Morgunblaðið - 28.01.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 28.01.1987, Síða 44
44 HiU íIAát/í/a BP tftHlAOrtt'MÍVíAlW tílrt/. ftf(Atir»5inWt MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 Enn um tísku Itískuhúsum Evrópu eru nú haldnar tískusýningar dag- lega, þar sem kynnt er vor- og sumartískan 1987. Að vísu var fyrst byrjað að kynna hana sl. vetur, en þá voru allar línur mun óskýrari en nú, og telja tískufrömuðir að loks sé ljóst hvert stefni í tískunni. Hér gefur að líta hátískuna eins og Pierre Cardin telur hana eiga að vera, auk tveggja kvöldkjóla frá París og Róm. Það sem einkenndi föt Cardin voru skarpar, allt að því abstrakt línur og mjúkar línur og kvenlegar látnar lönd og leið fyrir framandleikann. Til þess að undirstrika pilsin not- ar hann gjarðir, svipaðar gömlu húla-gjörðunum. Kvöldkjólamir eru öllu hefðbundnari. Sá franski er reynd- ar hannaður af Norðmanninum Per Spook og þótti hann í djarflegra lagi, en sídd hans er mjög óræð. Að aftan er hann ökklasíður, en að framan kemur mini-pils í ljós og sitt- hvað fleira, en kjólinn er úr silki. Kjóilinn frá Valentino í Rómaborg er öllu hefðbundnari og er úr blönduðum efnum. Þrátt fyrir að þessi kjóll sé ólíkt efnismeiri en sá frá París eiga þeir það sammerkt að athygli er dregin að mittinu með linda, sem aukin heldur er hnýttur með áberandi slaufu. Kjólamir em eins og flestar flíkur komandi sumars í mildum, en fjörlegum litum. Hins vegar er ólíkt meiri fyrirferð á þessari flík. Sýningarstúlkur Pierre Cardin þóttu frekar minna á listaverk módemista en konulíkamann. Þessi er ófeimin við að sýna á sér leggina, a.m.k. að framanverðu. Bikarinn, sem Síðasta föstudag var þessi stóreflis kaka af- hjúpuð í Hamborg, en þar í borg fer nú fram alþjóðleg sýning bakarameistara og þeirra er selja vömr tengdar bakstri. Sérstakir dómarar vom kvaddir til, svo hægt væri að skera úr um hvort kökunnar verði getið í heimsmetabók þeirri er kennd er við mjöðinn Guinness. Kakan er 6,5 tonn að þyngd og u.þ.b. 18,5 m á hæð. Ekki má bjóða þér bita? Þessar tvær voru meðal þeirra sem sáu um að setja kökuna saman, enda matarlegar að — Þessi viH fá 5 pylsur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.