Morgunblaðið - 28.01.1987, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987
y/Vert 'ekkí alliaf oð stoglast á. „ tfvemig
^kyidana bragðast"! "
ást er...
. .. bestu kaupin.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
01966 Los Angeles Times Syndicate
Okkur hefur bersýnilega
mistekist eitthvað í upp-
eldinu, Kristín mín.
Með
morgunkaffinu
meiri þegar peningunum
er hent niður af fjórðu eða
fimmtu hæð.
Þessir hringdu . . .
Gleraugu fundin
Steinunn hjá SVR hringdi:
Gleraugu í gráu leðurhulstri
fundust fyrir nokkru á bekk nálægt
Heilsuvemdarstöðinni. Vitjist í
miðasölu SVR við Lækjartorg.
Erfitt að f inna
út vinningsnúmer
Sigríður hringdi:
Ég vil vekja athygli á því hversu
oft það er miklu auðveldara að
kaupa happdrættismiða en að kom-
ast að því hvort maður hefur fengið
vinning. Á miðunum er tíðum síma-
númer sem hringja má í til að
komast að vinningsnúmerum en því
Skrif ið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 17 og 18,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
miður vill verða erfitt að ná sam-
bandi í gegnum þessi númer, ýmist
er á tali eða það hringir út.
Hver á von
á bréfinu?
Herdís hringdi:
Um daginn fékk ég bréf frá
Grey Flannel fyrirtækinu í Lond-
on. Bréfið datt inn um lúguna á
Hringbraut 46 í Reykjavík þann 22
janúar. Því miður fór þetta bréf í
rangt heimilisfang og ég vil gjaman
að það komist í réttar hendur en
nafn viðtakanda er ólesanlegt og
því gríp ég til þessa ráðs. Síminn
hjá mér er 10194.
Lyklakippa
fannst
Finnandi lyklakippu í veski
hringdi. Kvaðst hann hafa fundið
lyklana fyrir framan Borgarleik-
húsið í desember sl.. Síminn er
72590.
Seðlaveskinu
var stolið en
lögreglan lét
sér fátt um
finnast
Ein sár hringdi:
Veskinu mínu var stolið með
skilríkjum í, þar á meðal ökuskír-
teininu.
Ég fór á lögreglustöðina, kannski
ekki alveg viss um hvað ég ætti
að gera. Þar var mér ráðlagt að
tala við varðstjórann en þegar ég
kom til hans og spurði hvort ég
ætti að kæra lá við að hann hlægi
að mér. Hann vísaði mér síðan á
hinn enda byggingarinnar að fá þar
plagg upp á það að ég mætti keyra
þó ekkert hefði ég ökuskírteinið.
Þegar ég kom þangað sagði af-
greiðslustúlkan að hún gæti ekki
látið mig hafa neitt slíkt plagg, það
væri einfaldlega ekki til. Og kom
fyrir lítið þó ég segði henni að varð-
stjórinn hefði sagt annað. Síðan
vísaði konan mér á annan lögreglu-
þjón.
Þegar ég kom til hans bar hann
það upp á mig að ég væri að ljúga
þessu öllu saman, að veskinu mínu
hefði aldrei verið stolið. Undir þetta
tók dama sem sat þama rétt hjá.
Skiljanlega á ég afskaplega erfitt
með að sætta mig þessa framkomu
og mig langar til sð spyija: Er ekki
hægt að fá einhverskonar bráða-
birgðaökuskírteini, í t.d. tilvikum
sem þessum, eða verður maður ein-
faldlega að keyra upp á eigin
ábyrgð, eins og afgreiðslustúlkan
orðaði það (hvað sem það hefur nú
átt að þýða)? I öðru lagi langar
mig til að fá við því svar hvort
borga þurfi fyrir nýtt ökuskírteini
þegar það eldra glatast? Varðstjór-
inn svaraði þessari spurningu
neitandi en afgreiðslustúlkan ját-
andi. Hvor hefur rétt fyrir sér? Að
lokum; verða lögregluþjónar ekki
að sýna þeim kurteisi sem leita til
þeirra? Er það alvanalegt að þessir
opinberu starfsmenn rengi orð við-
mælenda sinna?
Hvar er tekið
a moti fjar-
stuðningi við
móður Teresu?
Sjónvarpsáhorfandi spyr:
Getur Velvakandi eða einhver
lesandi hans upplýst mig og aðra,
er kynnu að vilja leggja eitthvað
af mörkum til móður Teresu, hvar
tekið er á móti slíkum fjárstuðningi?
Týndi erma-
hnappi
Pálmi hringdi:
A laugardaginn 24.janúar týndi
ég gullermahnappi. Þennan dag fór
ég í Hafnaríjarðarkirkju en ég bý
í Reykjavík. Finnandi vinsamlegast
hringi í s. 82094.
