Morgunblaðið - 28.01.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.01.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÖVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 19 Stjórn Sláturfélags Suðurlands. Sitjandi f.v.: Jón H. Bergs, for- stjóri, Gísli Andrésson, Hálsi í Kjós, formaður, og Sigurður Jónsson, Kastalabrekku, Arnessýslu, varaformaður. Standandi f.v.: Páll Lýðs- son, Litlu-Sandvík, Lárus Siggeirsson, Kirkjubæ og Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga. fellt í 41 ár. Þá tók við formanns- starfí Pétur Ottesen á Ytra-Hólmi í næstu 20 ár eða til dauðadags í desember 1968. Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum gegndi for- mannsstarfi þá til aðalfundar 1969. Frá þeim tíma hefur Gísli Andrés- son á Hálsi verið kosinn formaður stjómar, en hana skipa nú: Lárus Siggeirsson í Kirkjubæ fyrir Vest- ur-Skaftafellssýslu, Sigurður Jónsson á Kastalabrekku fyrir Rangárvallasýslu, Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík fyrir Ámessýslu, Gísli Andrésson á Hálsi fyrir Kjós- arsýslu og Sigurður Sigurðsson í Stóra-Lambhaga fyrir Borgarfjarð- arsýslu. Upphaflegt félagssvæði tók yfír Suðuramtið allt (nema Vestmanna- eyjar) og Mýrasýslu. Félagið hefur alltaf starfað í deildum og hver hreppur verið ein deild. Árið 1930 vom deildimar 43 með 1.897 fé- lagsmönnum, þar af vom 31 félagsmaður í Öræfadeild í Austur- Skaftafellssýslu. Nú em deildimar 42 með um 4.700 félagsmönnum og nam stofnfjáreign þeirra í árslok 1985 rúmlega 23,5 milljónum króna. Fyrsta sláturhús félagsins var reist í Reykjavík strax á fyrsta starfsári þess og starfrækt samfellt til 1970. Sláturhús var reist í Borgamesi 1908 og var það starfrækt af Slát- urfélagi Suðurlands til ársins 1919. Árið 1920 gekk Borgamesdeildin úr félaginu og tók með sér 669 félagsmenn og hluta af eignum fé- lagsins. Stofnað var Sláturfélag Borgfírðinga. Nú em starfrækt 6 sauðfjárslát- urhús á félagssvæðinu, á Kirkju- bæjarklaustri frá 1942, í Vík í Mýrdal var hafín slátmn 1911 og hefur verið þar síðan. Núverandi hús er byggt 1954 og aukið og endurbætt á síðustu ámm. Þessi hús em bæði löggilt og em í mjög góðu lagi. í Rangárvallasýslu hefur um langt skeið verið slátrað í tveim- ur húsum; í Djúpadal og á Hellu, en með tilkomu nýs sláturhúss á Hvolsvelli 1985 var hætt að nota þau sem sláturhús. Em þau nú notuð fyrir gæmsöltun. Á Hvols- velli er nú eitthvert best búna sláturhús landsins, bæði til slátmn- ar sauðfjár og stórgripa. Þar er ennfremur stærsta frystigeymsla félagsins, byggð árið 1963. Á Hvolsvelli fer nú fram mikil pökkun á kjöti, þ.e. kroppar em hlutaðir sundur og pakkað fyrir neytenda- markað. I Amessýslu em sláturhús í Laugarási, byggt 1964, og í Foss- nesi við Ölfusá, en þar er næst- stærsta sláturhús félagsins, byggt 1946 og endurbætt 1970—1972. Þar er einnig ágætt frystihús. Á Selfossi er stórgripasláturhús rekið allt árið. Þar fer einnig fram úrbein- ing á kjöti. Þá er ótalið sláturhús félagsins við Laxá í Skilmannahreppi í Borg- arfjarðarsýslu, sem byggt var 1953 og mikið endurbætt á síðari ámm. Lengi fram eftir áram var stöð- ugt vaxandi slátmn á vegum félagsins bæði í sauðfé og stórgrip- um. Mest var sauðfjárslátmnin 1979 eða 198.343 kindur, síðan hefur orðið árleg fækkun. Síðastlið- ið haust var slátrað rúmlega 139 þúsund fjár. Nú er svo komið, að öll sláturhús félagsins austan Hellisheiðar em löggild, svo óhætt er að fullyrða að Sláturfélagið hefur aldrei verið betur búið til þess að sinna því hlut- verki sínu að „ná fram sem bestri meðferð kjöts og annarra afurða sláturfénaðar" eins og kveðið er á um í 2. grein fyrstu laga félagsins. í október sl. gerðist SS hluthafí í Vömhúsinu Eiðistorgi hf., sem keypti verzlunarhús Vöramarkað- arins hf. á Eiðisgranda 11 á Sel- tjamamesi, nú Nýibær, og rekur þar stóra matvömverslun. Þessi kaup og verslunarrekstur félagsins miða að því að auka öryggi félags- ins í að afsetja framleiðsluvörarnar og viðhalda nánari tengslum við neytendur. Mikilsvert er að geta fylgst vel með markaðnum, neyslu- venjum og kröfum kaupenda. Hráefnið er undirstaðan, meðferð og framleiðsla verður að vera þann- ig, að varan sé eftirsóknarverð og komist óskemmd á borð neytend- anna. Sú uppbygging, sem nú stendur yfír í Laugamesi mun, þegar hún er komin í gagnið, auðvelda félag- inu að halda því forystuhlutverki í framleiðslu gæðavara, sem það hef- ur kappkostað að hafa við -vinnslu úr því úrvalshráefni af íslenskum búpeningi, sem nýtir gróður ómeng- aðrar náttúm landsins. Neysluvenj- ur breytast og íjölbreytni fram- leiðslunnar eykst, þess vegna er nauðsynlegt að komast í rýmra og betra húsnæði, þar sem hægt er að koma við betri tækjum og bún- aði til þess að stöðugt sé hægt að aðlaga framleiðsluna markaðnum. Það var óumdeilanlega mikið gæfuspor stigið, þegar Sláturfélag Suðurlands var stofnað. Það vom framsýnir og stórhuga menn, sem undirbjuggu og stofnuðu félagið, og standa bændur og neytendur í mikilli þakkarskuld við brautryðj- enduma, og þá, sem byggt hafa fyrirtækið upp og starfað vel fyrir það. Það hefur staðist andstreymi áranna, þótt misvel hafí byrjað frá ári til árs. BOND SEM BREGÐAST EKKI Ll'MBÖND TIL ALLRA NO Reynsla, fullkominn tækjabúnaður og fyrsta flokks efni tryggja stuttan afgreiðslutíma og vandaða vöru. Plastprent hff. Höfðabakka 9 — Sími 68 56 00 •Úrval lita, breidda, eiginleika og efna •Hita og frostþolin »Áprentuð í litum, óáprentuð eða glær •Ótrúlegir notkunarmöguleikar Einnig: Pappírslímbönd — Máln- ingarbönd — Teppalímbönd — Strapp- limbönd — Limbandastatív — Límbandabyssur — Bindivélar — Bindiþræðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.