Morgunblaðið - 28.01.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.01.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1987 45 Byggt á gömlum grunni Allt frá því í nóvember á síðast- liðnu ári hefur staðið yfir ræðukeppni MORFÍS, en sú skammstöfun stendur fyrir „Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskóla Islands". í keppninni taka þátt velflestir framhaldsskólar á íslandi, en nú er tekið að síga á seinni hluta hennar. Þau tvö ár sem keppt hefur verið hefur lið Mál- fundafélagsins Framtíðarinnar verið sigursælt, en sigurliðið fær veglegan farandbikar til gæslu. Vinni lið sama skóla þrjú ár í röð fær það bikarinn hins vegar til eign- ar, svo að nú er mikill hugur í liði Framtíðarinnar. Af þessu tilefni fór blaðamaður á fund þeirra félaga og spurði þá tíðinda. í liðinu eru fjórir menn; Birgir Armannsson, frummælandi, Auð- unn Atlason, meðmælandi, Illugi Gunnarsson, stuðningsmaður, og Sveinn Valfells III., liðsstjóri. Fyrst spurðum við hvemig gengi í keppn- inni. „Prýðilega, þakka þér. MORFÍS-keppnin byrjaði í kring um byltingarafmæli Sovétríkjanna í nóvember sl., en fyrr um haustið höfðum við unnið Verzlunarskóla- liðið í árlegri vináttukeppni skól- anna. Lið Framtíðarinnar hefur ekki tapað keppni þrettán skipti í röð, svo við getum verið ánægðir. Við töpuðum í vináttukeppninni við Verzló 1984, en svo ekki sögu meir. Þetta kann að hljóma drambslega, en svona er það nú bara.“ Hvaða skýringu hafið þið á þess- ari velgengni Menntaskólans? „Við höfum engin skýr svör við því, en því má náttúrulega ekki gleyma að Framtíðin e 104 ára gamalt félag og við byggjum því á gömlum grunni. Félagið var stofnað sérstaklega til þess að æfa ræðu- mennsku, svo að það væri nú eitthvað undarlegt ef það hefði eng- an árangur borið. Svo má nefna að áhuginn innan skólans er mjög almennur. í bekkjakeppninni eru þrettán lið, svo að þar með eru um 50 manns, sem hrærast í þessu beint, auk allra hinna, sem láta sér nægja að fylgjast með.“ En eitthvað hlýtur það að vera sem vekur áhuga fólks á ræðu- mennsku. Er það taumlaus frama- gimd eða hvað? „Hér blómstrar mælskulistin." „Það held ég nú ekki. Ég held frekar að fólk skynji að það þarf að geta komið fyrir sig orði í fjöl- menni og líka hitt að þama sjá margir sér leið inn í félagslífið, sem annars væri þeim e.t.v. ófær. I öðr- um skólum er gífurlegur skákáhugi, körfuboltaáhugi, eða hvað sem er; hér blómstrar mælskulistin." Hvað um gagnið sem af þessu er? „Við þurfum að færa rök fyrir máli okkar með ábyrgum og skipu- legum hætti. Það er kannski það besta við þessa íþrótt, að maður þjálfast í því að finna rök fyrir óskyldustu málum, sem eru manni jafnvel hreint ekki að skapi.“ En neikvæða hliðin? „Fyrirkomulag keppninnar gerir það að verkum að maður talar allt- of sjaldan af sannfæringu og að því leyti er bara verið að þjálfa menn upp í að vera atvinnustjóm- málamenn. Það nær enginn ár- angri, sem ekki semur ræðumar sínar sjálfur." Nú eru §órir skólar eftir í MORFÍS-keppninni og væntanlega verður undanúrslitakeppnin hinn 12. febrúar. Auk Menntaskólans em Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskólinn á Suðumesjum og Menntaskólinn