sem tvisvar sinn-
um hefur verið áskorandi í
heimsmeistaraeinvígi.
Búnaðarfé-
lagið 150
ára í dag
BÚNAÐARFÉLAG íslands
er 150 ára í dag. Þann 28.
janúar 1837 „á burðardegi
vors allranáðugasta kon-
ungs, Friðriks sjötta“ var
Suðuramtsins húss- og bú-
stjómarfélag _ stofnað, en
Búnaðarfélag íslands er arf-
taki þess.
Búnaðarfélagið mun minnast
þessara tímamóta á ýmsan hátt
á árinu en afmælishaldið nær
hámarki með landbúnaðarsýn-
ingunni BÚ ’87 sem haldin
verður í Reiðhöllinni í Víðidal í
Reykjavík dagana 14,—23.
ágúst í sumar. Kjörorð sýning-
arinnar verður „Máttur lífs og
moldar".