Morgunblaðið - 28.01.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987
51
f i1 nr:1
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 17-18
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
nyiiJJun^'-LiKJ'DW
▲\v
"ÞI=16> HLJOTR VERP OFSKYNORNIR, LÆKNIR. MÉR PINNbT
RLLT I EINU EN&-ININJ TRLR UM NEITT NEMR SMOKKR11
Eðlilegt að oft skuli heyrast í Bubba
Kæri Velvakandi
Ég ætla að byrja á því að taka
fram að ég er mjög hrifinn af ljós-
vakagagnrýni Ólafs M. Jóhannes-
sonar sem er daglega í Morgun-
blaðinu. Eins og gengur er ég ekki
ætíð 100% sammála Ólafi, þó ég
sé það oftast.
En mig langar að gera smáat-
hugasemd við skrif hans í blaðinu
lO.janúar. Þar segir hann að Bubbi
hafi glumið í öllum verslunum fyrir
jól- og Bylgjan og Stöð 2 hafi kynnt
nýjustu plötu hans vel. Um þetta
vil ég segja:
Bubbi var lokaður frá ríkisfjöl-
Það er vitað að í nútímaþjóð-
félagi, miðað við fyrri tíð, eru
margvísleg tækifæri og tjáninga-
möguleikar fjölmargi-a hópa orðnir
næstum óteljandi, hvað viðvíkur
vísindum, listum, stefnum, stöðum
og lífsgildum. Af þeirri umræðu
sem öðru hvoru hefur átt sér stað
hafa augu og skilningur þessara
hópa vaknað fyrir því, að maðurinn
lifir ekki á brauði einu saman, ef
hann ætlar að láta sér líða sem
Drengskapur
Ester Kláusdóttir skrifar:
Í síðustu vikunni fyrir jól fór ég
í sjúkravitjun á Landakotsspítala
og lagði bílnum mínum á bílastæði
sjúkrahússins (ef bílastæði skyldi
kalla). Þegar ég kom út varð mér
ljóst að keyrt hafði verið á bílinn
og hann stórskemmdur og enginn
maður sjáanlegur.
Þar sem ég stóð þarna í öngum
mínum og virti fyrir mér skemmd-
irnar sá ég miða undir rúðuþurrk-
unni.
Á miðanum var nafn og síma-
númer þess er óhappinu olli. Þetta
reyndist ungur maður að nafni
Guðni G. Jónsson, Rauðalæk 21,
Reykjavík.
011 okkar viðskipti varðandi þetta
óhapp hafa verið hin ánægjulegustu
og í fullu samræmi við þann heiðar-
leika og drengskap sem hann sýndi
þetta skammdegiskvöld.
Ég óska honum gæfu og gleði á
nýju ári.
miðlunum (nema náttúrulega
óskalagaþáttum útvarpsins) fram
að tíð Hrafns Gunnlaugssonar hjá
sjónvarpinu. Samt var Bubbi sann-
anlega vinsælasta rokkstjarna
landsins alveg frá 1980. Hrafn er
fyrsti og eini starfsmaður ríkisfjöl-
miðlana sem veitt hefur Bubba þá
athygli sem hann á skilið miðað við
vinsældir. Bylgjan og Stöð 2 þurfa
á hlustendum og áhorfendum að
halda (öfugt við ríkisfjölmiðlana
sem geta gengið í ríkiskassann þeg-
ar illa árar). Þess vegna sinna
einkastöðvarnar því sem er vinsæl-
ast. Og það er einmitt Bubbi sem
best og koma sér sem eðlilegast
fyrir í viðkomandi samfélagi. .'.
sumir þessara þátta eru jú gömul
vísindi og reynsla, er nútíma þekk-
ing í þessa veru byggist á, að sumu
leyti, og stundum sagt að oft sé
gott, hvað gamlir kveða . . . Mitt í
þessari umræðu um nauðsyn á
meiri þekkingu hvað almenna tján-
ingatækni snertir, til að mynda í
stöku listgreinum og vísindum, við-
komandi hópum til handa, vill
stundum til, að sumir einstaklingar
viðkomandi samfélags verða og eru
stundum gleymdir í bili, þótt æ oft-
ar megi telja þau tilvik á fingrum'
sér, í samtímanum, og hygg ég að
stundum sé það einstaklingsbundið,
hvað þetta fólk er misvel upplýst
og á gott með að koma sér á fram-
færi af fyrrabragði, og sjálfsagt
margar mismunandi ástæður fyrir
því. I sumum þessara tilvika finnst
mér gamla máltækið eiga við þegar
neyðin er hæst er hjálpin næst. I
stuttu máli, tilgangur minn með
þessari grein er að vekja að mér
finnst tímabæra athygli á stöðu og
viðgangi og tjáningarmöguleikum
viðkomandi einstaklingshópa, í
fortíð og nútíð. Möguleikarnir eru
næstum óteljandi, í ljósi nútíma
vísinda og tækni, sem betur fer,
okkar minnstu bræðrum og systrum
til góða og viðkomandi samfélagi.
