Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 -r*—érn—'v i-■ r {; 7 j‘jlj, ivm 1 '*j. R» Domino á sviðinu í Broadway, brosmildur og þægfilegur og röddin nánast sú sama og forðum. Domino snýr aftur: Hvem langar ekki að koma til Islands? Stutt upprifjun á fyrstu heimsókn Fats og félaga í fyrra út af fyrir sig. Sem söngvari er hann einnig í sérflokki og það merkilegasta við þetta allt er, að röddin er nákvæmlega eins og hún var þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar." Stórsveit Dominos frá New Orleans fór heldur ekki varhluta af hólinu og um hana segir meðal annars: „Það var mikið líf og fjör í hljómsveitinni, sem Dave Bart- holomew stjómaði eins og herfor- ingi. Sólóistamir sýndu snilldar- takta hver af öðmm og rythmasveitin sá um að halda und- irleiknum í anda „Dominorokks- ins“, sem hefur algera sérstöðu í sögu rokktónlistarinnar. Inn á milli slógu þeir félagar á létta strengi og spaugarinn með regnhlífina og ,jó-jóið“ gerði mikla lukku, þótt ekki væri laust við að æstustu aðdáendum Dominos þætti það ganga guðlasti næst að maðurinn skyldi vera með þessi fíflalæti á meðan goðið var að syngja. Mið- Hér hefur blásarasveitin brugðið sér út í sal í hita leiksins. FATS Domino, ein skærasta rokkstjarna ailra tíma, er væntanleg- ur í annað sinn til íslands. Raunar þarf ekki að koma á óvart að hann skuli koma aftur, slíkar voru viðtökumar sem hann fékk hér í sinni fyrstu heimsókn i apríl í fyrra. Fats og fylgdarlið hans létu enda mjög vel af íslandsferðinni og höfðu á orði að hingað myndu þeir koma aftur við fyrsta tækifæri. Það sem kom mönnum einna mest á óvart er Fats sté út úr vélinni á Keflavíkurflugvelli að morgni miðvikudagsins 16. apríl var að karlinn virtist lítið hafa breyst í útliti þótt kominn væri hátt á sextugsaldur. Brosmildur og þægilegur í viðmóti heilsaði hann gestgjöfum sínum, hógværð- in uppmáluð og í stuttu samtali við blaðamann Morgunblaðsins kvaðst hann gera þær einu kröfur til aðstöðunnar í Broadway að píanóið væri rétt stillt. Aðspurður um hvort hann teldi sig eiga marga aðdáendur á íslandi kvaðst Fats ekki hafa hugmynd um það, en hann vonaði að þeir væru nokkrir. Aðdáendurnir reyndust fleiri en hann eða nokkum annan hafði órað fyrir. Uppselt var á alla tón- leika hans hér og komust færri að en vildu. Það sem þó kom mest á óvart var stemmningin sem fylgdi Fats og félögum hans, en hún var slík að allt ætlaði niður að keyra. Fæstir sátu kyrrir í sætum sínum á meðan á tónleiknum stóð og fagnaðarlátunum ætlaði seint að linna, enda var þetta allt á sínum stað, brosið og framkoman, röddin sem ekkert hafði breyst og ekki síst öll gömlu góðu Domino-lögin sem komu þarna í löngum bunum. Stórkostleg’ir tónleikar í blaðaskrifum um tónleikana bar allt að sama brunni og menn voru sammála um að sjaldan eða aldrei hefði önnur eins stemmning náðst á tónleikum hér á landi. I Morgunblaðinu frá 22. apríl segir meðal annars: „Sem skemmtikraftur er Fats í sérflokki og gildir þá einu hvort menn hafa gaman af rokktónlist frá sjötta áratugnum eða ekki. Skemmtileg framkoma hans og taktamir við píanóið eru kapítuli Stemmningin var ótrúleg og hvað eftir annað risu menn úr sætum af fögnuði. Morgunblaðið/Bjami Fiskmarkaður rís íHafnarfirði Byggingaframkvæmdir við fiskmarkað í Hafnarfirði ganga samkvæmt áætlun og er miðað við að hann verði tilbúinn til notkunar í byrjun april, að sögn Guðmundar Arna Stefánssonar bæjarstjóra. Það er Hagvirki sem sér um byggingu hússins en búnað sem þarf til rekstursins sér rekstrarfélagið, sem sjá mun um rekstur markaðarins, um. Einar Sveinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarfélags- ins. Keppir á rallmóti í Tékkóslóvakíu „EFTIR fréttum að dæma væri betra að keppa á snjótroðara en rallbíl í keppni í Tékkóslóvakíu þessa stundina. Þar er allt á kafi í snjó og frostið er óhugnanlega mikið,“ sagði Gunnlaugur Rögnvaldsson i sam- tali við Morgunblaðið, en dagana 30.—31. janúar keppir hann i Valaska Zima-rallkeppninni í Brno í Tékkóslóvakíu. Ekur hann Skoda-bíl á vegum Chemopetrol-liðsins þar í landi. „Keppnin er fremur stutt, 400 km löng, og náttúrlega öll ekin í snjó. Ég mun æfa og skoða leiðir með aðstoðarökumanninum Pavel Sedivy í viku en keppnin sjálf tekur einn dag. Borgin sem keppnin hefst í er fræg fyrir hátt hlutfall kvenmanna, V4 hlutar íbúa eru kvenkyns. Vinna þær í skóverksmiðju staðarins og Barum-dekkjaverksmiðjunni," sagði Gunnlaugur. Keppnin verður sú fyrsta af fimm, sem Gunnlaugur tekur þátt í í Tékkó- slóvakíu á vegum Chemopetrol. Auk þess fer hann til Englands og keppir þar í febrúarlok. „Síðan fer eftir ár- angri hvort fleiri lönd verða fyrir valinu, ég stefni á nokkrar keppnir í Englandi á árinu og hér heima ef flokkakeppni verður komið á. Skoda er (flokki bíla með 0—1300 cc vélar og erlendis hefur bfllinn margsinnis sigrað í flokknum gegn kraftmeiri bflum. í heildarúrslitum er bfllinn sjaldnast mjög framarlega, nema í einstökum keppnum þar sem aðstæð- ur eru erfíðar, t.d. í snjó. Bfllinn sem ég ek verður 100 hestöfl, en síðar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.