Morgunblaðið - 28.01.1987, Side 42

Morgunblaðið - 28.01.1987, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 + Ástkaer dóttir mín og systir okkar, RAGNHILDUR OTTÓSDÓTTIR BJÖRNSSON, Laugarásvegi 69, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 17. janúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ragnhildur Jórunn Þórðardóttir, Júlfus O. BJÖrnsson, Þórður O. Bjömsson, Estella O. Björnsson, Einar O. Bjömsson. + JÓN RUNÓLFSSON, múrari, Hátúni 10, andaðist í Landspítalanum þann 19. þessa mánaðar. Útförin fór fram frá Kolbeinsstaðakirkju f Hnappadal. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Runólfsson og Bryndfs Magnúsdóttir. + Móöir okkar, ANNA KLEMENSDÓTTIR, Laufási v/Laufásveg, Reykjavfk, andaðist 27. janúar í Hafnarbúðum. Fyrir hönd okkar systkinanna. Klemens T ryggvason. + Faðir minn og tengdafaðir, SVEINN ÁRNASON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, 13. janúar. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey að ósk hins látna. Árni G. Sveinsson, Guðlaug B. Sveinsdóttir. + Föðurbróðir minn, KARL SIGURHANSSON frá Brimnesi f Vestmannaeyjum, andaðist aö kvöldi 24. janúar í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður Ágústsdóttir. + Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi, KARLA. ÞORSTEINS, ræðismaöur, Hagamel 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvennadeild Rauðakrossins. Jóhanna Þorsteins, Þór Þorsteins, Dóra Egilson, Hildur Karlsdóttir, Eiríkur Haraldsson, Ragna M. Þorsteins, Ingi R. Helgason, Karl J. Þorsteins, börn og barnabörn. + Útför móður okkar, HILDAR HULDU ÞORFINNSDÓTTUR, til heimilis að Hátúni 10, fer fram frá Hvítasunnukirkjunni þann 28. janúar kl. 13.30. Kristfn Herbertsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Magnús Sveinsson, Hulda Sveinsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Útför móður okkar, VILBORGAR JÓNSDÓTTUR, kjólamelstara, Efstasundi 2, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Hrafnhildur Jónasdóttir, Hallgrfmur Jónasson, Ásgerður Jónasdóttir. Kveðjuorð: Árni G. son frá Fæddur 3. nóvember 1914 Dáinn 18. janúar 1987 Útför Áma Guðjóns Magnússon- ar frá Tungu, Grindavík, fór fram í Grindavíkurkirkju, laugardaginn 24. janúar 1987, að viðstöddu fjöl- menni. Hér var hann borinn og bam- fæddur og átti hér heima alla tíð (að undanskildum 2-3 árum). Fyrst á Húsatóftum, þar sem foreldrar hans bjuggu, Magnús Ámason og Kristín Gísladóttir. Hann var þeirra eina bam. Magnús fórst í fískiróðri þann 8. apríl 1915 eða hálfu ári eftir að Ámi fæddist. Stóð Kristín þá ein uppi með sveininn unga. Magnús var formaður og með hon- um á bátnum voru tveir bræður hans og fómst þeir allir ásamt 8 öðmm skipveijum. Kristin bjó áfram á Húsatóftum, en til hennar réðist sem ráðsmaður Guðmundur Jónsson, fæddur á Hópi í Grindavík. Hann ólst upp hjá Tómasi Guðmundssyni og Margréti Sæmundsdóttur á Jám- gerðarstöðum. Faðir hans dó frá stómm bama- hópi, og þeim því sumum komið fyrir hjá skyldfólki, en þeir vom bræður Jón á Hópi og Tómas á Jámgerðarstöðum. Þau giftust síðar Kristín og Guð- mundur og eignuðust tvö böm, þau Magnús og Guðfinnu. En eftir