Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 29 i endurmeta fsstofnunar tengslum við eða undir stjórn Al- þingis og í tengslum við viðskipta- deild Háskólans, hagsmunasamtök og hugsanlega fleiri aðila. 3)í stað efnahagsráðuneytis kæmi til opinber stofnun með sömu verkefni, er hefði ekki ráðuneytis- stöðu. „Færa má rök fyrir þessum leið- um öllum og líka fyrir óbreyttri skipan mála,“ sagði Þórður. „Óþreytt skipan hefur þann kost, að líklega þarf ekki að auka fjár- veitingar til þessara verkefna og nýta má áfram starfskrafta Þjóð- hagsstofnunar við ólík verkefni. Þótt stofnunin starfi formlega í tveimur deildum, er það svo í reynd að menn ganga þar á milli og vinna bæði við það, að afla gagna um fortíðina og leggja dóm á þau og spá um framvindu mála. Þetta er hins vegar nokkur ókostur, því að stofnuninni er þannig ætlað ákveðið eftirlitshlutverk með sjálfri sér. Því er e.t.v. fýsilegt, að flytja „forti- ðina“, ef svo má komast að orði, yfir til Hagstofunnar og greina á milli spár og ráðgjafar annars veg- ar og hins vegar uppgjörs og mats á því, hver þróunin varð. Gallinn er sá, að þetta hefur í för með sér aukinn kostnað vegna fjölgunar starfsmanna og meiri tækjabúnað- ar. Þó er kostnaðurinn ekki slíkur, að hann ætti í sjálfu sér að þurfa að stöðva rnálið." Þórður sagði, að í nágrannalönd- unum væri víðast hvar starfrækt sérstakt efnahagsráðuneyti innan viðkomandi Stjórnarráðs. Þetta hef- ur þótt heppilegt á margan hátt, því að þannig er vinna við mótun efnahagsstefnunnar og mat á ástandi og horfum séð í beinu sam- hengi. Jafnframt eru forsendur til að mynda sterkara samband og trúnað milli ríkisstjórnar og efna- hagsráðunauta, en ef ráðgjafar- starfíð væri í sjálfstæðri stofun, sem jafnframt er ætlað að gegna hlut- iausu ráðgjafarhlutverki gagnvart öðrum aðilum, s.s. stjómarandstöðu og hagsmunasamtökum. I þessu efni em markmið illa samrýmanleg innan sömu stofnunar. „Að mínu mati er ráðuneytisformið hér á landi þess eðlis, að þetta er að óbreyttu ekki heppileg skipan," sagði Þórð- ur. „Ég hef þá fyrst og fremst í huga, að ráðuneytisstjórar eru æv- iráðnir einsog flestir aðrir embætt- ismenn, en það er ekki heppilegt form þegar um efnahagsráðgjöf er að ræða. Sú hætta er ávallt fyrir hendi, að viðhorf ríkisstjórnarinnar og ráðgjafans falli það illa saman að það skaði framgang efnahags- stefnunnar. Þetta á auðvitað við á fleiri sviðum opinberrar stjórnsýslu, en er sérstaklega þýðingarmikið í þessu tilviki. En hvort sem sett yrði á stofn sérstök efnahagsstofn- un eða formlegt ráðuneyti er ljóst, að flytja yrði núverandi hagrann- sóknir Þjóðhagsstofnunar til sjálf- stæðrar stofnunar. Slík stofnun gæti t.d. verið í tengslum við Al- þingi, aðila vinnumarkaðarins, Háskólann og ýmsa aðila í atvinn- ulífinu. I framtíðinni gæti hún lifað á eigin tekjum - með því að selja þjónustu sína.“ Þórður Friðjónsson kvaðst hafa velt því talsvert fyrir sér, hvaða leið heppilegast væri að fara í þess- um efnum, en hann væri ekki kominn að einhlítri niðurstöðu, enda væri hann ráðgjafi í þessu efni, en ekki sá aðili sem tæki ákvörðun um skipulag þessarar starfsemi. Einu vildi hann þó mæla sérstaklega með á þessu stigi og það er nauðsyn þess, að yfirmaður efnahagsráð- gjafar væri ekki æviráðinn embætt- ismaður, heldur ráðinn til ákveðins árafjölda, t.d. fjögurra ára, eða fylgdi jafnvel ríkisstjórnum. „Ef gerðar verða skipulagsbreytingar mun ég hins vegar leggja áherslu á það, að þær verði gerðar í samr- áði við starfsfólk stofnunarinnar. Ég