þessu fólki er ekkert of gott, þegar
því sumu hveiju hefur lærst að
bera sig eftir þeirri björg, er hæfir
því, og kemur til góða í hveiju til-
viki.
Gunnar Sverrisson
er vinsælastur.
Og það er ekkeit skrýtið að
meistaraverkið „Frelsi til sölu“ sé
vel kynnt. Flestir gagnrýnendur
hafa sagt þetta vera bestu plötu
sem nokkurntíma hefur komið út á
íslandi. Það er því ekkert skrýtið
að víða heyrist í Bubba. Bara á
síðasta hálfu ári einn og sér hefur
hann gefið út tvær sólóplötur, þar
af aðra tvöfalda, og sungið inn á
plötur með Gunnari Þórðarsyni,
Sverri Stormsker, Megasi, Bjarna
Tryggva og séð um gítarleik á ljóð-
snældunni Gloríu, auk þess sem
hann hefur sett upp ótal tónleika
með MX21, sjálfum sér einum eða
með öðrum. Til skamms tíma átti
Bubbi fjögur af 9 efstu lögum vin-
sældalista Bylgjunnar, þar á meðal
nr. 1.
Ef ljósvakarnir vilja starfa í sam-
ræmi við vilja ijöldans þá væru
ijögur af hveijum níu lögum sem
spiluð eru í útvarpi og sjónvarpi,
með Bubba Morthens S.E.
Hver er
álagning
þeirra?
Nýlega var „Úlfar“ að spyija um
það hvar hægt væri að láta fram-
kalla myndir í Bretlandi. En það
er eins og margir vita margfalt
ódýrara en hér heima.
Sá sem þetta ritar er nýkominn
frá Englandi og getur staðfest að
víða fæst þessi þjónusta og sums
staðar er filma í kaupbæti fyrir
hvern sem lætur framkalla.
Einfaldast er að líta 'i ensk blöð
og sjá slíkar auglýsingar. Þetta
fæst svo víða. Verð er vissulega
mismunandi en víða kostar innan
við 3£ að framkalla 24 litmynda
spólu.
Þeir sem annast filmuframköllun
hér heima þola engan verðsaman-
burð. Enda bregðast þeir æfir við
og fást alls ekki til að gefa upp
hver álagning þeirra er. Þykjast
samt vera með betri tæki en aðrir
og kvarta um tolla og skatta.
Nei, hér á íslandi er það alveg
klárt að okur viðgengst á filmum
og því sem að þeim víkur. Svo ein-
falt er það nú.
Myndavélareigandi
Einstæðingnrinn
í þjóðfélaginu
Meistarafélag húsasmiða
Viðgerðirog viðhaid húseigna og mannvirkja
Stjórn Meistarafélags húsasmiða vill hvetja þá
sem þurfa að gera við húseignir sínar á árinu.að
hefjast þegar handa og dreifa vinnunni sem mest
á allt árið.
Klæðning utan á hús, glerísetning, jafnvel viðgerð-
ir á þökum, svo og öll innivinna. Allt þetta og
margt fleira má vinna þótt vetur sé.
Á skrifstofu félagsins eru til einfaldir verksamning-
ar sem sjálfsagt er að nota. Allar upplýsingar eru
veittar á skrifstofu félagsins frá mánudegi til föstu-
dags í síma 36977 milli kl. 13.00 og 15.00.
Stjórnin
Píanó — f lyglar
STEINWAY 6 SONS
GROTRIAN-STEINWEG
Einkaumboð á íslandi
Pálmar ísólfsson & Pálsson sf.
Pósthólf 136, Reykjavík.
Símar: 30392 — 13214 — 11980
Ryðfrítt stál f stöngum
G. J. Fossberg
vélaverzlun hf.
Skúlagötu 63
Simar 18560- 13027