Víkverji
*
Alaugardaginn í síðustu viku
flutti Benedikt Gröndal, sendi-
herra Islands í Svíþjóð, sem tekið
hefur þátt í ráðstefnum á grund-
velli Helskinki-samkomulagsins,
erindi um Island og afvopnun í
Evrópu á fundi Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs. Eftir
fróðlega úttekt sendiherrans á þeim
víðtæku samskiptum milli austurs
og vesturs, sem hafa þróast innan
Helskinki-hreyfingarinnar, beindu
fundarmenn spumingum til Bened-
ikts. Meðal annars var rætt um
mannréttindamál og þá viðleitni
Sovétmanna að svara gagnrýni á
einræðislega stjómarhætti þeirra
sjálfra með árásum á lýðræðisríkin.
Áð sjálfsögðu þótti mönnum, að
þarna væm ólíkir hlutir lagðir að
jöfnu.
Benedikt Gröndal sagði, að Sov-
étmenn sætu greinilega yfir öllu
því, sem fram kæmi í hinum opnu
fjölmiðlum Vesturlanda og þeir
gætu nýtt sér til að koma höggi á
viðmælendur sína.
Einn fundarmanna benti á, að
þáttur í íslenska ríkissjónvarpinu
síðastliðinn miðvikudag kynni að
nýtast Sovétmönnum í leit þeirra
að árásarefnum vegna mannrétt-
indabrota á Vesturlöndum. Þar
hefði verið dregin upp sú mynd af
réttarfari í Noregi, að menn væru
ofsóttir að ósekju. Var þar vísað til
þáttarins um Ame Treholt.
XXX
Fáum norrænum mönnum hefur
verið gefið jafn oft kostur á
að reka áróður fyrir sjálfum sér í
skrifar
sjónvarpi íslenska ríkisins og Arne
Treholt. Eftir að dómur féll í máli
hans, hefur Treholt valið þann kost
að reyna að gera norska dómskerf-
ið og norsk yfirvöld sem tortryggile-
gust. Var þetta sá boðskapur, sem
okkur sjónvarpsáhorfendum var
fluttur á miðvikudagskvöldið.
Það gefur alls ekki rétta mynd
af réttarstöðu einstaklinga í Noregi
að halda þeim skoðunum að Islend-
ingum, að Treholt sé fómarlamb
einhvers konar réttarhneykslis. ís-
lendingar hafa ekki fylgst það vel
með þeim miklu umræðum, sem
hafa orðið í Noregi vegna dómsins
yfir Treholt, að þeir geti metið gildi
málflutnings hans á eðlilegum for-
sendum. Við eigum einnig erfitt
með að átta okkur á einstökum
ágreiningsefnum um lögfræðileg
atriði vegna málaferlanna yfir Tre-
holt, þar sem norsk réttarfarslög
em að ýmsu leyti ólík okkar.
Til að gæta lögboðinnar óhlut-
drægni ætti ríkissjónvarpið að sýna
annan þátt frá Noregi, þar sem rifj-
að er upp fyrir hvað Treholt var
dæmdur og hvernig dómendur kom-
ust að niðurstöðu sinni auk þess
sem andmælendum Treholts í því
áróðursstríði, sem nú er háð, yrði
gefið tækifæri til að skýra málstað
sinn.
XXX
Víkveija gafst nýlega tækifæri
til að horfa á myndband af
sjónvarpsþætti, þar sem Yuri Orlov,
sovéskur andófsmaður, svaraði
spurningum manna í ýmsum evr-
ópskum höfuðborgum. Orlov beitti
sér fyrir því að komið var á fót
nefnd í Sovétríkjunum til að fylgj-
ast með, hvort stjómvöld þar virtu
Helsinki-samkomulagið. Fyrir þetta
var hann handtekinn og var haldið
níu ár í fangelsi og þrælkunarbúð-
um, þar til hann fékk að fara vestur
fyrir tjald I tengslum við leiðtoga-
fundinn í október. Hann býr nú í
Bandaríkjunum. Orlov sagði, að enn
hefði ekkert gerst í Sovétríkjunum
undir stjóm Gorbachevs, sem sann-
færði sig um það, að um raun-
verulega breytingu í frjálsræðisátt
væri að ræða. Taldi hann það að
sjálfsögðu spor í rétta átt, að An-
drei Sakharov og Yelena Bonner
hefðu fengið að snúa til Moskvu
úr útlegðinni í Gorkí. Á hinn bóginn
hefði verið hert á ákvæðum, sem
banna gyðingum og öðmm að flytja
úr landi. Þó var Ijóst af orðum
Orlovs, að hann taldi alls ekki úti-
lokað, að Gorbaehev vildi stuðla að
breytingum.
Er óvenjulegt að heyra landflótta
sovéska andófsmenn tala á þann
veg, að þó sé einhver von um að
tökunum verði létt á þegnum
Kremlveija. Ætti það að vera þeim
mönnum á Vesturlöndum, sem
leggja sig fram um að lýsa hinu
raunverulega hörmungarástandi í
Sovétríkjunum, hvatning til að
slaka ekki á í baráttu sinni gegn
óréttlætinu. Dropinn holar steininn
þar eins og annars staðar. Orlov
var sama sinnis og aðrir, sem hafa
mátt þola svipaðar raunir og hann
vegna skoðana sinna, að stuðningur
fijálshuga manna á Vesturlöndum
væri ómetanlegur styrkur fyrir þá,
sem búa við ófrelsi kommúnismans.