á eftir að ræða þessi mál betur við starfsmennina hér á Þjóðhags- stofnun og mun gera ríkisstjórninni grein fyrir þeirra viðhorfum, þegar þetta mál verður tekið til umíjöll- unnar á þeim vettvangi,“ sagði hann. GM Bjöm Þorsteinsson dxe5 11. Bd5 - Bd7 12. b4 - a6 13. Ba3 Nú virðist svartur ekki eiga ann- arra kosta völ en að hörfa með 13. — Dd8, því hvítur hótar óþyrmilega að leika 14. b5 og vinna mann. Slíkt undanhald er ekki Birni að skapi og honum tekst að fínna stór- snjalla mannsfóm sem gefur svarti hættuleg sóknarfæri: 13. —Rh5! 14. b5 - Df6 15. bxc6 - bxc6 16. Bb3 - Rf4 17. Dfl - g4 18. hxg4 — Bxg4 Hvítur er varnarlaus, því allt svarta liðið tekur þátt í sókninni, á meðan þrír léttir menn hvíts mæla göturnar hinum megin á borðinu. 19. Rh2 - Hg8 20. Rxg4 - Hxg4 21. He3 - Hxg2+ 22. Dxg2 - Rxg2 23. Kxg2 — Bxe3 24. fxe3 — 0-0-0 25. Bxa6+ — Kb8 og hvítur gafst upp. Áttunda umferð haustmótsins verður tefld í kvöld, miðviku- dagskvöld, og hefst kl. 19.30. Niunda umferðin hefst á sama tíma á föstudagskvöld og sú tíunda á sunnudaginn kl.14. Síðasta umferðin verður tefld næsta miðvikudag kl. 19.30. Skákstjórar á mótinu em þeir Ríkharður Sveinsson og Ólafur Ásgrímsson í opnum flokki og Hrefna Stefánsdóttir í unglinga- flokki. Oman: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Þar eru að verða einhverjar mestu breytingar í framfara- átt af öllum Arabaríkjum Nýjar skýrslur spá að ólæsi verði upprætt þar innan fárra ára OMAN er ekki í fréttum á hverjum degi. Sumir eru þeir, sem hafa ekki nema óljóst hugboð um, hvar þetta land er niðurkom- ið. Það á landamæri að Suður Jemen að vestan og Sameinuðu Arabisku furstadæmunum i norðaustur. Auk þess liggur landið að hluta til upp að Saudi Arabiu, en þar gildir hið sama og um fleiri lönd i þessum heimshluta: landamörk eru ekki formlega ákveðin. Þótt fréttir frá Oman séu af skornum skammti er aug- ljóst að mikil uppbygging og gerjun er á öllum sviðum og nú er því spáð, að Oman verði fyrst Arabaríkja til að uppræta að fullu ólæsi. Það eru engin smá tiðindi, þegar haft er í huga hvernig ástandið var í menntunar þar fyrir tiltölulega fum árum. A nýjasta tölublaði mánaðar- ritsins Middle East segir og frá því að fyrsti háskólinn í landinu hafi nú tekið til starfa. Þá hófu nám til að byija með þtjú þúsund nemendur í fjórum deildum. Þeim verður síðar fjölg- að. Um það leyti sem núverandi súltan Quaboos bin Said tók við af föður sínum, sem var sagður afturhaldssamur maður og beinlínis sá sér hag í að ekkert yrði gert til að uppfræða þjóðina, voru þrír skólar í landinu, þúsund skólabörn voru við nám og kenn- arar voru 34. Á árinu 1986 voru 74 nýir skólar opnaðir og eru nú alls 696 og skráðir nemendur eru um 253 þúsund. Kennarar eru um 1400 hundruð. Oman mun þá ekki síður komast á spjöld sög- unnar, ef markmiði súltansins verður náð, að hver einasti þegn í landinu verði læs og skrifandi. Þó svo að olía hafi fært Oman ríkidæmi, eins og mörgum öðrum í þessum hluta heimsins, virðist em stjórn landsins hafí fylgt skyn- samlegri og hófsamri stefni í nýtingu hennar. Forðazt hefur verið að láta allt byggjast á olí- unni, eins og sums staðar hefur komið fyrir, svo að aðrir atvinnu- vegir hafa verið vanræktir. Með hörmulegum afleiðingum, eins og komið hefur í ljós. Einnig hefur súltaninn ekki fært sér olíuauðinn persónulega í nyt, svo sem eins og yfirstéttin í Saudi Arabiu, svo að aðeins sé nefnt eitt land. Qu- aboos súltan er sagður hugsjón- aríkur maður og einlægur umbótasinni, sem er áfjáður