fárra ára hjónaband lést Guðmundur úr lungnabólgu. Enn hélt Kristín áfram búskap á Tóftum, en þar var tvíbýli. Á hinum bænum bjó Einar Jónsson hreppstjóri og Kristín Þor- steinsdóttir ásamt bömum sfnum. Hygg ég að þama hafí Kristín átt góða granna að í sínum erfiðleikum, nú með þrjú böm á framfæri, öll ung. Ámi elstur á níunda ári. Er hann var 12 ára gamall fluttist hún að Jámgerðarstöðum með Guðfínnu og Magnús, en Ámi fór til afa síns Áma, er bjó á Grímstaðarholti við Reykjavík og dvaldi hjá honum á sumrin. Nú k)mntist ég fyrst þessu frændfólki mínu, en móðir mín Stef- anía Tómasdóttir og Guðmundur faðir Guðfínnu og Magnúsar voru bræðraböm, auk þess uppeldis- systkin. Hún kallaði hann alltaf Gumma bróður. En meðan Kristín var hjá ömmu minni, Margréti Sæmundsdóttur, sem nú var orðin ekkja, byggði Kristín hér lítið, en snoturt hús, Hellur, svo nefndi hún húsið. Þegar það var tilbúið flutti hún í það með öll sín böm. Allt þetta var mikið álag fyrir hina ungu konu. En hún Magnús- Tungu bognaði ekki hún Kristín, nei hún virtist eflast við hveija raun. Ámi var hennar stoð og stytta þegar á ungum aldri. Eftir fermingu fór hann á sjó, komst í skipsrúm hjá Guðjóni Klemenssyni, þeim mæta manni, og var hjá honum all margar vetrarvertíðar. Á öðmm tíma árs stundaði hann sjó frá Reykjavík, Keflavík og víðar. Hann fór á vélstjóranámskeið hjá Fiskifélagi íslands, og hafði því réttindi sem vélstjóri á fiskiskipum. Og var hann það uns hann réðst til Einars í Garðhúsum sem vél- stjóri í frystihúsi hans. Hann var þar skamman tíma og réðst síðan til Hraðfrystihúss Grindavíkur sem vélstjóri og var þar í 42 ár. Vomm við þar samstarfsmenn í sjö ár. Þar var stofnað til vináttu er entist meðan við lifðum báðir. Enda áttum við náið samstarf á fleiri sviðum, svo sem slysasvamarmálum, auk þess að vera nágrannar í 42 ár. Og varla leið sá dagur svo að við hittumst ekki. Ég kynntist vel hversu natinn og ötull hann var í starfí sínu sem vélstjóri í Hraðfrystihúsi Grindavík- ur, þar naut hann sín því hann var einstaklega lagvirkur og samvisku- samur, sama hvað hann gerði og snyrtimenni með afbrigðum. Ekki var þá skirrst við þótt vinnudagur væri langur, heldur hugsað um að Ijúka við þau verkefni sem fyrir lágu hveiju sinni. Árið 1942 hófst samstarf okkar í Slysavamardeildinni Þorbimi og var það óslitið til hinstu stundar Áma, í orðsins fyllstu merkingu, því kvöldið 17. janúar var hér í Festi árshátíð nokkurra björgunar- sveita af suð-vestur hominu og vomm við boðnir ásamt konum okkar. En eigi má sköpum renna, kl. 0.15 fóm þau hjónin Ámi og Guðrún áleiðis heim, en 2-3 mínút- um eftir að við skildum var komið til mín og ég beðinn að koma strax að bíl Áma, en þar var hann þá látinn. Hafði aðeins komist undir stýri bílsins og á samri stundu allur. Ámi var gjaldkeri, eða ritari í slysavamardeildinni Þorbimi um 42 ára skeið og alltaf mjög virkur í öllu starfí. Guðrún var honum mjög hjálpsöm í öllu þessu sem og öðm. Síðar, þegar kvennadeildin Þórkatla var stofnuð, var Guðrún lengi for- maður deildarinnar. Við Ámi fómm í marga erfiða björgunarleiðangra saman, svo sem í enska togarann Louis, olíuflutn- ingaskipið