í Hamrahlíð eft- ir. Þjálfari Framtíðarinnar er Kristján Hrafnsson, sem er forseti Lið Framtíðarinnar, Illugi Gunnarsson, Birgir Ármannsson og Auðunn Atlason. Morgunblaðið/Bjami Opið þorrablót laugardaginn 31. janúar. Húsiö opnað kl. 19. Upplagt tækifæri fyrir minni fyrirtæki og smærri félög. Allir velkomnir. Miöaverð kr. 1.100,- Miðapantanir í síma 685090. Miðasala milli kl. 11 og 14 daglega. Miðar afhentir frá kl. 18 á föstudag og laugardag frá kl. 13 til 15. Nýjung í orlofsmálum íslendinga Glæsileg orlofshús til sölu við hvítu ströndina (Costa Blanca) á Spáni. Starfsmannafélög — félagasamtök — hópar — fyrirtæki. íbúðir — raðhús — villur. Einnig 203 fm veitingastaður og 200 fm kjörverslun. Hagstætt verð og greiðslukjör. Samningar í gangi um mjög hagstæðar ferðir fyrir verð- andi húseigendur og þá, sem þegar eru búnir að kaupa. Hafið samband strax, við komum með kynningar á stað- inn ef óskað er. Næsta kynnisferð til Spánar er 6. febrúar 1987. G. Óskarsson og Co., Laugavegi 18, sími 17045. „Það væri nú eitthvað undarlegt ef 104 ára starf hefði ekki borið árangur." málfundafélagsins. Við spurðum hann hvort að þetta væri tilgangur félagsins — að vinna ræðukeppni. „Nei. Aðaltilgangur félagsins er að halda málfundi og standa fyrir öðru félagslífi innan skólans. Við starfrækjum Skákklúbb, Vísindafé- lag, Róðrafélag og Bridge-klúbb, auk þess sem að árlega er gefið út blaðið Skinfaxi og við höfum staðið í ýmissi útgáfustarfsemi ann- arri. En MORFÍS-keppnin. Hvetjar eru sigurlíkumar? „Ég held að þær séu talsverðar. Mér finnst við og lið Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ vera með sterkustu liðin, en þetta er náttúrulega ábyrgðarlaust hjal, sem úrslitin leiða í ljós hvort eigi við rök að styðjast. Annars hefur það skyggt nokkuð á keppnina að það gætir vissrar andúðar í garð skólans, sér- staklega af hálfu nokkurra einstakl- inga innan M.H., sem ekki hafa skirrst við að vera með rekið per- sónuníð um liðsmenn okkar í dagblöðum. Þetta er náttúrulega ekki til þess að auka á keppnisand- ann, en á sér því miður stað.“ Heldur þú að þið þurííð að fara smíða skáp undir bikarinn? „Það vona ég. Ég er a.m.k. far- inn að leita að stað undir skápinn." VAGNHÖFDA 11 REYKJAVÍK SÍMI685090 ASUÐURNESJUM Fats Domino og hljómsveit hansmunu halda hljómleika í Stapa, Njardvík, föstudaginn 6. febrú- arkí 20.00. GLÆSILEGUR KVÖLDVERÐUR: Rœkjukokteill GljáÖur hamborgarhryggur Miða- og borðapantanir daglegáíStapa rnilli kl. 19og21, simi (92)2526:- ' Ath.: Aðeinsþetta eina sinn á Suöurnesjum WORKS Fjölnotakerfið Works frá Microsoft er nú að verða mest notaða forritið á Macin- tosh. Á námskeiðinu er farið rækilega í þá möguleika sem forritið býður upp á. Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun Macintosh. * Ritvinnsla, æfíngar. * Gagnagrunnur, æfingar. * Tölvureiknir, æfingar. * Flutningur gagna á milli þátta forritsins. * Umræður og fyrirspurnir. Leiðbelnandl: Guðmundur Karl Guðmundsson, sölumaður hjá Radíóbúðinni. Tími: 9.-12. febrúar ki. 18.15-21.15. Innritun í símum 687590 og 686790. Q| fcv.v.-.vaai Tölvufræðslan Borgartúni 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.