í að bæta hag þjóðarinnar í heild og lifir sjálfur fábrotnu lífi. Hann ferðast mikið um landið og vill kynna sér aðstæður af eigin raun. Nú er dagsframleiðsla í Oman um 416 þúsund tunnur á dag og hefur aukizt að meðaltali um 27 þúsund tunnur á dag frá árinu 1983. Oman er ekki aðili að OPEC. Það segir sig auðvitað sjálft, að olían er mikilvæg, en meðal annarra atvinnuvega, sem þar eru þýðingarmiklir má nefna vinnslu gass, sem nýtt er í stór- auknum mæli í iðnaði landsins. Oman framleiðir einnig landa mest af kopar og útflutningsverð- mæti kopars á árinu 1985 var meira en nokkru sinni fyrr. Fisk- veiðar eru stundaðar í bæjunum við strönd Arabiuhafsins og með aukinni tækniþekkingu hefur sá atvinnuvegur orðið æ ábatasam- ari. Landbnúnaði og akuryrkju hefur fleygt fram; hvorttveggja er að víða í landinu er jarðvegur djúpur og frjósamur og í annan stað hafa Omanir sýnt mikla út- sjónarsemi í að leiða vatn yfir eyðimerkursvæði og rækta upp. íbúar Oman eru sagðir um 1,5 milljón og í höfuðborginni Muscat og nágrannabæjum munu búa um 300 þúsund manns. Verulegar umbætur hafa verið gerðar í fé- lagslegum málum og lögð áherzla á aðstoð við öryrkja og aldraða. I opinberum plöggum, sem ég hef undir höndum er talað um jafn- rétti kynjanna og að súltaninn vilji, að það verði í reynd, meðal annars með því að skólaskylda stúlkna verði algerlega til jafns við pilta. . Súltaninn sem er liðlega fertug- ur að aldri hlaut menntun sína í Bretlandi. Hann virðist vera vin- veittur vestrænum ríkjum og hefur forðazt að taka nokkra þá afstöðu í utanríkismálum, sem gætu skellt honum inn í neina pólitíska blokk. Oman er þó að sjálfsögðu í Arababandalaginu og vill eiga samleið með Arabaþjóð- um. Oman er á móti ísrael en hefur fylgt hófsamri stefnu, að minnsta kosti miðað við harð- skeyttari ríki Araba. Þeir létu óopinberan stuðning í ljós við frið- arfrumkvæði Sadats og þeir hafa - á lágu nótunum að vísu - lýst blessun sinni yfir þá hugmynd að Hussein Jórdaníukonungur reyni að komast að samkomulagi við ísraela. Af ýmsu má ráða að Oman sé eina ríkið, sem ekki hef- ur flækzt tilfínningalega og pólitískt inn í málefni Palestínu- manna, þótt þeir styðji eindregið, að þeir fái sitt heimaland. Fáir Palestínumenn hafa fengið að flytjast til Oman. Óman er þrátt fyrir allar fram- farir, lokað land. Ferðamönnum Súltaninn virðist dáður af þegnum sínum hefur ekki verið leyft að koma til landsins og örfáum blaðamönn- um, sem ekki eru arabiskir, leyft að koma þangað Helztu gestir eru viðskipta- og kaupsýslumenn og verða þeir jafnt og aðrir að afla sér ekki aðeins vegabréfsáritunar, heldur og sérstaks plaggs, eins konar leyfísbréfs áður en lagt er af stað. Ef þetta er ekki fyrir hendi, dettur engu flugfélagi í hug að taka viðkomandi farþega til Omans. Þó ber þeim ásamt um, sem sækja Oman heim, að óvíða í Arabaheiminum, mæti útlending- ur meiri gestrisni og hlýju en þar. Omanir eru stoltir og sjálfs- virðing þeirra til eftirbreytni mörgum Árabaþjóðum. Og landið er fagurt og frítt að dómi þeirra sem hafa ferðazt þar um, fjöl- breytni í landslagi meiri en gerist og gengur. Oman verður líklega enn um sinn „gátan í Arabaheiminum", eins og ég sá komizt að orði í riti um landið, mættu menn leggja við eyru og hafa augun opin. Omanir ætla sér án efa stóran hlut á vettvangi Arabaþjóða á næstu árum og þeir hafa metnað og trúlega alla burði til að láta að sér kveða. Heimildir: Middle East, 12. tblM Oman 1986, Memo no 85 ’86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.