Clam, Preston North End, breskan togara, er strandaði á skeri 40 mflur suðvestur af Reykjaneshæl, togarann Jón Bald- vinsson og fleiri sem of langt yrði að telja upp. Alltaf var jafn gott að ráðfæra sig við hann og njóta hans ömggu handa til verka sem vinna þurfti af festu og ákveðni. Því oftast stóð svo á að feilhandtak hefði getað orðið afdrifaríkt, en þau komu aidr- ei hjá Áma. Ámi giftist 18. desember 1943, Guðrúnu Jónsdóttur ættaðri norðan úr Steingrímsfirði. Þau hófu búskap í Keflavík, en til Grindavíkur fluttu þau giftingarárið, þá í nýtt hús er þau höfðu byggt góðan spöl fyrir ofan efstu hús sem þá vom, en er nú í miðju byggðarlagi. Þau nefndu það Tungu og heitir svo ennþá. Það var honum mikið gæfuspor er hann giftist Guðrúnu, þau hafa verið með eindæmum samhent í öllu og ber þess glöggan vott sú snyrti- mennska, röð og regla sem á öllu er hjá þeim. Vörðu þau stómm hluta frístunda sinna við vinnu í garði sínum, og þá einkanlega síðari árin eftir að heilsa Áma tók að láta undan síga. Til þeirra var notalegt að koma og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar og þá ekki síst slysavamarmál, sem vom þeim báð- um hjártfólgin. Þau höfðu byggt sér lítið hús úr gleri í garði sínum, þar kom margur við á góðviðris- dögum og þáði kaffíveitingar yfír fjörugum samræðum, og var þeim það mikið yndi hin síðari ár. Ámi og Guðrún vom mikið úti- vistarfólk er þau gátu komið því við, ferðuðust þau mikið um byggð landsins, skoðuðu sig um, tóku myndir og tóku fólk tali. Þau vom því vel kunnug hugsjón fólks út um landsbyggðina og vissu því vel hvar verðmæti þjóðarinnar urðu til, enda þau sjálf þátttakendur í þeim störf- um. Mikla ánægju höfðu þau af að skoða hið mikla safn af myndum úr þessum ferðalögum sínum og naut ég þess stundum með þeim. Guðrún var gift áður Guðmundi Guðmundssyni, skipstjóra, en hann fórst með færeysku skútunni Foss- nes í mars 1938, þau áttu eina dóttur, Emu. Það varð mjög kært á milli þeirra Áma, sem gekk henni í föðurstað. En Ema dó í blóma lífsins aðeins 31 árs að aldri. Varð það þeim mikill missir og söknuður sár. Ekkert bam eignuðust þau Guð- rún og Ámi, er Guðrún því ein eftir, en á marga frændur, alla búsetta annarstaðar. Hún á marga góða vini hér í Grindavík. Við Hulda höfum búið við hlið þeirra Áma og Guðrúnar allan okk- ar búskap, aldrei hefur borið þar skugga á. Fyrir öll þessi ár þökkum við Áma trausta og góða vináttu. Guðrúnu og systkinum Áma sendum við samúðarkveðjur og biðj- um þess að Guð styrki þau. Hulda og Tómas Þorvaldsson, Gnúpi, Grindavík. Blómabúðin Hótel Sögu sími 12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta t Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, UNNAR S. ÞORSTEINSDÓTTUR, Stóragerði 32. Hulda Þorsteinsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, Hannes Þorsteinsson, Jóhanna Thorlacíus og systkinabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORLFRÍÐAR ÞORLÁKSDÓTTUR, Hóðinshöfða, Skagaströnd. Fyrir hönd okkar systkinanna, Júlíana Grímsdóttir. t Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MARÍU STEINGRÍMSDÓTTUR. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.